Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 z>v Fréttir Þorgerður Katrín: Af skaplega mikil áskorun „Þetta eru óvænt en mjög ánægjuleg tíðindi," segir Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir sem verður menntamálaráð- herra um næstu áramót. „Það er afskaplega mikil áskorun að taka við menntamálaráðuneyt- inu. Það er búið að gera stór- kostlega hluti þar á síðast liðn- um árum undir forystu okkar sjálfstæðismanna og það er um að gera að reyna að halda áfram því góða starfi og bæta við það." Þorgerður Katrín er lögfræð- ingur að mennt. Hún verður 38 ára í október og sest því í ráð- herrastól ívið eldri en Árni Magnússon og Siv Friöleifs- dóttir en tveimur árum yngri en Árni Mathiesen. Hún hefur setið á þingi í fjögur ár og gegnt formennsku í allsherjar- nefnd allan þann tíma. Sem kunnugt er á Þorgerður Katrín von á barni í sumar og því liggur beint við að spyrja hvort ekki verði erfitt að takast á við þetta krefjandi starf með ungt barn. „Ég held að þetta sé bara nútíminn og sem betur fer höfum við þessa stórkostlegu fæðingarorlofslög- gjöf sem hefur einmitt gert okkur konum kleift að takast á við ögrandi og skapandi verk- éfni. Þetta er bara eitt dæmi um það," segir tilvonandi menntamálaráðherra. Tómas Ingi sendiherra: Ekkert svekktur „Þetta leggst ágætlega í mig," segir Tómas Ingi Olrich sem hættir sem menntamála- ráðherra um árámótin eftir tæplega tveggja ára starf. Hann verður sendiherra í París á vormánuðum á næsta ári. „Við forsætisráðherra vor- um búnir að ræða þetta mál áður en þessi fundur hófst," sagði Tómas Ingi eftir þing- flokksfundinn í gær spurður um hvort niðurstaðan kæmi sér á óvart, og bætti við: „Ég hef aldrei talið mig eiga neitt gefið í pólitík og tek þeim verk- efnum sem þarf að vinna." Hann var spurður hvort hann væri ekki „svolítið svekktur" og svaraði: „Nei, ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég geng til þeirra verka sem þarf að vinna og geng yfirleitt glaður til verks." Tómas Ingi hefur setið á Al- þingi í tólf ár, frá 1991, og var formaður utanríkismálanefnd- ar í fnnm ár, 1995-2002, fram að því að hann tók við Birni Bjarnasyni sem menntamála- ráðherra. Arnbjörg Sveinsdótt- ir tekur sæti á Alþingi í stað Tómasar Inga um áramótin. Björn um ráðherradóm: Verð ekki oddviti í borgarstjórn Björn Bjarnason, nýr dóms- og kirkjumálaráðherra, segir að það fari ekki saman að vera ráðherra og oddviti minnihlut- ans í borgarstjórn Reykjavíkur en heldur því opnu hvort hann hættir sem borgarfulltrúi. „Þetta ber svo brátt að að ég hef ekki haft tíma til annars en að borða frá því að ég frétti þetta," sagði Björn eftir þing- flokksfundinn í Valhöll í gær. „En það fer náttúrlega ekki saman að vera oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn og dóms- og kirkjumálaráð- herra. Það þarf að leysa það með einhverjum hætti." Björn segir að ekki blasi við hver taki við stöðu oddvita enda sé ekkert sjálfkrafa í stjórnmál- um. Björn segist ekki hafa sóst eftir ráðherrastólnum en er sáttur við ráðuneytið. „Ég er lögfræðingur og hef mikinn