Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 63
LAUCARDACUR IV. MAÍ 2003 Helqarblað 30"V 63 Lifði af ell- efu kúlna skothríð Sennilega eru Mike Robie og aðstoðarkona hans íflokki með heppnasta fólki heims. Ræningi hélt bgssu að höfði hennar og tók í gikkinn en bgssan stóð á sér. Hann skaut síðan Mike ellefu skotum en Mike lifði samt af. Mike Robie á og rekur pitsustað í Flórída sem heitir Loop Pizza Grill. Slíkir staðir verða stund- um fyrir barðinu á ræningjum og einn daginn gerðist það einmitt. Einhver hélt verndarhendi yfir Mike og aðstoðarstúlku hans. Ræningjarnir réðust að henni, héldu hlaðinni byssu að höfði hennar og tóku í gikkinn. Byssan stóð á sér og stúlkan slapp ómeidd. Mike var ekki eins hepp- inn þegar ræningjarnir réðust að honum því þá stóð byssan ekki á sér og þeir tæmdu ellefu byssukúlur í líkama hans. Samt lifði Mike þessa eldraun af. Þessir atburðir áttu sér nokkuð skuggalegan aðdraganda en um klukkan hálfellefu að kvöldi föstudagsins 12. maí árið 2000 var hringt í pitsu- staðinn Windy City í Tampa í Florida og pöntuð pitsa og beðið um heimsendingu. Það var ekkert sérstaklega óvenjulegt og Eduardo Natal var sendur af stað með pitsuna en kaupandinn sagð- ist heita Henry Morales og búa við Wolcott Dri- ve. Natal ók í burtu á hvítum Kia Sephia bíl sem hann notaði við sendilsstörfin en samstarfsmað- ur hans ákvað að bíða eftir honum og þeir hugð- ust síðan loka staðnum fyrir nóttina. Natal kom ekki strax aftur og fljótlega hringdi annar viðskiptavinur sem beið sendingar og kvartaði undan því að hann sæist ekki enn. Samstafsmaðurinn taldi að hann hefði tafist, lokaði staðnum og fór heim. Lík undir bíl Daginn eftir var lögreglunni tilkynnt að fyrir utan tiltekið hús við Wolcott Drive stæðu fætur á manni út undan bíl. Lögreglan kom á staðinn og í ljós kom að maðurinn var látinn og hafði veriö skotinn í höfuðið. Þetta reyndist vera Eduárdo Na- tal og í blóðugum höndum hans var enn þá nóta með nafni Henry Morales. Augljóslega hafði verið ráðist á hann aftan frá og veski hans og poki með skiptimynt var horfið en morðingjarnir höfðu ekki tekið af honum gullhringi eða úr né nærri 200 doll- ara í reiðufé sem hann var með í vasanum. Skammt frá fannst Kia Sephia bíllinn sem Edu- ardo notaði við heimsendingarnar. Hitapokinn fyr- ir pitsurnar lá enn á toppnum og rétt hjá fundust pitsur tvær og gúmmíhanskar. Fingraför, sem síð- ar reyndust vera af Earl Hinson og Harold Wolf, fundust á bílnum. Þennan sama morgun, meðan lögreglan var að rannsaka vegsummerki á vettvangi, þar sem Natal fannst, var Mike Robie, eigandi Loop Pizza Grill í Tampa, að fara yfir kvittanir dagsins á undan á skrifstofunni sinni. Skyndilega ruddist ungur mað- ur með byssu í hönd inn á skrifstofu hans og .æpti: „Komdu með alla peningana þína eða ég skýt af Hurold Wolf og Earl Hinson. Þeir ætluðu að ræna pitsustaðinn en sitja nú í Broward-fangelsinu þar sein pitsa er á niatseðlinum að meðaltali einu sinni í viku. Ana Arrambide var að vinna í Loop Pizza Grill. Óður ræningi lagði hlaðna byssu að liöfði hennar og tók í gikkinn - en bvssan stóð á sér. Mirocle mon; pizzo porlot owner Mike Cobie iinej up builets (orrowedj idenfica! those thot ripped throuqh I boéf oj two robberj len hi for deod. "I put o plon IV nursed for yeors into oction ruse I fhoughf might sove r life one day. Instecd, it neo got me kliled." This specic cose report from Mork Dov Mike Robie 6 pitsustað. Hann varð fórnarlamb ræningja sem skutu hann með ellefu kúlum en hann lifði það af þótt ótrúlegt niegi virðast. þér hausinn.“ Mike greip til úrræða sem hann hafði iðulega hugsað sér aö nota ef á hann yrði ráðist. Hann stóð upp og gekk að peningaskápnum en lét sig síðan falla í gólfiö og lét eins og hann væri að fá hjarta- áfall. „Mér fannst þetta góð áætlun en í stað þess að bjarga mér varð hún næstum minn bani.