Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 28
28 / / elg a rb ta ö H>"V" LAUGARDAGUR 17. MA( 2003 Enginn graðfoli Tímaritið Bleikt & blátt, eina íslenska kyn- lífstímaritið, hefur fenqið nýjan ritstjóra. Hinn umræddi ritstjóri er 23 ára drengur með sex ára regnslu af ástundun kynlífs og segist hann vera með frekar heilbrigt viðhorf til slíkra athafna. Hans fyrsta tölublað er nýkomið í verslanir. „Blaðið kemur til með að mótast smátt og smátt á næstu mánuðum og mér finnst of snemmt að vera að tala um einhverja eiginlega stefnubreyt- ingu eða nýjar áherslur í fyrsta blaðinu sem ég stýri,“ segir nýráðinn ritstjóri tímaritsins Bleikt & Blátt, Ragnar Pétursson, þegar hann er inntur eft- ir því hvort blaðið muni breytast mikið með til- komu hans í ritstjórnarstólinn. Ragnar er fimmti ritstjórinn sem stýrir blaðinu en það hefur verið á markaönum í um það bil fimmtán ár og er eina ís- lenska kynlífstímaritið. Fyrirverar hans hafa verið Ingibjörg Jóna Jónsdóttir kynfræðingur, Þórarinn Jón Magnússon útgefandi, Davíð Þór Jónsson, skemmtikraftur, og Hrund Hauksdóttir, blaðamað- ur til margra ára. Sjálfur hefur Ragnar stúdents- próf á bak við sig auk þess sem hann hefur unnið hjá Fróða í þrjú ár og skrifað í lausamennsku fyr- ir tímarit eins og Mannlíf, Séð og heyrt og Bleikt & Blátt. Þegar hann er spurður út í eigin reynslu hans af kynlífi og hvort hann þurfi ekki að vera sérfróður um kynlíf til að vera ritstjóri blaðs sem fjallar um kynlíf svarar hann: „Ritstjóri Gest- gjafans er ekki matreiðslumeistari og ritstjóri Húsa og híbýla ekki arkitekt eða smiður þannig að ég held að það sé ekki aðalmálið að vera þaul- menntaður kynlífsfræðingur til þess að geta stýrt blaði sem þessu. Eins og flestir þá hef ég auðvitað heilbrigðan áhuga á kynlífi og ég held það skipti ekki höfuðmáli um gæði blaðsins hversu mikla eða litla reynslu ég hafi persónulega á kynlífssviðinu, hvort ég hafi t.d prófað BDSM eða hjá hve mörgum konum ég hef sofið,“ segir Ragnar, eilítið óöruggur að því er virðist. Það kemur blaðamanni nokkuð á óvart að ritstjóri kynlífstímarits virðist feiminn við að tala um kynlífsreynslu sína enda myndi maður ætla aö sá sem sér um svona blað sé frekar frjálslegur á þessu sviöi. Það er þó hægt að veiða upp úr honum að hann hafi sjálfur misst sveindóminn að verða 18 ára gamall, hafi verið í sambúð í 5 ár og eigi fjögurra ára gamla dóttur. í dag er hann hins vegar ein- hleypur og býr um þessar mundir með móður sinni, systur og dóttur. „Mér finnst þaö frekar vera gæði en magn sem skipta máli þegar kemur að kynlífi," segir Ragnar og það er greinilegt að hann er ekki þessi erkitýpa af graðfola sem stundar það að negla stelpur hægri vinstri niðrí bæ um hverja helgi. „Hver myndi líka vilja lesa blað sem slíkur ná- ungi gefur út? Ekki ég, alla vega,“ segir Ragnar og hlær. Nakið fólk í vinnunni Ragnar er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann var mikið í handbolta á unglingsárum sínum og stundaði nám í MR og Flensborg. Eftir stúdent- inn hóf hann störf hjá hernum á Keflavíkurflug- velli um stundarsakir og endaði síðan hjá Fróða, að eigin sögn fyrir tilviljun, árið 2000. Þar fór hann að skrifa sem lausapenni fyrir Mannlíf, Séð og heyrt og Bleikt & blátt samhliða venjulegri skrif- stofuvinnu. „Ég byrjaði á því að taka viðtal við strákana í Quarashi fyrir Mannlíf. Mér fannst þeir aldrei opna sig neitt að viti í viðtölum og mætti þvi í viðtalið til þeirra með tvær vodkaflöskur og úr því varð alveg