Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Side 15
15 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 Menning Úr Herjólfur er hættur aö elska Óheföbundnar leiöir farnar aö óheföbundnu verki. Leiklist Sigurður Skúlason fer með hlutverk Herjólfs og er túlkun hans blæbrigðarík og sterk. Þrátt fyrir voðaverkið sem hann fremur er ekki ann- að hægt en að hafa samúð með þessum breyska manni sem gengur nánast með hjartað utan á sér. Sigurður nostrar við hvert smáatriði í karaktersköpuninni og bætir i safnið enn einni eftirminnilegri persónu. Aðrir leikarar sem taka þátt í þessari uppfærslu eru Baldur Trausti Hreinsson, Edda Amljótsdóttir og Guð- rún Gísladóttir. Hlutverk þeirra bjóða ekki upp á jafnmikil tilþrif en öll gera þau vel og draga persónur sínar skýrum dráttum. Myrkviðir hugans Uppsetning Stefáns Jónsson- ar á Herjólfur er hættur að elska eftir Sigtrygg Magnason markar tímamót í fleiri en ein- um skilningi. Fyrir það fyrsta er sýningin undir merkjum Leiksmiðju Þjóðleikhússins en henni er ætlað að vera vett- vangur fyrir tilraunastarfsemi og er megináherslan lögð á að vinna með það sem er nýjast og ferskast í ieiklistinni eins og segir í leikskrá. Herjólfur er hættur að elska fellur vel að þeirri skilgreiningu bæði að innihaldi og útfærslu. Sýning- arhúsnæðið er líka óvenjulegt því sýningar fara fram á jarð- hæðinni í gamla birgðahúsi Landssímans við Sölvhólsgötu (gengið inn um port frá Skúla- götu). Leikritið er fyrsta verk Sigtryggs fyrir atvinnuleikhús og Stefán Jónsson leikstýrir nú í fyrsta sinn í Þjóðleikhús- inu. Herjólfur er hættur að elska er ekki hefðbundið að bygg- ingu og minnir um margt á langt prósaljóð. í miðju frá- sagnarinnar er Herjólfur sem grípur til örþrifa- ráða þegar hann uppgötvar einn daginn að hann er hættur að elska. Áhorfendur eru leidd- ir í allan sannleika um þann verknað strax í upphafi en hverfa siðan aftur í tímann og fylgja Herjólfi í leit hans að skýringum. Samband Herjólfs við foreldra sína leikur þar stóra rullu en ónefnd skúringakona er líka áhrifavaldur sem og eiginkonan. Hér verður ekki farið út í að lýsa nánar innihaldi verksins en látið nægja að nefna að þar er fjallað um klassísk viðfangs- efni á borð við ást og ástleysi og leitina að ham- ingjunni að dauðanum ógleymdum. Textinn er oft bráðfyndinn en einnig angurvær og ljóð- rænn. Stefán Jónsson og samstarfs- fólk hans fer skemmtilega leið að verkinu hvað varðar um- gjörð. Hið eiginlega leikrými er í öðrum helmingi hússins en teygir sig yfir í hinn endann þegar þurfa þykir. Allt rýmið er málað svart og leikmunir í lág- marki. Fyrir vikið verður vægi lýsingar enn meira og óhætt að fullyrða að þar séu famar óhefð- bundnar leiðir. Ljóskeilumar sem kljúfa myrkrið koma aðal- lega úr vasaljósum og ljósi sem er fest á höfuð Herjólfs en auk þess eru hlutir eins og borðbún- aður og skúringafata lýstir upp innan frá - svo ekki sé minnst á hjörtun sem glóa í gegn um klæði persónanna þegar við á. Vel heppnuð tónlist Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur magnar dulúðuga stemninguna enn frekar og greinilegt að hátalarar eru á víð og dreif um rýmið því hljóðin berast úr öllum áttum. Nálgun Stefáns Jónssonar leik- stjóra aö þessu óvenjulega verki ber hugmyndaauðgi hans gott vitni og honum hefur tekist sér- lega vel að samhæfa krafta allra sem að upp- setningunni koma. Vonandi gefur þessi fyrsta sýning Leiksmiðju Þjóðleikhússins tóninn fyrir framhaldið og rétt að taka fram að einungis em fyrirhugaðar sex sýningar á þessu athyglisverða leikhúsverki. Halldóra Friðjónsdóttir Lelksmiöja Þjóöleikhússins sýnir t húsi Landssímans viö Sölvhólsgötu: Herjólfur er hættur aö elska eftir Sigtrygg Magnason. Lýslng: Ásmundur Karlsson (Kristín Björk, Drífa og Stefán). Tónlist: Kristín Björk Kristjánsdóttir. Búningar: Drtfa Ármannsdóttir. Lelkmynd: Drtfa Ármanns- dóttir og Kristín Björk Kristjánsdóttir. Lelkstjóri: Stefán Jónsson. Leikfélag Reykjavtkur STÖRA SVIÐ ÖFUGU MEGIN uppf e. Dertk Benfleld Lau. 24/5 kl. 20 - Evróvisjón-tilboð kr. 1.800! Su. 1/6 kl. 20 Fö. 6/6 kl 20 Fö. 13/6 kl. 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Su. 25/5 kl. 20 Fi. 29/5 ld. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftirSálina og Karl Ágúst Úlfsson í kvöld kl. 20 Fö. 30/5 k. 20 Lau. 31/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR Afmælistónleikar. Tónlistarskóli Kópavogs 40 ára. Kl. 14.00: Nemendur frumflytja m.a. "Tónleikur-Hljóðleikur-Hringleikur", verk fyrir strengjasveit, 15 flautur og 10 píanó eftir Erik J. Mogensen. . kl. 16.00: Nemendur flytja einleiks- og kammerverk. