Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 44
AA He Iqo rb la<5 I>’V" LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 Gaman að berjast lceland Express hefur opnað íslendingum dgr út íheim með láqum fargjöldum. Olafur Hauksson, talsmaður félagsins, seqir DV frá undirboðum keppinautarins og samkeppni hans við sjálfan sig, ólöglegum ríkisstgrkjum og skilningstregðu ráðunegtisins. Þegar lágfargjaldafélagið Iceland Express tók til starfa í lok febrúar í vetur með sinni fyrstu flug- ferð var mikið starf að baki. Jóhannes Georgsson, helsta driffjöður þess, hafði undirbúið stofnun fé- lagsins í þrjú ár ásamt öðrum frumherjum og með- eigendum. Farmiðasala hófst í byrjun janúar og nú eru liðn- ir tæplega þrír mánuðir síðan fyrirtækið hóf dag- legt flug - á morgnana til Kaupmannahafnar og slðdegis til London. Það er auðvelt að smitast af áhuga frumkvöðla og þegar gengið er um húsakynni Iceland Express við Suðurlandsbraut finnur maður auðveldlega hvemig viðhorf manna til vinnustaðar síns og þess sem þar fer fram getur verið líkt þeim tilfinning- um sem flestir bera til barnanna sinna. Það er Ólafur Hauksson, talsmaður fyrirtækis- ins, sem gengur með okkur um og sýnir okkur stoltur hvernig Iceland Express er smátt og smátt að leggja undir sig næstum heila hæð við Suður- landsbrautina. Héma var fyrirtækið Landsbréf eitt sinn til húsa og arfur þess tíma er rúmlega 30 fer- metra bankahvelfing í kjallaranum þar sem verð- bréfaspútnikar geymdu forða sinn af skuldabréfum og pappírum sem þá voru ekki metnir til fjár. Ólaf- ur segir að Iceland Express noti þessar rammgerðu hirslur til að geyma skiptimynt söluskrifstofunnar yfir nóttina. Annars er það ekki alveg daglegt brauð að viðskiptavinir mæti með seðlabunka til þess að greiða fargjöld með Iceland Express því 75% af farmiðasölunni fara fram i gegnum Netið. Það er nútíminn. Samt vinna 25 starfsmenn á vettvangi og 19 í við- bót á flugvöllum og í áhöfn svo samtals eru 44 starfsmenn hjá þessu kornunga fyrirtæki. Við höfum viðkomu á kontórnum hjá Jóhannesi Georgssyni framkvæmdastjóra sem augljóslega hefur sett þaö mjög aftarlega í forgangsröðina að skreyta skrifstofu sína með íburðarmiklum hús- gögnum og hengja upp málverk. Enda komumst við að þeirri niðurstöðu að eina vinnuplássið sem þurfi að vera almennilega innréttað sé á milli eyrnanna á hverjum starfsmanni. Svo sýnir Ólafur mér merkilegan skjá sem hangir uppi á vegg og þar sést stöðugt hve margir viðskiptavinir bíða á línunni og hve margir eru afgreiddir. Óli segist helst ekki vilja sjá fleiri í bið en 2-5, annað sé slæm þjónusta, en samt verði hann ekki verulega órólegur nema þegar enginn er að bíða á línunni. Þetta er nefnilega eitt af þessum fyrirtækjum sem eru í rauninni ekki að selja neitt áþreifanlegt held- ur fyrst og fremst þjónustu - að koma fólki ódýrt út í heim. Risinn undirbýður og keppir við sjálfan sig - Við stelum skrifstofu frá starfsmanni sem hef- ur brugðið sér frá og ég spyr Ólaf hvernig áætlan- ir standi eftir þessa tæpu þrjá mánuði í rekstri: „Ástandið er gott vegna þess að við höfum feng- iö fleiri farþega en við gerðum ráð fyrir. Hins veg- ar eru nokkru minni tekjur af hverjum farþega en við gerðum ráð fyrir en fjöldinn bætir það upp. Rekstraráætlun okkar er í plús og allar kostnaðar- áætlanir standast þótt startkostnaður hafi orðið ögn hærri en gert var ráð fyrir. Hvað varðar farþegafiölda er um að ræða um 20% fleiri en við áætluðum. Við erum núna að selja fram á sumarið og það gengur mjög vel. Samkeppnin af hálfu Icelandair hefur verið nokkuð öðruvísi en við áttum von á. Fyrirtækið hefur fyrst og fremst mætt okkur með lágum far- gjöldum en er þá aðallega komið í samkeppni við sjálft sig því það er með 77% markaðarins í milli- landaflugi. Icelandair stundar undirboð í ríkum mæli og ljóst að fyrirtækið er að tapa hundruðum milljóna króna á því. Við áætlum að tekjumissir þess af samkeppninni við okkur sé jafn mikill og veltan hjá okkur, ef ekki meiri. Icelandair hefur lækkað fargjöld verulega og breytt skilmálum á sömu leiðum og við fljúgum á, fyrst og fremst á sömu brottfarartímum. Á þessum sömu leiðum og tilteknu brottfarar- tímum hefur Icelandair einnig verið að lækka við- skiptafargjöldin um allt að 35%. Það keppir fyrst og fremst við okkur á Netinu þar sem megnið af okkar sölu fer fram. Þegar um er að ræða flug með Ólafur Ilauksson hefur áratugum saman starfað við blaðamcnnsku og almannatcngsl. Hann hefur barist við RÚV, með FÍB við tryggingafélögin og berst nú með Iceland Express við Icelandair. Hann segir að baráttan sé skemmtileg. DV-mynd Ilari hópa stundar það einnig grimm undirboð. Svona mætti lengi telja. Icelandair virðist hafa einsett sér að fórna miklum fiármunum í þeirri von að losna við okkur - þótt því verði nú ekki kápan úr því klæðinu. Reyndar finnast mér aðgerðir Icelandair vanhugsaðar. Fyrirtækið hefur gott af því aö búa við samkeppni. Hún hefur nú þegar skerpt allar línur í starfsemi þess og kostnaður hefur lækkað.