Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 24
40 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 JDV íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Áttræöur Bjarkí Bíasson fyrrv. yfirlögregiuþjónn og skólastjóri Lögregluskóla ríkisins 8? árg_________________________________ Helga Árnadóttir, Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. Jóhanna Sigurjónsdóttlr, Ölduslóö 30, Hafnarfirði. Ólafur Guömundsson, Tjarnarlundi 9b, Akureyri. 80 áre_________________________________ Guömundur Halldórsson frá Kvíslarhóli, fýrrv. hrognakaumaöur og bóndi, er dvelur nú aö Hvammi, heimili aldraöra á Húsavík. Hann veröur aö heiman í dag. Guðríöur Þóröardóttlr, Heiöargeröi 17, Vogum. 70 ára_________________________________ Helgl Theódór Andersen, fyrrv. formaöur Verkalýösfélags Grindavíkur, Þórkötlustööum 2, Grindavík. Eiginkona hans er Guörún Aradóttir hús- móöir. Jón Beck Elbergsson, fyrrv. fangavörður, Hrannarstíg 18, Grundar- firöi. Eiginkona hans er Jónina Guörún Kristjánsdóttir verslunarmaöur. Jón tekur á móti gestum í Krákunni laugard. 17.5. kl. 15.00-19.00. Kristlnn S. Daníelsson, Klettagötu 2, Hafnarfirði. Stelnn Guðmundsson, Skeggjagötu 13, Reykjavík. Svelnn J. Svelnsson, Birkivöllum 13, Selfossi. 80 ára_________________________________ Áróra Slgurgelrsdóttlr, Fastanefnd Strasbourg, Reykjavík. Björn Bjarnason, Selbraut 30, Seltjarnarnesi. Grétar Vllhelmsson, Skriðuseli 1, Reykjavik. Gunnar Þóröarson, Hólshúsum, Árnessýslu. Inglbjörg Benónýsdóttir, Strandaseli 4, Reykjavík. Slgrún Arngrímsdóttir, Lokastíg 2, Dalvík. Þorstelnn Axelsson, Teigaseli 3, Reykjavík. Þórarinn Arnórsson, Hverafold 35, Reykjavík. Bjarki Elíasson, fyrrv. yfirlög- regluþjónn og skólastjóri Lögreglu- skóla ríkisins, til heimilis aö Frosta- skjóli 11, Reykjavík, er áttræður í dag. Sarfsferill Bjarki fæddist á Dalvík og ólst þar upp. Hann lauk unglingaprófi frá Unglingaskóla Svarfdæla 1940, vélskólaprófi á Akureyri 1943, stýri- mannsprófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1949, prófi frá Lög- regluskóla Reykjavíkur 1954 og stundaði lögreglufræðinám við Michigan State University 1959, við University of LouisviUe 1960 og var viö lögreglustarfsþjáifun hjá Scotland Yard í London 1961 og 1962. Bjarki stundaði sjómennsku á ár- unum 1939-53 en hóf þá störf hjá Lögreglunni í Reykjavík þar sem hann starfaði til 1988. Bjarki var að- alvarðstjóri 1962-66, yfirlögreglu- þjónn almennrar löggæslu 1966-88 og var skólastjóri Lögregluskóla rikisins 1988-93. Bjarki var formaður Ungmenna- félags Svarfdælinga 1942, sat í stjóm Vemdar 1962-84 og var lengst af varaformaður, hefur setið í aðal- stjóm SÁÁ frá stofnun, var formað- ur Byggingarsamvinnufélags lög- reglumanna 1958-61, stofnfélagi og síðar formaður Lionsklúbbs Kópa- vogs 1963-64, formaður Lög- reglukórs Reykjavíkur 1968-82, for- maður Samtaka Svarfdælinga í Reykjavík 1966-76, i