Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 14
14 Menning Wagner á veislufati Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í gærkvöldi voru helg- aöir tónlist eftir eitt tónskáld - hinn umdeilda snilling Richard Wagner. Umdeildur var hann mest í sínum eigin samtíma. í dag reyna fáir að mótmæla því að þar fór maður með afar fágæta hæfileika sem hann nýtti til að lýsa í tónlist hreinni fegurð og heitum tilfinningum. Margir hafa reynt þetta en hann er einn af örfáum sem tókst það og það oftar og betur en margir þora að viðurkenna. Wagner var fyrst og fremst óp- erusmiður og því eðlilegt að for- leikir ættu stóran hlut í efnis- skránni í gær, en þeir voru fjór- ir. Auk þess söng Magnea Tómas- dóttir eftir tónskáldið vel valda kafla sem kalla má aríur þó þeir séu ekki allir afmarkaðir með heföbundnum hætti. Aríur þess- ar komu úr óperunum Lohengrin, Tannhauser og Trist- an og Isolde - og hljóta nú allir Wagner-aðdáendur að vera famir að lygna aftur augum. Tónleikarnir hófust hins vegar með flutningi á Wesendonck Lieder, undurfagurri tónsmíð við ljóð eftir Mathilde Wesendonck sem var ástkona Wagners á sjötta áratug nítjándu aldar. Verkið er sem sagt ekki óperusmíð en tengist órjúfan- lega því sem mátti heyra síðast á efnis- skránni, þ.e. óperunni um Tristan og ísolde og tónleikarnir þannig vel rammaðir inn hvað varðaði efhisval. Það er ákveöin blóðtaka þegar margir af fremstu hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar eru fjarverandi en ástæða þess nú er Rússlandsferð Kammersveitar Reykja- Tannháuser. Þar hreinlega héldu fiðlur ekki viðkvæmum tóni í lokin í réttri tónhæð heldur seig tónninn þegar styrkur var minnkaður. Þetta þætti léleg lat- ína hjá t.d. söngvurum og er auð- vitað óviðunandi. Hins vegar mátti heyra fagra tóna úr ástaró- bói í höndum Kristjáns Stephen- sen og svo bassaklarínettunni hjá Kjartani Óskarssyni í forleiknum að Tristan, svo eitthvað sé nefnt. Sellóin fengu margt fallegt að spila úr og gerðu oft vel en bass- ar voru stundum óhreinir. Eftir hlé var almennt sem menn hefðu spýtt í lófana og voru allir hestu sprettimir í hljóðfæraleik teknir þá. Magnea Tómasdóttir hefur sér- stæða og stóra, svolítið þunga en oft um leið mjög bjarta rödd. Beiting hennar er ekki alveg nógu markviss og rennsli upp og inn í tónana ótrúlega hljómljótt og fráhrindandi. Þetta gerist þó miklu sjaldnar en svo að það nái að skyggja á þær stundir þegar hljómfegurð og styrkur tónn samhliða mjög vel unninni túlk- un einkenna flutning hennar. Ar- ían úr Lohengrin var fallega sungin, gleði Elísabetar vel túlk- dv-mynd e.ól. uð og síðast en kannski fremst var flutningurinn á Liebestod hrífandi. Magnea hefur alla burði til að vera mjög vaxandi söng- kona og næsta víst að Richards Wagner verð- ur oftar getið á efnisskrám hennar en margra annarra. Sigfríður Bjömsdóttir Sinfóníuhljómsveit íslands lék verk eftir Richard Wagner í Háskólabíói 22.05.03. Einsöngvari: Magnea Tómasdóttir. Stjórnandi: Gregor Buhl. Magnea Tómasdóttir á æflngu Á tónleikunum var Wagnersöngkonan í grænum glitrandi síökjól víkur. Ekki er þó víst að sú staða hafi valdið almennu óstuði í leik hljómsveitarinnar fyr- ir hlé. Flöt túlkun skrifast að mestu leyti á hljómsveitarstjórann Gregor Búhl en falskar nótur og feilslegnar gera það ekki. Mörg neyðarleg augnablik tengdust fiðluleiknum sem var oft vandræðalega óhreinn, svo sem í lok fyrri forleiksins úr Lohengrin og aftur í lok forleiks og Bakkusarhátiðar úr Söngvaselóur bestur Guörún Jónsdóttir og Ingunn Ósk Sturludóttir í hlutverkum Maríu og abbadísarinnar. Söngvaseiður Nú er uppselt á þrjár sýningar á Söngva- seiði sem Isfirðingar sýna í Þjóðleikhúsinu í tilefni af því að uppsetningin var valin áhugaleiksýning ársins. Sú fyrsta verður á sunnudagskvöldið. Tólf leikfélög sóttu um að koma til greina við valið með alls þrettán sýningar og þótti dómnefnd mikið til um það kraftmikla og mikilvæga starf sem áhugaleik- félögin standa fyrir um land allt. Alls koma um sjötíu manns að sýningu Litla leikklúbbsins og Tónlistarskólans á ísa- firði á Söngvaseiði, og er þetta viöamesta áhugasýningin sem valin hefur verið til sýn- ingar í Þjóðleikhúsinu til þessa. