Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 DV Fréttir Vopnað rán í Sparisjóði Kópavogs: Bankarán með búrtinrf Ungur maður framdi vopnað rán í Sparisjóði Kópavogs við Hlíðasmára laust eftir klukk'an níu í gærmorgun. „Rannsókn málsins er í fullum gangi og við erum að vinna út frá þeim upplýs- ingum sem við höfum. Úr öryggis- myndavélakerfi sparisjóðsins höf- um við ágætar myndir og á þeim byggjum við. Enn hefur þó enginn verið handtekinn," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn í Kópavogi, í samtali við DV síðdegis í gær. Bankaræninginn huldi ekki andlit sitt og því eru myndirnar sem öryggismyndavélar bankans námu tiltölulega skýrar. Hann kom inn í bankann skömmu eftir opnun, gekk að mannlausum gjaldkerabás og tók þaðan pen- inga. Ekki er gefið upp hve há upphæðin er. Samkvæmt lýsingu lögreglunn- Yfir borðið Skýrar myndir náöust af bankaræningjanum, meöal annars þegar hann vip[> aöi séryfir afgreiösluboröiö. ar í Kópavogi er maðurinn með ljósleitt hár og var í dökkri hettu- peysa með áletruninni Graffiti aö framanverðu og ferhyrningslaga mynd þar fyrir neðan. Á bakinu bar hann dökkan bakpoka með stóru merki íþróttavöruframleið- andans Adidas. Hann var í buxum sem voru ljósari en peysan og frekar stuttar. Allir þeir sem telja sig þekkja manninn eða geta einhverjar aðrar upplýsingar veitt eru hvattir til að hafa samband við Lögregluna í Kópavogi. í yfirlýsingu sparisjóðsstjórans, Carls H. Erlingssonar, segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Þetta hafi verið bein ógn- un gagnvart starfsmönnum spari- sjóðsins. Sparisjóðnum var lokað í gær vegna þessa og starfsmönnum veitt áfallahjálp af presti. -EKÁ / -sbs Hafið frumsýnt í New York: Kvikmynd Baltasars Kormáks, Hafið, var frumsýnd í New York í gærkvöld og þegar hafa birst dómar í blöðum þar ytra, meðal annars í hinu virta blaði, The New York Times. Gagnrýnandi blaðsins, Stephen Holden, er mjög sáttur við myndina og segir hana mikla raunasögu um fjölskyldu en hælir henni jafnframt fýrir góðan en þó grimmilegan húmor. Hann líkir myndinni við hinna klassísku sögu, The Little Foxes, sem Bettie Davis lék aðalhlut- verkið í á sínum tíma, og segir Hafið vera eins konar svar Norð- urlandabúa viö þeirri mynd. Einnig líkir hann myndinni að einhverju leyti við dönsku mynd- ina Festen þar sem fjölskylda kemur saman og í kjölfarið koma öll leyndarmál hennar upp á yfir- borðiö. Gagnrýnandinn endar svo á því að hrósa persónusköpun og söguþræði myndarinnar til hins ýtrasta og segir að svartsýnisfólk muni sérstaklega hafa gaman af því að horfa á hana. -áb SÁÁ selur Álfinn: Til bjargar mannslífum SÁA stendur fyrir sölu á SÁA- álfinum nú um helgina og fer andvirði sölunnar alfarið í upp- byggingu meðferðar fyrir unga fikla og til að hjálpa þeim sem eru að fóta sig á beinu brautinni á nýjan leik. Peningarnir sem fást með þessum hætti renna óskiptir til unglingadeildar Vogs. Forsvarsmenn álfasölunnar segja það alveg ljóst að starfsemi SÁA á Vogi skili miklu til þjóðfélags- ins. Ungu fólki, sem oft var illa á sig komið, er komið aftur út í hið daglega lif þar sem það leggi sitt af mörkum til að byggja upp öfl- ugt þjóðfélag. -EKÁ DV-MYND E.ÓL Sýning í Smáralind íöiifagrar snótir, sem allar taka þátt í Feguröarsamkeppni íslands, sem nú er fram undan, sýndu í Smáralind síödegis í gær nýjustu línurnar frá Orobiu. Bæöi sýndu þær þaö flottasta í undirfötum, sem og baöfötum. Sýning þeirra vakti mikla athygli fólks og vænta má þess aö hiö sama gildi um myndir aföllum snótunum sem er einmitt aö finna í Helg- arblaöi DV í dag. Stórtíðindi í fjármálaheiminum: Mundur ehf. yfirtekur Baug Group hf. Mundur ehf. hefur eignast 61,16% hlutafjár í Baugi Group hf. og mun innan íjögurra vikna gera öðrum hluthöfum Baugs Group hf. yfirtökutilboð í hluti þeirra á genginu 10,85 krónur fyrir hvem hlut í samræmi við ákvæði laga. Stefnt er að afskráningu Baugs Group hf. úr Kauphöll íslands. Var frá þessu greint meö flöggun í KauphöU íslands í gær. Að Mundi ehf. standa Fjárfest- ingarfélagið