Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2003, Blaðsíða 29
MIÐVKUDAGUR 21. MAl 2003 2 FH-ingar ætla sér stóra hluti Kvennalið FH í handboltanum er þessa dagana á höttunum eftir tveimur sterkum leikmönnum. Þórdís Brynjólfs- dóttir, sem lék með Gróttu/KR í vetur, staðfesti það við DV-Sport í gær að hún ætti í samningaviðræðum við félagið og sagði það spennandi kost að leika með FH en hún lék einmitt með því félagi fyrir nokkrum misserum. Önnur fyrr- verandi FH-kona, Guðrún Hólmgeirs- dóttir, á einnig í viðræðum við FH sam- kvæmt heimildum DV-Sports en hún hefur leikið með Víkingi undanfarin ár. -HBG Rafpostur: dvsport@dv.is Annar sigur New Jersey New Jersey Nets er komið í vænlega stöðu gegn Detroit Pistons í úrslitum austurdeildar NBA- deildarinnar eftir sigur, 88-86, í öðrum leik liðanna í Detroit í nótt. Þar með hefur New Jersey unnið tvo fyrstu leiki einvígisins og get- ur, með sigri í næstu tveimur leikj- um á heimavelli, tryggt sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar annað árið í röð. Leikurinn í nótt var æsispenn- andi og réðust úrslitin ekki fyrr en á síðustu sekúndunum, Detroit leiddi nær allan leikinn en New Jersey tókst að jafna leikinn í Qórða leikhluta og það var síðan Richard Jefferson sem tryggði New Jersey sigurinn þegar hann hitti úr tveimur vítaskotum 48 sekúnd- um fyrir leikslok. Chaunchy Billups reyndi að jafha leikinn fyr- ir Detroit undir lokin en skot hans geigaði. Kenyon Martin var stigahæstur hjá New Jersey með 25 stig og tók 9 fráköst, Jason Kidd skoraði 20 stig og Jason Collins 11 stig og tók 14 fráköst. Richard Hamilton skoraði 24 stig fyrir Detroit, Chaunchy Billups skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar og Clifford Robinson skoraði ll stig. -ósk Framherjinn Egill Atlason, sem lék með KR og Fram á síöustu leiktið, hefur skrifaö undir tveggja ára samn- ing við 1. deildar lið Víkings. Þetta er ekki eini liðsstyrkurinn sem Víking- ar hafa fengiö á síðustu dögum því KR-ingamir Grétar Sigurðsson og Victor Knútur Victorsson gengu i raðir liðsins fyrir skömmu. Norsku karla- og kvennalandsliðin í körfuknattleik, sem leika þrjá leíki hvort gegn íslendingum um næstu helgi, mæta ekki til leiks með sín sterkustu lið. Skörð hafa verið höggv- in í bæði lið en margir leikmenn hafa boðað forföll vegna þess að próf standa yfir í háskólum í Noregi þessa dagana. Þjálfarar liðanna hafa því neyðst til að velja marga nýliða fyrir leikina gegn fslandi. Lyon er komið með aöra höndina, og reyndar gott betur, á franska meist- aratitilinn í knattspyrnu sem liðiö vann einnig i fyrra, eftir að hafa gert jafntefli gegn Montpellier i gær. Liðið hefur þriggja stiga forystu þegar ein umferð er eftir og er með 19 mörkum meira í plús en Marseíile sem er í öðru sæti. Marseille þarf því á tutt- ugu marka kraftaverki aö halda ef liðinu á að takast að hreppa meistara- titilinn fyrir framan nefið á Lyon í síðustu umferðinni. -ósk Nafn sænsku stúlkunnar Anniku Sörenstam, sem er af flestum talin vera besti kvenkylfmgur heims um þessar mundir, er á vörum flestra golfáhugamanna þessa dagana en hún mun taka þátt í móti á PGA- mótaröð karla í Texas sem hefst á fimmtudaginn. Mismikil hrifning Þátttaka Sörenstam hefur vakið mismikla hrifningu meðal kepp- enda á mótinu. Fidjibúinn Vijay Singh gagnrýndi þátttöku hennar mjög fyrir skömmu en besti kylfrng- ur heims, Tiger Woods, er á önd- verðum meiði við Singh og segir það hið besta mál að Sörenstam skuli keppa. Annika Sörenstam mætti á völl- inn í Texas í gær og