Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 12
12 Helgarblað LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 DV Skáldaðar fréttir, rit- stuldur og hugmyndaflug - The New York Times í naflaskoðun í kjölfar máls blaðamannsins Jaysons Blairs Mætt til fundar vlð starfsmenn Ritstjórarnir Gerald Boyd og Howell Raines mæta tii fundar viö starfsmenn The New York Times til aö ræöa aögeröir í kjölfar máls Jayson Blair. Vilmundur Hansen r % Fréttaljós Mál blaðamannsins Jaysons Blairs, sem til skamms tíma starfaði hjá stórblaðinu The New York Times, hefur vakið mikla athygli meðal ai- mennings og fjölmiðlamanna og marg- ir velta því fyrir sér hvemig blaða- maður á fjölmiðli eins og NYT getur mánuðum og jafnvel árum saman komist upp með að stunda ritstuld, skálda fréttir og ljúga að lesendum. Málið er ekki síður áhugavert í ljósi þess trausts sem tjölmiðlamenn njóta meðal almennings og þeirrar ábyrgðar sem þeim ber að axla. NYT lítur málið svo alvarlegum augum að blaðið hefur lagst í alvarlega nafla- skoðun í kjölfarið. Það sá einnig ástæðu til að birta langa og nákvæma grein um skrif Blairs og biðja lesend- ur sínar afsökunar á forsíðu blaðsins. NYT hefur líka beðið lesendur að senda upplýsingar til blaðsins ef þeir hafa haft grun um eitthvað misjafnt í greinum Blairs í gegnum tíðina. Duglegur og metnaðargjarn Blair, sem er tuttugu og sjö ára gamall, var vinsæli meðal starfsfélaga sinna og þótti bæði duglegur og metn- aðarfullur þar til upp um hann komst. Éftir að hann hætti hjá blaðinu hefur viðhorf manna breyst. Hann er sagður hafa átt viö persónuleg vandamál að stríða og verið staðráðinn í að eyði- leggja starfsframa sinn með því að skilja eftir sig augljós ummerki um ritstuld og lygar. Hann er einnig sagð- ur hafa verið hirðulaus um útlitið, reykt of mikið, mætt þunnur til vinnu og keypt of mikið af súkkulaði úr sæl- gætissjálfsalanum. Jayson Blair hóf blaðamannsferil sinn sem lærlingur á The Boston Glo- be árið 1997 en flutti yfir á NYT árið 1999 og starfaði þar í fjögur ár. Hann er skráður höfundur að um það bil sjö hundruð greinum hjá blaðinu. Frá því í október 2002, þegar hann fór að fjalla um mái á landsvísu, þar til í lok aprU 2003 birtust eftir hann sjötíu og þrjár greinar í NYT og af þeim er talið að sannleiksgUdi þrjátíu og sex sé mjög vafasamt. Greinarnar er annaðhvort skáldaðar eða færðar í stílinn. í grein NYT um málið segir að Blair hafi blekkt ritstjóm blaðsins og lesendur þess um öll Bandaríkin með því að skálda upp svör frá ímynduð- um viðmælendum, mistúlka og breyta sér í hag þvi sem fólk sagði og stela efni af Netinu og úr blöðum og birta undir eigin nafni. Hann mun einnig hafa lýst staðháttum og fólki eftir ljós- myndum, myndimar notaði hann tU að láta líta út eins og hann hefði kom- ið á staðina og hitt fólkið. Hann átti það líka tU að skálda hvemig viðmæl- endur hans brugðust við spumingum. Hækkaöur í tign í afsökunarbeiðni blaðsins segir að öU blöð, eins og bankar og lögregluyf- irvöld, treysti starfsmönnum sínum tU að sýna heiðarleika í starfi. Því miður hafi athugun á skrifum Blairs leitt í ljós að hann hafi ekki verið traustsins verður heldur brotið grundvallarreglu góðrar blaða- mennsku sem er að segja sannleik- ann. NYT segir að það hafi tekið Blair flögur ár að vinna sig úr því að vera lærlingur í blaðamann sem skrifaði fréttir á landsvísu og að á þeim tíma hafi ritstjórar blaðsins oft áminnt hann um slægleg vinnubrögö og að hann yrði að temja sér meiri ná- kvæmni. Að lokum var svo komið að Blair gerði sömu mistökin reglulega og skrif hans þóttu óviðunandi. í apr- U 2002 krafðist einn af ritstjórum blaðsins þess að hætt yrði að birta greinar eftir Blair og að hann yrði sendur í frí. Að sögn blaðsins var hon- um tjáð bæði munn- og skriflega að frammistaða hans væri óviðunandi og framtíð hans á blaðinu í hættu. Eftir að Blair kom úr fríinu töldu ritstjórar að hann hefði áttað sig og væri því tUbúinn að takast