Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 24
24 ^ íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára_________________________________ Abalbjörg Halldórsdóttlr, Akurgerði 3f, Akureyri. Gísli Gíslason, •^r Urðargötu 9, Patreksfirði. Sigríöur Guömundsdóttir, Árskógum 2, Reykjavík. 80 ára_________________________________ Siguröur Jóelsson, Stóru-Ökrum 2, Skagafirði. 75 árg_________________________________ Brynhlldur Sigurjónsdóttlr, Suðurmýri 56, Seltjarnarnesi. Stefán J. HJaltason, Auðbrekku 8, Húsavík. >,■ 7Q gra__________________________________ Elín Magnúsdóttir, Flétturima 35, Reykjavík. 50 ára_________________________________ Ingvar Björgvinsson, Sléttahrauni 32, Hafnarfiröi. Jón Ragnar Björnsson, Arnarsandi 3, Hellu. Þóranna Eyjólfsdóttir, Ofanleiti 5, Reykjavík. 50 ára_________________________________ Arnfríöur Gísladóttir, Bollagörðum 6, Seltjarnarnesi. Blrna Þórarinsdóttlr, Silfurbraut 39, Höfn. Björn Ármann Ólafsson, Hléskógum 19, Egilsstööum. Guðmundur Axelsson, Óðinsvöllum 17, Keflavík. Halldór V. Frímannsson, Seiðakvísl 20, Reykjavík. Herborg Sjöfn Óskarsdóttir, Sandbakka 19, Höfn. Magnús Guðlaugsson, Aðalstræti 24b, Akureyri. Olga Þórarinsdóttir, Bogaslóö 14, Höfn. Ólafur Sólimann Ásgeirsson, Brekkustíg 29, Njarðvík. Þorsteinn Guðnason, Knarrarbergi 3, Þorlákshöfn. 40 ára_________________________________ Aöalhelður Eiríksdóttlr, Skógarhlíð 37, Akureyri. Anna Þuríöur Skúladóttir, Stóragarði 6, Húsavík. Boga Kristín Kristinsdóttir, Vesturfold 21, Reykjavík. Elsa Slgurbjörg Bergmundsdóttir, Grundarbraut 12, Ólafsvík. Gerður Garöarsdóttir, Hrauntúni 59, Vestmannaeyjum. Guörún Árnadóttir, Stigahlíö 78, Reykjavík. Ilias Karl Moustacas, Kjarrhólma 10, Kópavogi. Samúel Grytvik, Sóleyjarhlíð 1, Hafnarfirði. Smári Gunnarsson, x Smáratúni 11, Selfossi. Þorsteinn Sveinn Karlsson, Lautasmára 39, Kópavogi. Þórunn Siguröardóttir, Bauganesi 30, Reykjavík. Ekta fiskur ehf. J S. 466 1016 J Utvatnaður saltfískur, án beina, til að sjáða. Sérútuatnaður saltjiskur, án beina, til að steikja. Saltjisksteikur (Lomos) fyrir veitingahiis. lát Sigríður Ingvarsdótir, Brekkulæk 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti að kvöldi föstud. 16.5. Áslaug Svava Ingimundardóttir, Heiðar- geröi 29, lést á Landspítala Landakoti sunnud. 18.5. Njöröur H. Snæhólm, fyrrv. yfirrannsókn- arlögregluþjónn, lést á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð aö kvöldi sunnud. 18.5. Albert E. Goldstein, Miami, Rórída, lést á heimili sínu sunnud. 18.5. ^ Pétur Aðalsteinsson frá Stóru-Borg lést föstud. 9.5. Útförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þrúöur Guðrún Óskarsdóttlr, Krumma- hólum 10, Reykjavík, er látin. Halldór G. Steinsson, Austurbrún 2, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspít- alans Fossvogi sunnud. 