Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. MAI 2003 DV Fréttir ViS veitum 15% afslátt af System Professional hárvörum frá Wella á vordögum. TilboSið gildir til 23 maí. Þönglabakki 1 1 09-Reykjavík Sími-557 4600 Birgitta Haukdal Fyrsta sviðs'æfingin gekk mjög vel í gær og tók. Birgitta lagiö fjórum sinnum. Birgitta prófaöi sviöiö í Riga í fyrsta sinn í gær: Heillaði erlenda blaða- menn upp úr skónum Birgitta Haukdal og liðsmenn henn- ar stigu fyrst á svið í hinni glæsilegu Skonto-höll í Riga í Lettlandi í gær. Þetta var fyrsta æfrng söngkonunnar og flutti Birgitta lagið fjórum sinnum. Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar, talsmanns hópsins, gekk æfingin í alla staði vel. Birgitta var ekki í keppnis- búningi sínum enda er honum enn haldið leyndum. Selma Bjömsdóttir er væntanleg til Riga á morgun og þá verða danspor og hreyfmgar á sviði finpússuð. Aö lokinni æfingu hélt Birgitta blaðamannafund og mættu um eitt hundrað áhugasamir blaðamenn. Gísli Marteinn segir þá hafa verið mjög áhugasama; þeir spurðu m.a. um írafár og Húsavík auk þess sem menn voru forvitnir um hlutverk Birgittu í Grease. „Birgitta heillaði blaðamenn upp úr skónum. Hún svaraði öllum spurning- um þeirra skilmerkilega. Síðan tók hún Abba-lagið Waterloo við mikinn fógnuð og svo brot úr Open Your He- art. Þetta virkaði vel á menn,“ segir Gísli. Guðjón vill sljóra- stól flston Villa - fullviss aö hann geti gert góða hluti hjá félaginu Guðjón Þórðarson hefur lýst yfir áhuga sínum á því að taka við starfi knatt- spyrnustjóra hjá Aston Villa en stað- an er laus eftir að Graham Taylor hætti i síðustu viku. Guðjón, sem hefur verið án vinnu síðan í maí á síðasta ári, sagði í samtali við opinbert vefsvæði Aston Villa í gær að hann væri fullviss um að hann myndi valda starfinu. Guöjón Þóröarson Hef sannað mig „Ég hef sannað mig sem knatt- spyrnustjóri í neðri deildunum í Englandi en það hafa mjög fáir er- lendir knattspymustjórar gert. Hver sá sem lítur á árangur minn sem þjálfara sér hvers ég er megnugur. Doug Ellis [stjórnarformaður Aston Villa] er sérstakur maöur - hann þekkir hæffleika þegar hann sér þá og hann er ekki hræddur við að gefa góðum þjálfara tækifæri." Verst allra frétta Guðjón Þórðarson varðist allra frétta þegar DV-Sport náði tali af honum í gær. Hann sagði að ótíma- bært væri að ræða frekar um málið á þessu stigi og að hann hefði litlu við það að bæta sem nú þegar hefði komið fram í breskum fjölmiðlum. Einkennileg orð hjá Guðjóni því hann læt dæluna ganga i viðtali við Arnar Bjömsson á sjónvarpsstöð- inni Sýn í gærkvöld og talaði fjálg- lega um fund sinn með Doug Ellis, stjórnarformanni Aston Villa, í gær- morgun þar sem hann sagði að þeir hefðu átt opið og einlægt spjall um viðkvæm mál og að hann hefði lagt inn formlega umsókn um knattspyrnu- stjórastöðuna hjá Aston Villa. Segja ekkert Phil Mepham, fjöl- miðlafulltrúi Aston Villa, sagði í samtali við DV-Sport í gær að hann vildi ekki tjá sig um möguleikana á því að Guðjón Þórö- arson yrði næsti stjóri liðsins. „Það er stefha okk- ar að segja ekkert um þá menn sem geta komið til greina í starfið. Fjölmiðlar hér úti hafa velt sér upp úr Guðjóni Þórðarsyni sem mögulegum eftir- manni Grahams Taylors en annað er það ekki. Ég þekki manninn, meira get ég ekki sagt,“ sagði Mepham. Guðjón ekki nefndur Guðjón er þó ekki einn af þeim sem talinn er líklegur til að hreppa starflð á vefsvæði BBC. Þar er Dav- id Platt, þjálfari enska U-21 árs landsliðsins, efstur á blaði en danski markvörðurinn Peter Schmeichel, David O’Leary, fyrrum knattspymu- stjóri Leeds, George Burley, fyrrum knattspyrnustjóri Ipswich og tíma- bundin stjóri hjá Derby, Gary Meg- son, knattspymustjóri West Brom, Alan Curbishley, knattspymustjóri Charlton og Paul Hart, knattspymu- stjóri Nottingham Forest, hafa einnig verið nefndir til sögunnar. O’Leary og Burley hafa báðir lýst yfir áhuga á því að taka við knatt- spyrnustjórastöðunni hjá Aston Villa en auk þess hefur Micky Ad- ams, knattspyrnustjóri Leicester, sagst vera tilbúinn að hlusta á öll til- boð. -ósk/HBG Að loknum blaðamannafundi vora Birgitta og félagar ljósmynduð í bak og fyrir af erlendu pressunni. Hópurinn sótti veislu borgarstjóra Riga í gærkvöld en hann kvað vera hæstánægður með að keppnin skuli haldin í Riga. Birgitta og félagar eiga frí í dag og er næsta æfing í höllinni á morgun. Birgittu er annars spáð góðu gengi í keppninni eða 4. til 5. sæti ef marka má helstu veðbankana. Rúss- nesku stúlkurnar í TaTu þykja sigur- stranglegar og sömuleiðis er spænska laginu spáð velgengni. -aþ Leigðu fjórar vídeóspóiur og keyptu fjórar Coke flöskur í Bónusvídeó - og þó fœrðu miða ð Sumardjamm Coca Cola, Bónusvídeó og FM957 Stafrænar myndavélar fagmanna eru líka fyrir áhugafólk... á öllum aldri! Nikon stafrænar myndavélar frákr. 27.900.- COOIPIX 3100 handhæg stafræn myndavél með 3,2 mllljón punkta upplausn* 3x optical zoom 38 -115mm linsa • 14 forstállingar • 16 mb minniskort • Hleðsluraftilaða og hleöslutæki • Hreyfimyndataka • USB tengisnúra og myndafomt _______*Staerð:8,7x6.5x3.8sm *þyngd: 150gr Nánari upplýsingar um Nlkon og Olympus myndavélar ð www.ormsson.is Nikon COOLPIX 3100 Verð kc 47.900.- BRÆÐURNIR ORMSSON LAGMULA 8 • SlMI 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.