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir, sem einnig samdi dansa. Höfundur leikmynd- ar er Messíana Tómasdóttir og lýsingu hann- aöi Sveinbjörn Bjömsson. Tónlistar- og kór- stjóri er Beáta Joó. Um tónlistarflutning sér hljómsveit Tónlistarskóla Ísaíjarðar og hljóm- sveitarstjóri er Janusz Frach. í umsögn dómnefndar segir að sýningin sé einstaklega metnaöarfull og í raun þrekvirki hjá þessum aðilum aö setja upp söngleik af þessari stærðargráöu meö þessum árangri. Leikarar eru á öllum aldri og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað barnahópurinn stóö sig vel, enda dyggilega studdur af sterkum hópi eldri leikara. Allt yfirbragð sýningar- innar var tilgerðarlaust og agað, og tókst að- standendum og leikurum með einlægni og húmor að sneiða hjá þeirri tilfinningasemi sem óneitanlega býr í verkinu. í Söngvaseiði sameinar tónlistarfólk og leikhúsfólk krafta sína í óvenjulega heiisteyptri sýningu sem allt bæjarfélagið má vera stolt af. Konur gera Anna Rósa Sigurðardóttir í Plómum Öguö líkamleg tækni er eitt helsta aöalsmerki hennar. Á fimmtudagskvöldiö frumsýndi nýr sviðslista- hópur, íslenska samband- ið ehf., leikritið Plómur eftir Önnu Rósu Sigurð- ardóttur í Tjarnarbíói. Uppsetningin er „debútt“ í margföldum skilningi því um er að ræða frumraun Önnu Rósu sem höfundar og leikara hérlendis en hún stund- aði leiklistarnám í Bandaríkjunum. Leik- stjórinn Hera Ólafsdóttir er sömuleiðis að stýra sinni fyrstu uppfærslu og Rósa Guðmundsdóttir, höfundur og flytjandi tón- listar, hefur ekki starfað við leikhús fyrr. Þau Eg- ill Ingibergsson og Móeið- ur Helgadóttir, sem eru hönnuðir leikmyndar, lýsingar og búninga, eru mun sjóaðri og þá sér- staklega Egill sem hefur verið helsti ljósahönnuð- ur Nemendaleikhússins um langt skeið. í Plómum segir frá Guðrúnu sem á sér þá ósk heitasta að verða rithöfúndur. Hennar helsta átrúnaðargoð er August Strindberg og sagan sem Guðrún deilir með áhorfend- um á ýmislegt sameiginlegt með þekktum verkum sænska skáldjöfursins. Skil draums og veruleika eru óljós og þótt frá- sögnin sé römmuð inn með stuttum eintöl- um er atburðarásin án eiginlegs upphafs og endis. Framvindan er lýsing á draum- kenndu ástandi sem á stundum verður æöi martraðarkennt enda tekur andi Strind- bergs sér bólfestu í líkama Guðrúnar. Leiklist Eðlilega er nokkur byrjendabragur á Plómum en þar eru líka prýðilegar og vel útfærðar hugmyndir. Að ósekju hefði mátt stytta verkið og þétta auk þess sem tempó sýningarinnar var dálítið einsleitt. Anna Rósa, sem eðli málsins samkvæmt er á sviðinu allan tímann, sveiflar sér fimlega milli hlutverka og tilfinninga. Öguð líkam- leg tækni er eitt helsta aðalsmerki Önnu og það nýtir leikstjórinn á afar áhrifaríkan hátt. Hreyfanlegu klippimyndirnar, sem gegna hlutverki leikmyndar, eru einstak- lega skemmtilegar og gæða sýninguna létt- leika og húmor. Tónlist Rósu Guðmunds- dóttur fellur vel að efninu og gefur tilefni til heilmikilla væntinga. Aðstandendur uppfærslunnar mega vel við una og eiga hrós skfiið fyrir þá djörfung að skapa sér verkefni í stað þess að bíða eftir að tæki- færin komi upp í hendurnar á þeim. Halldóra Friðjónsdóttir islenska sambandlö ehf. sýnir Plómur eftir Önnu Rósu Siguröardóttur í Tjarnarbíói. Mynd- og hijóðstjórn: Guð- rún Magnúsdóttir. Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdótt- ir. Tónllst: Rósa Guömundsdóttir. Lelkmynd, Ijós og búningar: Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir. Leikstjóri: Hera Ólafsdóttir. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 T>V Umsjón: Sílja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Söngfélagiö sunnan heiöa Á sunnudaginn kl. 17 heldur Söngfélagið sunnan heiða tónleika í Salnum í Kópavogi ásamt Ólafi Kjart- ani Sigurðarsyni baríton, Helgu Bryndisi Magnúsdótt- ur píanóleikara og Pétri Bjömssyni kvæðamanni. Stjórnandi er Kári Gestsson. Á efnisskrá er aðallega íslensk tónlist, þar á meðal verk sem Gunnsteinn Ólafs- son tónskáld samdi fyrir kórinn. Að sögn Gunnsteins átti það að byggjast á kvæða- lögum sem Kvæðamannafélagið Iðunn hef- ur kveðið frá því á fjórða áratug 20. aldar. „Ég átti í pússi mínu níu stemmur sem Steindór Ándersen hafði eitt sinn kveðið fyrir mig. Ég tók fram uppskrift mína á lögunum og samdi kórverkið svo til í ein- um áfanga. Lögin féllu hvert að öðru eins og þau hefðu alltaf átt að sameinast í einni tónsmið." Graduale og Eivör Vortónleikar Gradu- alekórs Langholtskirkju verða í Langholtskirkju á sunnudaginn kl. 20. Ein- söngvari með kómum verð- ur Eivör Pálsdóttir og hljóð- færaleikararnir Guðmund- ur Sigurðsson, Gunnar Hrafnsson, Kjartan Valdemarsson, Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason leika með. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Á efnisskrá verða m.a. þjóðlagaútsetn- ingar eftir Jón Ásgeirsson, verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Jakob Hallgríms- son o.fl. Aðalverk tónleikanna er Háb (Von) eftir danska tónskáldið John Hoybye í tilefni af ráðstefnu samtaka norrænna tónlistaruppalenda, kórstjóra og tónlistar- kennara. Tónskáldið verður aðalgestur ráðstefnunnar ásamt finnska kórstjóranum Erki Pohjola, stofnanda hins heimsþekkta Tapiolakórs. I sumar fer Gradualekórinn í tónleika- ferð til Finnlands og verður gestur á Sympatti-kórahátíðinni. Sex bamakórar frá fiórum heimsálfum em boðnir á hátíð- ina sem felst í sameiginlegum tónleikum gestakóranna í upphafi og við lok hátíðar- innar en auk þess er skipulögð viku tón- leikaferð fyrir hvem kór um Finnland. Álfasagan mikla Á sunnudaginn var hófst á Rás 1 þáttaröðin Tveggja heima sýn í umsjá Maríu Önnu Þorsteinsdóttur um álfasöguna miklu, Sögu Ólafs Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal, sem talin er rituð um aldamótin 1800. í þáttunum býður hún hlust- endum að kynnast fram- andi heimi þessarar sögu sem kölluð hefur verið fyrsta íslenska skáldsagan. Heimi þar sém álfar eru aðalpersónur og aðrar kunnuglegar verur úr þjóðsagnaarfinum, svo sem útilegumenn og sæbúar, auk venjulegra íslendinga sem ofanjarðar búa. í næsta þætti kl. 10.15 á sunnudaginn verða íslenskar þjóðsögur til umfiöllunar og verður Baldur Hafstað prófessor gestur þáttarins. Þættimir eru endurfluttir á mánudögum kl. 15. Stórsveitartónleikar Á morgun kl.15 heldur Stórsveit Reykja- víkur útgáfutónleika í Ráðhúsi Reykjavík- ur í tilefni þess aö hljómsveitin var að gefa út geislaplötu þar sem eingöngu eru flutt lög sem tengjast Reykjavíkurborg. Einvalaliö söngvara er lika á plötunni; Andrea Gylfadóttir, Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson, Kristjana Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Páll Rósinkranz og Ragnar Bjamason. Stjómandi á tónleikunum verður Sæ- bjöm Jónsson en Skífan gefur diskinn út. Thorvald Steen Nýr rithöfundur var búinn til í frétt í blaðinu í fyrradag um árbókina Nordisk litteratur. Var nafnið sett saman úr höf- undamafninu, Thorvald Steen, og nafninu á ljósmyndara hans, Helene Andersen! Það er sem sagt Thorvald Steen sem skrifar skáldsöguna Den lille hesten með Snorra Sturluson sem aðalpersónu. Þorleifur Hauksson fiallar um hana og fleiri nýjar norrænar skáldsögur um Sturlungaöldina í ritinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.