Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Side 6
6 Fréttir FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 DV '-'y&x Andrúmsloftid var rafmagnað aö loknum þingflokksfutidi Framsóknarflokksins. JóníftW*^' Bjanmarz gat ekki leyntjuornl&t0um sínum og strunsaði út. Aó bakt nenm er Hjálmar W. Árnason sem einnig hafði gert sér vonir utn ráðherraembœtti Fremstur á myndinni er yngsti þingmaður irkirjón Jónsson. Framsóknarflokksins, B Árni Magnússon verður félagsmálaráðherra: Eldri þmgmenn slegnir Árni Magnússon félagsmálaráðherra: Mun breyta hús- næflislánakerfinu Það var rafmagnað andrúms- loft í Alþingishúsinu í gærkvöldi þegar fundi þingflokks Fram- sóknarflokksins lauk þar um tíu- leytið og Halldór Ásgrímsson, for- maður flokksins, tilkynnti niðxu-- stöðu um skipan þeirra ráðherra- embætta í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fram til 15. september 2004 sem koma í hlut Framsókn- arflokksins. Áður hafði miðstjórn Framsóknarflokksins samþykkt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar á fundi á Grand-hóteli með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Árni Magnússon, nýr þingmað- ur Reykjavíkur, verður félags- málaráðherra í stað Páls Péturs- sonar sem er hættur á þingi. Hall- dór sagði ákvörðun um Árna byggjast á því að honum væri ákaflega vel treystandi fyrir þess- um málaflokki, hefði miklu reynslu og þekkingu af honum sem framkvæmdastjóri flokksins með góðum árangri og hann væri sveitarstjórnarmaður í Hvera- gerði. Hann hefur auk þess verið aðstoðarmaður bæði í utanríkis- ráöuneytinu og iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu. „Við höfum lagt mikla áherslu á unga fólkið og teljum Árna vera sérstakan fulltrúa þess í nýjum þingflokki Framsóknarflokksins. Það er ekki algengt að nýr þing- maður verði ráðherra en taka verður tillit til þess hvað hann hefur mikla reynslu þegar hann kemur inn á Alþingi. Það var góð- ur hugur og mikill meirihluti að baki vali á Árna en það fengu aðrir atkvæði, enda njóta margir trausts til þess að gegna ráð- herraembætti. Ég upplýsi ekki hverjir þaö voru. Þetta var mín tillaga til þingflokksins auk þess sem ég lagði til að aðrir ráðherr- ar gegndu áfram sínum ráðherra- embættum. Það verða engar aðr- ar breytingar nú, en það kann að vera að það verði aðrar breyting- ar þegar forsætisráðuneytið kem- ur í hlut Framsóknarflokksins i september 2004. Þá verður sam- bærileg atkvæðagreiðsla um skip- an í ríkisstjórn og var í kvöld,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Engin umræða var í þing- flokknum um að núverandi ráö- herrar tækju að sér önnur ráðu- neyti en þeir skipa nú. Stjórn þingflokksins verður kosin á mánudag og síðan skipað í nefnd- ir að hefðbundnum hætti. Bæði slegnir og glaðir þing- menn Eftir fund Halldórs með fjöl- miðlum I anddyri Alþingis komu aðrir ráðherrar eða þingmenn ekki út úr þingflokksherbergi fyrr en Björn Ingi Hrafnsson, skrif- stofustjóri Framsóknarflokksins, sótti þá. Greinilegt var að mörg- um eldri þingmönnum flokksins var brugðið, það mátti greinilega sjá á andlitum Magnúsar Stefáns- sonar, Hjálmars W. Árnasonar og Jónínu Bjartmarz, en síðastnefndi þingmaðurinn strunsaði út úr þinghúsinu án þess að svara spurningu blaðamanns sem að henni var beint. Ljóst var af við- brögðum að niöurstaða fundarins var fjarri því að vera henni að skapi. Ekki náðist í Jónínu Bjart- marz í síma í gærkvöldi. „Þetta var niðurstaða sem við komumst að,“ var það eina sem Siv Friðleifsdóttir