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Söngfélagið Sunnan heiða og Ólafur Kjartan Sigurðarson bariton, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó og Pétur Björnsson kvæðamaður. Stjórnandi Kári Gestsson. Verð kr. 1.500/1.200. NÝJASVIÐ SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leíkhópínn Fi. 29/5 kl. 20 ATH.: SÍÐASTA SÝNING. MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTÚR eftir Peter Brook og Marie-Héléne Estienne í kvöld kl. 20 Fö. 30/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Sunnudaginn 1/6 kl. 20 - AUKASÝNING LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR - TÓNLEIKAR ásamt ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Tatu Kantomaa og Sigurbimi Ara Hróðmarssyni Þri. 27/5 kl. 20 Óður til Ellyjar. Útgáfutónleikar. Guðrún Gunnarsdóttir syngur vinsælustu lög EllyjarVilhjálms ásamt Borgardætrum, Sigurði Flosasyni, Jóni Rafnssyni, Erik Qvick, Eyjólfi Kristjánssyni og Stefáni Hilmarssyni. Hljómsveitarstjóri Eyþór Gunnarsson. Verð kr. 2.000. ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 25/5 kl. 20 _ 120. sýning Lau. 31/5 kl. 20 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR. LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare i samstarfi við VESTURPORT Mi. 4/6 kl. 20 Fi. 5/5 kl. 20 Fö. 6/6 kl. 20 ATH.: SÍÐUSTU SÝNINGAR. BORGARLEIKHUSIÐ Laugardagur 24. maí kl. 14.00 og 16.00 Sunnudagur 25. maí kt. 17 Miðvikudagur 28. mai kl. 21.00. Örfá sæti laus! ALLiR í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir á ÖFUGU MEGIN, PÚNTILA, SUMARÆVINTÝRI, MAÐURINN SEM). Miðasala 5 700 400 CREMASTER PLATE 2003 Matthew Barney í Nýlistasafninu og Regnboganum Einkasýning Matthews Barney sérstaklega gerð fyrir Nýlistasafnið. Hluti af CREMASTER-seríunni sem hann byrjaði að vinna að 1994 og lýkur nú með sýningum í Guggenheim-safninu í New York, Feneyjartviæringnum og í Nýlistasafninu í Reykjavík. Sýningin verður opnuð laugardaginn 24. maí kl. 16 og stendur til 29. júní. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3, er opið mið.-sun. kl 14-18 Kvikmyndir Barneys úr CREAAASTER CYCLE kvikmyndaröðinni verða sýndar í Regnboganum 25. maí - 1. júní. Dagskrá í Regnboganum sunnudaginn 25. maí: kl 16.00: Ricahrd Flood og Matthew Barney spjalla um Cremaster- kvikmyndaröðina. Matthew svarar fyrirspurnum. kl. 17.00: Cremaster 3 frumsýnd. Tímasetning sýninga einstakra Cremaster kvikmynda verða auglýstar í fjötmiðlum. Sumarnám- skeið í söng Söngkonan Ingveldur Ýr er með fjölbreytt sumarstarf í sumar; nám- skeið, sönghópa og master- klassa. Þar má nefna söngnám- skeið fyrir byrj- endur og lengra komna þar sem kennd er öndun, líkamsstaða, raddbeiting og sönglög af ýmsu tagi. Einnig eru kennd grunnat- riði í tónheyrn og nótnalestri. Námskeiðið er ætlað fólki á öll- um aldri og er tilvalið fyrir þá sem vilja góða undirstöðu í söng og raddbeitingu og einnig fyrir á sem vilja halda sér við. Á hinu vinsæla unglinganám- skeiði verður kennd raddbeit- ing, söngleikja- og gospellög, lög úr Disneymyndum og fleiri al- menn sönglög. Fengnir verða gestakennarar til að kenna spuna og framkomu auk þess sem undirleikari kemur í tím- ana. Námskeiðin eru tvískipt eftir aldri nemenda. Nú hefur verið stofnaður sönghópur fyrir fólk sem hefur verið í einkatímum eða hefur mikla söngreynslu og vill halda sér við og auka fjölbreytni í náminu. Unnið er að raddbeit- ingu, nótnalestur þjálfaður, gerðar spunaæfingar og síðast en ekki síst er lagavalið sérlega fjölbreytt og skemmtilegt. í sumar eru líka vikulegir masterklassar fyrir fólk í ein- söngsnámi. Upplýsingar í síma 898 0108 eða á www.songstudio.ehf.is. STÓRA norræna fílasýningin fyrir alla fjölskylduna Opnuð í Norræna húsinu laugardag 24. maí kl. 14. Allir velkomnir og öll börn sem mæta í fílabúningi fá ís ffá Emmess og fleira gott í gogginn! Litríkar FÍLAmyndir eftir dönsku listamennina Peter Hentze, Thomas Winding og Pernelle Maegaard. Skemmtilegar FÍLAsögur til að hlusta á. Sérstakur FíLA-matseðill fyrir yngri kynslóðina. Aðgangseyrir: Kr. 200- Ókeypis leiðsögn fyrir hópa. Opnunartími: Þri-fös kl. 10- 16. Lau-sun kl. 12-17. Til 17.8. 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.