áhuga á öryggismálum og ör- yggi borgaranna. Ég er gamall starfsmaður Landhelgisgæsl- unnar og hef áhuga á almanna- vörnum bg öllu því sem undir dómsmálin heyrir. Síðan er ég líka mikill kirkjunnar maður þannig að ég kvíði því ekki að sinna þessum verkefnum," seg- ir Björn. Þess má geta að faðir hans, Bjarni Benediktsson, fór með ráðuneyti dómsmála í fjórum ríkisstjórnum, ávallt samhliða einu eða fleiri ráðuneytum. Sigríður Anna: Ég átti ekki von á þessu „Mér líst mjög vel á þetta. Ég tel að þetta sé mjög skemmti- legt verkefni og margt áhuga- vert sem liggur þar fyrir. Um- hverfismálin eru vaxandi málaflokkur og skipta gríðar- lega miklu máli," segir Sigríð- ur Anna Þórðardóttir, sem verður umhverfisráðherra 15. september á næsta ári. Hún segist ekki hafa átt von á þess- ari niðurstöðu. Sigríður Anna hefur verið al- þingismaður í tólf ár, frá 1991, og formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins í fímm ár, frá 1998. Hún var formaður menntamálanefndar í ellefu ár, frá 1991-2002. Hún þótti því koma sterklega til greina þegar Tómas Ingi Olrich tók við menntamálaráðuneytinu af Birni Bjarnasyni í fyrra en varð í staðinn formaður utan- ríkismálanefndár. Hún segist sannfærð um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eigi eftir að gera mjög góða hluti sem menntamálaráðherra. Sigríður Anna segir eftirsjá að þeim ráðherrum sem hyerfa á braut. „Svo sannarlega. Ég sé náttúrlega mjög mikið eftir Sólveigu Pétursdóttur sem hef- ur staðið sig mjög vel í sínu starfi en ég er líka viss um að þingforsetastarfið mun henta henni afskaplega vel." -ÓTG U..l.k..lllll.. Sumarhúsið og garðurinn 2003 íbrðttamiðstððinni í Mosfellsbæ 22.-25. maí YfirlOOfyrirtœki ogþfónustuaöilar kynna vörur stnar ogþjónustu. Ekki tnissa afþessu! Arnar og arkivðrur Kamínur • Rafraasnstttid Metadýravarnlr Bekur oa timarit Nytjajurtagarour HpalntatU- og WmÉ ÚtMattrvBrup iiryggismal Hútoogn GarflBlöntur Barohúa IJórhJAI Korrar WörutiíD mso krana atfliJlffCll I lCXlt éj) WBEMM& IU*MU HS9! FUNI tSUNSK GAROVRKIA SKORRI ctsuæÁSS iO Tupperware Abdm 15. mfn. akstur Irá ml&borg Reykjavfkur Sýníngin er opln sem hér segir: Fimmtudaginn22/S kl.17A0-19.-00 fbstudaglnn23/5 KL 15:00-21:00 Launardagiiin 24/5 kl. 12:00 -19:00 Sunnudaglnn25/5 kl. 12:00-21:00 A&gangscyrir kr. 800.- pr. mann frftt fyrir 12 ára og yngri Tveggja daga verb kr. 1.200, Helgarverb kr. 1.500.- pr. mann Sumarhúsið og garourinn 2003' www.rlLls • sfml 586 8003 Meðal efnis: Feroir fyrir fjölskylduna • Tjaldvagnar - fellihýsi - hjólhýsi - húsbílar • Afþreying og skemmfun • Hápunktar • Hvao er ao gerast í sumar? • Utivist • Gönguferoir • Leiosögn • Hestaferoir - bátsferoir - fjalla- og jeppaferSir og márgt annað fróSlegt og skemmtilegt. Skilafrestur auglýsinga er 2. júní Við erum tilbúin að aðstoða ykkur: Inga, b. s. 550-5734, inga@dv.is Kata, b. s. 550-5733, kata@dv.is Margrét, b. s. 550-5730, margret@dv.is Ransý, b. s. 550-5725, ransy@dv.is Sigrún, b. s. 550-5722, sigruns@dv.is Auglýsingadeild 550 5720 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.