Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003___________________________________________________ DV Ferðir upp og niður Kurfurstendamm en þar er finna aragrúa smárra og stórra verslana. Verslunar- húsiö Ka De We er perlan í þessu safni. Það er raunar stærsta verslunarhús landsins og þangað' koma að jafnaði um 80 þúsund manns á dag; meirihlutinn heimamenn. Ekki er hægt að skilja við Ka De We án þess að minnast á veitingahúsahæðina og matarhæðina. Hægt er að velja úr aragrúa veitingastaða í hádeginu og njóta síðan stórkost- legs útsýnis yfir alla borg. Á hæðinni fyrir neðan eru svo mat- arverslanimar en þar kvað vera eitt mesta úrval af mat á byggðu bóli; þar af mn 400 tegundir af brauði, 1300 tegundir af osti og 1200 tegundir af skinku, svo eitt- hvað sé nefnt. Kjarnorkubyrgi Söguáhugamenn fá heilmikið fyrir sinn snúð í Berlín en þar eru alls 170 söfn - fleiri en rign- ingardagarnir á ári hverju. Hóp- urinn heimsótti eitt af nýlegri Náðugir dagar Hjólin standa í rööum en samgöngukerfi Berlínar er í alla staöi gott. Auk strætisvagna og sporvagna býr borgin yfír mjög fullkomnu neöanjaröarkerfí sem auövelt er aö læra á. Menningin blómstar líka í borginni og á hverjum tíma er hægt að velja úr hvorki meira né minna en 1500 list- og menning- arviðburðum. Leikhúsin í borg- inni eru ekki nema 134 talsins. Af nógu aö taka Brandenburgarhliðið, ráðhús- ið, Charlottenburgarhöll og gyð- ingahverfið eru meðal þeirra staða sem laða að flesta ferða- menn. Allt eru þetta heiUandi staðir sem gaman er að heim- sækja. Þá er borgarhlutinn Kreuzberg áhugaverður enda svo ólíkur öðrum stöðum í borginni. Það er gaman að rölta um Kreuz- berg og virða fjölskrúðugt mann- lífið fyrir sér. Tyrkir eru stór hluti íbúanna á þessu svæði og víða eru skilti og matseðlar á tyrknesku. Upplýsingar um Berlín er til dæmis að ftnna á slóðinni; www.berlin.de á Net- inu. Það er af nógu að taka í Berlín og hægt að verja löngum dögum í allra handa skoðunarferðir. Það er svo ótrúlega margt að skoða og gera að fáeinir dagar duga skammt - enda borgin kvödd með þeim orðum að hún verði örugglega heimsótt aftur. -aþ Tónlistarhús Berlínar Glæsileg bygging sem stendur viö Gendarmenmarkt. í sumar má sjá kvikmyndageröarmenn á torginu sem vinna aö kvikmyndinni Umhverfís jöröina á áttatíu dögum eftirJules Verne. Stórbrotinn ráðstefnusalur Þennan ráöstefnusal er aö fínna í banka nokkrum sem stendur viö hliö Brandenburgarhliösins. Arkitektinn, Frank O. Ghery, fékk frjálsar hendur viö hönnun hússins og hefur aö eigin sögn sjaldan tekist betur upp. söfnum borgarinnar; The Story of Berlin, sem er göngufæri við Concept-hótelið. Stórskemmti- legt safh þar sem gestir fá sögu borgarinnar beint í æð - með tölvumyndum og hljóðsetning- um. Gott er að gefa sér góðan tíma í safninu því það er mikið af vöxtum. Rúsínan í pylsunend- anum er svo í lok göngunnar um safnið en þá er hægt að skoða kjamorkubyrgi neðanjarðar. Byrgið er ætlað 15 þúsund manns og standa kojumar til- búnar í fimm hæðum. Um þrjá- tíu slík byrgi munu vera í Berlín og er þeim öllum haldið gang- andi enn í dag. Raf- og vatnsveita er til taks ásamt dósamat fyrir 15 þúsund manns og allt á þetta að endast í fjórtán daga. Sannarlega óhugnanlegar vistarverur en vel skoðunar virði. A siglingu um síkln Síkin f Berlín eru alls um 180 kílómetrar og brýrnar 1700 talsins og töluvert fleiri en í Feneyjum. Ihættum AÐREYKJA HVATNINGAR- ÁTAK UMFÍ Taktu þátt í samkeppni um slagoro g’egn reykingum Slagoröasamkeppnin er opin öllum landsmönnum á hvaöa aldri sem er. Vegleg verölaun tengd íþróttum, útivist og ferðalög- um veröa veitt. Sendiö slagoröin til: Þjónustumiöstöö UMFÍ, FeHsmúla 26, 108 Reykjavík merkt: SLAGORÐASAMKEPPNI fyrir 25. maí. Útslit veröa kynnt á reyklausum degi 31. maí. Leggðu inn á Reyklausan reikning til að fá geisla- plötuna HÆTTUM AÐ REYKJA! Leggöu kr. ÍOOO inn á Reyklausan reikning í banka eða sparisjóði og þú færð eintak sent um hæl: SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047 SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428 íslanqlsbanki (aðalbanki) nr. 160379 Landsbanki (aðalbanki) nr. 283408 Búnaöarbanki (aðalbanki) nr. 120552 Mundu að láta nafn þitt og heimilisfang koma skýrt fram þegar þú leggur inn á Reyklausan reikning. REYKLAUS REIKNINGUR HVATNINGAR* 0SU ÁTAKUMFÍ hf, Geisladiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er einnig hægt aö fá í Þjónustumiöstöð UMFÍ, Fellsmúia 26,108 Reykjavík, s. 568 2929. Diskurinn kostar 1.000 kr. Helldarverðm»tl vlnninga í hvatningarátaki UMFÍ er kr. 750.000. Nöfn vinningshafa veröa birt f DV á reyklausum degi 31. mai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.