“ - En er þetta ekki allt í anda þess leiks sem hörð samkeppni í viðskiptum hlýtur alltaf að vera? „Vitaskuld á samkeppni að leiða til betri kjara fyrir neytendur. Okkur finnst þetta bara alls ekki eðlileg viðbrögð. Þau bera öll merki þess að Icelandair sé að misnota markaðsráðandi stööu. Slíkt er einfaldlega brot á samkeppnislögum og vinnur gegn hagsmunum neytenda þegar til lengd- ar lætur.“ Ólöglegur rílösstyrkur til Icelandair - Iceland Express og Icelandair hefur ekki bara lent saman út af flugsætum og verði á þeim heldur einnig út af fiármunum sem hið opinbera sam- þykkti að veita til að styrkja markaðsstarfsemi flugfélaga og ferðafyrirtækja erlendis. Alþingi veitti til verksins 200 miljónir króna og skyldi fénu varið með svokölluðu krónu á móti krónu fyrir- komulagi þannig aö fyrirtækin sjálf legðu fram jafnmikið fé og þau hlytu úr ríkissjóði. Skemmst er frá því að segja að Icelandair fékk 159 milljónir af 183 milljónum sem var úthlutað sem er nálægt því að vera 86%. „Ferðamálastjóri vann að undirbúningi þessa verkefnis í samvinnu við Stein Loga Björnsson, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, sem er jafn- framt einn framkvæmdastjóra Icelandair. Síðan fól samgönguráðherra ferðamálastjóra einum að meta umsóknir og úthlutaði markaðspeningunum í sam- ræmi við ráðgjöf hans. Það var aðeins gefinn tveggja vikna frestur til að skila inn umsóknum sem þurftu að vera svo ítarlegar að beðið var um nákvæma birtingaráætlun í erlendum fiölmiðlum sem hefði tekið margar vikur að vinna. Icelandair hafði með samstarfi sínu við ferðamálastjóra feng- ið margra mánaða frest til að vinna að umsókn sinni. Við sendum inn umsókn sem við vorum sátt- ir við en fengum ekki krónu, þrátt fyrir að eiga meiri möguleika en allir aðrir á því að fá hingað fleiri erlenda ferðamenn. Það hefur enda komið á daginn - í mars var 18% fiölgun farþega til og frá landinu frá árinu áður og i apríl var fiölgunin 35%. Þetta teljum við mjög óeðlilega stjórnsýslu, svo ekki sé meira sagt, og höfum kært þessa ráðstöfun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Við teljum að með þessum vinnubrögðum hafi samgönguráð- herra einfaldlega verið að afhenda Icelandair ólög- legan ríkisstyrk." - En hafa önnur samskipti ykkar við yfirvöld á sviði ferða- og samgöngumála verið slétt og felld? „Það eru innbyggð tregðulögmál í stjórnsýsluna sem hafa tafið fyrir okkur. Þessi lögmál snúast um að vernda hagsmuni, stundum hagsmuni kerfisins, stundum hagsmuni almennings og stundum ein- hverja allt aðra hagsmuni sem enginn veit hverra eru. Það tók marga mánuði að fá samgönguráöuneyt- ið til að skilja hugmyndina að baki því sem við ætluðum að gera. Við vildum hins vegar ekki fara af stað fyrr en sá skilningur væri fyrir hendi. All- ur okkar rekstur er mjög óhefðbundinn og við pössuðum illa inn í fyrri hugmyndir kansellisins um flugstarfsemi." Gaman að berjast - Ólafur Hauksson hefur lengi starfað á sviði al- mannatengsla og blaðamennsku og þegar litið er til baka yfir feril hans hefur hann oftast veriö að fljúgast á við einhver bákn. Hann beitti sér mjög á árum áður fyrir frelsi í útvarpsrekstri og hann tók virkan þátt í baráttu FÍB fyrir lægri tryggingaið- gjöldum gegn stóru tryggingafélögunum. „Viö höfum séð í baráttu FÍB og í samkeppni í innanlandsflugi hvernig stórir keppinautar lækka verð af fullkomnu miskunnarleysi uns nýir keppi- nautar gefast upp og þá hækkar verðið aftur. Þetta kemur niður á neytendum sem að lokum borga brúsann. í endurbættum samkeppnislögum frá ár- inu 2000 er markaðsráðandi fyrirtækjum hins veg- ar gert skylt að auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðinum. Fyrirtækjum eins og Icelandair er einfaldlega bannað að stunda undirboð til að koma í veg fyrir samkeppni. Ég hef aldrei skilgreint mig sérstaklega sem and- stæðing einhvers bákns en ég hef afskaplega gam- an af því að berjast," segir Ólafur Hauksson, tals- maður litla flugfélagsins, að lokum. PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.