Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 DV Fréttir DV-MYND GVA Vorið og folaldiö Voriö góöa hefurglætt lífiö í landinu, jafnt meöal manna og málleysingja. Nýfædd og fjörug folöldin spetta úr spori í túnunum en eiga sér samt sem áöur alltafskjól í hátsakoti móöur sinnar, eins og Ijósmyndari DV fangaöi á vél sína. Kópavogsbær dæmdur til aö greiða samkynhneigðum manni miskabætur: Spurningin um kynhneigö ekki lögmætum tilgangi þjónaði Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Kópavogsbæ til að greiða manni 300 þúsund krónur í miska- bætur. Maðurinn hafði ásamt tólf öðrum sótt um tilsjónarstarf á sam- býli fyrir unglingsdrengi. Tekið var fram að ekki væru gerðar kröfur um sérstaka menntun en að reynsla af vinnu með unglingum væri æskileg. Maðurinn hafði tölu- verða reynslu af vinnu með ung- lingum og hafði sérmenntun frá Danmörku í rekstri sambýla fyrir ungmenni með félagsleg vandamál. Maðurinn var síðan ásamt tveimur öðrum umsækjendum beðinn um aö koma í frekara viðtal hjá félags- málastjóra. Hann bar íyrir dómi að í viðtalinu hefði hann verið spurð- ur að því hvort rétt væri að hann væri samkynhneigður. Sagði hann að viðtaliö hefði síðan ekki snúist um annað en kynhneigð sína þrátt fyrir tilraunir hans til að beina um- ræðunni yfir á faglegar brautir. Annar umsækjandi, sem var tví- kynhneigður, bar svipaða sögu fyr- ir dómi. Hann sagði að eftir að hann heföi svarað spumingunni um kynhneigð sína og sagt aö hann ætti kærasta hefði viðtalið fariö út um þúfur. Þriðji umsækjandinn, sem var gagnkynhneigður, fékk siðan starfið. Félagsmálastjórinn bar fyrir dómi að kynhnéigð manna skipti engu máli við ráðningu í störf hjá félags- þjónustunni en að í þessu tilviki hefði hins vegar verið um sérstakt úrræði að ræða, meðal annars vegna þeirra unglingsdrengja, sem ættu að búa á sambýlinu. Sökum þessa hefði skipt máli að fá upp á yfirborðið hver kynhneigð umsækjenda væri, enda væri starf umsjónarmannsins sér- staks eðlis og því nauðsynlegt og eðli- legt að fá þetta atriði strax fram og að það mætti ræða á opinskáan hátt, bæði með tilliti til komandi sam- starfs við félagsþjónustuna og vegna hagsmuna viðkomandi drengja og foreldra þeirra. í niðurstöðu dómsins segir að framangreind ummæli og sjónarmið feli í sér fordóma í garð samkyn- hneigðra, þ.e. að velja þurfti umsækj- anda úr hópi þriggja manna sem lík- legastur væri til að uppfylla hug- myndir Kópavogsbæjar um árekstra- laust samstarf við unglingana, for- eldra þeirra og félagsþjónustuna. Með því einu að spyrja umsækjend- urna um kynhneigð þeirra í umrædd- um starfsviðtölum verði vart ályktað á annan veg en að sjónarmið um kyn- hneigð hafi haft töluvert vægi við val á umsjónarmanni í umrædda stöðu. Sá umsækjandi, sem varð fyrir val- inu, sé gagnkynhneigður og skipti spuming um kynhneigð hann því minna máli en í tilviki mannsins sem sé samkynhneigður. Það er því álit dómsins að stefnandi hafi ekki notið jafnrar stöðu á við þann er fékk starf- ið og að með því hafi Kópavogsbær brotið gegn jafnræðisreglu 11. gr. stjómsýslulaga. Spumingin um kyn- hneigð þjónaði ekki lögmætum til- gangi í starfsviðtalinu og var til þess fallin að vekja með honum þá hug- mynd að hann væri vegna kyn- hneigðar sinnar óæskilegri starfs- kraftur en ella. Með því einu að gera kynhneigð að umræðuefni í viðtalinu framdi félagsþjónustan ólögmæta meingerð gegn persónu mannsins og þótti hann þvi eiga rétt til miskabóta. -EKÁ Stuttar fréttir Slæmar fregnir Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir á Vogi, segir það slæm tíðindi að verð á e-pillum fari stöðugt lækkandi. Verðið hefur ekki verið lægra í þrjú ár. Meirihluti neytenda er komungt fólk. Gagnrýnir Kjaradóm Starfsgreinasambandið gagnrýnir Kjaradóm harðlega vegna hækkana launa hjá æðstu embættismönnum og þingmönnum. Varað við svikurum Óprúttnir menn munu hafa safn- að