Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 60
60 Helqctrblctð DV LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 Nú fer fram skemmtileg keppni þax sem börn og unglingar geta sungið eöa spilaft lög af geisla- disknum- HÆTTUM AÐ REYKJA Hver og einn getur flutt lögin og textana eftir eigin höföi. öll lögin á geisladisknum eru einnig í karoke útfærslu. Sendu upptöku á kasettu eöa geislsdisk til Þjónustumiðstöðvar UMFÍ, Fellsmúia 26, 108 Reykja- vík tyrir 25. maí. Úrslit veröa kjmnt á reyklausum degi 31. maí. HÆTTUM AÐ REYKJA S A VATNINGAR TAK UMFI' S9I<U9 jrJSUjjJJUS jJ'jhjj] Júhujjjju Uuúsújj VERÐLAUN FYRIR BESTA FLUTNINGINN: ITíu bljóftverstímar meö upp- tökumanni í hljóðveri Geim- steins (kr. 60.000) og Karnoke- DVD spilarl og karaoke diskur að eigin vah (kr. 24.000) frá Radíóbæ. >*«# Vinningshafa gefst jafnframt tæki- færi tíl aö syngja eitt lag inn á geislaplötu sem kemur út í sumar. £Fimm hljóftverstímar meö upptökumanni í Hljóð- smiöjunni (kr. 30.000) og Mark geislaspiiari (kr. 10.000) frá Tóbaksvarnanefnd. 4l»rxr stúdiótímar (kr. 15.000) í Eyranu til söngs og hijóðblöndunar yfir undirspil. Ensk-ísl/ísl-ensk orftabók fyrir tölvu (kr. 8.000) og þrír geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu. U Ensk-ísl/ísl-ensk oröabók fyrir tölvu A (kr. 8.000) og þrír geisladiskar; Búdrýg- indi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu. SFJórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skífunni. Fjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skífunni. ÍFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skífunni. & 9 » Tveir geisladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni. Tveir geisladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni. Geisladiskur; f svörtum fötum frá Skífunni. (ð RflÐlðRÆB E d d a itswt ii-11*1111 Dii eP m REYKLAUS REIKNINQUR Leggöu inn á Reyklausan reikning til aö fa geislaplötuna HÆTTTJM AÐ REYKJA! Leggöu kr. 1000 inn á Reyklausan reikning í banka eöa sparisjóöi og þú færö eintak sent um hæl: SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047 SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428 íslandsbanki (aöalbanki) nr. 160379 Landsbanki (aðalbanki) nr. 283408 Búnaðarbanki (aöalbanki) nr. 120552 Mundu aö láta nafn þitt og heimilisfang koma skýrt fram þegar þú leggiir inn á Reyklausan reikning. HVATNINGAR- fflg í ÁTAKUMFÍ Mh í HÆTTUM AÐ REYKJA er einnig hægt aö fá í Þjónustumiöstöö UMFÍ, Fellsmúla 26,108 Reykjavík, s. 568 2929. Diskurinn kostar 1.000 kr. Heildarverðmæti vlnninga í hvatningarátaki UMFÍ er kr. 750.000. Nöfn vinningshafa veröa birt í DV á reyklausum degi 31. maí. Skákþátturinn Umsjón Sævar Bjarnason Efla þarf áhuga ungu kynslóðarinnar Stundum er erfitt aö skrifa um skák eins og t.d. núna! Engir ís- lendingar aö keppa erlendis og fátt um aö vera hjá þeim allra bestu hér heima nema taflmennska á netinu. En úti í Vestmannaeyjum fer fram einstaklingskeppni i skólaskák og þar hafa margir góð- ir skákmenn unnið sigur gegnum tíöina. Má þar nefna stórmeistar- ana Jóhann Hjartarson, sem sigr- aöi í eldri flokki á fyrsta mótinu, Hannes Hlífar Stefánsson og Helga Áss Grétarsson. Mótiö í Eyjum verður um helg- ina og kveikir e.t.v. ljósið hjá ein- hverjum peyjanum eða stúlku- baminu! Úti í heimi eru engin al- vöru-ofurmót í gangi en sterk mót engu aö síður. Minningarmót Capablanca er í gangi á Kúbu og meistaramót Ungverjalands stend- ur yfir. Mörg fleiri mætti telja upp en þar eru á flestum mótunum menn sem eru nær óþekktir hér á Fróni, nema hjá allra hörðustu skákáhugamönnunum. Á Indlandi er viðtal í dagblaði við Anand um framgang skáklist- arinnar þar í landi á undanförn- um árum. Þar kemur m.a. fram að Anand er tekjuhæsti keppnismað- ur lands síns, enda er ferill hans oröinn langur og vart byrjaður að ráði ef miðað er við aldur hans, en kappinn fæddist 11. des 1969. An- and talar mikið um að nauðsyn- legt sé að vekja áhuga yngri kyn- slóðarinnar með óvæntum uppá- komum og nefnir þar fjöltefli, blindskák, maður gegn tölvuforrit- um eða helst eitthvað óvenjulegt og nýtt, svipað og Hrafn Jökulsson og sá sem minna hefur verið talað um en efni standa til, Jóhann Ragnarsson úr Garðabæ. Jóhann fer með veggjum ef