Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 29 DV Afturelding tók á móti Víkingum í gærkvöld: Kæruleysi kostaði Víkinga sigurinn - misstu unninn leik, einum fleiri, niöur í jafntefli í seinni hálfleik 0-1 Höskuldur Eirlksson.....(23.) 1-1 Ásbjöm Jónsson, víti .... (65.) Óhætt er að segja að hinn frægi vor- bragur var í heimsókn í Mosfelisbæ í gær. Þar tóku heimamenn á móti Vík- ingum og þrátt fyrir að hafa misst mann út af á 39. mínútu vegna tveggja gulra spjalda í stöðunni 0-1 tókst þeim að jafna leikinn og halda því þannig til leiksloka. Á tölfræðinni má sjá hvort liðið var meira áberandi í leiknum. Víkingar áttu 18 skot í leiknum (7 á markið) og heimamenn 5 (2 á markið). Það segir þó ekki alla söguna. Vissulega voru gestimir mun sókndjarfari en ef und- anskilin eru nokkur hálffæri sáu vam- armenn Mosfellinga oftast við þeim eða þá markvörður þeirra, Axel Gomez. Gestimir byrjuðu vel og áttu tvær góðar sóknir áöur en markið kom.-Það var afgreitt með snyrtOegum skalia á nærstöng eftir hom og forystan var verðskulduð. Eftir það tóku Mosfell- ingar sig þó saman í andlitinu og komust smám saman inn í leikinn en þegar Alberti Arasyni var vikið af velli héldu flestir að leikurinn væri úti. Á fyrstu 20 mínútum siðari hálf- leiks fengu Víkingar minnst 3 ágæt færi sem þeir hefðu hæglega getað skorað úr. En á 65. mínútu gáfu þeir heimamönnum afar ódýrt víti sem fyr- irliðinn Ásbjörn skoraði öragglega úr. Eftir það gerðist ekki mikið markvert. Heimamenn pökkuðu í vörn og stóðu vaktina vel og því fór sem fór. Vamarmenn Aftureldingar eiga hrós skilið en það einkenndi lið Víkings hversu kærulausir þeir voru upp við markið og ailajafna hefðu þeir átt að vinna þennan leik auðveldlega. Fyrirliði heimamanna byrjaði leikinn sem fremsti sóknar- maður en færði sig á miðjuna þegar þeir urðu manni færri. Það bætti leik Mosfellinga fram á við töluvert og vert er að geta þess. „í fyrri hálfleik var bara eitt lið á vellinum," sagði þjálfari Vlkinga, Sigurður Jónsson, eftir leik. „Þeir sköpuðu sér ekki eitt einasta færi og við hefðum átt að vera búnir að klára leikinn þegar hálfleikurinn kom. Sökin'er í rauninni okkar og munurinn á fyrri og seinni hálfleik var töluverður. Okkur hefur gengið illa á útivelli, við fengum 9 stig í fyrra og 4 árið áður og það er okk- ar markmið i ár að bæta árangur síðasta árs. En það verður ekki af Mosfellingum skafið að þeir eiga heiður skilinn fyrir baráttuna og í raun frnnst mér við einnig eiga ákveðinn heiður skilinn því mér fannst við vera að spila mjög vel og margt jákvætt hægt að læra af þess- um leik,“ sagði Sigurður. Maður leiksins: Magnús Einars- son, Aftureldingu. -esá Keflvíkingar mættu Stjörnunni í Keflavík í gær: Áttamöpk - Keflvíkingar unnu, 5-3, meö tveimur mörkum undir lokin 1-0 Magnús Þorsteinsson........(18.) 1- 1 Brynjar Sverrisson ......(38.) 2- 1 Stefán Gíslason, viti....(56.) 3- 1 Adolf Sveinsson..........(77.) 3-2 Valdimar Kristófersson . . . (79.) 3- 3 Vilhjálmur Vilhjálmss., viti (81.) 4- 3 Stefán Gíslason, víti....(84.) 5- 3 Hafsteinn Rúnarsson......(90.) Keflvíkingar sigruðu Stjörnu- menn, 5-3, í Keflavík i gærkvöld. Heimamenn höfðu mikla yfir- burði í fyrri hálfleik og það var að- eins fyrir stórleik Bjarka Guð- mundssonar í marki Stjömunnar að Keflvíkingar náðu aðeins að skora eitt mark í fyrri hálfleik. 16 skot á markiö Til að mynda skutu Keflvíkingar 16 sinnum á markið í fyrri hálfleik á meðan gestimir áttu 3 skot en Brynjar Sverrisson náði að koma einu þeirra í netið og leikar stóðu jafnir í hálfleik. í síðari hálfleik náðu Keflvíking- ar forystunni aftur þegar Bjarki braut á Herði Sveinssyni innan vítateigs og Adolf bróðir Harðar skoraði með skalla og sigurinn virt- KNATTSPYRNAJ íLo ®BQHE) KARL-A ist öruggur. En i framhaldi af marki Adolfs gera gestimir gott skallamark 'eftir homspymu og þeir voru varla hætt- ir að fagna þegar Brynjar slapp í gegn en Ómar braut á honum og vítaspyma var staðreynd. Úr henni jöfnuðu Stjömumenn og Ómar Jó- hannsson Keflavíkurmarkvörður var stálheppinn að fá ekki rautt spjald. En á síðustu mínútum leiksins lögðust Keflvíkingar í þunga sókn og upp úr einni slíkri var Haraldur Guðmundsson felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Stefán Gíslason skoraði af öryggi öðm sinni og á lokaandartökum leiksins skoraði Hafsteinn Rúnarsson gott mark en hann var nýkominn inn á sem varamaður. Stefán Gíslason og Hörður Sveinsson voru bestu menn Kefla- vikur að þessu sinni. Hörður var mjög ógnandi og varnarmenn Stjömumanna vom í miklum vand- ræðum með strákinn. Hjá Stjömunni var Bjarki frábær lengstum þrátt fyrir mörkin fimm sem hann fékk á sig. Brynjar Sverr- isson var einnig duglegur i framlín- unni. Þrjú góö stig í hús Staóan: Zoran Ljubicic, fyrirliði Keflvík- inga, var ánægður með stigin þrjú í Keflavík 1 1 0 0 5-3 3 leikslok. Haukar 1 1 0 0 3-2 3 „Þetta var sanngjam og mjög Þór Ak. 1 1 0 0 2-1 3 mikilvægur sigur. Við hefðum hæg- Afturelding 1 0 1 0 1-1 1 lega getað skorað tíu mörk en fór- Víkingur 1 0 1 0 1-1 1 um illa að ráði okkar í fyrri hálf- HK 1 0 1 0 0-0 1 leik. Við slökuðum svo á í stöðunni Leiftur/Dalv. 1 0 1 0 0-0 1 3-1 og þeir refsuðu okkur um leið Njarðvik 1 0 0 1 2-3 0 en strákamir sýndu frábæra takta Breiðablik 1 0 0 1 1-2 0 og þrjú góð stig komust í hús. Stjarnan 1 0 0 1 3-5 0 Maður leiksins: Stefán Gísla- son, Keflavík -EÁJ Sport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.