Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 Rafpostur: dvsport@dv.is Framtn Hilmars óljós Það er enn ekki ljóst hvar handknatt- leiksmaðurinn Hilmar Þórlindsson leik- ur á næstu leiktíð. Tvö félög sem Hilm- ar hefur leikið með, spænska félagið Cangas og ítalska félagið Pallamo Secchia, sem áður hét Modena, hafa lýst yfir áhuga á að fá Hilmar í sínar raðir sem og ítalska félagið Prato sem lék um titilinn á Ítalíu í ár. Hilmar sagði við DV-Sport i gær að hans mál væru enn í lausu lofti og ver- ið væri að skoða alla möguleika en hann vonaðist til þess að fá botn í sín mál á næstu dögum. -HBG K A R L A R J Fylkir 1 Staóan: 1 0 0 3-1 3 KA 1 í 0 0 3-2 3 KR 1 í 0 0 2-1 3 Valur 1 í 0 0 2-1 3 FH 1 0 1 0 1-1 1 ÍA 1 0 1 0 1-1 1 tBV 1 0 0 1 2-3 0 Grindavfk 1 0 0 1 1-2 0 Þróttur 1 0 0 1 1-2 0 Fram 1 0 0 1 1-3 0 KNATTSPVRNAJ 3o ÐBDHB ÍR-Fjölnir .......................2-3 Óskar Alfreðsson, Gunnar R. Steinars- son - Pétur B. Jónsson 2, ívar Bjömsson Völsungur 1 Víðir 1 Fjölnir 1 KS 1 Selfoss 1 Sindri 1 ÍR 1 Léttir 1 KFS 1 Tindastóll 1 1 0 0 6-2 3 1 0 0 4-1 3 1 0 0 3-2 3 1 0 0 2-1 3 0 1 0 1-1 1 0 1 0 1-1 1 0 0 1 2-3 0 0 0 1 1-2 0 0 0 1 1-4 0 0 0 1 2-6 0 Ásgeir Elíasson: Ergilegt „Það var dálítið ergilegt að missa af stigi á lokasprettinum en við vorum að spila við verðandi íslandsmeistara og maður má aldrei slaka á klónni gegn KR,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, í leikslok. „Mér fannst við vera að leika undir getu. Mér fmnst mínir strákar eiga mikið inni. Það voru margir að spila sinn fyrsta leik og því átti maður kannski ekki von á að allir ættu toppleik. KR-ingar áttu kannski skilið að vinna leikinn ef við lít- um á hann í heild sinni. Hins veg- ar fannst mér þeir ekkert vera að spila sérstaklega vel.“ -HBG KORFUBOLTI J G3 0 A ( Urslit vesturdeildar 19. maí 2003 San Antonio-Dallas 110—113 Stig San Antonio: Tim Duncan 40 (15 fráköst, 7 stoösendingar), Tony Park- er 18 (5 stoös.), Bruce Bowen 13. Stig Dallas: Dirk Nowitzki 38 (15 fráköst), Michael Finley 26, Steve Nash 22 (3 stoðsendingar). Staöan í einviginu er l-0fyrír Dallas. Þróttur tók á móti KR í fjörugum leik í Landsbankadeildinni í gærkvöld: Sigurður bjargaði KR - íslandsmeistararnir lentu í kröppum dansi gegn sprækum nýliðum KR-ingurinn Arnar Gunnlaugsson stimplaöi sig inn í sínum fyrsta leik meö KR í Landsbankadeildinni í gær meö því aö skora. Hann sést hér í baráttu viö Þróttarana Pál Einarsson og Eystein Lárusson en Haiidór Hilmisson og Gylfi Orrason dómari fylgjast meö. DV-mynd Siguröur Jökull Síðasta viðureign Þróttar og KR var bráðfjörug en þá voru skoruð sextán mörk. Leikurinn á Laugar- dalsvellinum í gær var ekki síður skemmtilegur og fjörugur en þrátt fyrir fjölda færa urðu mörkin aðeins þrjú. Þróttarar fengu óskabyrjun þegar hinn 17 ára gamli Hjálmar Þórarinsson skoraði eftir eina og hálfa mínútu. KR-ingar tóku síðan við sér í síðari hálfleik, sýndu mátt sinn og tryggðu sér sigur, 2-1, með