Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Blaðsíða 65
LAUGARDACUR IV. MAÍ2003 Helgarblaö !DV 65 Freysteinn Jónsson bóndi og refaskytta í Vagnbrekku í Mývatnssveit, er 100 ára í dag Fjölskylda Eiginkona Freysteins var Helga Hjálmarsdóttir, f. 5.10. 1915, d. 22.1. 2003, húsfreyja í Vagnbrekku. Hún d. 24.12. 1943, og Kristínar Hólmfríðar Jónsdóttur, f. var dóttir Hjálmars Jónasar Stefánssonar, f. 5.2. 1869, 25.5. 1878, d. 14.4. 1970. Freysteinn Jónsson, bóndi í Vagnbrekku i Mý- vatnssveit, er hundrað ára í dag. StarfsferiU Freysteinn fæddist á Arnarvatni í Mývatnssveit en ólst upp á Hofsstöðum frá hálfs mánaðar aldri og þar til hann var fjögurra ára. Fjölskyidan bjó síðan í Gautlöndum næstu þrjú árin og á Bjamastöðum i tvö ár. Þá flutti fjölskyldan að Geirastöðum. Frá tvítugsaldri var Freysteinn vinnumaður í þrjú ár hjá Hermanni Hjartarsyni á Skútustöðum. Hann var heilsulítill í barnæsku og á sínum yngri árum og fór ferð til Reykjavíkur til lækninga 1930. Freysteinn flutti í Vagnbrekku 1939 en þá bjó tengdafólk hans þar á leigulóð. Freysteinn festi kaup á landspildu úr landi Geirastaða og gerði þar með Vagnbrekku að bújörð. Hann var síðan búandi í Vagnbrekku, lengst af í félagsbúi með mági sínum, Arinbirni Hjálmarssyni, og k.h., Halldóru Þórarins- dóttur, og börnum þeirra, eða til 1982. Síðar bjó Frey- steinn með Agli, syni sínum, sem nú er bóndi í Vagn- brekku. Freysteinn var refaskytta um langt árabil. Hann veiddi fyrsta minkinn sem veiddur var í Mývatns- sveit, haustið 1946. Börn Freysteins og Helgu eru Áslaug Freysteins- dóttir, f. 14.3. 1941, starfsmaður í Kjarnalundi, búsett á Akureyri, gift Guömundi Þórhallssyni, f. 24.11.1944, og eru synir þeirra Þórhallur, f. 20.1.1963, Freysteinn, f. 13.7. 1964, d. 28.12.1980, Erlingur, f. 16.4. 1971, Sverr- ir, f. 26.2. 1973, og Ævar, f. 29.1. 1980; Hjálmar Frey- steinsson, f. 18.5. 1943, læknir á Akureyri, kvæntur Sigríði Jórunni Þórðardóttur, f. 15.1.1945, og eru börn þeirra Guðbjörg Helga, f. 25.7. 1966, Anna Þórunn, f. 11.6. 1971, og Þórður Örn, f. 17.4. 1976; Guðrún Frey- steinsdóttir, f. 12.9.1952, starfsmaður við röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, gift Húni Snæ- dal, f. 13.7. 1944, dætur Guörúnar eru Kristín Álfheið- ur Árnadóttir, f. 5.8. 1972, og Freydís Helga Ámadótt- ir, f. 17.5. 1978; Egill Arinbjörn, f. 18.5. 1958, kvæntur Dagbjörtu Sigriði Bjarnadóttur, f. 22.5. 1958, og eru dætur þeirra Halldóra, f. 20.11. 1991, Helga Guörún, f. 25.9. 1995, og Margrét Hildur, f. 7.7. 1998, sonur Dag- bjartar er Bjami Jónsson, f. 15.11. 1977. Freysteinn átti átta systkini sem öll eru látin. Foreldrar Freysteins voru Jón Kristjánsson og Guð- rún Stefánsdóttir en þau bjuggu í Mývatnssveit. Höfubstafir - Við höldum okkur enn við kosningarnar. Fyrir nokkru birti ég vísu eftir Einar Kolbeinsson þar sem hann hallar nokkuð á Framsóknarflokkinn. Seinna barst mér eftirfarandi svar: t Viðskiptabladinu Viðskiptablaðið faer háa einkunn fyrir traust og áreiðanleika Samkvæmt skoðanakönnun IBM fer Viðskiptablaðið háa einkunn fyrir traust og áreiðanleika hjá lesendum sínum* og þrír af hverjum fjórum lesendum telja að blaðið komi þeim að gagni í starfi. * 92% \tsmdn trcyslafréUaJlutniníji blaösins og gefa jní cinkunnina 7,74 aj 10 möguUgum fyrir árciöanUika samkvaml skoöanakönnun IBM í mars 2003. O jardar eru undir vatni fyrirtækja á Islandi ■ gg m • 1 flll FTí] Ýmsir stunda yngingar og aörar tálar beitur. En í faðmi framsóknar finnst mér sœlureitur. Höfundur er Bjarni Marinó. Bjarni Jónsson frá Gröf í Víðidal, úrsmiður á Ak- ureyri, orti einhverju sinni fyrir kosningar: Kosningarnar koma senn kurteisina aó bœta. Nú heilsa allir heldri menn hverjum sem þeir mœta. Úrslit kosninganna um síðustu helgi voru tvísýn og spennandi. En það hefur áður verið mjótt á mun- um í kosningum hér. Pétur Gunnarsson, Sjálfstæð- isflokki, og Halldór E. Sigurðsson, Framsóknar- flokki, voru í kjöri i Mýrasýslu 1956 og vann Hall- dór kosninguna með tveggja atkvæða meirihluta. Þá orti Auðunn Bragi: Otaöi Pétur íhaldshríslu ótt aö sínum kjósendum. Halldór maröi Mýrasýslu meöur tveimur atkvœöum. Nýlega varð nokkur umræða um niðurstöður úr einhverri athugun þar sem fram kom að fimmti hver karlmaður hefði beitt valdi í samskiptum við hitt kynið, að því er talið var. Um þetta orti Hjálm- ar Freysteinsson: Viska meö visu hverri vex meöan eyrun sperri. Sérhver og einn þó sé almennt hreinn er 20% perri. Mér hefur borist sérkennileg vísa. Við fyrstu sýn virðist hrynjandin vera röng en þegar betur er að gáð og áherslur settar á rétta staði fellur allt í ljúfa löð. Höfundur er Óttar Einarsson: Besta ráöið bœndanna bót í tilverunni Mjólkurbú Flóamanna er á traustum grunni. , Að lokum langar mig til að segja frá tíma- riti sem leit dagsins ljós í fyrsta sinn nú i vik- unni. Það heitir Són eftir einu af ílátum þeim sem skáldamjöðurinn var geymdur í forðum og ljallar um óðfræði. Þeir sem hafa áhuga geta pantað rit- ið hjá höfundi þáttarins. Helgi Zimsen sendi inn pöntun með eftirfarandi braghendum: Eintak vil ég endilega af þér fala, eftir Són hér ýmsir bíóa, á óðarfróöa vilja hlýöa. Svo er okkur bragsins blööin berast hröö inn nefjum þangaö gœgjum glöö inn, og gleöjum oss viö skáldamjööinn. Umsjón %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.