átti sviðið. All- ir fjölmiðlamenn kepptust við að ná viðtali við hana og má segja að aðr- ir keppendur hafi algjörlega fallið í skuggann af þessari geðþekku sænsku stúlku. Mikil pressa Það veröur spennandi að sjá hvemig Sörenstam gengur gegn körlunum en Michelle McCann, einn helsti andstæðingur Sör- enstam á kvennamótaröðinni bandarísku, sagðist vona að henni gengi vel. „Ég get ekki ímyndað mér press- una sem er á henni núna þvi að all- ur heimurinn veit af þessu. Hún veit af því að hún er að auglýsa kvennagolfið í leiðinni og spilar fyr- ir alla kylfinga á kvennamótaröð- inni,“ sagði McCann. Geta brotnað niður Þekktir íþróttasálfræðingar hafa nokkrar áhyggjur af því að þeir kylfmgar sem lendi fyrir neðan Sör- enstam á mótinu geti brotnað niður og þaö geti tekið þá langan tíma að jafna sig eftir það áfall. „Það hættulegasta fyrir kylfing- ana er að hugsa um Sörenstam sem kvenmann en ekki sem hvern ann- an andstæðing. Ef þeir fara að hafa áhyggjur af henni þá getur farið illa,“ sagði Deborah Graham sem hefur unnið með mörgum frægum kylfmgum í gegnum tíðina. Hún segir jafnframt að það verði erfitt fyrir kylfmgana að hugsa ekki um Sörenstam sem kvenmann vegna allrar athyglinnar sem hún fær á mótinu. Verða ekki langlífir Bob Rotella, sem er einnig íþróttasálfræöingur, er ekki sam- mála Graham og segir að mestu læt- in verði yfirstaðin þegar Sörenstam slær fyrsta höggið. „Annika [Sörenstam] er kiár og hún mætir vel undirbúin til leiks. Hún hefur allan timann sagt að hún vilji, með þátttöku sinni í mótinu, mæla sína eigin getu en ekki gera lítið úr öðrum kylfmgum. Þeir sem ekki ráða við þá pressu að verða hugsanlega fyrir neðan konu, þeir verða ekki langlifir á PGA- mótaröðinni." -ósk Fjölmiðlafárið i kringum Anniku Sör- enstam hefur veriö gífurlegt undanfarna daga. Reuters Stórtíðindi í sögu PGA-mótaraðarinnar í golfi á morgun: Sörenstam á sviöiö - gífurlegt fjölmiölafár í kringum sænsku stúlkuna sem spilar gegn körlum í Texas m David O l.eary veröur næstí knattspyrnustjóri Aston Villa í ensku úrvais- deildinni. Reuters / O'Leary tekur við Vílla - skrifaði undir þriggja ára samning viö félagiö í gær David O’Leary var i gær ráðinn knattspyrnustjóri hjá Aston Villa. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið eftir að hafa rætt við Doug Ellis, stjórnarfor- mann Aston Villa, í gærmorgun. O’Leary, sem var rekinn frá Leeds í júní á siðasta ári, tekur við af Graham Taylor sem sagði starfi sínu lausu hjá félaginu eftir að hafa verið við stjómvölinn í fimmtán mánuði. Nýtt tækifæri | O’Leary hefur veriö orðaður við hvert liðið á fætur öðra undanfarna mánuði en fær nú tækifæri til að koma ferli sínum sem knattspymu- stjóri á réttan kjöL Hans bíður verðugt verkefni við að koma Aston Villa í fremstu röð en liðið hafnaði í sextánda sæti úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu timabili. Ekki er búist við því að O’Leary fái mikla pen- inga til leikmannakaupa. Stórt félag David O’Leary var hæstánægður þegar búið var að ganga frá samn- ingnum og sagði að Aston Villa heiði alla burði til að komast í fremstu röð. „Þetta er stórt félag með mikla hefð og ég hlakka mikið til að taka til starfa á nýjan leik. Mig er farið að klæja í puttana og ég get varla beðið eftir fyrstu æfingunni," sagði O’Leary í gær. Óvíst meö Guöjón Ekki er víst hver staða Guðjóns Þórðarsonar er hjá Aston Villa eft- ir þetta en það er þó útséð meö að hann verði knattspyrnustjóri eins og hann vonaði. -ósk C s i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.