tveimur mörkum á síðustu 25 mín- útum leiksins. Það voru Þróttarar sem mættu miklum mun ákveðnari til leiks. Þeir voru gríöarlega grimmir, pressuðu KR-ingana stíft og slógu þá út af laginu. KR-ingar fundu aldrei taktinn í sínu spili i fyrri hálfleik og ítrekaðar háar spyrnur fram vöflinn á Amar Gunnlaugsson voru ekki að skila þeim miklu. Boltinn flaut aftur á móti vel hjá Þrótturum og þeir saumuöu sig hvað eftir annaö lag- lega í gegnum vörn KR-inga sem var ákaflega óörugg í öllum sínum að- gerðum. Þar fór fremstur í flokki hinn ungi og efnilegi Hjálmar Þórarins- son sem fór oft á tíðum illa með reynsluboltann Sigurstein Gíslason. Þróttarar fóru ifla meö ágæt færi og vora klaufar að vera ekki fleiri mörkum yfir í hálfleik. Það er til marks um hversu máttlítifl og hug- myndasnauður sóknarleikur KR- inganna var í fyrri hálfleik að þeirra eina færi í hálfleiknum kom á 45. minútu. Wiflum Þór, þjálfari KR-inga, hef- ur líkast til ekkert verið að spara raddböndin í hálfleiknum því aflt annað var að sjá til KR-inganna í siðari hálfleik. Boltinn fór loksins að ganga af einhverju viti hjá þeim, tvíburarnir komust inn í leikinn og fyrir vikið náðu þeir að skapa sér ágæt færi. Það fjaraði undan sjálfs- trausti Þróttara í leiðinni og fyrir vikið voru sóknaraðgerðir þeirra ekki nándar nærri eins beittar og í fyrri hálfleik. Eftir að KR-ingar höfðu jafnað leikinn voru völdin þeirra og þeir virtust afltaf líklegri til að skora sem og þeir gerðu flmm mínútum fyrir leikslok. Þróttarar hefðu reyndar hæglega getað jafnað leik- inn því Sören Hermansen fékk dauðafæri og Kristján Finnbogason var næstum búinn að gefa Þróttur- um ódýrt mark. Leikur KR-inga var eins og svart og hvítt að þessu sinni. And- og hug- myndaleysi einkenndi leik þeirra í fyrri hálfleik en þegar grimmdin kom upp í þeim í þeim síðari náöu þeir að opna leikinn og skapa sér færi. Vörnin var arfaslök í fyrri hálfleik og Gunnar og Kristján vissu vart á löngum köflum hvort þeir voru að koma eða fara. Þeim óx þó ásmegin og skfluðu hlutverki sínu vel í síðari hálfleik. Miðju- og kantspil var af skornum skammti og langar sendingar voru lengstum ofar á vinsældalistanum. Veigar var dug- legur og oft á tíðum ógnandi og Kristinn skilaði sínu ágætlega. Sig- urvin komst aldrei í takt viö leikinn né heldur Einar Þór Daníelsson sem átti einn sinn slakasta leik í KR-bún- ingi. Amar og Bjarki rifu sig upp í síðari hálfleik og sýndu þá oft á tið- um hve hættulegir þeir eru. Þróttarar geta borið höfuðið hátt eftir þennan leik. Þeir báru enga virðingu fyrir meisturunum, sóttu af krafti lengstum og hefðu með ör- lítilli heppni getað skorað fleiri mörk. Boltinn gekk vel hjá þeim og þeir spfluðu alltaf boltanum frá aftasta manni í stað þess að kýla fram. Eysteinn og Jens áttu stórleik í vörninni og fyrir aftan þá var Fjal- ar mjög öflugur. Hafldór var seigur á miðjunni í fyrri hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari. Haflur barðist eins og ljón og Páll var drjúgur. Hjálmar var mjög sprækur og átti hann þátt í flestum færum Þróttara. Guðfmnur var dug- legur en Sören náði sér aldrei al- mennilega i gang. -HBG Þróttur - KR 1-2 (1-0) Laugardalsvöllur 19. maí 2003 - i. umferð 1-0 Hjálmar Þórarlnsson (2., skot úr teig, fylgdi á eftir skoti Halldórs í slá). 