Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR IV. MAÍ2003 Helcjdrblað JOV 27 Dauðans beitti broddur Listamenn i/erða fræqir af verkum sínum og lífi sínu en ekki síður af dauða sínum. Stundum skyggir dauðinn á lífið og listina í þessu samhengi. Á Netinu er að finna mik- inn fróðleik um fráfall listamanna og kring- umstæður þess að þeir hi/erfa á annað til- verusvið. Það er eftir- sótt að verða frægur og sum- ir verða það meðan þeir lifa, aðrir aldrei og sumir eftir dauða sinn. Sumir verða frægir fyrir það sem þeir gera lif- andi en þess eru sannarlega dæmi um að menn verði í rauninni fræg- ir af því að deyja. Um þetta orti Þórarinn Eldjárn mjög skemmtilega þegar hann sagði um drauginn Glám sem ofsótti hetjuna Gretti: „Glámur minnti á mann sem kom úr jötu mestur varð hann eftir aó hann dó. “ í samtímanum höfum við mörg sérkennileg dæmi um að frægar persónur hafa innsiglað frægð sína með því að deyja með undarlegum eða voveif- legum hætti sem tryggir að við gleymum þeim aldrei. Það getur vel verið að ferill Marilyn Mon- roe hefði fjaraö hægt og rólega út og hún dáið sem of feitur og óþekktur pillusjúklingur en dularfullur dauðdagi hennar tryggir frægð um eilífð. Það sama má sennilega segja um James Dean sem ók of ung- ur of hratt og fórst í bílslysi. Tragískur dauðdagi fyrir aldur fram virðist þfmnig vera ávísun á eilífa frægð í sumum tilvikum. Hér mætti líka nefna Jim Morrison í hljómsveitinni Doors sem þótti góður Elvis Presley lést 42 ára af sam- hlandi af ofneyslu matar og lyfjaáti. John Belushi var 33 ára innflvtjandi frá Albaníu og geysivinsasll leikari sem lést af of stór- uni skannnti af áfengi, heróíni og kókaíni. söngvari og lagasmiður en var kannski fyrst og fremst dóphaus og fyllibytta. Sennilega hafa fleiri heimsótt gröf hans í París en komu á tónleika sveitarinnar. Morrison lést af of stórum skammti af eiturlyfjum en það gerðu líka gítarleikarinn Jimi Hendrix og söngkona Janis Joplin. Þegar lífsstíll þeirra er hafður í huga og það hver áhrif slík ofneysla hefur á flesta lista- menn er ef til vill betra bæði fyr- ir þau og okkur aðdáendurna að svo fór sem fór. Mama Cass, sem leiddi vinsæla hljómsveit, Mamas and the Papas, á sjöunda áratugnum, kafnaði þegar samloka stóð í henni. Það tengdist fíkn eins í tilvikum fleiri listamanna sem við höfum vitnað til en í tilfelli Cass var það matar- fíkn en hún var ofurfeit. Það eru margir sem eru afskap- lega heillaðir af dauðdögum frægra listamanna og þeim kring- umstæðum sem þeir voru í þegar þeir kvöddu þetta jarðlíf. Það er fróðlegt að slá fraseringar eins og famous deaths eða dead celebrities inn í algengar leitarvélar á Netinu og sjá allan þann aragrúa síðna sem kemur upp. íslendingar eiga fáar frægar sögur af andlátum frægra listamanna. Stundum rifja menn þó upp svipleg andlát manna eins og Rúnars Gunnarsson- ar söngvara og Vilhjálms Vilhjálmssonar tónlistar- manns sem báðir létust langt um aldur fram en það eru undantekningar. Elvis Presley Elvis Presley var fórnarlamb stjórnleysis og flknar eins og fleiri listamenn. Hann lést á klósett- inu heima hjá sér í Graceland fyrir rúmum 25 árum, nánar tiltekið í ágúst 1977. Hann var þjáður af offitu, ofneyslu lyfja og hjartsláttaróreglu. Hann fannst látinn liggjandi með andlitið í ælupolli á gólfinu og þegar að var komið hafði hann legið þar nógu lengi til þess að andlit hans var orðið af- myndað því stirðnun var hafin. Við krufningu fundust leifar fjórtán lyfja í líkama hans og í tíu til- vikum var um óhóflegt magn að ræða. Aðdáendur hans söfnuðust fljótlega saman við sjúkrahúsið og síðar við heimili hans, gersamlega niðurbrotnir. Það er alkunna að margir þeirra telja að Elvis sé alls ekki látinn heldur hafi kosið þessa undarlegu leið til þess að draga sig í hlé. Fyrstu árin eftir dauða hans bárust reglulega fréttir af því að hann hefði sést hér og þar um heiminn í ýmsum störfum en hin síðari ár hefur slíkum tíðindum farið heldur fækkandi. Elvis