á við ný verkefni. Hann var hækkaður í tign og veitt aukin ábyrgð með því að láta hann skrifa fréttir á landsvísu. Hann var meðal annars látinn fjalla um mál leyniskyttnanna tveggja sem héldu íbúum Washington í heljar-greipum óttans í fyrra. Blair mætti tvíefldur tU starfa og hélt áfram að spinna upp lygar eins og Bladamaðurinn Jayson Blair var upprennandi stjarna á The New York Times, hann var vel lið- inn, vinnusamur og ótrú- lega afkastamikill. Und- anfamar vikur hafði rit- stjóm blaðsins gmnað að ekki vœri allt með felldu í skrifum hans, Blair tók viðtöl við fólk um öll Bandaríkin og lét líta út fyrir að hann hitti alla viðmœlendur sína. Við athugun kom í Ijós að Blair hafði stundað rit- stuld, skáldað upp viðtöl við fólk sem jafnvel var ekki til og í fréttum hans var vægast sagt frjálslega farið með staðreyndir. í kjölfarið sagði Blair af sér og blaðið sá ástœðu til að biðja lesendur sína afsökunar vegna skrifa hans. Jayson Blair. ekkert hefði ískorist. Fljótlega fóru viðmælendur Blairs að kvarta undan ónákvæmni í skrifum hans og töldu sig ekki kannast við það sem hann hafði eftir þeim á prenti. í mars skrif- aöi hann grein um dómsmál í Virgin- íufylki og tók viðtal við lögreglustjóra í Maryland og annað við fjölskyldu látins hermanns. Tvær fyrri greinam- ar voru að stórum hluta skáldskapur en viðtalið við fjölskylduna var stolið úr litlu blaði sem nefnist San Antonio News Express. Blair sagði upp hjá NYT í lok aprU síðastliðnum af per- sónuiegum ástæðum. Svipuð mál Með atferli sinu hefur Jayson Blair skráð nafn sitt á spjöld sögunnar við hlið annarra blaðamanna sem uppvís- ir hafa orðið að lygum og skáldskap. Janet Cooke hjá The Washington Post hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1981 fyrir greinaflokk um átta ára gamlan heróínflkU sem hét Jimmy. Þrátt fýrir að TWP státi sig af harð- snúnu liði manna sem yflrfari fréttir og tryggi sannleiksgUdi þeirra voru greinarnar birtar án athugasemda. Það var ekki fyrr en lögreglan í Was- hington reyndi að hafa uppi á Jimmy að í ljós kom að hann var ekki tU. Cooke viðurkenndi aö lokum að grein- amar um Jimmy væru skáldskapur. Stephen Glass, aðstoðarritstjóri The New Republic, átti glæsUegan fer- U sem blaðamaður og skrifaði margar greinar sem vöktu athygli. Ein fjaUaði um fjármálafyrirtæki á WaU Street sem lét innrétta kapeUu í aöalbygg- ingu sinni og þar var likneski af seðlabankastjóra Bandaríkjanna dýrkað og því færðar fómir. í annarri grein sagði Glass frá sértrúarsöfriuði sem leit á Georg Bush eldri sem son guðs. Hugmyndaflug Glass fór oft á flug en upp um hann komst þegar blaðamenn annarra blaða reyndu að hafa uppi á flmmtán ára gömlum tölvuþrjót sem hann fjailaði um í nokkrum greinum en átti sér enga stoð í veruleikanum. Patricia Smith þótt einn albesti pistlahöfundur The Boston Globe og var útnefnd tU Pulitzer-verðlaunanna fyrir skrif sín. í síðasta pistli sínum fyrir blaðið viðurkenndi Smith að margir pistlar sínir væra hreinn skáldskapur og bað ímyndaö af- greiðslufólk, barþjóna og einstæður mæður afsökunar á því sem hún hafði sagt um það í skrifúm sínum. Jay Forman, sem skrifaði fyrir vefrit Microsoft, varð uppvís að slæ- legum vinnubrögðum frekar en lygum þegar hann tók viðtal við mann sem sagðist stunda svokaUaðar „apa- veiöar" en með því er átt við veiðar á dýrum sem notuð eru i tUraunaskini hjá lyfjafyrirtækjum. Greinin vakti gríðarlega athygli og reiði dýravernd- unarsinna. Við nánari athugun kom í ljós að viðmælandi Forman hafði log- ið hann fullan sér tU skemmtunar. V.N.Narayan, ritstjóri hjá ind- verska blaðinu Hindiana Times, varð að segja af sér árið 1999 þegar kom í ljós að hann hafði birt grein úr The Sunday Times undir eigin nafni. Greinin fjaUaði um hvemig er að fara í gegnum Newark-flugvöU. Felldir á eigin bragði í grein NYT segir að blaðið hafi farið fram á það við Blair að hann að- stoðaði blaðamenn þess við að leið- rétta lygar, missagnir og rangar