Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 17
16 + 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sírni: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða tyrir myndbirtingar af þeim. Barátta gegn glœfraakstri Ýmsir umgangast bíla sem leikföng, oft ungir og óreyndir bílstjórar. Þeir aka hratt og ógætilega, sveigja milli akreina sem væru þeir svigmenn á skíð- um og verða oftar en ekki að nauðhemla við gatnamót. Ráði þessir sömu ökumenn yfir kraft- miklum bílum er það þekkt að þeir stunda kappakstur; láta reyna á getu vagnsins um leið og þeir reyna á eigið þor og keppinautarins. Þessir ökumenn eru hættulegir sjálfum sér og öðrum. Þá iðju sem þeir stunda þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Fréttir undanfarið benda til þess að kappakstur hafi færst í vöxt - raunar skelfileg tíðindi þar sem ungt fólk hef- ur látið lífið og aðrir stórslasast. Sem betur fer hefur tek- ist að stöðva aðra áður en stórslys hlaust af. Að frátöldum hinum hryggilegu slysum í kjölfar hraðaksturs vakti það óhug vegfarenda þegar fréttist af því fyrir nokkrum vikum að lögreglan tók tvo unga ökumenn eftir glæfraakstur í Ár- túnsbrekku í Reykjavík. Þessir ungu menn, sem báðir voru með bráðabirgðaökuskírteini, óku bílum sínum á 190 kíló- metra hraða innan borgarinnar - augljóslega í kappakstri. Sérfræðingur sem lagði mat á aksturslag piltanna sagði að yrði slys við þessar aðstæður leiddi það óhjákvæmilega til dauða. Árekstur sem yrði á slíkum ógnarhraða leiddi til þess að bíllinn klesstist saman. Vélin þrýstist aftur í aftur- sæti. Engin öryggistæki, hvorki bílbelti né loftpúðar, veita vörn við slíku. Ökumennirnir ungu voru ekki aðeins í stór- hættu sjálfir heldur allir aðrir vegfarendur sem á leið þeirra urðu. Fleiri stunda að vísu hraðakstur, jafnvel glæfraakstur, en ungir ökumenn. Dæmin sýna hins vegar að algengustu dæmi um slíkt eru yfirleitt meðal ungra og óreyndra öku- manna - ungmenna sem oft eru á mjög kraftmiklum bílum. Bílar eru þarfaþing og nauðsynleg samgöngutæki. Jafn- framt geta þeir verið undirstaða skemmtunar, t.d. á ferða- lögum fólks. Bílar eru hins vegar hættulegir sé þeim mis- beitt af gáleysi eða jafnvel glæpsamlegri hegðun. Með slíku háttalagi er hægt að breyta bíl í morðtól. Beita þarf markvissum áróðri gegn glæfraakstri. Byrja þarf í skólum. Sýna þarf ungu fólki afleiðingar umferðar- slysa með ljósmyndum og kvikmyndum og vara um leið við hraðakstri, svo ekki sé minnst á ölvunarakstur. Fá þarf fyr- irlesara í skólana - lögreglu, lækna og hjúkrunarlið - og ekki síst þá sem sagt geta frá örlögum sínum, sagt sögu öðr- um til viðvörunar, fólk sem býr við ævilöng örkuml vegna bílslysa eða hefur orðið fyrir ástvinamissi vegna bílslysa. Markvissum áróðri þarf og að beita í ökukennslunni sjálfri. Meginmarkmið ökukennslunnar er að kenna fólki að aka bíl og þekkja umferðarreglur. Fleira þarf hins vegar að koma til, meðal annars það að gera ökunemum grein fyr- ir því hversu hættulegt ökutæki getur orðið sé því misbeitt. Það er síðan Umferðarstofu og fleiri aðila að halda öku- mönnum við efnið, til dæmis