Gaumur ehf. og tengdir aðilar, Kaupþing banki hf., Eignarhaldsfé- lagið Vor ehf., Eignar- haldsfélagið ISP ehf. og Ingibjörg Pálmadóttir. Þessir aðilar hafa gert með sér samkomulag um að leggja alla eignarhluti sína í Baugi Group hf. í Mund ehf. í skiptum fyrir hluti í því félagi. Ráðgjöf og umsjón vegna framkvæmdar yfirtökutilboðsins Jón Ásgeir Jóhannesson. ASá fyrir Mund ehf. verður í höndum Kaupþings banka hf. Samkomulag ofan- greindra aðila um að setja eignarhluti sína í Baugi Group hf. í Mimd ehf. er gert í kjölfar þess að Fjár- festingafélagið Gaumur hefur tryggt sér kaup á 11,7% eignarhlut i Baugi Group af Reitan Handel genginu 9,4: -HKr. Flugvél hvolfdi: Sluppu með skpekkinn Enginn slasaðist þegar Cessna 152 flugvél hlekktist á og hafnaði á hvolfi á flugvellinum í Stykkis- hólmi um klukkan tólf í gær. Um borð var flugmaður og einn far- þegi sem sluppu án meiðsla við óhappið. Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn íslands fór flugvélin frá Reykjavík klukkan 10.51 í gærmorgun og hugðist flugmaðurinn fljúga til Stykkis- hólms og Rifs. Lögreglu og Rann- sóknarnefnd flugslysa (RNF) var þegar tilkynnt um málið. Fulltrú- ar frá RNF fóru þegar vestur til að annast rannsókn óhappsins. Ekki náðist í Þormóð Þormóðs- son, rannsóknarstjóra nefndar- innar, áður en blaðið fór í prent- un og ekki hafa fengist frekari upplýsingar um tildrög óhapps- ins. -HKr. I DVMYND E. ÓL Kjörstjórnin kynnlr Landskjörstjórn kynnir endanlegan dóm sinn. Þóröur Bogason í forgrunni. Landskjörstjórn: Úrslit standa Landskjörstjóm kynnti í gær endanleg úrslit þingkosninganna um sl. helgi. Þau eru óbreytt, eins og áður hefur komið fram, og verða nú gefin út kjörbréf til þeirra frambjóðenda sem kosn- ingu náðu. Á fundi kjörstjórnar voru í gær til bókar færð mótmæli fulltrúa Frjálslynda flokksins sem vildu að öll atkvæði yrðu endurtalin. Sem kunnugt er gerðu þeir athuga- semdir við framkvæmd kosning- anna og aðeins örfáum atkvæðum munaði að fulltrúar þeirra á þingi yrðu ekki fleiri. Minnir lándskjör- stjórn hins vegar á að Alþingi sjálft sker úr um hvort þingmenn séu löglega kjörnir, rétt eins og 46. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. -sbs Konan sem lést Konan sem féll af hestbaki á Akureyri á þriðjudag lést á sjúkrahúsi í fyrradag. Hún hét Guðrún Margrét Hallgrímsdótt- ir og var til heimilis að Lang- holti 14 á Akureyri. Hún var fædd 27. maí 1948 og lætur eftir sig sambýlismann og þrjár upp- komnar dætur. -sbs Stuttar fréttir Undrandi á Kjaradómí VR lýsir undrun á úrskurði Kjara- dóms. Segir í álykt- un að hækkunin sé undarleg í ljósi þess að í kosninga- baráttunni hafi verið sagt að lítið svigrúm væri til launahækkana. Gunnar Páll Pálsson er formaður VR. Hiti í Dalamönnum Borgarafundur í Búðardal í fyrrakvöld skoraöi á sveitarstjóm Dalabyggðar að endurfjármagna Hitaveitu Dalabyggðar þannig að hún yrði áfram í eigu heima- manna. Veitan skuldar um 100 milijónir króna. Hótanir Norsk siglingayfirvöld hóta að beita eigendur nótaskipsins Guð- rúnar Gísladóttur dagsektum hefj- ist vinna viö að bjarga skipinu af hafsbotni við Lófót ekki fyrir al- vöru. Matarskattar lækki SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, hafa sent frá sér nótu þar sem þau skora á stjórnmála- menn að stuðla að því með því aö standa við kosningaloforð um lækkun skatts á matvæli. Fíkniefni vestra Lögreglan á ísafirði nappaði í fyrra menn sem óku um götur bæjarins, en grunur lék á að þeir hefðu fíkniefni í fórum sínum. Lít- ilræði af kannabisefnum fannst á öðrum mannanna, auk áhalds til hassreykinga. Árekstur á Akureyri Harður árekstur varð á gatna- mótum Glerárgötu og Tryggva- brautar á Akureyri síðdegis í gær. Fjórir fóru á slysadeild FSA en meiðsl eru ekki talin alvarleg. Málfrelsi Sýslumaður féllst í gær á kröfu Símans um lögbann við því að Og Vodafone noti vörumerkið Frelsi. Og Vodafone bregst við lögbann- inu með því að nota orðið Mál- frelsi fyrir fyrirframgreidda far- símaþjónustu. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.