Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 43» DV Sport metur heimavellina í Landsbankadeildinni Valsvöllur er líklega slakasti heimavöllurinn í Landsbankadeild- inni þegar þau atriði, sem um er rætt, eru metin, en það skal þó tekið fram að Valsmenn hafa skrifað und- ir samkomulag við borgaryfirvöld um nýtt og stórglæslegt skipulag á félagssvæðinu. Aðstaða áhorfenda er mjög slök. Við völlinn stendur lítil heiðurs- stúka sem er komin til ára sinna og hefur örugglega ekki verið ætlað að standa svo lengi sem raunin er, en afgangurinn af áhorfendum þarf að standa eða sitja á steinpöllum eða liggja i grasinu. Áhorfendapallar liggja lágt og sjá áhorfendur illa yfir völlinn. Áhorfendur þurfa að fara langa leið til að nálgast salernisað- stöðu en hún er í íþróttahúsinu og þarf að ganga fyrir malarvöllinn og bílastæðin til að komast í hana. Bíla- stæði eru næg en aðkoman aö svæð- inu er ákaflega snúin og er þar kannski fyrst og fremst að eiga við skipulagsyfirvöld. Áðstaða blaðamanna er innandyra en liggur lágt eins og aöstaða áhorf- enda og er þannig úr garði gerð að ekki er nægilega auðvelt að fylgjast með leiknum á öllum vellinum. Að- staðan er þó mun betri en þegar blaðamenn höfðu aðstöðu í sendi- ferðabíl við hliðarlínuna og voru þar með illa varðir fyrir veðri og vind- um þar sem bíllinn var opinn eftir endilangri hliðinni. Varðandi búningsaðstöðu leik- manna má segja að hún gerist ekki víðar minni. Búningsklefarnir eru ekki nægilega stórir, en liðin nota tvo samliggjandi klefa. Þess utan er forkastanlegt að leikmenn þurfi að ganga yfir bílastæðið þegar gengið er til leiks. Knattspyrnusambandið skyldar hins vegar félagið til að verja gönguleiðina eins og kostur er en það er eflaust ekki ákjósanlegur kostur fyrir félag í efstu deild að þurfa að gera þetta með þessum hætti. Leikvöllurinn sjálfur virðist í ágætu ásigkomulagi en Valsmenn hafa átt í basli með völlinn á undan- fórnum árum og hefur hann alls ekki verið nógu góður. Valsmenn eru þó svo heppnir að geta breytt staðsetn- ingu knattspyrnuvallarins, þar sem vallarsvæðið er nokkuð rúmgott. Þetta gerir einnig að verkum að upp- hitunarsvæði i kringum völlinn eru góð og nægjanleg á bak við bæði mörk. Varðandi þær kröfur, sem gerðar eru í leyfishandbók KSÍ, þurfa Vals- menn að gerbreyta áhorfendaað- stöðu vaEarins. Á vellinum eru í dag engin sæti en það þurfa í það minnsta að vera 700 sæti í yfir- byggðri stúku. Eins og áður sagði hefur Valur nú gert samning við Reykjavíkurborg sem felur meðal annars í sér yfirbyggða stúku, auk þess sem svæðinu verður öllu breytt, byggður yfirbyggður knattspyrnu- völlur og aðalvöllurinn færður á það svæði þar sem malarvöllurinn er nú. Síðan veröur byggð stúka utan á nýtt íþróttahús þar sem keppnishús Vals- manna stendur nú. ValsvöRur Einkunnagjöfin Aðstaða áhorfenda 3 Leikvöllurinn 3 Aðstaða leikmanna Staða gagnvart staðli © Aðstaða blaðamanna 3 Heildarstigin 15 Gnkunnagjofin Aðstaða áhorfenda 3 Aðstaða leikmanna 3 Aðstaða blaðamanna 3 Leikvöllurinn 3 Staða gagnvart staðli 3 Heildarstigin 20 Fylkisvöllur er staðsettur inni í miðju íbúðarsvæði í Árbænum í Reykjavík og verður að segja að það er dálitið að honum þrengt. Það eru þó hugsanlega blikur á lofti með framtíð aöalvallarins þar sem ekki er víst að Fylkismenn fái að byggja stúku við núverandi aðalvöll félags- ins. Aðstaða áhorfenda er fyrir utan stúkuleysið alveg þokkaleg. Stein- Pcdlar eru eftir endilöngum vellin- um öðrum megin hans og þar sem þeim sleppir tekur grassvæði við. Pallamir eru þokkalega brattir þannig að áhorfendur geta séð ágæt- lega yfir völlinn en auðvitað er þetta ekki fullnægjandi aðstaða fyr- ir oft á tíðum fjölmarga áhorfendur á Fylkisvelli. Samgöngumál í kring- um völlinn eru oft ákaflega erfið þar sem fyrir utan oft góða aösókn að leikjum Fylkis er við hliðina á vell- inum ein fiölsóttasta sundlaug á svæðinu. Möguleiki er að nota mal- arvöllinn sem bílastæði en leiðir til og frá þessu svæði eru þröngar og tekur langan tíma fyrir ökumenn að komast burtu af svæðinu eftir leiki. Salemisaðstaða er í nýlegu íþrótta- húsi sem liggur við völlinn og er hún góð. Aðstaða fyrir leikmenn er ágæt. Búningsklefar er rúmgóðir en leið leikmanna til og frá velli er æði löng. Hún liggur yfir lokað svæði sem að mestu liggur yfir æfingavöll félagsins. Aðstaða fyrir blaðamenn hefur ekki verið nægilega góð. Komið var fyrir litlu bráðabirgðahúsi fyrir of- an áhorfendaaðstöðuna sem stendur þokkalega hátt. Útsýni úr þessu litla húsi er hins vegar ekki alveg nægi- lega gott og uppfyllir ekki kröfur um aðstöðu blaðamanna. í húsinu era þó blaðamenn varðir fyrir veðri og vindum. Leikvöllurinn sjálfur er í ágætu ásigkomulagi og virðist koma ágæt- lega undan vetri. Fylkismenn hafa undanfarin ár verið í dálitlum vand- ræðum með yfirborö vallarins og •c' eftir að hann var tekinn upp fyrir nokkrum ár kom í ljós dálítið sig á miðjum vellinum sem liggur nokkurn veginn eftir honum endi- löngum. Vegna góðrar aðsóknar á Fylkis- völl að undanfomu gerir KSÍ þá kröfu að sæti séu fyrir 1500 manns og þar af þurfa 600 þeirra að vera í yfirbyggðri stúku. Eins og staðan er í dag er langt í þetta en Fylkismenn eru þó að skoða hvemig þeir geta komið þessu fyrir. Samkvæmt upp- lýsingum frá KSÍ rúmar völlurinn nú um 2000 manns í stæði. Ef ekki C fæst leyfi hjá nágrönnum félagsins, þ.e.a.s. íbúum í hverfinu til að byggja stúku á aðalvöllinn, hefur verið rætt um að færa hann jafnvel þangað sem malarvöllurinn stendur nú, eða fyrir neðan sundlaug. Ef það reynist ekki fýsilegur kostur er ekki loku fyrir það skotið að reisa nýjan aðalvöll annars staðar í hverfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.