tryggingafélaga sem hafa aug- ljósan hag af bættri umferðarmenningu. Árleg útgjöld vegna umferðarslysa, heilsutjóns, dauða, örkumla, vinnu- taps og eignatjóns eru svimandi há. Síðast en ekki síst verður að treysta á eftirlit lögreglu með umferðinni. Það ber að taka hart á þeim sem sýna glæfrahegðun í umferðinni. Ofsaakstur, ekki síst í þéttbýli, er ekkert annað en glæpsamlegt atferli og á að meðhöndla sem slíkt. Þeir sem uppvísir verða að slíku eiga að sæta viðhlítandi refsingum, sektum og ekki síst ökuleyfissvipt- ingu. Fyrir henni fmna ökufantar sárast. Jónas Haraldsson MIDVIKUDAGUR 21, MAÍ 2003_MIÐVDUJDAGUR 21, MAÍ 2003 Skoðun Kjallari Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor / stjórnmálafræði Það má Stefán Ólafsson, prófessor og forstöðumað- ur Borgarfræðaseturs, eiga, að hann gekk vask- lega fram fyrir Samfylking- una í síðustu kosninga- baráttu. Hann hélt hverja æsingaræðuna af annarri á fundum og í sjónvarpi um það, að fátækt væri hér að aukast og velferð að minnka. Sann- leikurinn er hins vegar sá, eins og kom í ljós við nánari athugun, að kjör tekjulægsta hópsins hafa batn- að verulega. Hið sama er að segja um velferð (ýmsar bætur og fyrir- greiðslu á vegum hins opinbera), þótt reynt hafi að vísu veriö að spara við þá, sem hafa sæmilegar tekjur og þurfa ekki á neinni vel- ferðaraðstoð að halda. Bláa höndin enn Stefán virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á því, að kosninga- baráttunni er lokið. Nú tekur hann upp stef, sem Samfylkingin hefur síðustu mánuði reynt að nota með heldur litlum árangri. Það er, að á íslandi sé að verki hræðileg blá hönd, sem berji á smælingjunum. Þegar að var gáð, reyndust þessir smælingjar Samfylkingarinnar að- allega vera þeir Baugsfeðgar, Jón Ólafsson, eigandi Stöðvar tvö, for- setinn og biskupinn! Nú reynir Stefán að smeygja sér inn í hóp slíkra smælingja. Hann kveinkar sér undan því í grein hér í blaðinu mánudaginn 19. maí, að ég hafi haft í hótunum við sig í kaffistofu félagsvísindadeildar í Odda, sem við sækjum báðir. Hann yrði lagður í einelti og hon- um refsað, svo að notuð séu hans eigin orð. Fréttablaðið, sem gert er út af Baugsfeðgum til að hefna sín á Davíð Oddssyni fyrir ímyndaðar misgerðir, sá síðan ástæðu til að birta stórfrétt um það, að ég hefði haft í hótunum við Stefán, og lét fylgja með litmynd af svipþungu fórnarlambinu. Hverju get ég hótað? Hvaða dæmalausi þvættingur er þetta? Það sér hver heilvita maður, að þetta fær ekki staðist. Hverju get ég hótað Stefáni Ólafssyni? Hef- ur hann glatað öllu veruleika- skyni? Hefur hann villst á íslensku þjóðlífi og kvikmyndaröðinni um Guðfeðurna, sem Sjónvarpið hefur verið að sýna síðustu daga? Heldur hann, að ég sé þeirrar gerðar, að ég laumist heim til hans í einbýlis- húsahverfið í Fossvogi á kvöldin með sleggju og leggi fimm milljón króna jeppann hans í rúst? Eða hleypi lofti úr hjólbörðunum? Held- ur hann, að ég geti stöðvaö hinar ríflegu greiðslur R-listans til Borg- arfræðasetursins? Auðvitað ekki. Stefán hlýtur að eiga við það, sem er satt, að ég hef oftar en einu sinni áskilið mér allan