Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 12
12 ____________________________________________________________________________________________________FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 Útlönd DV Sharon styður Vegvísi The New York Times greinir frá því í dag að Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísraels, muni styðja friðar- áætlun Bandaríkjamanna, Vegvisi, þ'ó að stuðningur hans verði ákveðnum skilyrðum háður. Samkvæmt heimildum blaðsins, sem munu vera bandarískir emb- ættismenn, ætlar Sharon að styðja Vegvísi i meginatriðum sem ætlað er að tryggja frið á svæðinu og stofnun palestinsks ríkis. Það átti þó eftir að komast að samkomulagi um nákvæmt orðalag stuðningsyflr- lýsingar Sharons. Palestínumenn hafa þegar lagt blessun sína yfir Vegvísi. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Hlíðarhjalli 51, 0101, þingl. eig. Guð- ríður Bjarney Ágústsdóttir, gerðar- beiðendur Hlíðarhjaili 51, húsfélag og íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 13.00. Kársnesbraut 93, 0203, þingl. kaup- samningshafi Elena Simonzentiene, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, fs- landsbanki hf. og Lífeyrissjóður versl- unarmanna, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 13.30. Litlavör 11, þingl. eig. Ingimundur Guðmundsson, gerðarbeiðendur Brim- borg ehf. og Landsbanki fslands hf., útibú, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 14.00. Nýbýlavegur 26,0102, þingl. eig. Tara, umboðs- og heildverslun, gerðarbeið- endur Flísabúðin hf., Kópavogsbær, Slippfélagið í Reykjavík hf. og Spari- sjóður Kópavogs, þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 15.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háö á þeim sjálf- um sem hér: segir: Brekkustígur 2, Sandgerði, þingl. eig. Brynhildur Kristjánsdóttir, gerðar- beiðendur Greiðslumiðlun hf., íbúða- lánasjóður og sýslumaðurinn í Kefla- vík, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 11.30.__________________________ Garðbraut 25a, Garði, þingl. eig. Hrafnhildur Sigurvinsdóttir, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður, íslands- banki hf., útibú 542, Lífeyrissjóður sjómanna, Meyvant Meyvantsson og Sparisjóður Hafnarfjarðar, miðviku- daginn 28. maí 2003 ld. 11.15. Háseyla 11, Njarðvík, þingl. eig. Guð- mundur Georg Jónsson, gerðarbeið- endur fbúðalánasjóður, Reykjanes- bær og Sparisjóðurinn í Keflavík, mið- vikudaginn 28. maí 2003 kl. 10.00. Hringbraut 92b, Keflavík, þingl. eig. Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir, gerð- arbeiðandi Lífeyrissjóður sjómanna, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 10.30. Junkaragerði, Höfnum, íbúðarhús ásamt 2.400 ferm. leigulóð, þingl. eig. Halldór Andri Halldórsson, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður og Lífeyr- issjóðurinn Framsýn, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 13.30._________ Kirkjuvegur 57, Keflavík, þingl. eig. Gunnar Sigurbjöm Auðunsson og María Dröfn Jónsdóttir, gerðarbeið- andi fbúðalánasjóður, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 10.45._________ Melbraut 13, Garði, þingl. eig. Harpa Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi fbúða- lánasjóður, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 11.00._________________ Uppsalavegur 5, Sandgerði, þingl. eig. Mayuree Damalee ogVilhjálmur Stef- ánsson, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 11.45. Víkurbraut 52, efri hæð, fnr. 209-2561, Grindavík, þingl. eig. Sigrún Júlía Hansdóttir og Jón Eldjárn Bjarnason, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf., aðalstöðv., miðvikudaginn 28. maí 2003 kl. 14.15. SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK Tala látinna eftir jaröskjálftann í Alsír komin yfir 1000: Björgunarmenn vinna í kapphlaupi við tímann Tugir þúsunda Alsíringa sváfu undir berum himni í nótt, aðra nóttina í röð, eftir að jarðskjáiftar skóku norðurhluta landsins. Minnst 1092 eru látnir og 6782 slasaðir og er þetta mannskæðasti skjálfti lands- ins síðan 1980, þegar 3 þúsund manns fórust. Á sama tíma og íbúar Algeirsborg- ar og nágrennis reyndu að festa dúr á auga unnu björgunarmenn hörðum höndiim að því að grafa í gegnum húsarústimar í von um að finna ein- hvem á lífi. Vonir þeirra sem sakna ástvina glæddust því í gær, 17 stund- um eftir skjálftann, tókst björgunar- mönnum að finna mann á lifi undir rústum fjögurra hæða byggingar i borginni Boumerdes. En vonir þeirra dvína með hverri mínútunni sem líður og em þeir í miklu kapp- hlaupi við tímann þessa stundina því hundmð manna gætu enn reynst grafin í húsarústum. REUTERSMVND Unnlö höröum höndum Björgunarmenn í borginni Boumerdes í Alsír vinna höröum höndum aö því aö grafa sig í gegnum rústir 10 hæöa byggingar þar sem 350 lík hafa fundist. Forseti landsins, Abdelaziz