Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 12
12 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 Hent viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka Ljót aðkoma íbúar viröa fyrir sér eyöilegginguna í kjölfar sprengjuárásar í Riyadh. Alls týndu 34 lífi í árásinni. Sjúkraflutningamaður stal af sjúklingunum Þýskur 21 árs gamall sjúkra- flutningamaður er nú í haldi lög- reglu fyrir að hafa stolið af hjálp- arlausum sjúklingum á leið á sjúkrahús í sjúkrabíl hans, að því er yfirvaldið greindi frá í gær. Lögregluna í Múnchen, höfuð- borg Bæjaralands, fór að gruna að maðkur væri í mysunni þegar allmargir sjúklingar tilkynntu að stolið hefði verið af þeim. Rann- sókn leiddi síðan í ljós að allir voru fluttir á sjúkrahús þegar umræddur sjúkraflutningamaður var á vakt. Lögreglan leiddi manninn síöan í gildru og hand- tók hann. Þjófurinn hefur játað og bar við blankheitum. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eft- ______irfarandi eignum:__ Grímsstaðir, Borgarbyggð, þingl. eig. Guðni Haraldsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Borgarnesi, fimmtu- daginn 22. maí 2003 kl.10.00. Hl. Borgarvíkur 4, Borgarnesi, þingl. eig. Jóhann Björn Leifsson, gerðar- beiðandi Búnaðarbanki íslands, fimmtudaginn 22. maí 2003 kl. 10.00. Bandarísk stjórnvöld til- kynntu I gær að viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar hefði verið hertur til muna í landinu. Viðbúnaðarstig er nú „appelsínugult" en það merkir mikil hætta á ferðum. Aðeins eitt stig er þar fyrir ofan. Ákvörðun yfirvalda í Bandaríkjunum um hertan viðbúnað kemur í kjölfar hryðjuverka i Marokkó og Sádi-Arabíu nýverið þar sem 75 manns týndu lífi i sjálfs- morðs- og sprengjuárásum. Mörg hundruð særðust. Nokkrir hafa verið hand- teknir vegna árásanna og leikur grunur á að þeir til- heyri hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens, al-Queda. Fregn- ir herma að einn hinna handteknu sé reiðubúinn að greina frá áform- um al-Queda. Sá situr í haldi í Sádi- Arabiu. Þá hafa Bandaríkin, Bretland og Þýskaland lokað tímabundið sendi- ráðum sínum í Sádi-Arabíu vegna ótta við frekari hryðjuverk. Bandaríska alríkislögreglan telur að árásimar í Sádi-Arabíu og Marokkó kunni að vera und- anfari hryðjuverkaárása á Bandaríkin. George Tenet, yfirmaður hjá CIA, heimsótti Sádi-Arab- íu í gær og ræddi viðbúnað vegna hugsanlegra árása við þarlend yfirvöld. Bandar bin Sultan, prins i Sádi-Arabíu, lýsti áhyggjum sínum á blaðamannafundi í gærkvöld. „Ég finn á mér að við eigum von á mun hrika- legri árás;annað hvort hér- lendis eða í Bandaríkjun- um,“ sagði prinsinn meðal annars. Lífið í Bandaríkjunum gengur sinn vanagang þrátt fyrir hert viðbúnaðarstig. Öryggi hefur verið hert til muna á flugvöllum og við hafnir landsins. í New York hefur eftirlit með brúm, göngum, flugvöllum, raforkuverum og öðram „viðkvæmum" stöðum verið hert til muna. Hl. Brúartorgs 8, Borgarnesi, þingl. eig. Hjólbarðaþjónustan sf., gerðar- beiðandi Búnaðarbanki íslands, fimmtudaginn 22. maí 2003 kl. 10.00. Hl. Kveldúlfsgötu 22, Borgarnesi, þingl. eig. Guðni Haraldsson, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn í Borgarnesi, fimmtudaginn 22. maí 2003 kl.10.00. Höfn 2, Leirár- og Melahreppi, þingl. eig. Ásta Margrét Ey Arnardóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Tal hf., fimmtudaginn 22. maí 2003 kl. 10.00. Kveldúlfsgata 17, Borgarnesi, þingl. eig. Sæmundur Sigmundsson, gerðar- beiðendur Sparisjóður Mýrasýslu og Sýslumaðurinn í Borgarnesi, fimmtu- daginn 22. maí 2003 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI KúafáPStMelli veldnr miMum usla f Kanada Fyrsta kúafárstilfellið í Kanada í heilan áratug hefur valdið miklu írafári í matvælaiðnaði álf- unnar, aðeins fáeinum vikum eft- ir að bráðalungnabólgan olli tölu- verðum skaða á efnahagslífinu. Staðfest hefur verið að kýr í Alberta, helsta nautgriparæktar- héraði Kanada, þaðan sem mikið af kjöti er flutt út til Bandaríkj- anna, greindist með sjúkdóminn á fostudag. Kúnni hafði verið slátrað síðasta vetur en marga mánuði tók að fá niðurstöðurnar. Yfirvöld sögðu að þetta hefði aðeins verið einangrað tilfelli. UTBOÐ F.h. Fasteingastofu Reykjavíkurborgar er óskaö eftir tilboðum í verkið: Ingunnarskóli - jarðvinna og uppsteypa. Helstu magntölur: Gröftur: Fyllingar: Steypumót: Bendistál: Steinsteypa: Stálvirki: Verklok: 1. ágúst 2004. Að auki eru kröfur um áfan- gaskil einstakra verkhluta. Útboð þetta er auglýst á Evrópska efna- hagssvæðinu. