Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 Fréttir DV Nokkuö um aö ungir ökumenn séu í kappakstri: Valda ekki hraðanum og þá er voðinn vís Stöðugt birtast fréttir af því að lög- reglan sé að taka unga stráka og stundum stelpur sem eru að keyra langt yfir leyfilegum hámarkshraða og því miður eru dæmi þess að Ula hafi farið. Nýjar tölur sýna að á með- an nokkuð hefur dregið úr ölvun- arakstri hefur hraðakstur aukist að sama skapi. í síðasta mánuði voru tveir piltar, sem enn voru með bráðabirgðaskír- teini, teknir í Ártúnsbrekkunni, en þeir höfðu verið þar í kappakstri klukkan hálfellefu um kvöldið á 190 kílómetra hraða. Þá voru tveir piltar teknir úti á Granda aðfaranótt laug- ardags, en þeir höfðu verið í spyrnu og voru komnir upp í 130 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarks- hraði er 50 kílómetrar. Þeir höfðu heppnina með sér að þessu sinni en eklti er að spyrja að því hvernig hefði farið ef eitthvað hefði borið út af. Þá er einnig tahð að slysið sem varð í Vestmannaeyjum fyrir skömmu, þar sem ung stúlka lést og önnur liggur lífshættulega slösuð á spítala, hafi orðið vegna einhvers konar kappaksturs þeirra og annars bíls. Einnig varð mjög harður árekst- ur í fyrra á ofanverðri Hverfisgötu, á móts við Hlemm, þegar tveir bílar voru í kappakstri upp Hverfisgötuna á ofsahraða, en á móts við Hlemm missti annar bílstjórinn stjórnina og f. -4JBL i*» ¦ itthL." ¦ HJ JL'- iJ ' tfí'TF \i ¦ ¦** H ] |m ^:w **3B r ' * *m > - ^^1 * .?'," " *¦* ¦¦ . DV-MYND JAK Harður árekstur í kjölfar kappaksturs Þrír bílar gjóreybilögöust þegar ökumaöur sem keyröi á ofsahraöa upp Hverf- isgötuna missti stjórn á bílnum sínum. lenti á jeppa sem lenti síðan á þriðja bílnum. Ekki urðu þó slys á fólki í það skiptið. Kunna ekki nógu vel á bílana Samkvæmt upplýsingum DV kem- ur það alltaf upp öðru hverju að krakkar séu að fara í spyrnur.. Al- gengt er að 17 ára krakkar fái öku- skírteinin sín og hoppi beint upp í bíla með 200 hestafla vélum sem þeir ráða alls ekki við. Lögreglan segir að krakkarnir átti sig ekki alltaf á því að þótt þeir séu komnir með bílpróf öðlist þeir ekki nauðsynlega færni fyrr en eftir margra ára akstur og þá hafi þeir yfirleitt aðeins öðlast akst- ursfærni á þeim stöðum þar sem þeir eru vanir að keyra. Til að mynda hafi fæstir þeirra reynslu af akstri á vegum utan borgarmarkanna. Þeir þekki bílana heldur ekki nægilega vel þannig að þegar þeir nái ákveðn- um hraða sé voðinn vís. Að sögn lög- reglunnar felst vandamálið einna helst í því að krakkarnir beri ekki nægilega mikla virðingu fyrir öku- skírteininu. í vetur var ungur öku- þór á landsbyggðinni stöðvaður par sem hann hafði keyrt of greitt og spurði lögreglan hvort hann áttaði sig ekki á því að bfllinn væri ekki leikfang. Brást hann flla við og sagði að bfllinn væri víst leikfang. Þetta segir lögreglan að sé því miður ríkj- andi hugsunarháttur hjá mörgum krökkum, að bflarnir séu bara stór leikfóng sem enginn skaði geti hlot- ist af. Þeir átti sig ekki á hættunni og beri enga virðingu fyrir bflunum. Flestir krakkamir skynsamir . Menn hafa bent á að tryggingafé- lögin gætu verið öflugri í að fara í skólana og sýna krökkunum sem séu að fá bflpróf hversu flla geti farið þegar bflarnir, sem jafnvel eru ekki á meiri hraða en 50 kflómetrum, lendi í árekstri. Menn teha að nauð- synlegt sé að krakkarnir sjái þetta með berum augum því ef þeir sjái þetta aðeins í sjónvarpi sé það ekki eins raunverulegt. Lögreglan segir að hraðakstur hafi alltaf og muni alltaf vera til staðar en segir þó að flestir krakkar séu sem betur fer til- tölulega skynsamir þegar kemur að akstri þótt alltaf séu undantekningar á því. -EKÁ DV-MYND HARI Matthew Barney setur upp myndllstarsýnlngu í Nýllstasafninu Sambýlismaour Bjarkar Guömundsdóttur hefur undanfarna mánuöi sýnt i glæsilegustu myndlistarhúsum heims í New York, París og London. Sýningu hans I Guggenheim lauk fyrir rúmri viku. Nú kemur hann verkum sínum fyrir í naumu rými Nýlistasafnsins viö vatnsstíg í Reykjavík. Niðurskurður til lögreglunnar ekki boðaður Vegna umræðu um fjármál lög- reglunnar í Reykjavík hefur