stjóm velunn- ara Borgarspítala frá stofnun og rit- stjóri og ábyrgöarmaður Lögreglu- blaðsins 1969-76. Bjarki hefur verið sæmdur ridd- arakrossi Dannebrogsorðunnar 1973, norsku St. Olavsorðunni 1974, sænsku Norðurstjömuorðunni 1975, er stórriddari fmnsku Ljónsorðunn- ar frá 1977, var sæmdur finnsku Hvítu rósinni 1982, riddarakrossi fálkaorðunnar 1984, heiðursmerki stórhertogans af Lúxemborg 1986 og er kommandör sænsku Norður- stjömunnar frá 1987. Fjölskylda Fyrri kona Bjarka: Guðrún Krist- in Sveinbjömsdóttir, f. 10.5. 1930, verslunarmaður, dóttir Sveinbjöms Sigurðssonar loftskeytamanns og Ólafiu Pálsdóttur húsmóður. Bjarki og Guðrún Kristín skildu 1959. Seinni kona Bjarka er Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir, f. 22.7. 1938, kennari. Hún er dóttir Sigur- jóns Þorvalds Ámasonar prests og Þórunnar Eyjóifsdóttur Kolbeins húsmóður. Böm Bjarka af fyrra hjónabandi eru Ólafía Björk, f. 11.4. 1950, verkefnastjóri í ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu íslands, gift Krist- jáni F.G. Friðrikssyni, starfsmanni Formax, og eiga þau tvö böm, Krist- ínu Sólveigu og Bjarka Elías, auk þess sem Kristín Sólveig er gift Bergsveini Jóhannessyni og eiga þau tvö böm, Auði Öglu og Jóhannes Tuma; Stefán Elías, f. 4.4. 1952, kennari og framkvæmdastjóri í Reykjanesbæ, kvæntur Þorbjörgu Garðarsdóttur, kennara og fyrrv. bæjarfulltrúa, og eiga þau þrjú böm, Njörð, Evu og Amar, auk þess sem Stefán á dóttur frá því áður með Lilju Antonsdóttur mynd- menntakennara, Helgu Björk; Sveinbjöm, f. 27.10. 1954, sölumaö- ur, var kvæntur Kristjönu Þráins- dóttur en þau skildu og á hann tvær kjördætur. Dóttir Bjarka og Þórunnar Ást- hildar er Þórunn María, f. 3.9. 1974, lögfræðingur. Systkini Bjarka: Bára Elíasdóttir, f. 1.3. 1921, fyrrv. verslunarmaður á Dalvik; Bjöm, f. 6.10.1925, skipstjóri á Dalvík; Þórunn, f. 11.1.1931, fyrrv. bókavörður, búsett í Hafnarfirði; Stefán, f. 12.8. 1934, d. 13.6. 1951. Foreldrar Bjarka: Elías Halldórs- son, f. 30.4. 1886, d. 24.1. 1964, tré- smíðameistari og úr- og gullsmiður á Dalvík, og k.h„ Friðrika Jónsdótt- ir, f. 23.6. 1898, d. 14.9. 1993, húsmóð- Ætt Bróðir Elíasar: Jón Lyngstað Hall- dórsson, skipstjóri á Dalvík, faðir Ottós menntaskólakennara, Óskars flutningabílstjóra, Gunnhildar, hús- móður á Dalvík, og Stefaníu og Gunnars sem eru látin. Hálfbróðir Elíasar var Ingimar Óskarsson náttúrufræðingur, faðir Óskars þýðanda, Ingibjargar, fyrrv. ritara KHÍ, og Magnúsar hljómlist- armanns. Móðursystkini Bjarka voru Zóphanías Jónsson, b. á Hóli í Svarf- aðardal; Kristín Jónsdóttir, gift Hall- grími Traustasyni á Akureyri, og Björn Jónsson, b. á Ölduhrygg í Svarfaðardal, en þau em öll látin. n-. Attræð 80 öra___________________________ Ásdís Jóhannsdóttir, Hamarstíg 3, Akureyri. Eövarð Jónasson, Arnarsíöu 2b, Akureyri. Elnar Þór Kolbelnsson, Grundargarði 11, Húsavík. Elínborg Ögmundsdóttlr, Bæjargili 126, Garöabæ. Erllngur Krlstensson, Stekkjarbergi 8, Hafnarfiröi. Fanney Jóna Þorstelnsdóttlr, Dúfnahólum 4, Reykjavík. Helðrún Kristjánsdóttír, Blönduhlíö 23, Reykjavík. Kristrún G. Guðmundsdóttlr, Stuölaseli 38, Reykjavík. Magnús Hörður Kristlnsson, Karlagötu 22, Reykjavík. Magnús Jósefsson, Steinnesi, Austur-Húnavatnssýslu. Ragnar Gunnþórsson, Hafnarstræti 24, Akureyri. Stella Sharon Kiernan, Súlunesi 7, Garöabæ. 