rétt til að svara honum fullum hálsi opinberlega, þegar mér hefur ofboðiö, hvemig hann hefur sett mál sitt fram. Ég hef hvergi verið feiminn við að segja þetta, hvorki á kaffistofunni í Odda né annars staðar. Minnkar traustiö Stefán Ólafsson er með þessu fá- ránlega upphlaupi sínu að segja, að hann kjósi ekki málefnalega gagn- rýni á verk sín. Tilboð um slíka gagnrýni kallar bann hótun. Ef ein- hver reynir að takmarka máifrelsi á íslandi, þá er það Stefán Ólafsson með slíkum hrópum aö þeim, sem Sandkom sandkorn@dv.is Formönnum stjórnarflokkanna hefur gengið vel að halda leyndum áformum sínum um breytingar í ríkisstjóminni. Fjölmiðlar hafa haft ýmsan sannleik eftir heimilda- mönnum sínum og gengið misjafn- lega. Þannig tilkynnti Davíð Odds- son að breytingar yrðu á skiptingu ráðuneyta á milli flokkanna á há- degi í gær, nokkrum klukkustund- um eftir að landsmenn lásu forsiðu- frétt Fréttablaðsins um aö skipting- in yröi óbreytt. í slúðurdálki sem þessum er óhætt að greina frá því að ýmsir þykjast hafa veður af því að Ambjörg Sveinsdóttir komist á þing áður en langt um líður, líklega þá við brotthvarf Halldórs Blöndals. Þar með myndi losna embætti for- seta Alþingis fyrir einn ráðherr- anna og þá um leiö ráðherrastóll fyrir nýliða. Mörgum þykir liggja beint við að Guðni Ágústsson taki við samgönguráðuneytinu og um leið að sjálfstæðismenn spreyti sig á landbúnaðarmálunum. Um þrjátiu starfs- menn Félagsvísinda- deildar Háskóla ís- lands voru með veð- banka á kennarastof- unni í aðdraganda kosninganna. Skemmst er frá því að segja að hinn kunni stjómmálaskýr- andi, dr. Ólafur Þ. Harðarson, fór með sigur af hólmi, komst næst úr- slitum kosninganna í spá sinni. Kollegi hans, dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson, varð 6. Þess má geta aö sambærileg keppni var á rit- sljóm DV og varð Sigmundur Emir Rúnarsson hlutskarpastur með minnst meðalfrávik frá úrslitum kosninganna. Ummæli TflTUÍfýlU „Þær svöruðu flestum spuming- um i eins atkvæöis orðum, horfðu niður í borðið allan tíman og voru fremur fýldar í allri framkomu. Tvisvar á meðan á fundinum stóð, púuðu blaðamenn á þær og nokkr- ir gengu út. [...] Ég horfði á æfing- una þeirra fyrr í dag [og] öllum varð ljóst í höllinni að ástæða frægðar þeir.“ Gísli Marteinn Baldursson í netdagbók Loga og Gísla frá Riga. Um rússnesku söngkonurnar í dúettnum TATU. Lausmælgina í arf „Það er þó athyglisvert að varla einu orði af viðræðum þeirra [Dav- íðs og Halldórs] hefur verið lekið í flöímiðla. Fjölmiðlum var þó séð fyr- ir efhi og gátu dundað sér við að birta yfirlýsingar össurar [...]. Getur verið að Samfylkingin hafi fengið lausmælgina í arf eftir Alþýðuflokk- in og er útspil formannsins e.t.v. ein birtingcirmynd þess? Spennandi sam- starfsaðili í rikisstjóm? Hvað skyldi Halldóri fmnast?“ Anna Sigrún Baldursdóttir á Kreml.is. „Hverju get ég hótað Stefáni Ólafssyni? Hefur hann glatað öllu veruleikaskyni? Hefur hann villst á íslensku þjóð- Hfi og kvikmyndaröðinni um Guðfeðuma, sem Sjónvarpið hefur verið að sýna síðustu daga? Heldur hann, að ég sé þeirrar gerðar, að ég laumist heim til hans í einbýlishúsahverfið í Fossvogi á kvöldin með sleggju og leggi fimm milljón króna jeppann hans í rúst? Eða hleypi lofti úr hjólbörðunum?