Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 DV REUTERS-MYND Powell og Schröder Þungavigtarmennirnir voru ekki á einu máli um endurreisnina í írak. Rússar vUja gagngerar breyflngar á ályktun Rússnesk stjómvöld hafa hvatt til þess aö geröar verði gagngerar breytingar á ályktunardrögum Bandaríkjamanna um að refsiað- gerðum Sameinuðu þjóðanna á Irak verði aflétt. Júrí Fedotov, aðstoðarutanrík- isráðherra Rússlands, sagði að Kínverjar deildu áhyggjum Rússa af tillögunni þar sem Bandaríkja- menn og Bretar eru áfram í aðal- hlutverkunum við endurreisnar- starfið í írak. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Ger- hard Schröder Þýskalandskansl- ara í gær en mistókst að tryggja sér afdráttarlausan stuðning Þjóð- verja við ályktunardrögin. Við- ræðurnar voru hreinskiptar. Grænlendingar vilja fá að selja Kananum flsk Grænlensk stjórnvöld krefjast þess að fá tollaívilnanir fyrir sjávarafurðir sínar á Bandaríkja- markaði í staðinn fyrir heimild til stjómvalda í Washington um að uppfæra ratsjárstöðina í Thule og gera hana að hluta fyrirhug- aðs eldílaugavarnarkerfis. Þetta er meðal þess sem lagt verður fyrir bandarísku samn- ingamennina þegar framtíð Thule-stöðvarinnar verður rædd áður en langt um líður. „Bandaríkin eru með tollmúra sem við viljum brjóta niður svo Grænlendingar geti flutt út fisk á Bandaríkjamarkað," segir Mika- ela Engell, aðalsamningamaður i utanríkismálaskrifstofunni, í við- tali við grænlenska útvarpið. Hótuðu aðgerðum gegn Britísh flirways í Kenía Ráðherra þjóðaröryggismála í Kenía sagði í gær að hryðjuverka- samtökin al-Qaeda hefðu verið með hótanir í garð flugvéla breska flugfélagsins British Airways sem fljúga til Naíróbí. „Það barst sérstök hótun al-Qa- eda gegn breskum hagsmunum," sagði ráðherrann, Chris Murung- aru, á fundi með fréttamönnum í Naíróbí. „Hótuninni var nánar til- tekið beint gegn flugvélum British Airways á leið til Naíróbí.“ Breska flugfélagið hefur hætt öllu áætlunarflugi til Kenía og breska utanríkisráðuneytið hefur ráðið mönnum frá því aö ferðast til Kenía vegna hættunnar á hryðjuverkum, nema brýna nauð- syn beri til. Önnur flugfélög halda áfram áætlunarflugi sínu til landsins en Keníamenn óttast mjög að viðvar- anir Breta muni hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið sem er mjög háð tekjum af ferðamönnum. Ákvöröun breska flugfélagsins var tekin í kjölfar herts viðbúnað- ar í Kenía þar sem tvö mannskæð hryöjuverk hafa verið framin á undanfórnum fimm árum. Fyrr í vikunni greindu kenísk yfirvöld frá því að al-Qaeda-liðinn Fazul Abdullah Mohammed, sem grunaður er um að hafa staðið fyr- ir árásinni á bandaríska sendiráð- ið í Naíróbí 1998 þar sem 241 lét lífið, hefði sést í nágrannaríkinu Sómalíu. Talið var að Mohammed kynni að standa fyrir aðgerðum í Kenía. Bandarísk stjórnvöld vör- uðu þegna sína einnig við hættu á hryðjuverkum á þessum slóðum. Öryggisgæsla hefur mjög verið hert á alþjóöaflugvellinum í Naíróbí vegna hryðjuverkaógnar- innar. Lögregla og hermenn voru um allt og leitað var í öllum bif- reiðum sem fóru inn á flugvallar- svæðið. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa einnig eflt öryggisviðbúnað sinn eftir sjálfsmorðsárásimar í höfuð- borginni Riyadh á mánudag. Hátt- settur embættismaður sagði í gær að aðgerðir gegn al-Qaeda-liðum yrðu hertar til muna. REUTERSMYND Ofurhetjan á kvlkmyndahátíö Hasarmyndahetjan Arnold Schwarzenegger og eiginkona hans, Maria Shriver, voru prúöbúin þegar þau gengu eftir rauöa dreglinum á kvikmyndahátíöinni í Cannes í gær. Arnold er þar tii aö auglýsa þriöju myndina um Tortímandann. í vaxandi atvinnugreinum Starfsnám og háskólanám í Hólaskóla: Ferðamáiadeiid ■diploma í ferðamálafræðum og landvarðaróttindi einnig boðið í fjarnámi Fiskeldisdeiid ■fiskeldisfræðingur ■diploma i fiskeldisfræðum H ros sa rækta rdei id 'hestafræðingur og leiðbeinandi * tamningamaður ■reiðkennari Frestur til að sækja um rennur út 10. júnl. Nánari upplýsingar og umsóknar- gögn eru á vef skólans, htt p://w ww. holar.is einníg eru veittar upplýsingar á skrifstofu skólans í sima 455-6300. SÍÐAN 1106 REUTERSMYND Saeb Erekat Helsti samningamaöur Palestínu- manna varö eftir úti í kuldanum. Aðalsamningamaður Arafats segir al sér Saeb Erekat, helsti samninga- maður palestínsku heimastjómar- innar og talsmaður hennar á al- þjóðavettvangi, hefur sagt af sér embætti, að því er virðist vegna ágreinings við Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu- manna. Erekat, sem er handgenginn Yasser Arafat forseta, lagði fram afsögn sína eftir að Abbas útilok- aði hann frá samninganefnd sinni sem mun ræða viö Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, um svokallaðan Vegvísi, friðartil- lögur Vesturveldanna, í dag. Abbas hefur ekki enn fallist á afsögn Erekats og fór fram á að fá eina viku til að svara honum. Saeb Erekat hefur veriö helsti samningamaður Palestínumanna undanfarin tíu ár. Pútín bpýnir Rússa Vladimír Pútín Rússlandsforseti hóf í gær barátt- una fyrir endur- kjöri í embættið í kosningunum á næsta ári með því að hvetja Rússa til að standa nú sam- an að því aö útrýma víðtækri fá- tækt í landinu og tvöfalda efna- hagslífið á næstu tíu árum. Vepkfallið gæti opðið dýrkeypt Allsherjarverkfallið í Færeyj- um, sem hefur staðið í rúma viku, kann að kosta færeysk fisk- eldisfyrirtæki hátt í þrjá millj- arða íslenskra króna í glötuðum tekjum. Ekki sér enn fyrir end- ann á vinnudeilunum. Býflugup í útpýmingaphættu Býflugur eiga svo undir högg að sækja í enskum görðum að nátt- úruvemdarsamtök hvetja Breta til að taka höndum saman um að setja niður meira af býflugnavæn- um plöntum í görðum sínum. Danskap hjúkkup ápeittap Danskar hjúkrunarkonur verða fyrir töluverðri kynferðislegri áreitni af hálfu sjúklinga sinna, að því er ný rannsókn stéttarfé- lags þeirra hefur leitt í ljós. Nautnaskattup á hópuhúsin Þýskar borgir eru margar hverjar svo aðþrengdar fjárhags- lega að þær íhuga að leggja nautnaskatta á hóruhús og ann- ars konar kynlífsskemmtan, eða hafa þegar gert það. Berlusconi einn og sóp wM Mílanó ákvað i | jlSf gær að Silvio t -# =#-*| Berlusconi, forsæt- —“**• ^ j isráðherra Ítalíu, :-»^ajg| skyldi skilinn frá .• WÆ átta meðsakborn- || dk ÆU ingum sinum i umfangsmiklu spillingarmáli og að réttað skyldi yfir honum einum og sér. Saddam gæti falist í möpg áp Saddam Hussein var við hesta- heilsu á meðan hann var forseti íraks og hefur bæði reynsluna og vitsmunina til að gera farið huldu höfði í mörg ár, að því er læknar hans sögðu Reuters frétta- stofunni í gær. Bush hugap að endupkjöpi George W. Bush Bandaríkjaforseti tók fyrstu skref baráttunnar fyrir endurkjöri þegar hann setti í gær á laggimar kosn- inganefnd sem á að safna fé fyrir komandi kosningabaráttu og eyða því eftir þörfum. Forsetakosning- ar verða í nóvember á næsta ári. Ættbálkap semja um vopnahlé Striðandi ættbálkar í norðaust- urhluta Kongólýðveldisins hafa gert með sér vopnahlé og hafa óbreyttir borgarar í bænum Bunia nýtt sér friðinn sem færst hefur yfir til að flýja burt. Um- ferðaröngþveiti var á vegum út úr bænum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.