40 ára___________________________ Ástrún Ósk Ástþórsdóttlr, Brúnastöðum 50, Reykjavík. BJarnl Bragason, Halldórsstööum, Skagafiröi. BJarnl Svelnbjörnsson, Kristnibraut 8, Reykjavík. Eglll Guðnason, Vesturbergi 155, Reykjavík. Friðflnnur Elísson, Álfholti 22, Hafnarfiröi. Helgi Magnússon, Grænási 3a, Njarövík. Jóhanna Jónsdóttlr, Skógarási 7, Reykjavík. Kristín Slgurðardóttlr, Hjallalandi 12, Reykjavík. Margrét Guðmundsdóttlr, Ártúni 5, Siglufiröi. Ólafur Guðmundur Ragnarsson, Stuölabergi 102, Hafnarfiröi. Todd Barry Watklnson, Vallarási 4, Reykjavík. Þröstur Þórðarson, Austurbrún 2, Reykjavík. Elínborg Anna Kjartansdóttir húsmóðir á Selfossi Ellnborg Anna Kjartansdóttir, Fossvegi 6, Selfossi, varð áttræð í gær. Starfsferill Elínborg fæddist í Hafnarfirði en flutti á unga aldri til Reykjavíkur og ólst þar upp. Hún hlaut almenna menntun og fór ung að vinna öll al- geng störf eins og þau gerðust í þá daga. Elínborg flutti til Selfoss 1948. Þar starfaði hún utan heimilis í fjölda- mörg ár hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Elínborg er einkar listræn eins og hún á kyn til, náfrænka Einars myndhöggvara frá Galtafelli. Hún lærði postulínsmálun og kenndi þá listgrein í mörg ár. Fjölskylda Elínborg giftist Knúti Guðjóns- syni, f. 1.8. 1921, d. 23.10. 1963. Hann var sonur Guöjóns Knútssonar, f. 26.10. 1869, skipstjóra og síðar fisk- sala í Reykjavík, og k.h., Jónínu Ingibjargar Jónsdóttur, f. 23.10.1879, húsfreyju á Njálsgötu í Reykjavík. Elínborg og Knútur skildu. Dætur Elínborgar og Knúts eru Nina Björg, f. 10.12. 1940, búsett á Selfossi, gift Árna Valdimarssyni og eru börn þeirra Anna Sigríður, Steinar, Þröstur, Elinborg Ama og Valdimar; Sesselja, f. 2.6. 1944, bú- sett i Reykjavík, gift Franz Jezorski og eru böm þeirra Franz og Guð- fmna. Elínborg kvæntist 4.11. 1950 Am- þóri Guðnasyni, f. 13.2. 1928, d. 31.8. 1998. Þau Amþór og Elínborg bjuggu lengst af á Lyngheiði 4, Sel- fossi. Alsystkini Elínborgar eru Jón, f. 31.10. 1919, d. 24.1. 1984; Una, f. 24.7. 1921; Guðný Bára, f. 17.11. 1926. Systkini Elínborgar, sammæðra: Sólrún Helgadóttir, f. 28.6. 1933; Sig- urður Helgason, f. 31.5.1934; Þorlák- ur Helgason, f. 2.9. 1936. Foreldrar Elinborgar vom Kjart- an Jakobsson, f. 3.1.1893 í Galtafelli, Hrunamannahreppi, d. 1.8. 1954, og Jarþrúður Þorláksdóttir, f. 10.12. 