tU- vitnanir. Hann afþakkaði boðið. Arthur Sulzberger, útgefandi NYT, og ritstjórarnir Gerald Boyd og HoweU Raines áttu lokaðan fund með starfsfólki blaðsins í kjölfar hneykslis- ins og þar gerðu þeir grein fyrir af- stöðu sinni tU málsins og tU hvaða að- gerða ætti að grípa í framhaldinu. Rainar segist ekki ætla að segja af sér vegna máls Jaysons Blairs þrátt fyrir að þess hafi verið kraflst af gagn- rýnendum blaðsins. Gagnrýnendur NYT hafa einnig tekið upp hanskann fyrir Blair og segja að hann hafi feUt blaðið á eigin bragði. Þeir segja að NYT hafi hvort eð er aUtaf logið að lesendum sínum með ritstjómar- stefnu sinni og hvemig þeir taki á málum og fjaUi um þau. The New York Times reynir nú eins og það getur að bæta skaðann og endurheimta traust lesenda sinna með því að viðurkenna mistökin og kyssa á vöndinn. i mrnmmmm Sjálfmorðsárás í Riyadh Tugir banda- rískra alríkislög- reglumanna eru nú komnir tU Sádi-Arabfu tU að leggja þar- lendum lið í leit- inni að mönnunum sem skipulögðu sjálfsmorðsárásimar á íbúðahverfi vestrænna manna í höfuðborginni Riyadh á mánudag. Tugir manna týndu lífi þegar bílum hlöðnum sprengiefni var ekið inn í íbúðar- hverfin og þeir síðan sprengdir í tætlur. Grunur leikur á að liðs- menn al-Qaeda, hryðjuverkasveita Osama bin Ladens, hafi verið þar að verki. Bandarísk stjórnvöld höfðu varað við árásum. Viðvaranir um allan heim Vaxandi ótti við yfirvofandi hryðjuverk hefur gripið um sig um aUan heim. Bresk stjórnvöld bönn- uðu á fimmtudag aUt flug breskra flugfélaga tU og frá Kenýu vegna hættu á hryðjuverkum. Ástralir og Ný-Sjálendingar voru hvattir tU að vera á varðbergi á ferðalögum sín- um um suðaustanverða Asíu og bandaríska utanrikisráðuneytið sagðist óttast aö aftur yrði ráðist á Bandaríkjamenn í Sádi-Arabíu, nú í borginni Jeddah. Endurbætt ályktunardrög Stjóm Bush Banda- ríkjaforseta hefur lagt endurbætt drög að ályktun mn afnám refsiaðgerða gegn írak fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, eftir að fuUtrúar í ráðinu gerðu athugasemdir við hin fyrri. Nýju drögin gera eftir sem áður ráð fyrir að Bandaríkin og Bretland verði leiðandi í endur- reisn íraks og ráði mestu um hvernig verja skuli tekjum af olíu- sölu íraka. Bandaríkjamönnum er mjög í mun að fá ályktunina sam- þykkta og var PoweU utanríkisráð- herra tU dæmis í Þýskalandi á fóstudag tU að afla henni stuðnings þarlendra ráðamanna. Ferðamenn frelsaðir Alsírskar sérsveitir leystu í vik- unni sautján erlenda ferðamenn úr haldi mannræningja lengst inni í Saharaeyðimörkinni í sunnanverðu Aisír. Ferðamennimir höföu verið týndir í rúma tvo mánuði sumir hverjir. Fimmtán ferðamenn eru enn í haldi og óttast yfirvöld í Al- sír um afdrif þeirra eftir að fréttir af frelsun hinna bárust út. Talið er að tveir ótengdir hópar íslamskra harðlínumanna hafi rænt fólkinu. Grænlendingar með Hans Enoksen, formaður græn- lensku heimastjóm- arinnar, og Per Stig Moller, utanríkisráð- herra Danmerkur, undirrituðu í vik- unni tímamótasam- komulag þar sem kveðið er á um aukin áhrif Græniendinga á utan- ríkismál sem þeim tengjast. Sam- komulagið kveður meðai annars á um að Grænlendingar og Danir muni leggja fram sameiginlegar tillögur í viðræðum við Banda- ríkjamenn á næstunni um endur- bætur á ratsjárstöðinni í Thule. Bandaríkjamenn vilja gera hana að hluta eldflaugavarnakerfis síns og Grænlendingar vilja í staöinn fá endumýjun vamarsamningsins frá 1951 og aukna samvinnu. Kennedy með lærlingi Upplýst var í vikunni að John F. Kennedy Bandaríkjaforseti hefði á sínum tíma átt í ástarsambandi í rúmt ár með ungri konu sem var lærlingur í Hvíta húsinu, rétt eins og Monica Lewinsky í forsetatíð Clintons. Upplýsingar um þetta koma fram í nýrri ævisögu Kenn- edys. Konan sem hlut á aö máli sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún gekkst við sambandinu en sagði jafnframt aö hún myndi ekki tjá sig frekar um þaö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.