“ Árásarmaðurinn var svo viti sínu fjær að þegar Mike féll í gólfið hóf hann þegar í stað skothríð að honum. „Ég fann hvernig kúlurnar tættu sundur líkama minn og varð ljóst að ég varð að gera eitthvað. Ég reyndi að standa upp en fæturnir gáfu sig, enda höfðu kúlurnar brotið annan mjaömarliðinn. Um leið og ég datt í gólfið aftur hljóp byssumaöurinn út,“ segir Mike. Þegar hann hafði legið skamma stund í gólfinu og reynt aö átta sig á því hvað gerst hafði, og ekki síst þeirri staðreynd að hann hafði orðið fyrir ótal skotum en var samt með meðvitund, ruddist skyndilega annar maður inn og var einnig með byssu. „Hann hefur líklega viljað tryggja að ég væri dauður því hann skaut mig tveimur skotum í við- bót. Þau hittu mig bæði í magann. Síðan lagði hann á flótta. Ég var nú sannfærður um að dauða- stundin væri upp runnin en tókst að mjaka mér eftir gólfinu og sparka dyrunum aftur svo þær skullu í lás. Síðan dró ég símann niður af borðinu og hringdi í neyðarlínuna." Byssan klikkaði Á meðan á þessu stóö óðu ræningjarnir öskrandi um frammi á veitingastaðnum þar sem aðstoðar- stúlka Mikes, Ann Arrambide, sextán ára, varð fyr- ir þeim. Þeir réðust þegar að henni og skipuðu henni að fara inn í kælinn. Þegar þangað var kom- ið setti annar þeirra byssuna við gagnaugaö á henni og tók í gikkinn. „Ég var lömuð af skelfingu og heyrði nokkra smelli þegar byssan stóð á sér en enga skothvelli. Ég býst við að þeir hafi tæmt öll skotin í Mike,“ segir Ann í lýsingu sinni á aðstæðum. Ræningjarnir flúðu nú sem fætur toguðu af vett- vangi, tómhentir með öllu. Auk þess hafði öryggis- myndavél náð allri atburðarásinni á myndband þar sem auðvelt var að bera kennsl á þá. Sjúkrabíll flutti Mike Robie fljótlega á sjúkrahús þar sem öflugt lið lækna og hjúkrunarliðs baröist hetjulega við að bjarga lífi hans. Ein kúlan hafði nær sundrað hryggnum á einum stað, önnur hafði eyðilagt annað lungað og nokkrar hafnað i innyfl- unum og tætt þau í sundur. Auk þess var hann með kúlur í öxl, herðablaði og þjóhnöppum. Læknarnir voru gersamlega agndofa yfir því að Mike skyldi vera á lífi og kölluðu hann í gamni „The Human Swiss Cheese", eða mannlega ostinn, vegna þess að það voru álíka mörg göt á honum og svissneskum osti. Lögreglan var ekki mjög lengi að hafa uppi á tveimur ungum mönnum sem hétu Earl Hinson og Harold Wolf og helstu sönnunargögnin gegn þeim voru fingrafór á bíl látna sendilsins og myndir af þeim úr myndavélum Loop Pizza Grill. Fyrrverandi starfsmenn Fyrst í stað neituðu þeir allri sök og héldu því fram að þriðji maðurinn hefði verið með þeim og hann hefði alltaf hleypt af byssunni, bæði þegar sendillinn Natal var myrtur og einnig þegar Mike var skotinn í tætlur. Síðan játuöu þeir sakargiftum og við rannsókn kom í ljós að þeir ætluðu ekki bara að ræna sendil- inn heldur var það allan tímann ætlun þeirra aö drepa hann. Wolf var fyrrverandi starfsmaður á nokkrum pitsustöðum á þessum slóðum og var því kunnugur starfsháttum sendlanna og vissi að stundum var nokkurt fé á staðnum. í ljós kom að þeir félagar höfðu fyrst hringt á þriðja staðinn en þar var búið að loka fyrir heimsendingar kvöldið sem Natal dó og má reikna með að sá sendill hafi sloppið með skrekkinn. Ekki nóg með það heldur kom einnig í ljós að þeir voru báðir fyrrum starfs- menn á Loop Pizza Grill og höfðu hætt störfum með mánaðar millibili ári áður en þetta gerðist. Hinson hafði eitt sinn búið við Wolcott Drive og þess vegna lágu þeir þar í leyni og biðu sendilsins. Þeir voru ekki með langa sakaskrá en réttarhöldin yfir þeim voru löng og tímafrek því erfiðlega gekk að sanna hvor þeirra hefði skotið Mike Robie og báðir sögðu að hinn hefði myrt Natal sendil. Samt tókst Ann Arrambide að bera kennsl á að minnsta kosti annan þeirra við sakbendingu svo það var enginn vafi á að þeir voru mennirnir sem skutu Mike Robie nær til ólífis. Mike Robie er kallaður kraftaverkamaður af þeim sem þekkja til en hann hefur náð sér ótrúlega vel eftir að hafa verið skotinn ellefu sinnum. Hann var kominn aftur í vinnu sína aðeins níu mánuð- um eftir árásina og stundar flestar þær íþróttir sem hann lagði stund á áður en læknar eru full- vissir um að gott heilsufar hans hafi átt sinn þátt í skjótum bata. Ann Arrambide var lengi að ná sér og þótt hún heföi ekki meiðst líkamlega þá þjáðist hún af martröðum og svefnleysi lengi á eftir. Árásarmennirnir tveir sitja í fangelsi þar sem lítil von er til að sleppa og þeir fengu báðir lífstíð- ardóm fyrir morðið á Eduardo Natal en hafa enn ekki verið dæmdir fyrir árásina á Mike Robie. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.