Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 ______17 ^ Skoðun Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aéalritstjóri: Óli Björn Kárason Rltstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dvis. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prontun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. : Loforð og vonbrigði Fátt kemur á óvart í stefnuyf- irlýsingu ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks. Mörgu ber að fagna en sumt er of almennt orðað til að hægt sé að átta sig á hvert rikis- stjórnin ætlar raunverulega. Báðir stjórnarflokkarnir gáfu skýr fyrirheit fyrir kosningar um að svigrúm ríkissjóðs yrði nýtt til að tryggja aukinn kaup- mátt með markvissum aðgerð- um í skattamálum. Framsóknarmenn voru nokkru hóg- værari en sjálfstæðismenn í loforðunum um lækkun skatta. Einna skýrast er fjallað um skattamál i stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar en tekjuskattsprósenta á ein- staklinga á að lækka um allt að 4%, eignarskattur verður felldur niður, erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður. Þá á að endurskoða virðisaukaskattkerfið „með það í huga að bæta kjör almennings“ eins og segir í yfirlýsingunni. Augljóst er að hér hefur stefna Sjálfstæðisflokksins að mestu fengið að ráða þó orðalagið um lækkun virðisauka- skatts sé ekki eins afdráttarlaus og i kosningastefnu flokksins. Samhliöa þessu á að hækka barnabætur og frí- tekjumark þeirra. Hækkun húsnæðislána í allt að 90% er loforð sem framsóknarmenn settu á oddinn og ætla að efna samkvæmt stefnuyfirlýsingunni. Engin róttæk breyting verður á kjörtímabilinu í sjávar- útvegsmálúm, þó ríkisstjórnin ætli sér að styrkja for- kaupsréttarákvæði sveitarfélaga og takmarka framsal afla- heimila innan fiskveiðiársins, að líkindum með því að auka veiðiskylduna. Stefna ríkisstjómarinnar í sjávarút- vegsmálum markast því af skynsemi. Hið sama má segja um áhersluna á aukna samkeppni i flestum sviðum at- vinnulífsins. Rikisstjórnin ætlar sér að bjóða út rekstur á vegum rikisstofnana og nýta sér heimild til sölu á Lands- síma íslands þegar markaðsaðstæður eru réttar. íhalds- semi einkennir stefnu ríkisstjórnarinnar i utanríkismál- um og Evrópumálin skipa þar ekki mikinn sess. Tvennt veldur hins vegar nokkrum vonbrigðum sem þó mátti búast við. Engar róttækar breytingar verða á land- búnaðarkerfinu sem hefur leitt til þess að matarverð er hér hærra en í flestum öðrum löndum og hagur bænda er slæmur. Rikisstjómin ætlar sér ekki að ráðast í nauðsyn- legt verkefni - verkefni sem gæti bætt hag neytenda og bænda meira en nokkuð annað. Þvert á móti munu stjórn- arflokkarnir standa vörð um kyrrstöðuna. Hið sama er að segja um heilbrigðiskerfið. Sjúklingur- inn verður enn að bíða eftir uppskurðinum, sem allir eru þó sammála um að er nauðsynlegur. Bullið mun því halda áfram. Biðlistar munu lengjast, reglubundnar lokanir ein- stakra deilda sjúkrahúsa verða áfram hluti af rekstri heil- brigðiskerfisins. Þannig munu allir tapa. Sjúklingar og að- standendur þeirra munu bera sársaukann og frábært starfslið heilbrigðisstofnana fær ekki að njóta sín að fullu. Til að takast á við vandann sem blasir við í heilbrigðis- kerfmu þarf kjark - pólitískt hugrekki. Því miður hefur enginn stjórnmálaflokkur haft burði til að horfast i augu við krónískan vanda kerfisins. Fjórða rikisstjórn Daviðs Oddssonar, sem tekur við völdum i dag, hefur alla burði til að sækja fram á flestum sviðum þjóðlífsins. Skipan í embætti ráðherra vekur óneit- anlega oft meiri athygli en sú stefna sem mörkuð er. Þar kemur margt á óvart en greinilegt er að kynslóðaskipti eru fram undan hjá báðum stjórnarflokkunum. Yngra fólk er að knýja á dyr. Sú þróun er eðlileg og jákvæð. Óli Bjöm Kárason „Þótt stefnuyfirlýsingin sé þannig orðuð að suma hluti í henni sé beinlínis ekki hægt að svíkja vegna þess að engu er lofað er óhœtt að segja að það hefði mjög þýðingarmikl- ar breytingar í för með sér ef andi hennar nœði allur fram að ganga.“ Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkis- stjórnar var samþykkt nær ein- róma í flokksráði Sjáflstæðis- flokksins og miðstjórn Framsókn- arflokksins í gærkvöld. í henni er að fmna ýmsar djarfar tillögur sem ríma við kosningaloforð beggja stjórnarflokkanna. Hins vegar er þar einnig víöa býsna loðið orðalag sem kalia mætti öryggisventla. Kálið er því ekki sopið. Skattar lækka Eins og DV greindi frá í gær eru kosningaloforð Sjáifstæðisflokks- ins í skattamálum tekin nánast orðrétt upp í stefnuyfirlýsingunni fyrir utan það sem snýr að virðis- aukaskatti. Eignarskattur verður felldur niður og erfðafjárskattur lækkaður. Möguleikar almennings á skattfrjálsum viðbótarlífeyris- sparnaði verða auknir. Um lækkun á tekjuskattspró- sentunni segir: „Tekjuskattspró- senta á einstaklinga [verður] lækk- uð um allt að 4%.“ Þarna er fyrsti öryggisventillinn; orðalagið „allt að 4%“ veldur því að hæglega er hægt að standa við þetta með því að lækka prósentuna um minna en 4%. Um virðisaukaskatt segir að kerfið verði „tekið til endurskoð- unar meö það í huga að bæta kjör almennings.“ Þama hefur Sjálf- stæðisflokkurinn gefið eftir því hann fór fram með það loforð áð Að kanna kosti Um sjávarútvegsmál segir að áfram verði byggt á núverandi kvótakerfi með hóflegu veiðigjaldi. Leitast verður við að styrkja hags- muni sjávarbyggöa, til dæmis með því að „kanna kosti þess að styrkja forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga og lögaðila". Þarna er einn öryggis- ventill til, enda fylgir því ekki mik- il skuldbinding til aðgerða að „kanna kosti“ þeirra. Einnig á að „kanna kosti þess“ að nýta tekjur af veiðigjaldi til uppbyggingar sjávar- byggða, „kanna kosti þess“ að tak- marka framsal aflaheimilda innan fiskveiðiársins, „kanna kosti þess“ að auka byggðakvóta og „kanna kosti þess“ að taka upp ívilnun fyr- ir dagróðrarbáta með línu. í þessu felast augljóslega engin loforð. Hins vegar er afdráttarlaust kveðið á um það, að ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign ís- lesku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá. Framsóknarflokkur- inn fór fram með þetta stefnumál í kosningunum. En hverju breytir slíkt ákvæði? „Það er kannski ekki annað en áferðarbreyting, býst ég við,“ segir Davíð Oddsson. í anda Margt fleira mætti tína til: Sýni- leg löggæsla verður aukin. Unnið verður að auknu umferðaröryggi, meðal annars með gerð mislægra gatnamóta og lýsingu vega. Lands- síminn verður seldur þegar mark- aðsaðstæður eru hagstæðar. Geng- ist verður fyrir rannsóknum á stöðu kynjanna á vinnumarkaði og „áfram unnið að því að jafna launamun kynjanna". Sem fyrr segir eru reifaðar ýms- ar djarfar tillögur, ekki síst í skattamálum. Og þótt stefnuyfir- lýsingin sé þannig orðuð aö suma hluti í henni sé beinlínis ekki hægt að svíkja vegna þess að engu er lof- að er óhætt að segja aö það hefði mjög þýðingarmiklar breytingar í för með sér ef andi hennar næði allur fram að ganga. -ÓTG lækka neðri skattprósentuna úr 14% niður í 7%. Spurður um þetta segir Davíð Oddsson að helmings- lækkun sé ekki hafnað í stefnuyfir- lýsingunni og