“ gagnrýna hann. Eg hef margsinnis tekið fram, að Stefán hefur fullan rétt á að setja fram skoðanir sínar. Hann þarf aðeins að gæta að tvennu. í fýrsta lagi hlýtur traust á Borg- arfræðasetri að minnka, ef for- stöðumaður þess gengur leynt og ljóst erinda Samfylkingarinnar í málflutningi sínum, eins og Stefán gerði í kosningabaráttunni. í öðru lagi fer ekki vel á því að kynna áróður sinn sem vísindalegar nið- urstöður, beita mælskubrögðum í stað raka, eins og Stefán gerði þá og gerir nú í grein sinni, til dæmis þegar hann skipar mér að fara í biðröð hjá Mæðrastyrksnefnd. Hvaö er fátækt? Það er dapurlegt, að hinn raun- verulegi ágreiningur okkar Stefáns kann að hverfa í því moldviðri, sem hann þyrlar upp. Ágreiningur okkar er til dæmis um, hvernig á að skilgreina fátækt og bregðast við henni. Ég tel, að fátækt sé skortur á lífsgæðum. Það var fá- tækt, þegar foreldrar Stephans G. Stephanssonar gátu ekki sent hann í skóla og hann þurfti að horfa grátandi úti á túni á eftir jafnöldr- um sínum ríða suður í Lærða skól- ann. Það var fátækt, þegar Afli ríki, sem síðar varð, þurfti ungur að hátta niður í rúm, á meðan móð- ir hans þvoði föt hans, af því að hann átti ekki til skiptanna. Fá- tækt er vitaskuld einhver enn til á íslandi í þessum skilningi, en eng- inn vafi er á því, að hún er miklu minni en í flestum öðrum löndum heims. ísland er ríkt land og tekju- skipting hér tiltölulega jöfn. Það er kjami málsins. Hugtak um tekjuskiptingu Fátæktarhugtak Stefáns er ann- að, eins og komið hefur fram. Sam- kvæmt skilgreiningu hans eru fá- tæklingar þeir, sem hafa minna en helming af meðaltekjum. Þetta er fróðlegt og nothæft hugtak, en það mælir auðvitað frekar, hversu jöfn tekjuskipting er, en hvort fólk sé fátækt og líði skort. Stefán segist vilja sleppa flutningum vellauðugs fólks til og frá landinu, þar sem það raski mælingunni. Samþykkjum það rökræðunnar vegna. En hvað um það, sem hefur verið að gerast hér og annars staðar síðustu ára- tugi vegna tæknibyltingarinnar, að til hefur orðið hátekjuhópur í nýja hagkerfinu svokallaða? Þetta hefur teygt á tekjuskiptingunni: Meðal- tekjur hafa hækkað hraðar en tekj- ur tekjulægsta hópsins. En hefur fátækt þá aukist? Erum við verr komin en áður? Ég svara neitandi. Það, sem hefur verið aö gerast, er aukin mannauðsmyndun, sem hag- fræðingar kalla svo (human capital formation): Fjárfesting fólks í auk- inni kunnáttu hefur skilað áþreif- anlegum árangri. Því ber að fagna. En Stefán kvartar undan því. Að komast út úr fátækt Annar ágreiningur okkar Stef- áns er bersýnilega um, hvernig bregðast skuli við fátækt. Ég tel, að auðvelda eigi fólki að komast út úr fátækt, hætta að vera fátækt. Stef- án telur, að auðvelda eigi fólki að sitja fóstu í fátækt, auðvelda því að halda áfram að vera fátækt. Ég vil fjölga tækifærum i atvinnulífinu, opna nýjar leiðir út úr fátækt. Hann vill hækka bætur til fátæks fólks, eins og hann skilgreinir það. Gott dæmi um