dóms- málaráðuneytiö sent frá sér til- kynningu þess efnis að enginn nið- urskurður á framlögum tfl lögregl- unnar í Reykjavík hafi verið boðað- ur. Segir að sérstakar fjárveitingar vegna rannsóknar umfangsmikflla fíkniefnamála og vopnaeftirhts á flugvöllum í fjárlögum þessa árs hafi þegar að stærstu leyti runnið til lögreglustjórans í Reykjavík. Fyrir liggi að embættið hafi verið rekiö með um 40 m.kr. halla á síö- asta ári og til að snúa þeirri þróun við hafi verið ákveðið að grípa til ákveðinna aðgerða. Dómsmálaráðuneytið hefur ít- rekað bent á í að staða löggæslunn- ar sé sterk og traust og fyrir liggi í opinberum gögnum að frá árinu 1997 hafi orðið um 30% raunh'ækk- un á framlögum til löggæslunnar. Lögreglumönnum hafi á sama tíma fjölgað umtalsvert. Einnig sýni töl- ur að afbrotatíðni hér á landi sé með því lægsta sem gerist í heimin- um. Áberandi hefur verið í opin- berri umræðu að vöxtur hafi hlaupið í embætti ríkislögreglu- stjóra á kostnað löggæslu í landinu og segir í tflkynningunni að slíkt sé fjarri sanni. Raunhækkanir sem orðið hafi á undanfórnum árum á framlögum til löggæslu hafi ein- ungis að litlu leyti runnið til emb- ættis ríkislögreglustjóra. Þær raun- hækkanir hafi farið í fjölgun lög- reglumanna, t.d. við fikniefnarann- sóknir. -EKÁ DV-MYND GVA Ný tæknl í bankaviösklptum Einar Einarsson, stjórnarformaöur Allbank ísland, viö nýja þjónustuskjá- standinn, Albankann. Allbank ísland: Mannleg sam- skipti í raf pæn- um viðskiptum Danski bankinn Andelskassen hef- ur tekið í gagnið nýja byltingar- kennda gerð þjónustuskjástanda eða rafrænna bankaútibúa, Albanka, sem byggjast á íslensku hugviti og tækni- lausnum frá íslensk/amerisku fyrir- tæki, Allbank International á íslandi. Þessi rafrænu bankaútibú voru af- hent formlega í bænum Grindsted í vikunni á dansk-íslenskum blaða- mannafundi. Albanki er gagnvirkur þjón- ustustandur eða sjálfsafgreiðslutæki sem er nettengdur og gerir fólki kleift að stunda sín viðskipti á ein- faldan en öruggan hátt. Albankinn er nettengdur, búinn snertiskjá, mynd- síma, posa, prentara og öðrum bún- aði sem nota má til upplýsingaleitar og rafrænna viðskipta við ýmis gagn- virk þjónustufyrirtæki, eins og banka og sparisjóði, tryggingafélög og ferða- skrifstofur. Hægt er að ná sambandi við þjónustufulltrúa og tala við hann og ganga frá viðskiptum um mynd- síma. Gunnlaugur Jósefsson, tæknilegur framkvæmdastjóri, sagði að við auk- in rafræn viðskipti hefðu mannleg samskipti í bankaviðskiptum minnk- að en þessi tækni bætti úr því. í bí- gerð er að setja Albanka upp í Land- spítala - háskólasjukrahúsi, íslenskri erföagreiningu og Vöruhóteh Eim- skips í Sundahöfn.___________-hlh Tvítugur dæmdur: Reyndiað stela tímaritj Rúmlega tvítugur piltur hefur ver- ið dæmdur í tveggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir umferðar- lagabrot, fíkniefnabrot og tilraun til þjófnaðar. Hann reyndi að stela tima- riti í Select-verslun en var gómaður þegar öryggishhð verslunarinnar gaf frá sér hljóðmerki. Hann var fjórum sinnum stöðvaður í bfl sínum og fannst á honum svohtið af fikniefn- um og þá var hann tvisvar sinnum tekinn fyrir of hraðan akstur. Hann játaði brot sín fyrir dómi en með þessum brotum rauf hann skilorö frá árinu 2001. Hann sagðist hafa hætt fikniefnaneyslu og vera í sambúð. Hann kvaðst hafa fasta vinnu og stefndi á skóla í haust. Með vísan til ungs aldurs hans og sakarferfls þótti dómara rétt að skflorðsbinda refsing- una á ný. -EKA Skilorö fyrir þjófnaö: Stálu rúllubagga- vél og flaghefli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo menn, á fertugs- og fimm- tugsaldri, í fjögurra mánaða skil- orðsbundiö fangelsi fyrir að hafa stolið rúllubaggavél og flaghefli í nóvember 2002. Við ákvörðun refs- ingar leit dómarinn tfl þess að menn- irnir játuðu brot sitt greiðlega og sakarferfll þeirra var enginn sem máli skipti. Hins vegar tók dómarinn fram aö um veruleg verðmæti hefði verið að ræða og hefði mönnunum mátt vera það ljóst. Þeim var einnig gert að greiða skipuðum verjanda sínum 50.000 krónur í málsvarnar- þóknun. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.