Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 Utlönd j£y%ir Sharon styður Vegvísi The New York Times greinir frá því í dag að Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísraels, muni styðja friðar- áætlun Bandaríkjamanna, Vegvísi, þ'ó að stuðningur hans verði ákveðnum skilyrðum háður. Samkvæmt heimildum blaðsins, sem munu vera bandarískir emb- ættismenn, ætlar Sharon að styðja Vegvísi í meginatriðum sem ætlað er að tryggja frið á svæðinu og stofnun palestínsks ríkis. Það átti þó eftir að komast að samkomulagi um nákvæmt orðalag stuðningsyfir- lýsingar Sharons. Palestínumenn hafa þegar lagt blessun sína yfir Vegvísi. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Hlíðarhjalli 51, 0101, þingl. eig. Guð- ríður Bjarney Ágústsdóttir, gerðar- beiðendur Hlíðarhjalli 51, húsfélag og íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 13.00.___________________ Kársnesbraut 93, 0203, þingl. kaup- samningshafi Elena Simonzentiene, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, ís- landsbanki hf. og Lífeyrissjóður versl- unarmanna, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 13.30.___________________ Litlavör 11, þingl. eig. Ingimundur Guðmundsson, gerðarbeiðendur Brim- borg ehf. og Landsbanki íslands hf., útibú, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 14.00._________________________ Nýbýlavegur 26,0102, þingl. eig. Tara, umboðs- og heildverslun, gerðarbeið- endur Flísabúðin hf., Kópavogsbær, Slippfélagið í Reykjavík hf. og Spari- sjóður Kópavogs, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 15.00.___________________ SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér: segir: Brekkustígur 2, Sandgerði, þingl. eig. Brynhildur Kristjánsdóttir, gerðar- beiðendur Greiðslumiðlun hf., íbúða- lánasjóður og sýslumaðurinn í Kefla- vík, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 11.30. Garðbraut 25a, Garði, þingl. eig. Hrafnhildur Sigurvinsdóttir, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður, íslands- banki hf., útibú 542, Lífeyrissjóður sjómanna, Meyvant Meyvantsson og Sparisjóður Hafnarfjarðar, miðviku- daginn 28. maí 2003 kl. 11.15. Háseyla 11, Njarðvík, þingl. eig. Guð- mundur Georg Jónsson, gerðarbeið- endur íbúðalánasjóður, Reykjanes- bær og Sparisjóðurinn í Keflavík, mið- vikudaginn 28. maí 2003 kl. 10.00. Hringbraut 92b, Keflavík, þingl. eig. Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir, gerð- arbeiðandi Lífeyrissjóður sjómanna, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 10.30. Junkaragerði, Höfnum, fbúðarhús ásamt 2.400 ferm. leigulóð, þingl. eig. Halldór Andri Halldórsson, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður og Lífeyr- issjóðurinn Framsýn, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 13.30._____________ Kirkjuvegur 57, Keflavík, þingl. eig. Gunnar Sigurbjörn Auðunsson og María Dröfn Jónsdóttir, gerðarbeið- andi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 10.45._____________ Melbraut 13, Garði, þingl. eig. Harpa Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi íbúða- lánasjóður, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 11.00.___________________ Uppsalavegur 5, Sandgerði, þingl. eig. Mayuree Damalee ogVilhjálmur Stef- ánsson, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 11.45._________________________ Víkurbraut 52, efri hæð, fnr. 209-2561, Grindavík, þingl. eig. Sigrún Júlía Hansdóttir og Jón Eldjárn Bjarnason, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf., aðalstöðv., miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 14.15.___________________ SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK Tala látinna eftir jaröskjálftann í Alsír komin yfir 1000: Björgunarmenn vinna í kapphlaupi við tímann Tugir þúsunda Alsíringa sváfu undir berum himni í nótt, aðra nóttina í röð, eftir að jarðskjálftar skóku norðurhluta landsins. Minnst 1092 eru látnir og 6782 slasaðir og er þetta mannskæðasti skjálfti lands- ins síðan 1980, þegar 3 þúsund manns fórust. Á sama tíma og íbúar Algeirsborg- ar og nágrennis reyndu að festa dúr á auga unnu björgunarmenn hörðum hönd'um að því að grafa í gegnum húsarústirnar í von um að finna ein- hvern á lífi. Vonir þeirra sem sakna ástvina glæddust því í gær, 17 stund- um eftir skjálftann, tókst björgunar- mönnum að finna mann á lífi undir rústum fjögurra hæða byggingar í borginni Böumerdes. En vonir þeirra dvína með hverri mínútunni sem líður og eru þeir í miklu kapp- hlaupi við timann þessa stundina því hundruð manna gætu enn reynst grafin í húsarústum. REUTERS*IYND Unnið höröum höndum Björgunarmenn í borginni Boumerdes í Alsír vinna höröum höndum aö því að grafa sig ígegnum rústir 10 hæöa byggingar þar sem 350 lík hafa fundist Forseti landsins, Abdelaziz Bou- tefiika, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu og aflýsti um leið opinberum heimsóknum sínum til Nígeríu og Frakklands sem voru áætlaðar síðar í mánuðinum. Sumir íbúar landsins hafa sakað húsbyggjendur um að reisa óstöðug hús á þekktu skjálftasvæði. Sjón- varpsmyndir, sem teknar voru um borð í þyrlu, sýndu húsarústir inn- an um óskaddaðar byggingar. Hvergi var það þó verra en í borg- inni Reghaia þar sem 10 hæða bygg- ing með 78 íbúðum hrundi á svip- stundu. Björgunarmenn segjast hafa fundið 350 lík í rústunum. Forsætisráðherra Alsír lofaði því í gær að það fólk sem er nú heimil- islaust muni fijótt fá nýja samastaði. Þó var farið að bera á vatns- og mat- arskorti hjá þeim skjóllausu og ung- barnamæður voru til að mynda enn að bíða eftir mjólk fyrir börnin sín. Beðið eftlr áfyllingu 'lrakar bíöa hér fyrir utan gasverksmiöju í Bagdad eftir aö fá áfyllingar á gaskútana sína, sem þeir nota viö elda- mennsku. Loka þurfti verksmibjunni vegna stríösins í landinu en hún var aftur opnuö nú fyrir skömmu eftir aö Banda- rískir hermenn höfðu gefiö grænt Ijós á þab. Öryggisráö SÞ afléttir refsiaögeröum gegn írak: Fyrsta skrefið til sátta eftir hatrammar deilur um stríðið öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna tók fyrsta skrefið í gær til að jafna þann mikla ágreining sem upp kom vegna herferðar Banda- ríkjamanna og Breta á hendur Saddam Hussein íraksforseta og stjórn hans þegar það samþykkti með 14 atkvæðum gegn engu að létta viðskiptaþvingunum af írak. Með samþykktinni fá Banda- ríkjamenn og Bretar viðtæk völd til að stjórna írak og nota gífur- legan olíuauð landsins til að fjár- magna endurreisnarstarfið. Fulltrúi Sýrlendinga, einu arabaþjóðarinnar í Öryggisráð- inu, var ekki í salnum þegar ályktunin var borin upp til at- kvæða. Sýrlensk yfirvöld til- kynntu hins vegar sjö klukku- stundum síðar að þau myndu hafa REUTERSMYND Anæg&ur með málalyktlr Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, var énægbur meb samstðbuna í Ör- yggisrábinu um endurreisn íraks. samþykkt ályktunina. Fayssal Mekdad, fulltrúi Sýrlands, sagði að ráðamönnum í Damask'us hefði ekki verið gefinn nægilegur tími til að íhuga ályktunina. Þá sagði hann að endanlega afstöðu Sýrlands væri alls ekki hægt að túlka sem stefnubreytingu, Sýr- lendingar héldu því enn fram að stríðið í írak hefði verið ólöglegt. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hrósaði fulltrúum í Öryggis- ráðinu fyrir að hafa náð samstöðu um endúrreisnarstarfið í írak eft- ir hatrammar deilur og árangurs- lausar tilraunir til að fá ráðið til að leggja blessun sína yfir hernað- araðgerðirnar. „Við höfum nýjan grundvöll til að starfa eftir núna," sagði Ann- an. Stuttar fréttir Eitt ár eOa tvö í írak Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við franska sjónvarps- stöð í gær að svo kynni að fara að bandarískir her- menn myndu ekki yfirgefa írak fyrr en eftir eitt ár eða tvö. Sakaðir um aftökur Indónesíski herinh hefur verið sakaður um að hafa tekið átta óbreytta borgara af lífi í hernað- araðgerðunum gegn uppreisnar- mönnum í Aceh-héraði. Enn og aftur bráOalungnabólga Bráðalungnabólgufaraldurinn heldur áfram að breiðast út á Taívan og í morgun tilkynntu yf- irvöld um 55 ný tilfelli. Þá er ver- ið að kanna fjóra i Toronto í Kanada, viku eftir að lýst var yfir að borgin væri smitlaus. ViOræOum haldiO áfram Kóreuríkin tvö ákváðu í morg- un að halda viðræðum sínum áfram einn dag enn þar sem deil- ur um kjarnorkuáætlanir norðan- manna töfðu fyrir því að sam- komulag næðist um að senda þeim hrísgrjón. Berlusconi ætlar ekki frá Silvio Berl- usconi, forsætis- ráðherra ítalíu, lýsti því yfir í um- ræðuþætti í ítalska ríkissjón- varpinu í gær- kvöld að hann myndi ekki segja af sér þótt hann yrði fundinn sek- ur um spiliingu. Verið er að rétta yfir honum í Mílanó. Engir brjáiæOingar Bandarískur sérfræðingur í sál- fræði hryðjuverkamanna sagði á fundi geðlækna í gær að sjálfs- morðsliðar væru ekki brjálaðir og að oft væri litið á þá sem fyr- irmyndir í samfélögum þeirra. Tommy Franks á förum Bandaríski hers- höfðinginn Tommy Franks, sem stjórnaði stríðsaðgerðunum í írak og í Afgan- istan, mun innan tíðar láta af emb- ætti sem yfirmað- ur bandaríska herráðsins og fara síðan á eftirlaun einhvern tíma í sumar, að sögn Donalds Rums- felds landvarnaráðherra. MóOir sektuO f yrir ótta barns Þýsk móðir hefur verið sektuð um eitt hundrað evrur vegna þess að átta ára dóttir hennar neitaði að opna munninn hjá tannlækninum. Móðirin hefur fallist á að greiða sektina. LeiOtoganna vei gætt Forsetar ríkja Rómönsku Ameríku komu til borgarinnar Cusco í Perú í gær þar sem þeir ætla að bera saman bækur sínar. Lögreglan hefur mik- inn viðbúnað vegna fundarins þar sem sjónum verður beint að betri stjórnarháttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.