18.5. MIÐVIKUDAGU R 21. MAÍ 2003 DV BBaHKÍ Manfreð Wlhjálmsson arkitekt Manfreð Vilhjálmsson arkitekt, Smiðshúsi, Bessastaðahreppi, er sjö- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Manfreð fæddist í Sunnudal i Skildinganesi við Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1949 og prófi í arkitektúr frá Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg 1954. Manfreð var arkitekt hjá Brolid og Wallinder 1954-55, hjá Skarp- héöni Jóhannssyni 1956-59, var með eigin teiknistofu 1960-67, með stofu í samvinnu við Gunnlaug Halldórsson og Guðmund Kr. Kristinsson 1962-66, í samvinnu við Þorvald S. Þorvaldsson 1967-84, hefur starfrækt eigin teiknistofu 1984-96 og síðan í sam- vinnu við Árna Þórólfsson og Steinar Sigurðsson. Meðal helstu verka Manfreös (í samvinnu við Þorvald S. Þorvalds- son) eru Stórutjamarskóli í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, Reykjaskóli í Hrútafírði, Garðaskóli og íþrótta- hús í Garðabæ, Skálholtsskóli, iþróttahús TBR í Reykjavík, Kröfluvirkjun, Árbæjarkirkja, Þjóðarbókhlaða (Þorvaldur S. Þor- valdsson að hluta) Bláfjallaskáli og Heilsugæslustöð á Egilsstöðum. Meðal annarra verka Manfreös má nefna Nesti í Reykjavík og Veganesti á Akureyri, Tjaldmið- stöð í Laugardal, Epal-húsið og hús Hondaumboðsins, íþróttamið- stöð í Garðabæ og Ásmundarsafn (endurbygging), Blásali, leikskóla í Reykjavík, í samvinnu við Árna Þórólfsson og Steinar Sigurðsson. Manfreð er höfundur að skipu- lagi Fossvogshverfisins, ásamt Gunnlaugi Halldórssyni og Guð- mundi Kr. Kristinssyni og að aðal- skipulagi Skálholtsstaðar, ásamt Reyni Vilhjálmssyni. Hann hefur hannað einbýlishús, m.a. fyrir Kristján Davíðsson listmálara og innréttingar í skrifstofur og versl- anir. Manfreð sat í stjórn Arkitekta- félags íslands 1960-61 og var for- maður þess 1965-67. Hann var dómnefndarmaöur í nokkrum samkeppnum, s.s. samkeppni um Bemhöftsstorfuna, stjórnsýsluhús á ísafirði og Nordform í Málmey í Svíþjóð. Manfreð hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um miðbæjarskipulag á Akureyri, ásamt Gunnlaugi Halldórssyni, 1961, hlaut önnur verðlaun í samkeppni um skrif- stofuhús fyrir Alþingi 1988, heið- ursverðlaun fyrir sýningarbás á Iðnsýningunni í Laugardalshöll 1960, Menningarverðlaun DV 1980 fyrir Kirkjugarðshús í Hafnar- firði, ásamt Þorvaldi S. Þorvalds- syni, Menningarverðlaun DV fyrir Epal-húsið 1988 og var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1996. Fjölskylda Manfreð kvæntist 6.8. 1952 Erlu Sigurjónsdóttur, f. 10.5. 1929, hús- móður og fyrrv. oddvita Bessa- staðahrepps. Foreldrar hennar voru Sigurjón Danivalsson, f. 29.10. 1900, d. 15.8. 1958, fram- kvæmdastjóri í Hveragerði, og k. h., Sólveig Lúðvíksdóttir, f. 1.7. 1905, d. 9.11. 1991, húsmóðir. Börn Manfreðs og Ernu em Sól- veig, f. 26.8. 1954, tækniteiknari; Vilhjálmur Már, f. 10.10. 1957, vél- tæknifræðingur; Gunnhildur, f. 4.7.1961, bókasafnsfræðingur; Sig- urjón Már, f. 27.10. 1963, flugum- ferðarstjóri; Valdís Fríða f. 17.2. 1968, læknir. Systkini Manfreðs eru Stein- unn, f. 1.5. 1930, d. 31.10. 1996, einkaritari; Karen, f. 4.1. 1934, kennari í Reykjavík, gift Þorvaldi Óskarssyni, skólastjóra Breið- holtsskóla. Foreldrar Manfreðs voru Vil- hjálmur Jónsson, f. 31.5. 1901, d. 10.7. 1972, húsasmíðameistari í Reykjavík, og k.h., Marta Ólafs- dóttir, f. 3.6. 1894, d. 12.11. 