orðalagið feli í sér lækkun. Skattalækkanir verða ákveðnar nánar í tengslum við gerð kjara- samninga. Davíð segir að þær verði ekki skiptimynt í þeim samningum. „Hins vegar spila skattar og kaup- hækkanir saman því að menn eru fyrst og fremst að reyna að tryggja kaupmáttaraukningu. Kjarahækk- anir sem væru bara tölur sem sköp- uðu verðbólgu myndu eyðileggja möguleika á skattalækkun." Ekki er minnst á hátekjuskatt í yfirlýsingunni en minna má á að Davíð Oddsson sagði í kjölfar landsfundar Sjálfstæðisflokksins að ekki hefði þurft aö minnast sér- staklega á hátekjuskatt í kosninga- áherslum flokksins því að hann félli að óbreyttu niður um næstu áramót; það væri þess vegna sér- stök aðgerð og sérstök ákvörðun að viðhalda honum - ekki að af- nema hann. Samkvæmt þessu þýð- ir þögn sama og samþykki og vist er að þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, sem DV hefur rætt við, gera ráð fyrir að hátekjuskatturinn verði óhindrað látinn renna sitt lögbundna skeið á enda. Húsnæðislán hækka Framsóknarflokkurinn fór fram með það kosningaloforð að láns- hlutfaU almennra íbúðarlána yrði hækkað í allt að 90%, að ákveðnu hámarki. Þetta loforð er tekið upp orðrétt í stéfnuyfirlýsingunni. í orðalaginu felast hins vegar tvenns konar öryggisventlar. í fyrsta lagi orðin „aJlt að“ sem fela í sér að hægt er að efna loforðið með því að ganga skemmra. í öðru lagi orðin „að ákveðnu hámarki"; það er lykilatriði hve þetta há- mark verður hátt - eða lágt - en um það segir ekkert í stefnuyfir- lýsingunni. Þá segir að „hugað verði að“ lækkun endurgreiðslubyrði náms- lána. Ljóst er að ákvæði í kosn- ingastefnuskrá Framsóknar- flokksins um að lækka endur- greiðslubyrði námslána verður ekki efnt með því einu að velta því fyrir sér. Þá sejgir að áfram verði unnið að aukinni þjónustu við geðfatlaða og langveikum gert kleift að takast á við veikindi sín með fjárhagsleg- um og félagslegum stuðningi. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar: Djarfar gjögur með öflugum öryggisvenflum TekiðáGeir „... mál nr. 623 - Geir H. Haarde gegn almenningi - betur þekkt sem lög frá Alþingi um fæðingar- og foreldraorlof. Þessi lög kosta ríkis- sjóð 5 milljarða á ári sem er langt umfram það sem fjármálaráðherr- ann sór og sárt við lagði er frum- varp til laganna var keyrt á met- tíma í gegnum Alþingi vorið 2000.“ Vefþjóöviljinn á Andríki.is, um ástæö- ur þess aö Geir sé sá fjármálaráö- herra í sögu islands sem hafi aukiö útgjöld rikisins mest. vel tnnasen mnlegg i pælingar Davíðs „Gagnrýnendur Sólveigar [Pét- ursdótturj, sem eru margir, segja stöðuna grafalvarlega og segja Sól- veigu ekki vera rétta manneskju til að leiða nauðsynlegar breytingar og endurbætur ýmissa embætta sem gera þurfi á næstu árum.“ Úr frétt Stöövar 2 á miövikudags- kvöld um stööu lögreglunnar. „Hvers vegna eru konur að kvarta und- an sínum hlut, er ekki aðalat- riðið að al- þingismenn búi yfir eft- irsóknar- verðum hæfileikum til lagasetn- ingar?“ Ólafur Helgi Kjartansson, gestapenni á Tíkinni.is. Samtíengi hlutanna „Vatnsborð Kleifarvatns jafnhátt og 2001“ Fyrirsögn í Morgunblaöinu ! gær. Skondin, ef gert er ráö fyrir aö les- andinn viti ekki aö vatnsboröiö fór hriölækkandi fram á mitt síöasta ár. HonkyTonk Framsóknarkollhnís á Landssímalóðinni „Þannig virðist augljóst að fulltrúar Framsóknarflokksins í skipulags- og bygging- amefnd styðja nú tillögur Frjálslyndra og Sjálfstœðisflokks í nefndinni um að aukið samráð verði haft við íbúa Rimahverfis um skipulag Landssímalóðarinnar. “ um fyrir borgarstjórnarkosning- amar