Bou- teflika, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu og aflýsti um leið opinberum heimsóknum sínum til Nígeríu og Frakklands sem vom áætlaðar síðar í mánuðinum. Sumir íbúar landsins hafa sakað húsbyggjendur um að reisa óstöðug hús á þekktu skjálftasvæði. Sjón- varpsmyndir, sem teknar vom um borð í þyrlu, sýndu húsarústir inn- an um óskaddaöar byggingar. Hvergi var það þó verra en í borg- inni Reghaia þar sem 10 hæða bygg- ing með 78 íbúðum hrundi á svip- stundu. Björgunarmenn segjast hafa fundið 350 lík í rústunum. Forsætisráðherra Alsír lofaði þvi í gær að það fólk sem er nú heimil- islaust muni fljótt fá nýja samastaði. Þó var farið að bera á vatns- og mat- arskorti hjá þeim skjóllausu og ung- bamamæður voru til að mynda enn að bíða eftir mjólk fyrir börnin sín. Beðið eftlr áfyllingu írakar bíöa hér fyrir utan gasverksmiöju í Bagdad eftir aö fá áfyllingar á gaskútana sína, sem þeir nota viö elda- mennsku. Loka þurfti verksmiöjunni vegna stríösins í landinu en hún var aftur opnuö nú fyrir skömmu eftir aö Banda- rískir hermenn höfðu gefiö grænt Ijós á þaö. Öryggisráð SÞ afléttir refsiaðgerðum gegn írak: Fyrsta skrefið tH sátta eftir hatramman deilur um stríðið Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna tók fyrsta skrefið í gær til að jafna þann mikla ágreining sem upp kom vegna herferðar Banda- ríkjamanna og Breta á hendur Saddam Hussein íraksforseta og stjórn hans þegar það samþykkti með 14 atkvæðum gegn engu að létta viðskiptaþvingunum af írak. Með samþykktinni fá Banda- ríkjamenn og Bretar víðtæk völd til að stjórna írak og nota gífur- legan olíuauö landsins til aö fjár- magna endurreisnarstarfið. Fulltrúi Sýrlendinga, einu arabaþjóðarinnar í Öryggisráð- inu, var ekki í salnum þegar ályktunin var borin upp til at- kvæða. Sýrlensk yfirvöld til- kynntu hins vegar sjö klukku- stundum síðar að þau myndu hafa REUTERSMYND Anægður með málalyktir Kofi Annan, framkvæmdastjórí SÞ, var ánægöur meö samstööuna í Ör- yggisráöinu um endurreisn íraks. samþykkt ályktunina. Fayssal Mekdad, fulltrúi Sýrlands, sagði að ráðamönnum í Damaskus hefði ekki verið gefinn nægilegur tími til að íhuga ályktunina. Þá sagði hann að endanlega afstöðu Sýrlands væri alls ekki hægt að túlka sem stefnubreytingu, Sýr- lendingar héldu því enn fram aö stríðiö í írak hefði verið ólöglegt. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hrósaði fulltrúum í Öryggis- ráðinu fyrir að hafa náð samstöðu um endúrreisnarstarfið í írak eft- ir hatrammar deilur og árangurs- lausar tilraunir til að fá ráðið til að leggja blessun sína yfir hernaö- araðgerðirnar. „Við höfum nýjan grundvöll tU að starfa eftir núna,“ sagði Ann- an. Eitt ár eða tvö í írak Colin PoweH, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við franska sjónvarps- stöð í gær að svo kynni að fara að bandarískir her- menn myndu ekki yfirgefa Irak fyrr en eftir eitt ár eða tvö. Sakaðir um aftökur Indónesíski herinn hefur verið sakaður um að hafa tekið átta óbreytta borgara af lífi i hemað- araðgerðunum gegn uppreisnar- mönnum í Aceh-héraði. Enn og aftur bráðalungnabólga Bráðalungnabólgufaraldurinn heldur áfram að breiðast út á Taívan og í morgun tHkynntu yf- irvöld um 55 ný tiIfeUi. Þá er ver- ið að kanna fjóra í Toronto í Kanada, viku eftir að lýst var yfir að borgin væri smitlaus. Viðræðum haldið áfram Kóreuríkin tvö ákváðu í morg- un að halda viðræðum sínum áfram einn dag enn þar sem deU- ur um kjarnorkuáætlanir noröan- manna töfðu fyrir því að sam- komulag næðist um að senda þeim hrísgrjón. Berlusconi ætlar ekki frá SUvio Berl- usconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, lýsti því yfir í um- ræðuþætti í ítalska ríkissjón- varpinu í gær- kvöld að hann myndi ekki segja af sér þótt hann yrði fundinn sek- ur um spiUingu. Verið er að rétta yfir honum í MUanó. Engir brjálæðingar Bandarískur sérfræöingur í sál- fræði hryðjuverkamanna sagði á fundi geðlækna í gær að sjálfs- morðsliðar væru ekki brjálaðir og að oft væri litið á þá sem fyr- irmyndir í samfélögum þeirra. Tommy Franks á förum Bandaríski hers- höfðinginn Tommy Franks, sem stjórnaði stríðsaðgerðunum í írak og í Afgan- istan, mun innan tíðar láta af emb- ætti sem yfirmað- ur bandaríska herráðsins og fara síðan á eftirlaun einhvem tíma í sumar, aö sögn Donalds Rums- felds landvarnaráðherra. Móðir sektuð fyrir ótta barns Þýsk móðir hefur verið sektuð um eitt hundrað evrur vegna þess að átta ára dóttir hennar neitaði að opna munninn hjá tannlækninum. Móðirin hefur faUist á að greiöa sektina. Leiðtoganna vel gætt Forsetar ríkja Rómönsku Ameríku komu tU borgarinnar Cusco í Perú í gær þar sem þeir ætia að bera saman bækur sínar. Lögreglan hefur mik- inn viöbúnað vegna fundarins þar sem sjónum verður beint að betri stjórnarháttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.