Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Side 18
i 18_____ Skoðun FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 DV Nóg komið af græðginni Gísli Sigurðsson skrifar: Eftir að „Netvæðingin" hélt inn- reið sína er mun auðveldara að fylgjast með skrifum erlendra blaða. Maður velur nánast hvað sem er og óþarfi að fara í bókabúð til að kaupa erlend blöð, maður bara nær því sem hugurinn girn- ist á Netinu. Þannig barði ég aug- um grein í „Guardian unlimited“ fyrir nokkrum dögum undir heit- inu „The day investors said en- ough is enough“ (Þegar fjárfestar sögðu nú er nóg komið). Hún fjallaði um hvernig fjárfest- ar eða hluthafar eru famir að gera athugasemdir þegar stjórn eins fyrirtækis valtar yfir sjónarmið hinna almennu hluthafa og býður fráfarandi forstjórum gull og græna skóga í formi eftirlauna- eða starfslokasamnings. - „Greed still kills" (græðgi leiðir í ógöng- ur), sagði þar. Á hluthafafúndi í fyrirtæki einu (GlaxoSmithKline) tóku almennir hluthafar til sinna ráða í atkvæða- greiðslu um tillögu stjómarfor- manns varðandi ríflegan „pen- V ingapakka" til handa forstjóra á leið út úr fyrirtækinu. Rúmlega 61% atkvæða féll þannig að tillög- unni var hafnað. Þetta er dæmi um það sem koma skal í vestræn- um fyrirtækjum. Enginn er að segja að fráfarandi forstjóra eða stjórnarformenn eigi ekki að heiðra við starfslok en þeir eiga líka að hafa fengið það rifleg laun að þeim sé kleift að standa á eigin fótum fjárhagslega. Og það nokkuð keikir. Laun fráfarandi ^ stjómenda hjá stærri íslenskum fyrirtækjum eru venjulega það góð við brottfór að ekki á að þurfa sér- stakan bónus upp á tugi milljóna króna, hvað þá hundruð eins og dæmi er um hér á landi. Auðvitað spilar græðgin og hé- gómagirndin hér laumulega inn í því afstaða þeirra sem hvað fast- ast sækjast eftir ofurlaunum í starfl, eða við starfslok - og þá ekki síður þeirra sem tældir eru til að bjóða slíka peningapakka - mótast oft af bágum aðstæðum í æsku eða uppeldi. Slíkir menn em veikari fyrir hvers kyns vegtyll- um og völdum. Þetta sýna fjöl- mörg dæmi mn þá sem komist Útskíptj ráðherra Ragnar Haraldsson skrifar: Þótt bærileg sátt stjómar- flokkanna innan nýrrar ríkis- stjómar sé um ráðherrana, þá er það mála sannast að mikill þrýstingur er á útskipti þeirra - og það í báðum flokkunum. Ráðherrastarf er ekki ætlað til eilífðarnóns og það er enginn ráðherrastóll frátekinn sér- staklega eins og forsætisráð- herra hefur orðað það svo hnyttilega. En nýir vendir sópa best og það er ekkki laust við að ráðherrar þeir sem sátu síðasta kjörtímabil, aðrir en forsætisráðherra, séu farnir að missa móðinn, þeir hafi ekki úthald til stórræðanna og þeirrar ábyrgðar sem þeim er ætluð. Ég nefni engin nöfn, en segi hreint út: Það er þörf á að skipta út næstum hverjum ráðherra í nýrri ríkisstjórn eða að færa þá milli ráðu- neyta. Að þessu á að stefna, ekki síðar en á næsta ári með útskiptum í forsætisráðherra- stólnum. Þrýstlngur á útskiptl ráðherra beggja flokka. P _______________________________ Launagrelðslur „Laun fráfarandi stjórnenda hjá stærri íslenskum fyrirtækjum eru venjulega þaö góö viö brottför aö ekki á aö þurfa sérstakan bónus upp á tugi milljóna króna, hvaö þá hundruö eins og dæmi er um hér á landi. “ „Audvitad spilar grœðgin og hégómagimdin hér laumu- lega inn í því afstaða þeirra sem hvað fastast scekjast eft- ir ofurlaunum í starfi, eða við starfslok - og þá ekki síður þeirra sem tœldir eru til að bjóða slika peningapakka - mótast oft af bágum aðstœðum í œsku eða uppeldi. “ hafa til „vegs og virðingar" bæði hér á landi og erlendis. Og hefur verið hampað í ræðu og riti. Þróunin hér á landi í fyrirtækja- rekstri og stjórnun sýnist mér öll hafa verið með veikari formerkjun- um síðustu ári og við séum ekki enn búin að bíta úr nálinni, Jafn- vel ekki farin að átta okkur á því að „greed still kills“. Áðumefnd grein í Guardian sýn- ir hins vegar að fjárfestar og hlut- hafar í erlendum fyrirtækjum eru að opna augun og tjá sig víða á hlutahafafundum með orðunum: „Enough is enough" (nú er nóg komið). „Meginreglan er sú að konur elga miklu auðveldara með að slnna marghlutverka verkum en karlar." Þorsteinn Hákonarson skrifar: __________________________ Deilur um jafnrétti kynjanna, þar sem sú meginforsenda liggur fyrir að karlar hafi almennt hærri laun, verður að telja ranga að- komu að viðfangsefninu. Eg vil benda á tvö atriði áf þessu tilefni. Hallgerður sendi þrælinn að stela til þess að sýna Gunnari að hann ætti heldur að halda sig að bú- verkum og hafa minna með hunda, hesta og vopnfími að