á sl. ári um að náið samráð yrði haft við íbúa um skipulagið. íbúar í Rimahverfi telja byggðina enn of þétta og skort vera á úti- vistarsvæðum, 'þótt í ýmsu hafi verið tekið tillit til ábendinga, s.s. varðandi umferðarskipulag. Ég vænti þess að hin skyndilega kúvending annars fulltrúa Fram- sóknarflokksins í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur verði tÚ þess að tekið verði tillit til at- hugasemda íbúa við nýlega aug- lýst deiliskipulag á norðurhluta Landssímalóðarinnar. Jafnframt verði leitað enn á ný leiöa til að koma til móts við kröfur íbúa í Rimahverfi, m.a. um aukin úti- vistarsvæði, þannig að sátt náist á milli borgaryfirvalda og íbúa Graf- arvogs um þetta mál. í sátt við íbúana Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur 15. maí sl. kom fram að Anna Kristinsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins og sam- nefhdarmaður Bjöms Inga Hrafns- sonar í skipulags- og byggingar- nefnd, tekur undir mörg atriði í bókun hans um Landssímalóðina í Rimahverfi frá 7. maí sl. og telur heppilegast „að ná sem mestri sátt við íbúa svæðisins". Þannig virðist augljóst að full- trúar Framsóknarflokksins í skipulags- og byggingarnefnd styðja nú tillögur Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks í nefndinni um að aukið samráð verði haft við íbúa Rimahverfis um skipulag Landssímalóöarinnar, þannig að sátt ætti að geta náðst um málið. Þetta er þrátt fyrir allt sigur fyrir lýðræðisleg vinnubrögð í skipu- lagsmálum en betra hefði verið að sá sigur hefði unnist án pólitískra loftfimleika frambjóðanda Fram- sóknarflokksins í atkvæðaleit kortéri fyrir alþingiskosningar. ræddur nefndarmaður Framsókn- arflokksins skipaði 2. sætið á lista Framsóknarflokksins' í öðru Reykjavíkurkjördæminu fyrir Al- þingiskosningarnar 10. maí sl. Tímasetning bókunarinnar bendir eindregið til þessað kosninga- skjálfti hafi þar ráðið for og verið forsenda sinnaskipta frambjóð- anda Framsóknarflokksins í þessu þýðingarmikla máli fyrir Grafar- vogsbúa og viðkvæma máli fyrir R-listann í Reykjavík. Ég leyfi mér að vona að í fram- tíðinni þurfi ekki alþingiskosning- ar að koma til svo að kjömir full- trúar í nefndum borgarinnar „fylgi sannfæringu sinni“, svo not- að sé orðalag frambjóðandans í sjónvarpsviðtali þar sem bókun hans var matreidd gagnrýnislaust handa áhorfendum. Óneitanlega gekk sviðsetningin vel hjá fram- bjóðanda Framsóknarflokksins sem kom höggi á samstarfsflokk- ana innan R-listans á þýðingar- miklu augnabliki. Það kann að eiga sinn þátt í þeirri staöreynd að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir náði ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vanefnd loforö Mikill styr hefur staðið um skipulag á Landssímalóðinni svo- nefndu, milli íbúa í Rimahverfi og R-listans, vegna vanefnda á loforö- Olafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Sífellt fleiri brestir eru aö koma í Ijós hjá samstarfs- flokkunum innan R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur um þessar mundir. Skýrt dæmi um það er óvænt uppákoma sem varð í skipulags- og byggingar- nefnd Reykjavíkur 7. maí sl. eða þremur dögum fyrir nýliðnar alþingiskosningar. Þar lagði annar fulltrúi Fram- sóknarflokksins í nefndinni, Björn Ingi Hrafnsson, mjög óvænt fram bókun utan dagskrár um lóð Landssímans í Rimahverfi í Graf- arvogi. í bókuninni hefur hann skipt um skoöun í málinu og telur nú að sátt náist ekki um málið án stefnubreytingar. Sinnaskipti frambjóðanda Sérstaka athygli vekur að um- *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.