Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 DV Árni Sigfússon: Suma fopystu- menn skortlr utgeislun Árni Sigfús- son, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og fyrrverandi borgarstjóri, segir að sérhver forystumaður Sjálfstæðis- _________öokksins þurfi Árni að finna hjá Sigfússon. sjálfum sér hvort hann hafi reynst búa yfir nauðsynlegum kostum forystumanna í kosninga- baráttunni sem er nýafstaðin og gefa öðrum tækifæri ef svo er ekki. í grein í Morgunblaðinu í fyrradag sagði Árni ljóst að ekki hefðu allir frambjóðendur og for- ystumenn flokksins náð að geisla sjálfstæðisstefnunni til kjósenda. „Ef hann [forystumaðurinnj hlustar ekki þarf að færa hann úr forystuhlutverki í prófkjöri," sagði í grein Árna. „Kostirnir við að fá aðeins minna fylgi en venjulega eru fólgnir í því að það er tækifæri til að skoða hvað kunni að hafa farið úrskeiðis," segir Árni að- spurður um grein sína. „Ég tel að það sé mikilvægt að við færum alltaf til forystu menn sem hafa þekkingu, drifkraft og útgeislun. Þetta þrennt þarf að fara saman. Ef eitthvað skortir af þessu eiga menn aö gefa öðrum tækifæri." Ámi vill ekki gefa upp við hverja hann á: „Nei, von mín er að menn finni þetta hjá sjálfum sér.“ Sumir telja að uppstilling á lista sé betri leið til endurnýjun- ar en prófkjör. „Báðar leiðir geta átt rétt á sér,“ segir Árni, „en prófkjör leysir vandann oft betur, því sá sem verður úti á það ein- faldlega við kjósendur í prófkjör- inu í stað þess að hefja baráttu gegn fáeinum einstaklingum sem hafa staðið í því að færa menn til. Hann getur ekki haldið því fram að niðurstaðan sé önnur en vilji meirihlutans." Ámi segist ekki vera að „melda“ sjálfan sig inn í forystu- hlutverk fyrir flokkinn fyrir næstu kosningar með skrifum sínum. „Nei, það er ekki. Ég var beðinn um að koma á framfæri mínum sjónarmiðum. Ég er mjög sáttur hér í Reykjanesbæ og vil fá að vera hér mikið lengur ef íbúarnir veita mér stuðning til.“ -ÓTG Beitningaskúr brann í Hrísey Eldur varð laus í beitningaskúr í Hrísey um eftirmiðdaginn í gær. Fljótlega tókst að slökkva eldinn en eitthvert tjón kann að hafa orðið á línu sem þar var í bölum. Beitt var í gærmorgun í skúmum, og því var enginn í honum þegar eldurinn braust út. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Þama er beitt fyrir útgerð Hvamms i eigu Jóhanns Sigur- björnssonar sem m.a. gerir út bátinn Sigga Gísla. -GG Síbrotamaöur dæmdur í Héraösdómi Reykjavíkur: 14 mánaða fangelsi fynin fjölda brota Rúmlega þrítugur maður hefúr verið dæmdur í 14 mánaða óskil- orðsbundið fangelsi fyrir fjölda brota, þar á meðal fíkniefnabrot, þjófnað, íjársvik og umferðarlaga- brot. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa brotist inn í ótal bíla, verslanir og íbúðir og stolið þaðan alls kyns dóti, svikið út vörur í verslunum, haft am- fetamín í vörslum sínum og ekið yfir á rauðu Ijósi. Hann var einnig dæmdur fyrir að hafa stolið vopna- leitarbúnaði að verðmæti 440 þús- und krónur í brottfararsal Flugfé- lags íslands á Reykjavíkurflugvelli og stolið haglabyssu og skotfæra- belti ásamt skotum. Sakaferiil mannsins er mjög langur. Frá 18 ára aldri hefur hann sex sinnum hlotið refsingu og ver- ið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar í samtals tvö ár og ellefu mánuði. Eftir það hefur hann hlotið fjórtán refsidóma og