Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 29 Rafpóstur: dvsport@dv.is Haraldur Pétursson á Musso varö islands- og heimsbikar- meistari á slöasta ári en hann hyggst halda báöum þessum titl- um. Haraldur á þó erfítt keppnis- tímabil fyrir höndum því þaö verður sótt aö honum úr öllum áttum. DV myndir JAK Fyrsta torfærukeppnin í mynni Jósepsdals á sunnudaginn: Ralltímabilið hefst á Suðurnesjunum Fyrsta umferö íslandsmeistara- mótsins í ralli veröur ekin á Suöur- nesjum á morgun, laugardag, og hefst keppnin kl. 8.30 við BOa og hjól. Eknar verða nokkrar leiðir og er Reykjanesið þeirra fyrst. Síðan verða ísólfsskála- og Djúpavatnsleið eknar fram og tO baka. Bræðurnir Rúnar og Baldur Jóns- synir á Subaru þykja nokkuð sigur- stranglegir en þó er ljóst að Sigurð- ur Bragi Guðmundsson og ísak Guðmundsson á Metro munu veita þeim harða keppni auk þess sem bú- ast má við hverju sem er af öðrum keppendum, svona í upphafi móta- raðarinnar. Miklu meira afl Þorsteinn Gunnarsson, öðru nafhi Steini Ford, brosir blítt til Small Block Chevy vélarinnar sem þeir Sigurður Þór eru búnir að auka aflið i um 250 hestöfl. Þorsteinn fékk viðurnefni sitt vegna sérstaks dálætis sem hann hefur á ákveðinni bílategund en hann lætur það ekki aftra sér frá því að hressa aðrar vélagerðir við. -JAK Þaö sem átti að verða tiltölulega elnföld færsla á ökumannssæti hjá Sigurði Þór Jónssyni á Toshiba-Tröllinu endaöi með smíði nýs bfls. Sigurður, lengst til hægri, er svo lánsamur að hafa með sér geysiöflugt keppnisliö sem legg- ur nótt við dag í óeigingjörnu starfi við að endurbæta og halda Toshiba-Tröll- inu gangandi. DV-mynd JAK Keppendur í torfærumi nohkuð flHi en í fyrra Torfærukeppnistímabilið hefst á sunnudaginn en þá veröur fyrsta umferð íslandsmeistaramótsins í torfæruakstri ekin í malargryfjun- um við Bolöldur í mynni Jósefs- dals. Síðastliðið srnnar voru að jafnaði 10 keppendur í hverri keppni en á miðvikudaginn var bú- ið að skrá 14 keppendur til leiks og bendir því allt til þess að í vænd- um sé spennandi og fjörugt tor- færusumar. Nánast allir keppendumir sem voru með i fyrra munu keppa í sumar auk þess sem nýir menn bætast í hópinn en auk þess hefur frést af nokkrum nýjum bílum sem verið er að smíða og munum við kanna það síðar. Nýtt Toshiba-tröll Allir gömlu jaxlarnir eru klárir í í slaginn en þeir hafa verið að búa sig misjafnlega undir keppnistíma- bilið. Líklegast má segja að Sigurð- ur Þór Jónsson á Toshiba-Tröllinu hafi gengið lengst í því en hann mætir með nýtt Tröll í Jósefsdal- inn. „Við vildum breyta bílnum vegna þess að ég sat í miðju gamla bílsins og fannst ég ekki sjá nógu vel út. Við ætluðum því að færa sætið vinstra megin í bílinn en þegar upp var staðið vorum við búnir að smíða nýjan bíl upp úr þeim gamla. Við notuðum örfáa hluti úr þeim gamla,“ sagði Sigurð- ur. „Ég geri ráð fyrir að nýi bíllinn verði 30 kg léttari en sá gamli en auk þess höfum við aukið afl vélar- innar úr 450 hestöflum upp í 700 hestöfl, án þess að.nota nitro-gas. Þá verðum við með tvöfalt nitro- kerfi í sumar,“ bætti Sigurður við en hann hefur verið í toppbaráttu torfærunnar undanfarin ár og ætl- ar sér greinilega stóran hlut í sum- ar. Halli Pé hyggst verja stöðu sína „Ég ætla að prófa að keyra Mussoinn óbreyttan í sumar,“ sagði Haraldur Pétursson sem varð tvöfaldur meistari í fyrra. Haraldur hefur til þessa gert breyt- ingar á Mussonum á hverju ári, til að betrumbæta hann. Það skilaði honum báðum titlunum í fyrra eft- ir harða og tvísýna keppni við Gísla G. Jónsson, á Arctic Trucks Toyotunni. Haraldur viðurkennir að það sé erfiðara að vera á toppn- um en að komast þangað en hyggst þó berjast eins og Ijón til að halda stöðu sinni. Tekst Gísla G. aö rétta sinn hlut? Gísli G. Jónsson varð að horfa á eft- ir báðum titlunum til Haraldar og hef- ur það verið sárt þar sem Gísli er mikill keppnismaður og gefur aldrei neitt eftir. Gísli, sem á sex íslands- meistaratitla og fimm heimsbik- artitla, hugsar vafalaust gott til glóð- arinnar að fá að velgja Haraldi vel undir uggum verður þó að mæta með lánsvél í Arctic Trucks Toyotunni þar sem hann fékk ekki varahluti í sína vél nógu tímanlega fyrir keppnina til að geta haft hana tilbúna. Taka vinkilbeygju eftir breytingu Suðurnesjamennirnir og nafnam- ir Gunnar Ásgeirsson á Eminum og Gunnar Gunnarsson á Trúðnum eru báðir búnir að breyta framhás- ingunum undir jeppum sínum þannig að þeir geta tekið mun krappari beygjur en áður og fylgja þeir þar í fótspor Haraldar Péturs- sonar. Ragnar Róbertsson á Pizza 67 Willysnum, helsti keppinautur Gunnars Gunnarssonar í götubila- flokknum, mætir hins vegar með nýtt plastboddí í þessa fyrstu keppni. Akureyringurinn Guðmundur Pálsson á Flugunni ætlar að halda uppi merkjum norðanmanna en Bjarki Reynisson, Dalamaðurinn knái, mun gera atlögu að Ragnari Róbertssyni, heimsbikarmeistara 2002 og Gunnari Gunnarssyni, ís- landsmeistaranum í götubíla- flokki. -JAK -JAK Baldur Jónsson varö íslandsmeist- ari í rallí í fyrra en í ár mun hann veröa aöstoöarökumaöur hjá Rún- ari bróöur sínum sem búinn er aö ná sér eftir erfið veikindi. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.