Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 py________________________________________________________ Útlönd Sími: 580 4000 • Myndsendir: 580 4099 • Netfang: skrifstofa@live.is Mohammed EIBaradei Yfirmaöur kjarnorkumála hjá SÞ er oröinn þreyttur á aö bíöa eftir svari. BBaradei bíöun em efflp svaphu að vestan Mohammed ElBaradeil, forstöðu- maður Alþjóða kjamorkumála- stofnunarinnar, lýsti í gær óá- nægju sinni með það að bandarísk stjómvöld skuli ekki enn hafa svarað beiðni hans um að vopna- eftirlitsmenn SÞ fái að snúa aftur til íraks til að ljúka verki sínu. ElBaradei sagði að eftirlitsmenn þyrftu að rannsaka sannleiksgildi fregna um víðtækt hnupl í kjarn- orkuverum og hugsanleg veikindi meðal almennings af völdum geislavirkra efna. Mánuður er liðinn síðan ElBara- dei sendi beiðni til bandaríska ut- anríkisráðuneytisins en hann hef- ur ekkert heyrt. Rafopkudreiflngin í Færeyjum í hættu Hætta er talin á að raforku- dreifmg í Færeyjum stöðvist í byijun næsta mánaðar verði ekki búið að leysa víðtækt verkfall sem hefur verið á almennum vinnumarkaði. Vélstjórar sem starfa hjá fær- eysku rafveitunni hafa boðað til verkfalls í byrjun júní verði þeim ekki greidd laun samkvæmt samningi sem þeir hafa gert við yfirstjórn rafveitunnar. Komi til verkfalls vélstjóranna gæti það leitt til straumrofs á eyjunum. Karsten Hansen, fjármálaráð- herra Færeyja, neitar að viður- kenna samninginn þar sem hon- um finnst vélstjórar fá of mikið. Ársfundur Lífeyrissjóðs verziunarmanna verður haldinn mánudaginn 19. maí 2003 kl. 17 í Gullteigi á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Önnur mál. Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík 20. apríl 2003 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Minnst 41 fórust í 5 sprengjutilræðum í Casablanca í Marokkó seint á föstudagskvöld: Yfirvöld í Marokkó haf a borið kennsl á tilræðismenmna Ríkisstjórn Marokkó gaf það út í gær að hún hafði borið kennsl á 8 af þeim tilræðismönnum sem létu til skarar skríða í sprengjuárásum föstudagskvöldsins. Dómsmálaráð- herrann Mohammed Bouzoubaa sagði við þarlendri sjónvarpsstöö að yfirvöld höföu fengið „nöfn, fjöl- skyldur og tengsl" mannanna hjá samstarfsmanni þeirra sem ekki lét lifið í sprengjutilræðinu. Hann bætti því við að yfirvöld vissu enn ekki hverjir hinir heföu verið. Bouzoubaa sagði að tilræðismenn- imir heföu verið marokkóskir ríkis- borgarar sem heföu komið erlendis frá fyrir „mörgum árum“. 30 manns voru handteknir víðs vegar um borg- ina um helgina í tengslum við tilræð- iö. Minnst 41 lést í sprengingunum 5 sem urðu á innan við 30 mínútum seint á föstudagskvöldið. Um 100 manns slösuðust. Skotmörkin fimm Spænskur útiveitlngastaður í Casablanca Spænski veitingastaöurinn kom hvaö verst út í sprengjutilræöum föstudagskvölds- ins. Grunlausir gestir snæddu veitingar og spiiuöu bingó í mestu makindum. voru félagsmiðstöð gyðinga, tveir veit- ingastaðir, annar spænskur og hinn í eigu gyðinga, hótel í eigu Kúvæt-búa og belgísk ræðismannsskrifstofa. Árásin þykir keimlík þeirri í Ri- yadh í Sádí-Arabíu sem var gerð að- eins 4 dögum áður og bárust böndin þá að hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens. Þar létust 34 manns. Ekki er talið ólíklegt að þeir sem skipulögðu tilræðið tilheyri norður- afrískri hryðjuverkasellu sem teng- ist al-Q.aeda. Þó var litið á hópinn sem grunaður er um verknaðinn sem götugengi þar til á föstudag en margir þeirra eru yfirlýstir stuðn- ingsmenn bin Ladens. Bandaríkjamenn og önnur vestræn ríki höfðu mörg hver varað við annarri árás í Miðaustur- löndum og Afríku í síðustu viku en þó kom árásin f Casablanca nokkuð á óvart þar sem það hafði ekki verið talið mikið hættusvæði. Indónesíuher ræðst gegn uppreisnarmönnum í Aceh Indónesíski herinn réðst í morgun til atlögu gegn uppreisnarmönnum í Aceh-héraði, aðeins nokkrum klukkustund- um eftir að forseti lands- ins setti herlög á héraðið. Herinn skaut flugskeyt- um á stöðvar uppreisnar- manna og sendi fjölda fallhlífarhermanna til héraðsins. Reykur sást stíga til himins frá hæðum í ná- grenni flugvallar héraðs- höfuðborgarinnar Banda Aceh eftir að tvær orrustuþotur steyptu sér þar niður. Megawati Sukarnoputri gaf Komlnn á staðlnn Yfirmaöur indó- nesíska hersins kominn til Aceh. grænt ljós á hernaðarað- gerðirnar skömmu eftir miðnætti á sunnudag eftir að friðarviðræður í Tokyo, höfuðborg Japans, runnu út í sandinn. Frið- arsamningur sem fjórar milljónir íbúa héraðsins höfðu fagnað á sínum tíma var að engu orðinn. Aðgerðir indónesiska hersins nú eru hinar um- fangsmestu frá því ráðist var inn í Austur-Tímor ár- ið 1975. Yfirmaður hersins sagði að markmið aðgerð- anna væri að uppræta allar vopn- aðar sveitir uppreisnarmanna í héraðinu. REUTERSMYND Mannskæð flóð á Sri Lanka Taiiö er aö tvö hundruö manns aö minnsta kosti hafi farist í gífuriegum flóö- um á Sri Lanka eftir úrhellisrigningar þar síöustu daga. Jafnmargra er sakn- aö. Þessi mynd var tekinn í bænum Ratnapura í gær þar sem bátar voru einu farartækin sem hægt var aö nota til aö komast leiöar sinnar. Stjornarflokkarnir í Belgíu héldu velli Fátt bendir til annars en að Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, myndi aðra stjóm Frjáls- lynda flokksins og Sósí- alistaflokksins eftir að þeir héldu velli í þing- kosningunum í gær. Öfgahægriflokkurinn Vlaams Blok, sem hefúr andstöðu við innflytjendur á stefnuskrá sinni, sótti mjög á og fékk fleiri at- kvæði en nokkru sinni fyrr. Engar líkur eru þó á því að flæmska blokkin komist í stjóm þar sem allir hefðbundnu flokk- amir neita að semja við hana. Vel- gengni flokksins er hins vegar til merkis um spennuna sem ríkir í Guy Verhofstadt Reynir stjórnar- myndun í Belgíu. Belgíu, meðal annars vegna mikils straums innflytjenda frá Norður- Afríku og fleiri afbrota. Frjálslyndir og sósí- alistar fengu hreinan þingmeirihluta í bæði Flandri, þar sem hol- lenska er töjuð, og Wallóníu, þar sem íbú- amir tala frönsku. Græn- ingjar sem hafa verið með þeim í stjórn fengu hins vegar herfilega útreið. Annars bar það til tíðinda í kosningunum að fólk úr konungs- fjölskyldunni þurfti að bíða all- lengi eftir að geta greitt atkvæði vegna bilunar sem kom upp í tölvu í kjördeild þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.