1983, húsmóðir. Ætt Faðir Vilhjálms var Jón, b. á Skarði í Gnúpverjahreppi, bróðir Matthíasar, fóður Haralds, fyrrv. menntaskólakennara á Laugar- vatni, foður Ólafs Arnar, fyrrv. alþm., foður Haralds fjall- göngugarpa. Jón var sonur Jóns, b. á Skarði, Gíslasonar, b. á Hæli, Gamalíelssonar, bróður Gests, langafa Steinþórs Gestssonar, fyrrv. alþm. á Hæli, föður Gests, skattstjóra í Reykjavík. Gestur var einnig langafi Einars Ingi- mundarsonar, fyrrv. alþm., og Helgu, móður Benedikts Sveins- sonar hrl. Móðir Jóns Jónssonar var Steinunn, systir Rósu, langömmu Alfreðs Flóka. Stein- unn var dóttir Matthíasar, b. á Miðfelli, bróður Einars, langafa Jóhanns, föður Haralds, hagfræð- ings. Matthías var sonur Gísla, b. á Sóleyjarbakka, Jónssonar, b. á Spóastöðum, Guðmundssonar, ættföður Kópsvatnsættar, Þor- steinssonar. Móðir Vilhjálms var Steinunn Jónsdóttir, b. á Hurðar- baki á Skeiðum, Guðnasonar, og Aldísar, systur Ingigerðar, langömmu Þorgerðar Ingólfsdótt- ur söngstjóra. Aldís var dóttir Þor- steins, b. og smiðs í Vorsabæ, Jör- undssonar, b. og smiðs á Laug, 111- ugasonar Skálholtssmiðs Jónsson- ar. Marta var dóttir Ólafs, b. í Hrísa- koti í Helgafellssveit, Ólafssonar, b. á Stóra-Vatnshorni í Haukadal, bróður Ingibjargar, langömmu Gunnars Símonarsonar, föður Rún- ars arkitekts og Halls Símonarson- ar blaðamanns, föður Halls fram- kvæmdastjóra. Ingibjörg var einnig langamma Sigurðar Björnssonar, bankastjóra á Húsavík. Ólafur var sonur Halls, b. á Stóra-Vatnshomi, Hallssonar og Margrétar Árnadótt- ur, b. á Stóra-Vatnshomi, Jónsson- ar, fræðimanns á Stóra-Vatnshomi, Egilssonar. Móðir Mörtu var Málfríður, syst- ir Bjarna, langafa Magnúsar Jó- hannessonar, fyrrv. siglingamála- stjóra. Málfríður var dóttir Jónas- ar, b. í Magnúsarfjósum í Flóa, Hannessonar, og Margrétar Bjarna- dóttur, b. á Stóra-Hálsi í Grafningi, Kolbeinssonar. Manfreð verður að heiman. Fertug Soffía K. Höskuldsdóttir rútubílstjóri og bókhaldari á Dalvík Sofíla Kristín Höskuldsdóttir, rútubílstjóri og bókhaldari, Dal- braut 9, Dalvík, varð fertug á mánu- dag. Starfsferill Soffía fæddist á Árskógsströnd og átti heima í Hátúni fram yfir tvítugt en fluttist þá til Dalvíkur ásamt tveimur dætrum sínum og manni. Soffia lauk grunnskóla og fór svo í skólann á Laugum vetuma 1977-80. Þá sneri hún aftur heim í sveitina og vann við sveitastörf og í salthúsi á Dalvík. Árið 1982 eignaðist hún tvíbura og flutti svo til Dalvíkur árið 1983. Soffia vann í sláturhúsinu á Dal- vík sjö haustin 1991-92 og starfaði í bakaríi ásamt því aö vinna við fjöl- skyldufyrirtækið. Árið 1994 fór Soffia í meiraprófið og hefur hún síðan einungis ein- beitt sér að því að reka fyrirtækið Ævar og Bóas með eiginmanni sín- um og séð þar bæði um skrifstofu- störf og akstur. Fjölskylda Soffia giftist 8.6. 1989 Bóasi Ævars- syni, f. 8.2. 1961, rútubílstjóra, á Ár- skógsströnd. Hann er sonur Ævars Klemenzsonar, f. 28.4. 1934, d. 13.2. 2000, rútubílstjóra, og Jónínu Jónsdótt- ur, f. 29.12.1932, starfsstúlku í Dalbæ. Börn Soffiu og Bóasar eru Freydís Inga, f. 5.3. 1982, námsmaður og rútu- bílstjóri; Hjördis Jóna, f. 5.3. 1982, námsmaður og fóstra; Ævar, f. 26.5. 