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á kr.10.000. Opnun tilboða: 4. júní 2003, kl. 14.00, á sama stað. FAS 59/3 11.500 rrv 7.500 rrf 17.600 m: 300 t 3.300 m: 80 t F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í brunaviðvörunarkerfi í 15 leikskóla Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á kr. 3.000. Opnun tiiboða: 3. júní 2003 kl. 11.00, á sama stað. FAS 64/3 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvogi 3-101 Reykjavík - Sími 570 5800 Fax 662 2616 - Netfang isr@rhus.rvk.is REUTERS-MYND Beckham með þéttar fléttur Breski landsliösfyrirliöinn og stórsnillingurinn David Beckham hefur vakiö mikla athygli fyrir nýjustu hárgreiösluna sína, þéttar fléttur aö hætti Afríku- manna. Kappinn er líka þessa dagana í Suöur-Afríku þar sem enska landslið- iö leikur vináttulandsleik gegn því suöur-afríska á morgun. Breskur skólapiltur var á dögunum rekinn heim fyrir aö vera meö svona hárgreiöslu. Uppreisnarmennimiir í Aceh ekkl auðveld bráð Indónesískar hersveitir lentu í átökum við sveitir uppreisnarmanna í Aceh-héraði í vest- urhluta landsins, þar sem yflrmenn hersins segja að þeir muni ekki vinna jafnauðveld- an sigur og Banda- ríkjamenn í írak. Indónesar hafa safnað saman um 45 þúsund hermönnum og lög- regluþjónum í héraðinu og fleiri eru á leiðinni. Yfirmenn heraflans hafa lýst því yfir að þeir vonist til að herförin standi ekki yfir í meira en hálft ár. Stjórnvöld í Indónesíu hefur margoft áður reynt að vinna sigur á aðskilnaöarsinnum í Aceh en ekki haft erindi sem erfiði. „Það verður áreiðanlega ekki hægt að vinna þetta stríð á nokkrum vikum, eins og Banda- ríkjamenn gerðu í írak,“ sagði tals- maður indónes- íska hersins við Reuters. Hemaðarað- gerðimar hófust á mánudag með því að fallhlífarhermenn svifu nið- ur í héraðið. Markmið þeirra er að binda enda á 27 ára baráttu frelsishreyfingar Aceh sem hefur á að skipa um fimm þúsund mönnum undir vopnum. Rúmlega tíu þúsimd manns hafa týnt lífi á þessum 27 árum. Viö rústirnar Skólar hafa veriö brenndir til grunna í Aceh-héraöi. Ena Rætt við Suu Kyi á næstunni Herforingja- stjórnin í Burma ætlar að hefja við- ræður við Aung San Suu Kyi, frið- arverðlaunahafa Nóbels og leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, á næstu vikum, að því er utanríkisráð- herra nágrannaríkisins Taílands greindi frá í gær. Leiðtoginn í skoðun Hu Jintao Kínaforseti ætlar ekki að taka neina áhættu þegar hann fer í fyrstu utanferð sína sem forseti. Hann lætur reglulega kanna hvort hann hafi smitast af bráðalungnabólgu og hittir ekki nokkurn mann nema hann nauð- synlega þurfi. Rumsfeld ásakar írana Donald Rumsfeld, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna, endur- tók í gær ásakanir sínar um að liðsmenn al-Qaeda hryðjuverka- samtakanna hefðust við í íran, þrátt fyrir að heimamenn vísuðu sliku á hug. Hættuleg efni í Litháen Rolandas Paksas, forseti Lithá- ens, hvatti til þess í gær að þegar í stað yrði gert eitthvað til að gera hættulegt sprengiefni sem fannst í hundruðum tunna á bóndabæ óskaðlegt. Soros í eftirlitið í írak Auðkýfingurinn og mannvinurinn George Soros sagði í gær að hann ætlaði að setja á laggirnar sérstakan eftirlits- hóp sem á að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn misnoti olíu- auð Íraks á meðan þeir fara með öll völd í landinu. Kanar drepa þrjá í Kabúi Bandarískir hermenn skutu þrjá afganska hermenn til bana og særðu yfirmann þeirra fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kabúl í morgun. Misskilningur olli skothríðinni. NATO vill góma Karadzic Friðargæslu- sveitir NATO í Bosniu gera sér vonir mn að góma Radovan Karadzic, fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba, og tuttugu aðra ákærða stríðs- glæpamenn áður en þær hverfa burt úr landinu. Sektaður fyrir ólöglega setu Nítján ára gamall unglingur í Bronx í New York var á dögun- um gripinn glóðvolgur þar sem hann sat á mjólkurkassa fyrir ut- an hárgreiðslustofu. Bannað er að nota mjólkurkassa sem sæti. Hass gert upptækt í fríríkinu Danska lögreglan hefur lagt hald á 355 grömm af hassi og af- hjúpað ýmis lögbrot í herferðum sínum í hippanýlendunni Krist- janíu að undanfórnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.