gera. Gunnar skildi ekki sneiðina. Þetta er arfleifö okkar, að konur öttu körlum til verka, við harð- býli, vond veður og vonda verk- kunnáttu og þrælheftandi landsið vistunar á bæi ... Þær urðu að gera það. Veikburða vanalin böm þurftu skjól og sinnu. í annan stað þá kom það út úr styrjöldum að konur tóku að sér karlaverk í iðnaði, stjómun og þjónustu, og það varð undirstaða hagvaxtar. Enn sjáum við dæmi þess í Bangladess sérstaklega, þar sem konur koma að rekstri - ekki þróuðum, en framlegð samt. - í „Hafa menn horft á karla þurrka af, vaska upp, þvo þvott, ryksuga, sinna krökkum, svara síma, elda mat, öðruvísi en allt í einhverju skipu- lagsleysi sem gengur samt? Ekki marga. “ þessu felst að karlar haldast illa að marghlutverka verkum en vel að hinum fasthlutverka. Konum er eiginlegra að skipta um hlut- verk snögglega. Fer ég með rangt mál? - Konur; reynið sjálfar. Ef þið lendið í fast- hluverka verki, er þá t.d. ekki erfitt að verða fyrir áreiti? Reynið að setja upp heymarskjól til að bregðast ekki hlutverki vegna heymar og skýlið af fyrir sjón- skyni. Þá gengur miklu betur að komast fram úr verki. Þetta þýðir að meginreglan er sú að konur eiga miklu auðveldara með að sinna marghlutverka verkum en karlar. Alltaf er þó munur á milli einstaklinga. Ef karlar fá ekki að hafa fast- hlutverka verk, og þeim er haldið að því, þá fara þeir að leika sér, tala um stelpur og fótbolta, stinga af í golf eða í hrossin. Hafa menn horft á karla þurrka af, vaska upp, þvo þvott, ryksuga, sinna krökk- um, svara síma, elda mat, öðruvísi en allt í einhverju skipulagsleysi sem gengur samt? Ekki marga. Þeir ráða um tíma sinn og taka sér tíma til að leika sér og skilja og styðja hver annan sem konur gera síður sín á milli. í þessu er munur milli kynja. Af honum leið- ir hegðunarbrigði kynjanna. Það er ekki til góðs að reyna að eyða því. í staðinn ber að skilja muninn og jafna hvað hver ber úr býtum. Hér vil ég svo kasta því fram í lokin að lánastofnanir verða að fjölga konum í ákvörðunarstöðum hagvaxtar vegna. Staðreynd er að konur komast ekki að rekstri vegna þess að karlbankastjórar skilja þær ekki. Betur má ef duga skal. Lögreglu þarf að efla Ingðlfur Arnarson skrifar: Sparnaðaraðgerðir innan lög- regluembættisins í Reykjavík eru ekki vinsælar i augum almenn- ings, og reyndar eru þær óþolandi með öllu. Lögregluna þarf að efla með ýmsum hætti, t.d. með því að ráða fleiri lögreglumenn til starfa í Reykjavík. Lögreglan á að vera sýnileg í öllum hverfum borgarinn- ar. Já, mjög sýnileg, þannig að misindismenn gangi ekki að því gruflandi að þeir náist fljótlega þar sem þeir reyna fyrir sér. Ég nefhi þar innbrotin sérstaklega. Ég er ekki að segja að ástæða sé til ein- hvers upphlaups varðandi niður- skurð til lögreglumála, en tel að eitt þeirra verkefna sem ný ríkis- stjórn ætti að taka fast á sé aukin löggæsla og þynging viðurlaga gegn afbrotum sem framin eru á víðavangi (árásir á fólk og limlest- ingar). íslenskir borgarar búa ekki við það öryggi löggæslunnar sem flest ríki veita og þykir sjálfsagt. Hér þarf breytingu á. Soppano-þættírnin Friðrik Jónsson hringdi: Ég vil taka undir með þeim mörgu, konum sem körlum, sem gagnrýnt hafa dagskrá Sjónvarps- ins, ýmist fyrir lélegt framboð af þáttum eða kvikmyndum og svo fyrir þann sora sem þessi ríkis- rekni fjölmiðill dembir yfir þjóðina. Nú síðast las ég pistil í Velvakanda Mbl. frá Páli Hannessyni þar sem hann fordæmir Soprano-þættina, sem satt að segja eru eiginlega ein- tómur sori og siðblinda. Þar eru menn hálsskomir og blóðið flýtur á vettvangi atburðarásar, og hvergi bólar á maklegum málagjöldum af hendi réttvísinnar. Er furða þótt ungir, þroskalitlir og óuppaldir unglingar hér rati inn á glæpaferil- inn! - Ut með ríkissjónvarpið. Hræðist sigunlagiö Bryndis -Guðmundsdðttir skrifar: Guð forði okkur íslend- ingum frá að vinna á Stóra sviðinu í Rigu þegar hún Birgitta okkar Haukdal syng- ur lagið „Open your heart“. Við mættum vel una við 2. sætið, jafnvel eitthvað undir því 5. Hvers vegna? Jú, við þyrftum aldeil- is að punga út þegar og ef við sæjum um næstu keppni hér í Reykja- vík. En ekki bara það, heldur líka hitt, að mig grunar að upphaflegi höfundur lagsins (en það var talið líkjast þekktu erlendu lagi) myndi rísa upp við dogg og krefjast a.m.k. miskabóta á þeirri forsendu að hug- myndin væri frá honum komin í byrjun. Ef ég þekki þá frægu vest- anhafs rétt kæmi mér ekki á óvart að þegar lagið kemst í umferð krefj- ist viðkomandi síns „réttar". - Eða þannig... ^KBB' Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.