Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 4
Fréttir LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 DV Háskólabíó: Kiri Te Kanawa syngur í haust Kiri Te Kanawa, frægasta sópransöngkona heims, er vænt- anleg til landsins í haust til tón- leikahalds. Fyrirhugaöir tónleik- ar verða í Háskólabíói laugar- dagskvöldiö 15. nóvember. Þegar hafa borist miðapantanir utan úr heimi enda um heimsviöburö aö ræöa. Skipuleggjandi tónleikanna er Einar Báröarson, fram- kvæmdastjóri íslensku tónlistar- verðlaunanna. Kiri Te Kanawa hefur komið fram með öllum helstu hljóm- sveitum heims, s.s. sinfóníu- hljómsveitunum í London, Boston, Chicago, Los Angeles, og sungiö undir stjóm virtustu hljómsveitarstjóra, m.a. Sir Colin Davis, Claudios Abbados, James Levines, Zubin Metha, Seiji Ozawa og Sir Georg Solti. Kiri Te Kanawa var öðluð af Elísabetu Bretadrottningu árið 1982. Hún hefur hlotið heiðurs- nafnbót og fengið heiðursorður frá fjölda háskóla og borga í Bret- landi, Ástralíu og Ameríku. Leikfélag Hóimavíkur sýnir: Sex í sveit eftir Marc Camotetti, í teikstjóm Skúla Gautasonar Laugardaginn 17. maf, kl. 20.30, f Tjamarbfói, Tjarnargötu 12, Reykjavík. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.300 fyrir fultorðna, kr. 800 fyrir 6-16 ára og 67 ára og eldri. Fritt fýrir yngri en 6 ára. - Mlðapantanir á báðar sýningar f síma 865-3838 Margvíslegar hugmyndir ræddar á Austfjöröum: Baðströnd við álver Alcoa Hugmyndir eru uppi meðal Austfirðinga um að baðströnd verði komið upp við álver Alcoa í Reyðarfirði sem nýti heitt kæli- vatn frá Fjarðaráli. Er þar horft til baðstrandar í líkingu viö þá sem gerð var við Nauthólsvík í Reykja- vík. Búist er við að mikið af hreinu kælivatni streymi frá álverinu þeg- ar það verður komið í fulla starf- semi. Vangaveltur hafa verið uppi um margvíslega notkun þess, svo sem til húshitunar og fyrir fiskeldi. Nýting á kælivatni fyrir baðströnd er svo nýjasta hugmyndin. Lítið fer hins vegar fyrir hvítum sandi í fjörum viö Reyðarfjörð og hafa menn því varpað fram hugmynd um að flytja þangað ljósan sand af Snæfellsnesi í þessu skyni eða jafn- vel frá útlöndum. Kristinn ívarsson, byggingarfuil- trúi í Fjarðabyggð, segir þetta skemmtilega hugmynd, en hún hafi þó ekki komið inn á borð bæj- aryfirvalda. „Það kemur mér þó ekkert á óvart að ýmsar spurning- ar vakni í sambandi við álverið og upp komi svona hugmyndir." Kristinn segir að rætt hafi verið um að þetta gæti líka verið finasta kyndistöð hitaveitu fyrir Reyðar- fjörð. Hann segir ýmislegt vera í deiglunni þar eystra um þessar mundir og uppsveifla að fara af stað. Mest er það í kringum höfn- ina á Reyðarfirði þar sem þegar er orðið mikið um flutninga vegna Kárahnjúkavirkjunar. Unnið er að uppfyllingum undir íbúðahverfi á Reýðarfirði og talsvert er þegar farið að byggja af íbúðarhúsnæði á svæðinu. Það er sérstaklega á Norðfirði og á Reyðarfirði en nær ekkert hefur verið byggt af íbúðum á þessum stöðum síðastliðin 20 ár. -HKr. DV-MYND E.