Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 15
15 Myndlíst þenkjandi listmálarar hafa alla tíð staðið frammi fyrir og munu ævinlega standa frammi fyrir svo lengi sem myndir eru málaðar á striga. Plöntufræöileg nákvæmni Upprunalegt markmið Eggerts var það sem kalla mætti „plöntu- fræðileg nákvæmni", það er trún- aður við útlit jarðargróðursins. Þar er hann auðvitað á heima- velli, hafandi myndskreytt heila bók um íslenskar plöntur (Flóra íslands, Iðunn, 1983). En miðað við þær nákvæmniskröfur sem Eggert gerði til sjálfs sín og líf- tíma gróðursins sem hann hugð- ist mála varð honum ljóst að málningarvinna hans gat aldrei verið annað en blekkingarleikur. Nostursamlegt málverk af lifandi grösum eða hrörnandi skófum á grýttum mel, ljósmynduðum til úrvinnslu, verður aldrei annað en veik enduróman viðfangsefnisins. Cézanne, annar nákvæmnismað- ur, gafst á endanum upp á að mála ávexti vegna þess að þeir spilltust meðan hann barðist við að koma til skila þeim tilfmning- um - „petits sensations" - sem sóttu á hann meðan hann gaum- gæfði þá. Það var ekki síst þess vegna sem hann leiddist út í að mála huglæga samsvörun hins ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 DV Ósögð saga Bandarískir fjölmiðlar hafa gert mikið úr þeirri frétt að tveggja vikna gamalt skáldverk eftir alveg óþekkta unga konu af kúbönskum og írskum ættum hafi strax kom- ist á metsölulista New York Times og nú verið selt kvikmyndafyrir- tæki Jennifer Lopez. Rithöfundur- inn heitir Alisa Valdes-Rodriguez og í bók sinni, The Dirty Girls’ Social Club (Saumaklúbbur ljótu stelpnanna), lýsir hún lífi nokk- urra stúlkna sem - eins og hún - hafa suðrænt blóð í æðum. Þó að 12% Bandaríkjamanna (yfir 32 milljónir þeirra) séu af spönsku bergi brotin er furðu sjaldgæft að bækur séu skrifaðar um þá. Alisa Valdes-Rodriguez er 34 ára djasssaxófónleikari í bænum Albuquerque í Bandaríkjunum, gift og á eitt barn. „Mig langaði bara til að skrifa bókina sem ég var alltaf að leita að en fann aldrei,“ segir hún. Hún vill sýna fram á að það sem skipti máli sé hvaö við séum sjálf en ekki hvern- ig við séum að bakgrunni, það er að segja hver trú okkar er, húðlit- ur, stjórnmálaskoðanir, kyn- hneigö, tungumál eða þjóðerni. Raunin varð sú að fólk af öllu tagi vildi lesa þessa bók um sex ungar og kraftmiklar konur af spænsk- um eða suður-amerískum ættum. Efnið er vinskapur þeirra, starfs- frami og ástarlif. Með markvissri og fjölþættri persónusköpun þeirra vill Alisa ráðast að stöðluð- um myndum spænskættaðra kvenna í amerískum bókmenntum og bíómyndum þar sem þær eru annaðhvort sýndar sem kynþokka- fullar dívur eða auðmjúkar og kirkjuræknar stúlkur með talna- bandið milli flngranna. Alisa hefur verið að skrifa síð- an á barnsaldri og skáldsöguna setti hún saman á skömmum tíma úr ýmsum handritabrotum. Henni finnast móttökurnar aldeilis ævin- týralegar, einkum þykir henni gott að fólk allt frá unglingsaldri og upp í áttrætt skuli hafa gaman af bókinni. En ekki ætlar hún að koma nálægt kvikmyndahandrit- inu. „Vinur minn ráðlagði mér að hiröa peningana og hlaupa burt,“ segir hún, „af því að útkoman verði aldrei eins og þú sást hana fyrir þér.