1897 í Hafnarfirði, d. 1.4.1991. Ætt Kjartan var sonur Jakobs, b. og söðlasmiðs í Galtafelli, bróður Einars myndhöggvara og Bjama, Merkir Islendingar Ingólfur Jónsson ráðherra fæddist í Bólu- hjáleigu 15. maí 1909. Hann stundaöi nám við Hvítárbakkaskóla, vann m.a. við land- búnað í Noregi, var á vertiðum í Vest- mannaeyjum og var bamakennari. Ingólfur varð framkvæmdastjóri kaupfélagsins Þórs á Hellu 1935 og gerði það að verslunarstórveldi. Hann var þingmaður 1942-78, var viöskipta- og iönaðarráðherra í fjórða ráðuneyti Ólafs Thors 1953-56 og landbúnaöar- og samgönguráðherra í viðreisnarstjóm- inni samfellt 1959-71. Nánast eini ágreiningur viðreisnar- stjómarinnar stóð milli Gylfa Þ. Gíslason- ar, sem vildi auka frjálsa samkeppni í land- búnaði og grænmetisverslun, og Ingólfs, sem stóö vörð um tilskipunarverðmyndun, niður- greiðslur og einokunarverslun í greininni. Ingólfur var jarðbundinn stjórnmála- maður, virðulegur ásýndum og í háttum, stilltur, orðvar og orðheldinn, vinafast- ur og prýðilegur mannasættir þegar sundurþykkja flokksforystu Sjálfstæð- isflokksins var sem mest. Hann var því að ýmsu leyti maklegur þess mikla trausts sem hann ætíð naut á Suður- landi og í Sjálfstæðisflokknum. En það breytir ekki þeirri staðreynd að hann barðist fyrir og viðhélt rangri landbúnaðarstefnu sem er í andstöðu við meginstefnu Sjálfstæðisflokkins og hefur verið bændum, neytendum og skattgreiðend- um dýrkeypt. Þar hafði Gylfi rétt fyrir sér. Ingólfur Jónsson ráðherra forstjóra Nýja Biós, foður Harðar, húsameistara ríkisins, og Stefáns, stofnanda og forstjóra Kauphallarinnar, foður Bjarna forstjóra. Systur Bjama og Einars voru Guðný, amma Sveins Björnssonar sendiherra og Valgeröur, amma Nínu Tryggvadóttur. Jakob var sonur Jóns, b. í Galtafelli, bróður Helga, langafa Alfreðs Flóka. Jón var sonur Bjama, b. á Bolafæti, Jónssonar, og Helgu Halldórsdóttur af Jötuætt. Móðir Helgu var Guðrún Snorradóttir, systir Guðlaugar, ömmu Ásgrims Jónssonar listmálara. Móðir Kjartans var Elínborg, dóttir Páls, b. í Feijunesi í Flóa, Jónssonar, b. á Gaddsstöðum og síð- ar í Vetleifsholtshelli, Jónssonar. Jarþrúður var dóttir Þorláks Guðmundssonar í Hlíð í Garðasókn og k. h„ Önnu Sigríðar Davíðsdótt- ur frá Bakka i Vatnsdal. Guðmund- ur var sonur Magnúsar Snorrason- ar frá Ási í Hrunamannahreppi Jónssonar. Davíð var b. á Hofi í Vatnsdal Jóhannesson, b. á Strjúgsá og víðar, ívarssonar. Jarðarfarir Útför Blrgls Karlssonar flugþjóns, Reyni- lundi 11, Garðabæ, fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík, fimmtud. 15.5. kl. 15.00. Blrna Jónsdóttlr, Garðastræti 9, veröur jarðsungin í Dómkirkjunni fimmtud. 15.5. kl. 13.30. Útför Hansínu Slgurbjargar HJartardótt- ur fer fram frá Bústaöakirkju föstud. 16.5. kl. 13.30. Hrefna Krlstjánsdóttlr, Arnartanga 46, Mosfellsbæ, veröurjarösungin frá Foss- vogskapellu föstud. 16.5. kl. 13.30. Útför Önnu Ragnheiöar ívarsdóttur, Búastaöabraut 5, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugard. 17.5. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.