ágreining okkar er raunar i grein Stefáns hér i blað- inu. Hann hneykslast á því, að at- vinnuleysisbætur skuli nú vera lægri en lægstu laun. En setjum svo, að atvinnuleysisbætur væru jafnháar eða hærri en lægstu laun. Gætu sumir þá ekki freistast til að hætta að vinna á lægstu launum og þiggja þess í stað atvinnuleysisbæt- ur? Ég er þeirrar skoðunar, ólíkt Stefáni, að velferðar- og bótakerfið verði að hjálpa fólki til sjálfshjálp- ar, ekki festa það í fátækt. Og ég skal fúslega játa, að ég vil ein- skorða velferðaraðstoð við þá, sem þurfa hana og geta ekki að því gert, hvernig fyrir þeim er komið. Ég er andvígur félagslegri aðstoð við full- frískt fólk. Kúba og Bandaríkin Þegar Stefán kvartar undan þvi, að fátækt sé að aukast á íslandi, er hann aðeins að segja, að tekjur tekjulægsta hópsins hafi aukist hæg- ar en meðaltekjur. Hann virðist telja tekjumuninn aðalatriöið, ekki að kjör tekjulægsta hópsins batni. Svo vel vill til, að gerð hefur verið mikil stjómmálatilraun, þar sem ágrein- ingur okkar Stefáns birtist skýrt. Á Kúbu eru tekjur tekjulægsta hópsins ekki mjög langt undir meðaltekjum. í Bandaríkjunum eru tekjur tekju- lægsta hópsins langt undir meðal- tekjum. Samkvæmt hugmyndum Stefáns ætti fátækt því að vera miklu minni á Kúbu en í Bandaríkj- unum. Það ætti að vera betra land til að búa í. Er fólk þá ekki sólgið í að komast frá Bandaríkjunum til Kúbu? Nei, síður en svo, eins og all- ir vita. Aðalatriðið er það, að í Bandaríkjunum eru íjölmörg tæki- færi til að komast úr fátækt í bjarg- álnir. Þar er fátækt fremur tíma- bundið ástand en ófrávíkjanlegt hlutskipti, þótt auðvitað megi margt bæta þar eins og annars staðar. Æskilegur meöalvegur Við íslendingar höfum síðustu tólf árin farið nokkurn meðalveg á milli hins bandaríska skipulags og hins sænska. Við höfum reynt að læra af Bandaríkjamönnum að skapa sem flest tækifæri, hjálpa fólki til sjálfshjálpar, veita því svig- rúm til athafna. Við höfum reynt að læra af Svíum að tryggja öllum mannsæmandi afkomu, vemda lít- ilmagnann (og hann er ekki þrátt fyrir allt tal samfylkingarmanna eins og Stefáns forsetinn, bisk- upinn, Baugsfeðgar og Jón Ólafs- son). Stefán vill fara nær sænska kerfinu, sem Svíar eru sjálfir raun- ar að gefast upp á. Ég held, að það væri óhyggilegt. Við ættum að feta áfram meðalveginn. Lífsgæði og skólalífsgæðl „Er ekki þörf á að skoða hvort nemendur búi við svokölluð „skólalífsgœði“ í dag? Meðalnemandi eyðir 1/3 hluta œvi sinnar í skólanum“ Jakob Bragi Hannesson skólastjóri V Kjallari í nútímasamfélagi koma hugtökin gæði og gæðaeftirlit mikið fyrir í umræðunni. Þetta leiðir til vangaveltna um orðið „gæði“. Hvað eru gæði? í íslenskri orðabók Máls og menningar er merking orðsins skýrð á eftirfarandi hátt: hnoss; hlunnindi; gæska. Að mínu mati vantar algjörlega þá skilgreiningu á oröinu sem hvað mest er notuð í dag sem er eiginleiki eða skapnaður tiltekins hlutar eða vöru eða gildismats. Orðið gæði er þýðing á danska orðinu kvalitet sem dregið er af latneska orðinu qualis sem þýðir: Hvílíkur eða hvílíkrar gerðar. Uppruni orðsins vekur spumingar um