1-1 Amar Gunnlaugsson (66., með skalla eftir fyrirgjöf Sigurvins). 1-2 Sigurður Ragnar Eyjólfsson (85., með skoti úr markteig eftir skalla Veigars). Erum engar pnímadonnur - sagöi Bjarki Gunnlaugsson, leikmaöur KR, í leikslok „Þetta var nú ekkert lélegt. Við fengum á okkur ódýrt mark í byrj- un og svo fannst mér við bara sækja," sagði Bjarki Gunnlaugsson í leikslok. „Það var ákveðin paník í byrjun þar sem við fengum strax á okkur mark en eftir því sem leið á leikinn fannst mér þetta aldrei spuming. Við náðum góðum sókn- um og góðum færum og hefðum átt að vera búnir að klára þetta fyrr.“ Og hann bætti við að KR-ingamir hefðu sýnt i þessum leik að það byggi mikifl karakter I liðinu. „Mér fannst þessi sigur sýna mikinn karakter. Það eru aflir að tala um að við séum svo kárakterlausir að við séum bara prímadonnur að leika okkur en þessi leikur sýnir að við erum með af fullri alvöru." Fengum áminningu „Við fengum þama áminningu strax í upphafí leiks. Það endur- speglaði hugarfar þeirra að þeir komu grimmir og ákveðnir en mað- ur bjóst kannski ekki við marki strax,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. „Þeir vom miklu sterk- ari í fyrri hálfleik. Krafturinn og hugarfarið hjá okkur í síðari hálf- leik var síöan aflt annað. Það er vit- að mál að ef það er til staðar þá verða til svæði og þá nýtast góðir fótboltamenn. Viö erum í feikna- formi og leggjum upp með að slá aldrei af og okkur tókst að nýta það í síðari hálfleik." -HBG Þróttur (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson.......4 Ingvi Sveinsson..........3 (56., Erlingur Guðmunds. .. 3) Eysteinn Lárusson........5 Jens Sævarsson...........4 Ólafur Tryggvason........3 Páli Einarsson...........3 Hallur Hallsson..........3 Halldór Hilmisson........3 Hjálmar Þórarinsson.....4 Sören Hermansen ........2 Guðfmnur Ómarsson.......3 (76., Björgólfur Takefusa .. -) Gul spiöld: KR: Veigar Páll Gunnarsson (63.). Rauð spiöld: Engin. Skot (á mark): 12 (5) - 11 (7) Horn: 3-5 Aukaspyrnur: 18-18 KR (4-3-3) Kristján Finnbogason .... 4 Hilmar Björnsson ........2 (24., Sigþór Júlíusson...3) Gunnar Einarsson.........3 Kristján Sigurðsson......3 Sigursteinn Gislason ....2 Kristinn Hafliðason......3 Sigurvin Ólafsson .......2 Bjarki Gunnlaugsson......3 (87., Jón Skaftason......-) Veigar Páll Gunnarsson ... 4 Amar Gunnlaugsson........4 Einar Þór Daníelsson.....1 (64., Sigurður R. Eyjólfss. . . 3) Dómari: Gylfi Orrason (5). Áhorfendur: 2502. Rangstödur: 3-5 Varin skot: Fjalar 5 - Kristján 4. Gæðl leiks: Maður leiksins hjé DV-Sporti: Eysteinn Lárusson, Þrótti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.