ÓL Forsetahjónln taka á móti erlendum gestum Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, tóku á móti Jack Welch, fyrrum forstjóra bandaríska stórfyrirtækisins General Electrics og unnustu hans, Suzy Welaufer blaðamanni, í miklu hófi sem fram fór á Bessastööum I gær. Þetta var fyrsta embættisverk hinna nýgiftu forsetahjóna. Jack Welch kom hingaö til lands í boöi Kaupþings og Baugs. Hann er vinsæll fyrirlesari og fengu íslenskir viöskiptamenn aö kynnast því í gær þegar hann hélt erindi um rekstur fyrirtækja. Vann í leik DV og lceland Express: Fjölskyldan í borgarferð „Við vorum ekki með utan- landsferð í bígerð en hver veit nema fjölskyldan sé á leið í borg- arferð þegar við höfum fengiö þennan góða vinning," segir Krist- ín Finndís Jónsdóttir í Borgar- nesi. í leik, sem DV efndi til, vann hún ferð fyrir tvo með Iceland Ex- press annaðhvort til Kaupmanna- hafnar eöa London, borganna sem flugfélagið flýgur til. Kristín komst í vinningspott- inn með því að gera www.dv.is að upphafssíðu á tölvunni sinni. Alls voru þaö 1.400 manns sem þetta gerðu og komust þannig í útdráttarpottinn. Kristín Finndís var létt í bragði þegar hún og Jó- hanna Katrín dóttir hennar tóku á móti vinningnum góða í gær úr hendi Finns Thorlacius, markaðs- stjóra DV. -sbs DV-MYNÐ ÞÖK Ég fer í fríið Kristín Finndís Jónsdóttir og dóttirin Jóhanna Katrín taka viö feröavinningi úr hendi Finns Thorlacius, markaösstjóra DV. DV-MYND GVA Við afhendinguna í gær Markús Örn Antonsson, Heiörún Jónsdóttir og Birgitta Haukdal ásamt Ásgeiri Haraldssyni barnalækni. Fékk 2,8 milljónir króna til tækjakaupa Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri, Heiðrún Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Símans, og Birgitta Haukdal afhentu í gær Ásgeiri Har- aldssyni, lækni á Barnaspítala Hringsins, það söfnunarfé sem safnaðist í símakosningu Söngvakeppni sjónvarpsins 15. febr- úar sl. en alls söfnuðust 2,8 milljón- ir króna. Einnig mun það fé sem safnast í Evróvisjónkeppninni þann 24. maí nk. renna til Bamaspítala Hringsins. Hvert símtal í símakosn- ingunni kostaöi 100 krónur og þar af runnu 40 krónur til barnaspítal- ans til að auka og bæta tækjabúnað hans. Söfnunarféð mun renna til tækjakaupa á gjörgæslu fyrir börn og unglinga og keypt verður full- komin öndunarvél, hitaborð og fleiri lífsnauðsynleg tæki. -EKÁ Þorpið varð eins knnar Hollywood Á dögunum breyttist bragurinn á Drangsnesi þegar allt snerist um kvikmyndagerð, þorpið varð líkast Hollywood. Það hljóp heldur betur á snærið hjá eldri nemendum grunnskólans á Drangsnesi þegar hingað kom einn af yngri og efni- legri J^jkmyndagerðarmönnum landsins í heimsókn. Sá heitir Sig- urður Helgi Pálmason og var með námskeið í kvikmyndagerð og klippingu fyrir nemendur. Hugmyndin að námskeiðinu kviknaði þegar nemendur ætluðu að gera heimildamynd um heima- byggðina fyrir danska krakka sem ætlunin er að heimsækja núna í þessum mánuði. Það sem er ein- stakt og mjög skemmtilegt við þetta er að heimildamyndin er öll á dönsku þar sem krakkamir fara á kostum með flottri dönskukunn- áttu. -EÓ Stjórn Seðlabankans: Stýrivextir ekki lækkaðir Stjóm Seðlabankans ákvað í gær að breyta stýrivöxtum ekki að svo stöddu. í nýrri verðbólguspá bank- ans er gert ráð fyrir aö verðbólga verði undir markmiði bankans fram eftir næsta ári og verði um 1,9%. Fyrri spá geröi ráð fyrir 2,2% verðbólgu. Bankinn gerir einnig ráð fyrir að verðbólgan fari upp fyrir 2.5% á næsta ári en spáir jafnframt 2,5% hagvesti á þessu ári og 3,25% á þvi næsta. Þá hefur bankastjórnin einnig ákveðið að auka dagleg kaup á gjaldeyri á inn- lendum markmaði í 2,5 milljónir Bandaríkjadala frá 19. maí. Hyggst bankinn með þessu nýta sér það flæði erlends fjármagns sem komið hefur inn í landið í kjölfar ákvörð- unar um stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi og styrkja þannig stöðu sína fyrir mat á lánshæfi ís- lenska ríkisins. Aðgerð þessi kann að hafa áhrif á gengi krónurinar til skamms tíma. -áb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.