Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 32
A%pcíf SK)urvhi»«ún mtm\ 1X2 Jóiútheiji 20% afsláttur í maí ■ Nýr leikur hefst í dag á vefsíðu DV, www.dv.is, þar sem getspakir geta tippað á úrslit leikja í Landsbankadeildinni. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari varð fyrstur til að tippa. Hann vildi ekki gefa upp hvernig hann hefði tippað en ætlar sér að hreppa einhvern af þeim fjölmörgu vinningum sem í boði eru. ® DV-SPORT BLS. 42 L»Á24Smáauglýsingar 550 5000 j mtm ‘Trdbart 24. tíma andlitsíírem. Innilieldur 'E-vítamin ^urityfférbs Oddvitinn barinn „Ég er nú hjúkrunarfræöingnr og ýmsu vön, en stærra glóðarauga hef ég ekki oft séö. Ég er víst ekk- ert mjög frýnileg núna,“ sagöi Guö- rún Jóna Gunnarsdóttir, oddviti sveitarstjómar Dalabyggðar, í morgun. Hún varð á kosninganótt fyrir líkamsárás sem hún hyggst kæra. Atburðurinn átti sér stað á kosningavöku. Guðrún Jóna var að tygja sig heim á leið, þegar karl- " maður hóf að áreita hana vegna hitamáls sem er í gangi í Búðardal; sölu á hitaveitunni til Orkubús Vestfjarða. Kona þessa manns réðst síðan á Guðrúnu með högg- um. Guðrún Jóna er systir Kristins H. Gunnarssonar alþingismanns og flokkssystir hans að auki. Hálf- bróðir þeirra er Gunnar Birgisson, alþingismaöur sjálfstæðismanna. Borgarafundur um hitaveitusöl- una verður haldinn í Búöardal í kvöld og má búast við fjölmenni, jtf enda hefur málið vakið heitar kenndir meðal íbúanna. -JBP Sturla utstnikunarmethafi í Norðausturkjördæmi strikuðu á þriðja hundrað, eða tæplega 5% kjósenda Sjálfstæðisflokks út nafn Halldórs Blöndals. Rúmlega 150 strikuðu út Tómas Inga en næst þeim kom Valgerður Sverrisdóttir (B) með um 70 útstrikanir. Um 5% kjósenda Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi eða 824 kjósendur strikuðu út nafn Gunnars Birgissonar eða færðu hann til á lista. Einnig voru 346 yf- irstrikanir gerðar á nafni Áma Mathiesens sjávarútvegsráðherra úr fyrsta sæti listans. Þá strikuðu 254 kjósendur Samfylkingar út eða færðu til Guðmund Áma Stefáns- son, oddvita listans. í Suðurkjördæmi fékk ísólfur Gylfi Pálmason af B-lista flestar út- strikanir eða 150 sinnum. Guðjón Hjörleifsson af D-lista fékk 124 út- strikanir, en Sjáifstæðisflokkurinn fékk flestar útstrikanir og breyt- ingar í heild eða 336. Breytingar og útstrikánir á S-lista voru 147 og þar af fékk Lúðvík Bergvinsson 73 útstrikanir. -HKr. Um 8% kjósenda í Norðvestur- kjördæmi eða 449 kjósendur strik- uðu út nafn Sturlu Böðvarssonar á lista Sjálfstæðisflokksins og mun það vera hæsta hlutfall útstrikana sem um getur i kosningunum á laugardaginn. Um 20% kjósenda flokkanna þarf þó til þess hafa áhrif á úrslit kosninganna. í Norð- vesturkjördæmi var mest um út- strikanir á D- og B-lista. Á B-lista var Kristinn H. Gunnarsson strik- aöur út 164 sinnum og 58 strikuðu yfir nafn Jóhanns Ársælssonar á S- lista. Kolbrún í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður fékk Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, hlutfallslega flest- ar útstrikanir, eða 209, sem er um 5,9% af atkvæðum til flokksins. Er hún jafnframt í öðm sæti í útstrik- unum yfir landið. Hjá Samfylking- unni var Össur Skarphéðinsson með flestar útstrikanir, eða 425, sem er 3,2% af atkvæðum, en 850 kjósendur flokksins færðu Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur upp um sæti. Þar af 537 í 4. sæti og 212 í 1. sæt- 'ið. Einung- is 17 kjós- endur Framsókn- arflokksins í Reykjavík norður strikuðu Sturla Böðvarsson. yfir nafn Halldórs Ásgrímssonar. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra var líka mikið strikuð út af lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavikurkjördæmi suður. Það gerðu 529, sem er 3,8% af atkvæð- um til Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu. Mörður Ámason fékk flestar útstrikanir hjá Samfylking- unni í Reykjavík suður, eða 178, og Jóhanna Sigurðardóttir fékk 86. Hjá Framsóknarflokknum var Jón- ína Bjartmarz með 33 útstrikanir og Ögmundur Jónasson með 16 hjá Vinstri grænum. FRETTASKOTIÐ siiviiimixi SEM ALDREI Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sðlarhringinn. FIMMTUDAGUR 15. MAI 2003 sefur 550 55 55 KOREAM BARBEQLi 75 cl borðvín frál ■ 490,- 25% afsláttxir af boróvíni mánudaga til fimmtudaga m Hlíóasmára 8. 201 Kópavogur sími 544 4448 NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.