1987; Arnar Óli, f. 5.3.1996. Systkini Soffiu: Bjarni Halldór, f. 3.10. 1957, d. 25.2. 1996, bifreiðastjóri á Árskógsströnd; Elías Þór, f. 25.4. 1957, húsasmiður á Árskógsströnd; Guðrún EmOía, f. 4.6.1961, bókhaldari í Reykja- dal; Ragnheiður Inga, f. 8.7.1971, lista- kona; Ólafur Páll, f. 31.3. 1975, bóndi í Eyjafirði. Faðir Soffíu er Höskuldur Bjama- son, f. 8.6. 1929, rútubílstjóri. Móðir Soffiu er Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 2.7. 1933, húsmóðir. Ætt Faðir Soffíu er Höskuldur sonur Bjama Pálssonar, b. í Hátúni á Ár- skógsströnd frá Ytri-Reistará, og Guð- rúnar Emilíu Jónsdóttur húsfreyju frá Bimunesi á Árskógsströnd. Móðir Soffíu er Ingibjörg, dóttir Ólafs Guðmundar Elís Sigurðssonar frá Nesi við Skutulfjörð, skipstjóra á ísafirði, og Emmu Ragnheiðar Hall- dórsdóttur frá Minnibakka í Hóls- hreppi, húsfreyja í Reykjavík. Merkir íslendingar Torfi Hjartarson, tollstjóri og ríkissátta- semjari, fæddist á Hvanneyri í Borgar- firði 21. maí 1902, fyrir hundrað árum. Foreldrar hans voru Hjörtur Snorrason, alþm., skólastjóri á Hvanneyri og bóndi á Skeljabrekku og í Arnarholti, og k.h., Ragnheiður Torfadóttir húsfreyja. Bræður Torfa voru Snorri, skáld og bókavörður, og Ásgeir, kennari og bókavöröur. Torfi lauk stúdentsprófi frá MR 1924, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1930 og dvaldi i London við framhaldsnám 1930-1931. Torfi var starfsmaður við skrifstofu Al- þingis 1926 og 1927, málflutningsmaður í Reykjavík 1931-1932, settur sýslumaður og bæj- arfógeti á ísafirði 1932-1933, fulltrúi hjá sýslu- manni og bæjarfógeta á Akureyri 1933, sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði 1934, tollstjóri í Reykjavík 1943-1972, vara- sáttasemjari ríkisins 1944 og sáttasemj- ari ríkisins 1945-79. Hann var á yngri árum í forystusveit sjálfstæöismanna, var fyrsti formaður SUS, oddviti yfir- kjörstjórnar við bæjarstjórnarkosning- ar í Reykjavík 1949-1962 og var heið- ursfélagi Dómarafélagsins. Eiginkona Torfa var Anna Jónsdóttir en börn þeirra eru Hjörtur hæstaréttar- dómari; Ragnheiður, fyrrv. rektor MR; Sigrún, nú látin, húsmóðir í Kanada, og Helga Sóley, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík. Torfi lést 8. október 1906. Torfi Hjartarson Svanlaug Rósa Vilhjálmsdóttir, áður til heimilis á Flókagötu 63, Reykjavík, verö- ur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtud. 22.5. kl. 13.30. Vlktor Guðbjartsson, Mýrarbraut 35, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Bú- staöakirkju fimmtud. 22.5. kl. 13.30. Útför Vilborgar Þórisdóttur frá Flögu í Þistilfiröi fer fram frá Svalbaröskirkju í Þistilfirði föstud. 23.5. kl. 14.00. Gylfi Jóhannsson, Helgamagrastræti 53, Akureyri, verður jarðsunginn frá Ólafs- fiaröarkirkju föstud. 23.5. kl. 14.00. Útför Brynju Hermannsdóttur, Klapparstíg 1, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstud. 23.5. kl. 13.30. Útför Hilmars Gylfa Guðjónssonar múrarameistara, Hlíðarhjalla 6, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju föstud. 23.5. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.