fé í nafni Hjartavemdar en sam- tökin standa ekki í fjáröflun um þessar mundir. Munu mennimir hafa framið verknaðinn til þess að ná í kreditkortanúmer fólks. Lög- reglu í Reykjavík hafa jafnframt borist fregnir um falska fjáröflun fyrir Geðhjálp og Samhjálp. Fólk er beðið að vera á varðbergi. Nýr formaður Elsa Friðfinns- dóttir hefur verið kjörin formaður Fé- lags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Frá- farandi formaður er Herdís Sveinsdóttir. Elsa hefur verið aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar heilbrigöisráðherra frá því hann tók viö ráðuneytinu. Verðbólguþrýstingur Greiningardeild íslandsbanak spáir meiri verðbólguþrýstingi á næstu misserum en spá Seðlabanka gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í Morgunkomi íslandsbanka. Haldið til haga Vegna misskilnings var rangt haft eftir Guðmundi Árna Stefánssyni í blaðinu síðastliðinn fimmtudag. Rétt ummæli eru að hann hafi stundum sagt það í kaldhæðni „aö Samlýlkingin hefði Stypmin stopkup varð fapveikup Storkurinn Styrmir var fárveik- ur i gærdag og barðist fyrir lífi sinu. Starfsfólk Húsdýragarðsins hefur vakað yfir fuglinum og dýra- læknir annast um hann og reynt að bjarga lífi hans. í gærkvöldi tók Styrmir skyndilega að hressast og létti fólki mjög. „Þegar ég fór frá honum klukkan eitt í nótt var hann búinn að ná sér vel á strik, farinn að reyna að veiða mýs en fram eftir degi leit þetta afar illa út,“ sagði Tómas Guðjónsson, for- stöðumaður Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins, í morgun. „Líkurnar á að storkinum verði bjargað hafa auk- ist,“ sagði Tómas í morgun. „Það er ekki vitað nákvæmlega hvað hrjáir storkinn. Það er spurn- ing hvort þetta getur verið eitthvað sem kringumstæður valda í landi þar sem storkar þrífast illa,“ sagði Jakobína Sigvaldadóttir, dýralækn- ir hjá Dýralæknastofunni. Eins og fram hefur komið í DV hefur staðið til að flytja fuglinn á suðlægari slóðir á næstunni. „Það virðist ekki vera sýking í storkinum en hann er horaður og við reynum að hressa hann við með vítamínum og reynum að fóðra hann. Hann hefur lifað á ein- hæfu fóðri, helst ekkert viljað éta annað en loðnu, þótt reynt hafi ver- ið að gefa honum fjölbreyttara fæði,“ sagði Jakobína. -JBP Storkurinn Styrmir Eftir aö þrauka léttan vetur hefur hann horast og er alvarlega veikur. Einkareknir grunnskólar: Aukið á óvissuna Fullrúar Sjálfstæðisflokks í fræösluráði Reykjavikurborgar gagnrýndu harðlega á fundi ráðsins í gær að ekki skyldi lögð fram til- laga um fjárframlag til einkarekinna grunnskóla í Reykjavík. Slík vinnu- brögð væru einungis til þess fallin að „auka enn á óvissu foreldra, nem- enda, skólastjómenda og annars starfsfólks skólanna“, eins og segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Þeir lögðu jafnframt til að Reykja- víkurborg samþykkti að greiða sam- bærilegt fjármagn með hverjum reykvískum nemanda óháð því hvort hann gengur í einkarekinn skóla eða borgarrekinn. í svari Stefáns Jóns Hafsteins, for- manns fræðsluráðs, kemur m.a. fram aö að næsta reglulega fundi fræðsluráðs verði kynntar tillögur meirihlutans I málinu. -JSS kannski allt of mikinn tíma til að velta fýrir sér forystumálunum og öðrum innri málum, ef hún fær það hlutverk að vera í stjómarandstöðu.“ Beðist er velvirðingar á mistökunum. Merking breyttist Villa var í grein Björgvins Guð- mundssonar, Mikiö misrétti í þjóðfé- laginu, í gær. Orð féll niður í upphafi greinarinnar svo merking breyttist. Rétt er upphafið á þessa leið: Núver- andi valdhafar í landinu, Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn, segjast hafa stjómað landinu vel. Þeir segja efnahagsmálin og fjármálin í góðu lagi. Þar hefúr vissulega miðaö í rétta átt. En vandinn liggur EKKI fyrst og fremst þar. Vandinn liggur í misskiptingunni í þjóðfélaginu...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.