vildi segja að loknum þingflokksfundinum. Dagný Jónsdóttir var spurð hvort það hefðu verið samantekin ráð ungu þingmannanna í Fram- sóknarflokknum að standa að baki Árna í ráðherraembætti. „Nei, ég heyrði fyrst af þessu á þingflokksfundinum. En ég er af- skaplega glöð yfir þessari niður- stöðu. Ég minni á að þetta var til- laga formannsins. Það var nokk- uð góð sátt um þetta og ég er viss um að Árni á eftir að standa sig mjög vel,“ segir Dagný Jónsdóttir. - Sóttist þú eftir ráöherraemb- cetti? „Nei, það gerði ég ekki.“ Er ekki í fýlu Hjálmar W. Ámason sagðist síðar um kvöldið í síma ekki vera ósáttur við val þingflokksins á Árna. „Árni er mjög frambærilegur maður og reyndur pólitíkus, lang- reyndur í sveitarstjórnarmálum, og verðrn- málefnunum mjög til sóma í félagsmálaráðuneytinu. Tillaga formannsins kom mér sumpart á óvart og ég gerði mér vissar vonir, taldi að við værum þrjú á hliðarlínunni. En ég tek Árna fagnandi, er vaxinn upp úr því að fara í fýlu, enda er ekki um mann að ræða sem ég treysti ekki fyrir félagsmálaráðuneytinu. Ámi var einn af þeim sem talaði mjög fyrir svokölluðum 90% hús- næðislánum,“ sagði Hjálmar W. Árnason. Átti von á öðrum nöfnum „Ég vil ekki tjá mig um það hvort ég sé ósáttur við niðurstöð- una en þetta er niðurstaða. Ég var tilbúinn að taka þetta ráð- herraembætti að mér ef það hefði komið til. Ég vissi ekki um til- lögu formannsins fyrirfram og þess vegna kom hún á óvart, ég átti von á öðmm nöfnum," sagði Magnús Stefánsson. -GG Ámi Magnússon, sem tekur við embætti félagsmálaráðherra í dag eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum, er ungur maður, verður 38 ára 4. júní nk. og er líklega yngsti þing- maðurinn til að taka við ráðherra- embætti sem nýr þingmaður. Siv Friðleifsdóttir varð umhverfisráð- herra 37 ára gömul en hún hafði þá setið á þingi í 4 ár og Ámi M. Mathiesen varð sjávarútvegsráð- herra 40 ára gamall en hann hafði þá setiö á þingi í 8 ár. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir veröur menntamála- ráðherra 38 ára gömul og hefur þá setið á þingi í liðlega 4 ár. Ámi Magnússon segist ekki hafa sóst sérstaklega eftir því að gerast fé- lagsmálaráðherra en hann hafl verið viðbúinn því að taka við ráðherra- embætti félli það honum í skaut. Þegar fólk hasli sér völl verði þaö að vera viðbúið því að axla aukna ábyrgð og taka við þeim verkum sem flokksfélagar feli þeim. Árni sagði of snemmt að segja til um það hver yrðu helstu áhersluatriði hans sem félagsmálaráðherra. „Við Framsóknarmenn lögðum upp í þessa kosningabaráttu með það sem eitt af markmiðunum að breyta almenna húsnæðislánakerf- inu og að lánshlutfallið yrði hækkað í allt að 90%: Þaö verður eitt af þeim verkefnum sem ég mun beita mér sérstaklfega fyrir og leggja áherslu á næstu mánuði og misseri. Það gerist Nýr félagsmálaráöherra Árni Magnússon tekur wð embætti félagsmálarábherra á ríkisráösfundi í dag. í áfóngum og verður eitt af brýnni verkefnum sem ég tekst á viö. Ég hef mikinn áhuga á sveitarstjómarmál- um, er sveitarstjómarmaður og því em þessi mál mér mjög hugleikin, sem og málefhi fatlaðra og framtíð- arskipan íbúðalánasjóðs, en við lögðum mikla áherslu á húsnæðis- mál í okkar kosningabaráttu. Auð- vitað er þetta svolítið brött atburða- rás að vera oröinn ráðherra en ég ætla virkilega að vanda mig,“ sagði Ámi Magnússon, nýr félagsmálaráð- herra. - Hvert veróur fyrsta verkefni nýs félagsmálaráöherra? „Að lesa mér til.“ -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.