notkun þess í daglegu lífi. Við setjum gæði í samhengi við eigin- leika ákveðinnar vöru út frá þar til gerðum stöðlum sem fuflnægja eiga kröfum neytenda. Gæði er eitthvað sem þannig er fyrsta flokks eða munaðarvara. Eiginleikum og gæðum vöru/hlut- ar er lýst á hlutlægan hátt og ákveðnar prófanir eru gerðar þar að lútandi. Þaö er erfiðara að nota gæðastaðla á gildismat í siðferði- legum og heimspekilegum málefh- um. Þegar huglægu gildismati er beitt á hugtakið gæði ráða þættir eins og menning, venjur, trúar- brögð, smekkur og reynsla fólks mestu um afstöðu þess. Svipuð merking Allt aftur til árdaga hafa heim- spekingar velt fyrir sér hvað hið góða líf væri. Orðið iífsgæði er hins vegar nýlegt orð og hefur mikið verið notað innan félags- fræðinnar, sálfræðinnar og lækn- isfræðinnar. Þegar orðið lífsgæði er tekið í notkun óskum við eftir að fá fram hið huglæga mat á lífs- kjörum og velferðarmálum fólks. „Lífsgæði" og „hið góða líf ‘ hefur svipaða merkingu í hugum okkar. Erfitt er þó að setja algildan mælikvarða á hvað „lífsgæði" eru. Ástæðan er háð gfldismati okkar sem getur bæði tekið breytingum og verið ólíkt hjá fólki. Margir myndu þó eflaust sætta sig við eftirfarandi skilgreiningu á lífsgæðum: Manneskja hefur það gott og býr við mikil lifsgæði ef hún er: athafnasöm - félagslega virk - með sjálfstraustið í lagi - glöð í sinni. Hverjir meta? Þegar gæði eru metin er spurning- in oft sú hverjir það séu sem meti þau fyrir okkur. Þegar hlutlægu mati og mælingum er ekki hægt að beita á gæði eru það aðrir en neyt- andinn sjálfur sem meta hvað neyt- andanum er fyrir bestu. Dæmi um þetta er t.a.m. hverjir meti gæði skólanna. Stjórnmálamenn ásamt fræðsluyfirvöldum gefa línuna en neytendurnir - nemendurnir og for- eldrarnir - ráða litlu þar um. Það er kannski orðið tímabært að neytendurnir fengju að ráða meiru um hvað unnið er með á þeirra eig- in vinnustað, þ.e í skólunum. í gæðaumræðunni þyrftum viö að huga að oröinu „skólalífsgæði". Er ekki þörf á að skoða hvort nemendur búi við svokölluð „skólalífsgæði" í dag? Meðalnemandi eyðir 1/3 hluta ævi sinnar í skólanum. Er ekki líklegt að neytendurnir, þ.e.a.s. nemendurnir og foreldrarnir sjálfir, hafi mikiö að segja um það hvemig gæðunum væri best borgið á þeirra eigin vinnustaö? Við þyrftum að skilgreina skólalífsgæði út frá sömu viömiöunum og lífsgæðin al- mennt eins og gert var hér fyrir ofan. Grundvallarmunur Huglægni er beitt til að meta gæð- in í lífinu, hvort sem um er að ræða almenn lífsgæði eða skólalífsgæði. Grundvaflarmunurinn er þó sá að neytandinn í skólanum hefur lítinn ákvörðunarrétt um það starf sem þar fer fram. Það er spurning hvort ákvörðunarrétturinn sé ekki of lítill hjá neytendunum þ.e. nemandanum og foreldrunum! Athafnasemi, félagsleg virkni, öfl- ugt sjálfstraust og gleði eru þau at- riði sem við ættum að leggja áherslu á hjá nemandanum. Til að byggja upp öflugan og hamingjusaman ein- stakling þyrfti þungamiðjan í skóla- starfmu að snúast um þessi atriði. „Skólalífsgæðin" snúast fyrst og fremst um þessi atriði. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.