Presley væri um það bil að verða löggilt gamalmenni, eða 67 ára, ef hann væri enn á lífi. Þótt Presley væri að mestu leyti hættur að koma fram þegar hann lést þá hugði hann á endurkomu og búið var að skipu- leggja nokkra tónleika. Karen Carpenter Karen Carpenter er annað ágætt dæmi um skemmtikraft og lista- mann sem, eins og Presley, varð eiginlega ferli sínum að bráð. Á ár- unum milli 1970 og 1980 naut Karen gríöarlegra vinsælda ásamt bróður sínum, Richard, en saman sungu þau fjöldann allan af vinsælum lög- um. Það nægir sennilega að nefna Top of the World og Close to You en alls áttu þau systkinin 16 lög í röö sem rötuðu inn bandaríska vin- sældalistann. Karen stóð alla tíð í skugga bróð- ur síns, Richards, sem allri virtust telja að hefði mun meiri hæfileika en hún. Hún þótti hafa einstaklega tæra og hreina söngrödd sem var algerlega náttúruleg því Karen naut aldrei hefðbundinnar leiðsagnar í söng. Hún lærði svolítið á flautu en Ingrid Bergman lést af völdum krabbaineins 67 ára. spilaði á trommur af mikilli list án þess að hafa stundað nám á þær. Hún bjó einnig yfir gríðarlega næmri tónheyrn og söng aldrei falskan tón. Karen Carpenter lést snögglega á heimili for- eldra sinna árið 1983. Hún kom með móður sinni niður í morgunmat en þegar móðir kom seinna inn í eldhúsið fann hún Karen liggjandi á gólfinu. Dán- armein Karenar var anorexía en hún var 32 ára gömul en vó aðeins rúmlega 50 kíló þegar hún lést. Þar féll enn eitt fórnarlamb ofneyslu og öfga úr hópi listamanna í valinn. John Belushi John Belushi er enn annað dæmi um vinsælan listamann sem ekki þolir álagið sem virðist fylgja frægðinni. Belushi varð ódauðlegur í hinni frægu kvikmynd Blues Brothers en hann lék í fjölda gam- anmynda og mætti nefna Animal House meðal þeirra en frægð hans kom einnig til af leik hans í þáttunum Saturday Night Live sem njóta gífur- legra vinsælda í Bandaríkjunum. Belushi var aðeins 33 ára gamall þegar hann lést á Chateau Marmont hótelinu í Los Angeles í mars 1982. Banamein hans var of stór skammtur af áfengi, heróíni og kókaíni. John var rómaður fyrir sukksamt líferni alla sína tíð en þetta kvöld keyrði úr hófi. John hafði skemmt sér lengi kvölds á næt- urklúbbnum Roxy í L.A. en síðan bauð hann til samkvæmis á hótelinu og þangað kom fjöldi fólks, þar á meðal frægir leikarar eins og Robin Williams og Robert DeNiro og fylgikona Johns, Cathy Ev- elyn Smith, var sjaldan langt undan. Hún var þó ekki á staðnum þegar gestirnir uppgötvuðu að Belushi var látinn en hún var dæmd í fangelsi eft- ir að hún játaði í tímaritsviðtali að hafa aðstoðað hann um kvöldið við að dæla í sig eiturlyfjum. Ingrid Bergman Þessar sögur fundum við á vef á Netinu sem heit- ir flndadeath.com og er stórfróðlegur fyrir sinn hatt og fær heimsóknir í milljónatali. Að lokum rifjum við upp af handahófi söguna af andláti einn- ar vinsælustu leikkonu 20. aldarinnar, Ingrid Berg- man. Það er ekkert sérstaklega frásagnarvert við dauða hennar því það var einkum líf hennar og hæfileikar sem gerðu hana fræga. Ingrid var fædd í Svíþjóð en starfaði alla ævi í Hollywood og hneykslaði hina siðavöndu Amerík- ana og sennilega stóran hluta heimsbyggðarinnar árið 1949 þegar hún yfirgaf eiginmann sinn og dótt- ur og tók saman við ítalska leikstjórann Roberto Rossellini og eignaðist með honum barn tveimur mánuðum fyrir brúðkaupið. Talið er að 38 þúsund blaðagreinar hafi verið skrifaðar um ástarsamband þeirra á þessum tíma. Hjónabandið endaði með skilnaði 1958 og þá fyrst fékk hún að snúa aftur til Ameríku en ávöxtur þessa sambands var leikkon- an Isabella Rossellini. Ingrid Bergman lést úr krabbameini í London árið 1974 67 ára að aldri. Hún fékk þrisvar sinnum óskarsverðlaun á ferli sínum og kvöldið sem hún lést í London var síðasta kvikmynd hennar sýnd í ísraelska sjónvarpinu en þar lék hún Goldu Meir, fyrrum forsætisráðherra ísraels, í heimildamynd um líf hennar. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.