þrælskemmtilegt og skrýtið viðtal,“ segir Ragnar og þar með segir hann að það hafi byrjað að kitla hann fyrir alvöru að verða blaða- maður. Þegar honum var svo boðið að taka við Bleiku & Bláu þurfti hann ekki að hugsa sig lengi um, enda spennandi verkefni. „Áður en ég eignað- ist barn þá hafði ég hugsað mér að fara í læknis- fræði eða eitthvað þvíumlíkt en þegar ég varð pabbi þá setti ég þau plön í salt. Og nú, fjórum árum seinna, er ég orðinn ritstjóri Bleikt & Blátt. Hlutimir eru fljótir að breytast," segir Ragnar hlæjandi og segist ætla að spila úr því sem hann hafi núna í dag áður en hann ákveði nokkuð um framtíðina. Taliö berst aftur að vinnunni hans hjá Bleiku & Bláu, vinnu sem hann segir suma félaga sína öf- unda sig af. „Sá maður sem fær meira út úr því að vera við- staddur myndatökur þar sem nakið fólk er í aðal- hlutverki heldur en að stunda kynlíf er með fetish sem ég held að sé kallaður „voyeurism" á fræði- máli. Ég er sem betur fer svona frekar „jarðbund- inn“ og lít meira á slíkar myndatökur sem vinnu,“ segir Ragnar en viðurkennir um leið að vissulega sé hann í öfundsverðri vinnu miðað við marga aðra. „Ég hef mun meiri áhuga á samskiptum kynj- anna, samlífi og bara fólki almennt en einhverjum analinnsetningum og fetisma. Það er svo margt fal- legt og skemmtilegt við kynlíf, þó vissulega megi hafa gaman af að lesa um ýmsar misafbrigðilegar hvatir fólks svona inn á milli.“ Erfitt að finna fallega ltarlmenn Eins og dyggir lesendur blaðsins hafa tekið eftir þá skartar blaöið yfirleitt íslenskum fyrirsætum en Ragnar upplýsir að sér virðist það ekki vera vandamál að fá fyrirsætur í blaðið, alla vega ekki kvenkyns sem gjarnan hafa samband við blaöiö að fyrra bragði. „Auðvitað er maður alltaf með augun og eyrun opin en ég mun ekki koma til meö aö ganga upp að „Ég hef mun meiri áhuga á samskiptum kynjanna, samlífi og bara fólki almennt en einhverjum analinn- setningum og fetisiua. Það er svo margt fallegt og skemmtilegt við kynlíf, þó vissulega megi liafa gainan af að lesa um ýmsar misafbrigðilegnr hvatir fólks svona inn á milli,“ segir Ragnar, nýr ritstjóri tíma- ritsins Bleikt og blátt. DV-mynd ÞÖK fólki á götu úti og biðja það um að hafa mök eða fletta sig klæðum. Mér þætti það óviðeigandi. Kannski ef ég verð kominn í alger þrot,“ segir Ragnar sem segir að góð laun séu í boði fyrir aö sitja fyrir í blaðinu. Blaðamaður tekur eftir því að það er ekki einn einasta beran kárlmann að finna í nýjustu útgáf- unni af blaðinu og innir því Ragnar eftir því hvort hann ætli að breyta blaðinu í eiturhart karlablað. „Það hafa allir sínar skoðanir á því hvernig blað- ið eigi að vera og þær eru æði misjafnar. Sumir segjast vilja klámblað, aðrir erótískt blað fyrir kon- ur eða karla eingöngu. Persónulega vil ég gjarnan búa til blað sem höfðar til sem flestra. Ég vil að pör jafnt sem einstaklingar finni eitthvað viö sitt hæfi í blaðinu. Mér finnst eins og það sé erfiðara að finna fallega karlmenn sem vilja sitja fyrir í blað- inu heldur en kvenfólk og mér þætti það bara móðgun við kvenkyns lesendur blaðsins að setja bara einhvern sem er með typpi í blaðið bara til þess eins að geta sagt að það sé allsber karl í blað- inu“ segir Ragnar að lokum en upplýsir um leið að hann hafi í hyggju að rétta hlut karlmanna í blað- inu með þvi að byrja með álíka síðu í blaðinu og Séð og heyrt stúlkuna nema hvað sú síða muni heita Bleikt & blátt gæinn eða eitthvað í þeim dúr. -snæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.