tvisvar gengist undir sátt, einkum fyrir þjófnað og nytjastuldi, en einnig önnur auðgunarbrot, ofbeld- isbrot, fíkniefnabrot og umferðar- lagabrot. Óskilorðsbundin fangels- isrefsing eftir 18 ára hans aldur nemur samtals níu árum og sex mánuðum. Auk fangelsisrefsingar var honum gert að greiða tveimur brotaþolum tæpar 300 þúsund krónur í skaðabætur. -EKÁ UV-WIIINU UVn Til hamingju! Davíð byrjaöi á að óska Ólafi Ragnari til hamingju með hjónaband þeirra Dorritar Moussaieff þegar þeir hittust á Bessastöðum í gær. Þeir fóru svo yfir stöðu stjórnarmyndunarviðræöna í hálfa aðra klukkustund. Svo lengi stóö fundur þeirra að fréttamenn veltu fyrir sér í gamni hvort Davíð væri nokkuö að hamast á forsetanum, eins og fullyrt var í kosningabaráttunni að hann ætti til að gera. Stjómarflokkarnir skipta á ráðuneytum: Skipting ráðuneyta á milli flokka í nýrri ríkisstjórn liggur fyrir og breytingar eru fyrirhugaðar frá nú- verandi skiptingu, að því er Davíð Oddsson upplýsti að loknum fúndi sínum með forseta íslands í hádeg- inu í gær. „Ráðuneytaskiptingin liggur fyrir á milli flokkanna," sagði Davíð og bætti við: „Ég held að það verði ýmsar breytingar sem veröi athyglisverðar." Davíð upplýsti einnig að fyrir lægi að hann yrði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn en að örugglega yrði breyting á pólitískum högum hans á kjörtímabilinu. Davíð gerði forseta íslands grein fyrir stöðu mála á Bessastöðum í gær og stóð fundur þeirra í hálfa aðra klukkustund. Ákveðið var að fráfarandi ríkisstjóm hittist á ríkis- ráðsfundi klukkan 11 á fóstudag og ný ríkisstjórn kæmi saman klukk- an 13.30. Alþingi kemur saman á mánudag til þess að kjósa sér for- seta og skipa í nefndir. Ýmsar breytingar Eins og DV greindi frá í gær verður ákveðið á þingflokksfundum annað kvöld hverjir verða ráðherr- ar í nýrri ríkisstjóm. „Ráöuneytaskiptingin liggur fyr- ir milli flokkanna en ráðherraskip- unin, hver skipar einstök ráðu- neyti, liggur ekki fyrir," sagði Dav- íð við fréttamenn á Bessastöðum í gær. - Veróur skiptingin sú sama og hún var? „Ja, ég ætla ekkert að segja meira um það en ráðherra- skiptingin liggur sem sagt fyrir.“ - En geturóu sagt eitthvaö um hvort einhverjar umtalsveróar breyt- ingar veróa þar á? „Ég held að þaö verði ýmsar breytingar sem verði athyglisverðar," sagði Davíð og bætti við að þetta kæmi í ljós í dag, fimmtudag. - Veröur einhver breyting á þinni stööu? „Það má vel vera að það verði einhver breyting á minni stöðu, einhvern tímann.“ - Ekki núna? „Ekki strax, nei.“ - Muntu hœtta á kjörtímabilinu? „Ekki skal ég nú segja um það hvort ég hætti í stjómmálum á kjör- tímabilinu eða hvort ég verð í fram- boði eftir fjögur ár, það veit guð einn, en það verða ömgglega breyt- ingar á mínum högum, pólitískar breytingar, á kjörtímabilinu.“ Þessi orð Davíðs staðfesta ekki orðróm um að Framsóknarflokkur- inn taki við forsætisráðuneytinu á kjörtímabilinu en gefa honum óneitanlega byr undir báða vængi. Innanbúðarmenn í báðum flokkum telja raunhæft að ætla að sé þetta raunin muni fylgja með í kaupun- um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi frá upphafi fleiri ráðuneyti. -ÓTG Davíð boðar breytta hagi ÍGtartniehl.1 “ ☆ Stórhöfða 27 x/y Síml 552-2125 og 895-9376 ☆I x- k SfeáSsft* www.gitarinn.is ☆ gitarinn@gitarinn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.