“ Næsta bók Alisu er um 22 ára stúlku sem leikur djass á saxófón og leitar uppi 89 ára gamla goð- sögn meðal djassleikara til að læra af honum. Sumaropnun Sjóminjasafnsins Sjóminjasafnið Vesturgötu 8 í Hafnarfirði er opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 15. september. Þetta er sérsafn á sviði fiskveiða, siglinga og sjómennsku með að- setur í Bryde-pakkhúsi sem reist var um 1865 fyrir Knudtzons- verslun, eitt helsta verslunarfyr- irtæki hér á landi á 19. öld, og endurbyggt til að hýsa sjóminja- safn. Hlutverk safnsins er að safna, skrásetja, varðveita og rannsaka sjóminjar í víðasta skilningi og kynna þær fyrir almenningi og nemendum í samstarfi við skóla og fræðsluyfirvöld. Þar eru sýnd- ir gamlir árabátar, veiðarfæri, áhöld, myndir, líkön og annað sem tengist sögu sjósóknar og siglinga íslendinga, fiskveiðum og strandmenningu. Sameiginleg- ur afsláttarmiði er að Sjóminja- safninu og sýningum Byggða- safns Hafnarfjarðar í Sívertsens- húsi, Smiðjunni og Siggubæ. Umsjön: Silja A&alsteinsdóttir silja@jdv.is Meö luktum augum Ut er komin Ijóðabókin Með lukt- um augum eftir Jónínu Hallgríms- dóttur. Hún fæddist á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð 1922 en bjó lengst af á Hraunum í Fljótum og Gauksmýri í Línakradal. Nú er hún búsett á Hvammstanga. Jónína fór ung að yrkja vísur og kvæði. Þegar aim- ríki daganna náði yfirhöndinni á stóru sveitaheimili varð skáldskapurinn út undan um hríð en þegar hægðist um fóru ljóðin að sækja á, eitt þeirra var jafnvel á náttborð- inu hennar þegar hún vaknaði að morgni. Jónína fluttist að austan rúmlega tvítug en þangað fljúga ljóðin iðulega með hana. Hún yrkir um bemsku sína og bernskuumhverfi, náttúru Jökulsárhlíðarinnar og fólkið sem næst henni stóð. Má segja að fortíðin ryðji sér til rúms í þessum ljóðum, eins og í Glæöum: Eggert Pétursson við eina af myndum sínum á sýningunni List Eggerts, meö sínum nákvæmu útlistunum á smáatriöum, stendur föstum fótum í málaralist fyrri alda. Ég lifl í huganum liörnr stundir, sem löngu eru horfnar á braut. Sé ég margt er sárt var og biturt, svo þaö allt er ég naut. Lífsins blóm eru löngu fölnuð, leiöin er grýtt og hál. En sólnœtur liönar í sál minni geymast og seiöa fram kulnaö bál. Liljur vallarins Sýning Eggerts stendur til 28. júní. i8 DV-MYND ÞÖK er °Piö fim- °S fÖS- kl' 11-18 °g iaug- I minnsta galleríi landsins Undir stiganum í i8 sýnir Elín Helena Evertsdóttir. kl. 13-17. Nokkrir listamenn eru svo lánsamir að detta niður á hugðar- efni sitt snemma á ferlinum og fá síðan ráðrúm til að rækta það ótruflaðir í áranna rás. Eggert Pétursson, sem nú sýnir verk sín í i8 við Klapparstíg, er tvímæla- laust einn þessara lukkunnar pamfila. Á árum áður var Eggert annar helmingur tvíeykisins Egg- erts & Ingólfs, sem iðkaði afskap- lega fíngerða teikningu undir merkjum hugmyndalistar. Teikn- ing þeirra félaga þróaðist síðan með ólíkúm hætti; Ingólfur Örn Arnarson færði sig smám saman að mörkum hins sýnilega en Egg- ert fór í hina áttina, batt trúss sitt við íslenska grasafræði og hefur til þessa byggt málaralist sína al- farið á henni. Sá sem ekki hefur staðið and- spænis ,jurtamyndum“ Eggerts kann að álykta að á tímum allra- handa stafrænnar tækni sé það allt að því fáfengileg iðja að mála stórar nærmyndir af liljum vall- arins. Vissulega fer ekki á milli mála að list Eggerts, með sínum nákvæmu útlistunum á smáatrið- um, stendur fostum fótum í mál- aralist fyrri alda, segjum frá hol- lenskum 17. aldar uppstillingum til myndanna sem Kjarval málaði af mosa og kjarri. Um leið kristallast í henni margháttaður vandi, tæknilegur og hugmyndalegur, sem raunsætt séða fremur en það sem hann sá, eins og frægt er orðið. Höfum því hugfast að þessi málverk Eggerts, sem við fyrstu sýn virðast vera ofur hlutlægar framlengingar á auðþekktum jarðargróðri, eru í raun jafnmikill - jafnvel meiri - tilbúningur og tjáningarríkar landslagsmyndir Ásgríms eða Jóns Stefánssonar. Ekkimálarar og erkimálarar Með gróðurinn sem viðmið og upphaf þarf Eggert aldrei að leita sér innblásturs. Hann velur sér