Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 Fréttir DV Líkur á velgengni í Eurovision eru mjög góöar ef miðað er við tölfræði síðustu ára: Konur nióta vfirburöa í Eurovision Birgitta hefur staöið í ströngu síöan hún kom til Lettlands og hefur fengiö mikla athygli frá erlendum blaðamönnum. Hér sést hún ásamt bakraddasöngkonunum Margréti Eir og Regínu Ósk í viötali viö Spænska ríkissjónvarpiö. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, Eurovision, mun fara fram í Riga á Lettlandi ann- að kvöld þar sem Birgitta Hauk- dal mun flytja lagið Open Your Heart. Mikið hefur verið fjallað um keppnina í fjölmiðlum hér- lendis sem annars staðar og rétt eins og fyrri ár eru væntingar þjóðarinnar til framlags okkar miklar. í efri kantinum hjá veðbönkum Margir veðbankar hafa verið að taka við veðmálum síðustu vik- umar og ber þeim flestum saman um að Birgitta Haukdal og ís- lenski hópurinn muni lenda í ein- hverju af átta fyrstu sætunum. Bresku veðmangararnir spá marg- ir hverjir íslendingum fjórða til sjötta sæti en þau lönd sem oftast eru nefnd sem líklegir keppinaut- ar okkar um þessi sæti eru ír- landi, Þýskaland og Eistrasalts- löndin Eistland og Lettland. Marg- ir veðbankar segja reyndar að Þjóðverjar muni vera fyrir ofan okkur rétt eins og Spánn og Sló- venía auk rússnesksu stúlknanna í Tatu sem flestir spá efsta sætinu. Skandinavískir veðbankar eru okkur litlu hliðhollari en þeir bresku. Norðmenn spá sínu eigin framlagi t.d. mikilli velgengni en setja Birgittu hins vegar í níunda sætið. Rússland, Spán, Þýskaland og írland eru aftur á móti þær þjóðir sem Norðmenn telja líkleg- astu keppinauta sína um fyrsta sætið. Tölfræðin er okkur hliðholl í ár Þegar tölfræði Eurovision keppnanna er skoðuð frá upphafi kemur í ljós að samkvæmt henni eru íslendingar líklegir sigurveg- arar í ár, ef fólk tekur á annað borð mark á slíku. Þar kemur reyndar fram aö oftast hefur lagiö sem flutt er síðast borið sigur úr bít- um en okkar fólk er aftur á móti fyrst á sviðið annað kvöld. Sam- kvæmt tölfræðinni er það hins veg- ar næst besti staðurinn til að vera í röðinni því alls hafa þrír aðilar sem hafa verið fyrstir sigrað keppnina, síðast Svíar árið 1984. Það sem er líka áhugavert að skoða er hvernig sigrarnir skipt- ast á milli kynja. Konur hafa 29 sinnum lent í fyrsta sæti saman- borið við sjö karlkyns sigurvegara og einn kynskipting. Út frá því batna líkur íslands á velgengni til muna. Hljómsveitir og dúettar hafa aftur á móti 12 sinnum staðið uppi sem sigurvegarar en það gerðist í fyrsta skipti þegar Abba sigraði árið 1974 með laginu Wa- terloo. Þetta kemur heim og saman við árangur íslendinga í keppninni en versti árangur okkar var árið 1989 þegar tveir karlmenn, þeir Daníel Ágúst og Valgeir Guðsjónsson, fluttu lagið Þaú sem enginn sér og fengu ekkert stig og þar með neðsta sætið. Besti árangur okkar var hins vegar framlag Selmu Björnsdóttur sem náði öðru sæti og alls 146 stigum árið 1999. Þegar meðalskor íslensku kepp- endanna er skoðað frá upphafi fæst að íslendingar hafa að meðal- tali verið í 14. sæti en efstir eru Bretar sem hafa að meðaltali ver- ið í fjórða sæti og næstir írar í því sjötta. Danir reynst okkur bestir Ef litið er nánar á stigagjöfina þau ár sem íslands hefur keppt sést að Danir hafa verið okkur hliðhollir, sérstaklega hin síðari ár. Hvort þaö hafi eitthvað með kúgun þeirra á landi og þjóö fyrr á öldum að gera skal ósagt látið en í siðustu þremur keppnum sem ís- land hefur tekiö þátt í hafa þeir samtals gefið okkur 26 stig af 36 mögulegum sem verður að teljast nokkuð rausnarlegt. Af þessum þremur skiptum hafa þeir tvisvar gefið okkur 12 stig ,sem er það mesta sem hægt er að gefa, en árið 2001 gáfu þeir okkur tvö stig. Þeir verða þó varla sakaðir um svik fyrir það því þetta ár endaði ís-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.