hon- um er hrósað en hann hefur ásamt félögum sínum í Taflfélagi Garða- bæjar staðið fyrir ýmsum nýjung- um í kvennaskák og unglinga- starfi - m.a. komið á góðu sam- starfi við Katalóníumenn á Spáni. Einhvern veginn hefur framganga Jóhanns Ragnarssonar og félaga ekki hlotið verðskuldaða athygli að mínu mati. Það er gott upp að vissu marki að vinna hlutina í kyrrþey en sjálfsagt að fjalla um og minnast á það sem vel er gert. Bæði Hrafn og Jóhann eiga mikið óunnið í íslenskri skákhreyflngu og þeir eru á svipuðum aldri svo þeir eiga eflaust eftir aö höggva í þann knérunn i framtíðinni. Að vísu er enginn hörgull á skákum þegar verið er að skrifa skákþætti - vandinn er að velja. Fyrir utan stórstjörnurnar, ís- lenska skákmenn og þá erlenda sem höfða til min, hafa örfáir aðr- ir komist að í þessum greinar- kornum mínum. í Færeyjum um páskana kynntist ég Kim Pilgaard, geðþekkum Dana sem nýlega hef- ur náð stórmeistaraáfanga. Hann teflir hvasst og frísklega og nú ný- lega var hann að tafli í Búdapest á stórmeistaramóti og stóð sig vel - svo vel að áfangi að stórmeist- aratitli var innan seilingar, en mótinu lauk í gær. En lítum á eina góða frá Búdapest á milli Dana og Svía! Hvítt: Klm Pilgaard (2440) Svart: Emil Hermansson (2396) Caro-Kan-vörn Búdapest (5), 07.05. 2003 1. e4 c6 2. c4 d5 3. exd5 cxd5 4. cxd5 Rf6 5. Rc3 Rxd5 6. Rf3 e6 7. Bc4 Be7 8. 0-0 0-0 9. d4 Af- brigði þetta er kallað Panov-árás- in hjá hvítum og yfirleitt eru skákir úr þessu afbrigði skemmti- legar. 9. - Rxc3 10. bxc3 Dc7 Hvítur fórnar sínu fyrsta peði en varkárari sálir hefðu leikið 11. De2 eða Dd3, en það er nauðsyn- legt að krydda tilveruna endrum og eins! 11. Bd3 Dxc3 12. Bf4 Rc6 13. Hcl Db2 14. Hel Hd8 15. Re5 g6 Hvítur virðist vera í smávand- ræðum. Hann hefur fómað peði fyrir skjóta liðsskipan en nú fell- ur annað peð. En kóngsstaða svarts er hálflosaraleg og menn svarts fæstir komnir í gagnið. 16. Df3 Rxd4 17. Dh3 Rc6 Svartur reynir að blíðka goðin og gefa peð til baka. Athyglisvert hefði verið að leika 17. - f6 18. Bxg6 hxg6 19. Rxg6 með miklum flækjum þar sem hvítur hefur sennilega undir- tökin. Ekki er það þó alveg víst! 18. Dh6 Hd5 19. Hbl Dc3 20. Hecl Da5 Hvítur hefur náð nokkrum leik- vinningum og nú er kominn tími til að höggva Svía, einn og annan! 21. Rxg6! Hxd3 Það er einfaldlega ekki hægt að sleppa þessari stöðumynd - næsti leikur hvíts er magnþrunginn. Svartur verður að gefa drottning- una! 22. Be5 Dxe5 23. Rxe5 Rxe5 24. Hb5 Hd5 25. Hb3 Rd3? Besta leiðin til að berjast er 25. Bf8 og halda sér fast. Tölvur meta jafnvel þessa stöðu betri fyrir svart! Hví- lík endaleysa eða hvað! 26. Hdl Bg5 27. Dh5 Be7 28. Dg4+ Hg5 Skemmtilegur dans hjá drottning- unni! 29. Da4 Re5 30. De8+ Bf8 31. Hd8 Rg6 32. Hf3 1-0 Eigi verður feigum forðað! En stundum liggja jafnvel bestu Danir í því. Víetnamar hafa tekið miklum framfórum í skákinni líka á undanförnum árum og mik- ið teflt á stórmeistaramótunum í Búdapest og jafnvel þó víðar væri leitað Hvítt: Thanh Trang Hoang (2445) Svart: Kim Pilgaard (2440) Ben-Oni-vörn Búdapest (8), 10.05. 2003 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. e4 g6 Næsta leik endurvakti Kasparov rækilega fyrir um áratug eða svo og vann nokkra glæsta sigra. Menn hafa ekki verið of fúsir til að leyfa hvítum að tefla svona, en þar gæti alltaf leynst eitthvað nýtt. 7. f4 Bg7 8. Bb5+ Rfd7 9. a4 0-0 10. Rf3 Ra6 11. 0-0 Rb4 Hér áður fyrr léku menn oftast 11. Rc7 en fengu oftast erfiða stöðu engu að síður. 12. Hel a6 13. Bfl He8 14. h3 f5 15. Bd2 Rf6 Sennilega hefði 15. fxe4 verið skárra en nú kemur hefðbundin framrás! 16. e5 dxe5 17. fxe5 Rfxd5 18. Bg5! Rxc3 Svartur neyðist til að fóma skiptamun og fær lítið fyrir. Merkilegt hvað sumir skákmenn telja peðin (vera mikilvæg)! 19. Dxd8 Hxd8 20. Bxd8 Re4 Svo sem auðveldur en sterkur leikur. Nú er bara að koma hrók- unum í gagnið og svarta staðan hrynur. 21. Bc4+ KfB 22. Hadl Rc2 Æ, sá danski kóngur er illa staddur og þá er hægt að fóma skiptamun til baka fyrir innrás og jafnvel mát! 23.Bh4 g5? Örvænt- ing, eini leikurinn var 23. Rd4 þó ekki sé það mikið til að hrópa húrra fyrir! 24. Rxg5 Bxe5 25. Hd8+ Kg7 26. Hg8+ Kh6 27. Rxe4 1-0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.