ákveðnar jurtir, gróðurlendi og sjónarhorn, þetta er sá vefur sem myndir hans grundvallast á. En innan þessa vefjar eiga sér stað meðvitaðar og ómeðvitaðar breyt- ingar, bæði á jurtunum sjálfum og tengslum þeirra innbyrðis. Sums staðar birtast áður óþekkt jurtaafbrigði í málverkum lista- mannsins. Annars staðar renna litir jurtanna saman við jaðarliti og mynda nýtt litróf sem hvergi er til í þeirri náttúru sem stuðst er við. Sömuleiðis nemur augað þennan vef meö öðrum hætti en náttúruna fyrir fótum okkar. Okkur er fyrirmunað að einangra smáatriði og gaumgæfa þau, held- ur verða styrkur og dreifing litar- ins í myndunum til þess að beina sjónum okkar linnulaust að ein- hverju nýju, jaðranna á milli. Þessar myndir eru því eins konar „all-over“ afstraktmálverk í dul- argervi. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á málverkum Eggerts frá því hann sýndi á sama stað fyrir tveimur árum, enda ekki við því að búast af svo notinvirk- um listamanni. Þó hafa myndir hans stækkað, sem er auðvitað ávísun á frekari blekkingar, og litir hans eru orðnir enn laustengdari við fyrirmyndir sínar en áður. Gallerí i8 hefur verið duglegt að kynna verk nokkurra „ekkimálara" á erlend- um vettvangi. Það kæmi mér ekki á óvart þótt erkimálari eins og Eggert ætti eftir að vekja jafn- mikla athygli meðal útlendinga, fengi hann til þess svipaðan stuðning. Aðalsteinn Ingólfsson Einnig yrkir hún söguleg kvæði, náttúrustemningar, ástarljóð og trú- arljóð. Að mestu leyti eru ljóðin ort undir hefðbundnum brag en í nokkrum þeirra gerir hún tilraimir með frjálsari brag með góðum ár- angri. Aðfaraorð bókarinnar skrifar Silja Aðalsteinsdóttir. Bókaútgáfan Hrafnabjörg gefur bókina út og hún fæst í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, og Bókabúðinni Hlöð- um í Fellabæ. Áhugi á íslenskum Ijósmyndurum Hið viðamikla verk Ingu Láru Baldvins- dóttur, Ljósmyndarar á íslandi 1845-1945, sem kom út hjá JPV- útgáfu 2001 í sam- vinnu við Þjóðminja- safnið, hefur vakið athygli víða í Evr- ópu. í virtum erlend- um fagtímaritum hefur verið fjallað ítarlega um bókina, og segir m.a. í vorhefti History of Photography 2003: „Þessi áhrifamikla bók hefur ómetan- legt gildi fyrir sögu ljósmyndunar og skiptir auðvitað miklu að fá textann á ensku ... þetta er grundvallarrit, nauð- synlegt öllum sem láta sig skipta þekkingu á sögu ljósmyndunar." í danska tímaritinu Objektiv/Dansk Fotohistorisk Selskab 4/2003 er útliti bókarinnar, prentun og faglegum vinnubrögðum Ingu Láru ekki síður hrósað: „Þetta er spennandi lesning - sérstaklega vegna allra smáatriðanna sem varpa skýrara ljósi á myndirnar ... nákvæmt uppflettirit með vísunum til heimilda og ítarefnis á íslensku skapa bók þessari algjöra sérstöðu ... loksins hefur ísland eignast bók sem er hliðstæð því sem tíðkast á Norður- löndum." Bókinni var einnig vel tekið hér heima, til dæmis sagði Aðalsteinn Ingólfsson hér í DV: „Þessi bók Ingu Láru er tímamótaverk í sjónlistasögu okkar." Og í Sögu, tímariti Sögufé- lagsins, sagði Sumarliði ísleifsson að bókin væri „grundvallarrit um sögu ljósmyndunar, forsenda þess að unnt sé að stunda rannsóknir á þessu sviði." í bókinni er fjallað um sögu og þró- un ljósmyndunar á íslandi. Hana prýða hátt á fimmta hundrað ljós- myndir sem veita fágæta sýn á þjóð- ina og sögu hennar. Allar ljósmynd- irnar eru birtar óbreyttar og í upp- runalegum lit og margar hafa ekki birst áður á prenti. í bókinni er einnig ljósmyndaratal, orðalisti og ít- arleg heimildaskrá ásamt mynda- skrám og nafna- og atriðisorðaskrá. Að auki er megintextinn á ensku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.