Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2003, Blaðsíða 2
> •!?.. BÍlar 2 Laugardacur 24. maí 2003 Ducati mótorhjólin brátt fáanleg á íslandi Dælur ehf. í Kópavogi hafa orö- ið sér út um umboð fyrir Ducati mótorhjól en meðal mótorhjóla- fólks er oft litið á þá tegund sem Ferrari mótorhjólanna. Forsvars- menn fyrirtækisins hafa verið í Bologna á Ítalíu í vikunni og skrif- uðu undir sölusamning við fram- leiðandann á fimmtudaginn. Hrólfur P. Ólafsson, sölustjóri Ducati á íslandi sagði að samn- ingaviðræður hafi staðið um nokkurt skeið. Hrólfur sagði enn- fremur: „Eftir að hafa skoðað verksmiðjur Ducati og kynnt okk- ur vandlega sölu og markaðs- stefnu þeirra og rætt við yfirmenn fyrirtækisins, þá teljum við að vörur Ducati og sú þjónusta sem við komum til með að bjóða í sameiningu verði kærkomin viðbót fyrir vélhjólafólk og vél- hjólamenningu á íslandi." Til að byrja með verða flutt inn 10 hjól og að sögn Hrólfs verða þau á nokkuð samkeppnishæfum verð- um. „Sem dæmi um það má nefna að Monster 620 hjólið verður boð- ið frá 900.000 komið á götuna. Hægt er svo að sérsníða fram og til baka. Sem dæmi um önnur verð er Hypersport frá 1.550.000 kr. Sport .Touring frá 1.200.000 kr. og Multistrata frá 1.400.000 kr. Hjólin eru væntanleg hingað til lands á næstu vikum og stendur þá til að halda sýningu á gripun- um. Aldargamalt fyrirtæki Það var Gísli J.Johnesn sem stofnaði fyrirtækið árið 1899 í Vestmannaeyjum og þar hafði það bækistöðvar sínar fram til ársins 1930, en flutti þá til höfuðborgar- svæðisins og hefur haft aðstöðu sína í Reykjavík og Kópavogi. Lengst af var fyrirtækið kennt við stofnandann Gísla J.Johnsen, en árið 1983 var nafni þess breytt í Dælur hf eftir að ákveðið var að sérhæfa sig í sölu á dælum og þjónustu því samfara. Aðrir eigendur eru nú komnir að fyrirtækinu og aðalstöðvar þess eru nú fluttar í 370 fermetra hús- næði að Bæjarlind 1 - 3 í Kópa- vogi. -NG Setur Brimborg heimsmet í íslensku sjónvarpi? Hrólfur P. Ólafsson sölustjóri Ducati á íslandi við Iijól goðsagnarinnar Fogarty. Úrval notaðra bíla er mikið og því var að vissu leyti úr vöndu að ráða fyrir þá sem vildu eiga kost á því að fá frí afnot af bíl í eitt ár, hvort sem þeir sungu eða keyptu bíl. Bílar trekkja á Evróvisjón Tugir fagmanna hafa ásamt starfsmönnum Brimborgar unnið sleitulaust síðustu vikumar við að framleiða lengstu sjónvarpsauglýs- ingu á íslandi: 6 mínútur eða 360 sekúndur. Auglýsingin verður send í loftið fyrir Evróvisjón- keppnina á RUV næstkomandi laugardag. Hún verður aðeins birt í þetta eina sinn á besta auglýs- ingatíma og mun birting hennar hefjast kl. 18.54 og ljúka kl. 19.00. Með þessari birtingu brýtur Brim- borg blað í sjónvarpssögu á ís- landi. Sannkallað stórvirki Sennilega er auglýsingin sú lengsta sinnar tegundar í heimi og spennandi verður að fylgjast með því hvort Guinness Book of Records staðfesti auglýsinguna sem þá lengstu sem birt hefur ver- ið á besta tíma í sjónvarpi. Auglýs- inguna gerir almannatengslafyrir- tækið Grey Communications International, GCI Iceland, fyrir Brimborg i samstarfi með fram- leiðslufyrirtækjunum BaseCamp og Glansmyndum. Allt stefhir í að kvöldið verði einstakt enda verður brotið blað í íslenskri sjónvarps- sögu á fleiri en einn hátt í þessari auglýsingu, hvað varðar form, að- ferðafræði og efni auglýsingarinn- ar en nýjum markaðsfræðilegum aðferðum frá Grey Gobal Group er beitt að hluta við gerö hennar. Alla þessa viku hefur Rás 2 ver- ið með svokallaðan Júróbílaleik Rásar 2 og Toyota en leikurinn var fólginn í því að hringja á Rás 2 og syngja part úr uppáhalds-Evr- óvisjónlaginu. Sá sem var valinn Evróvisjónsöngvari dagsins komst í hóp þeirra sem fá að syngja lag sitt í karókíkeppni í dag, laugar- dag, í beinni útsendingu á Rás 2. Sigurvegarinn fær til afnota not- aðan bíl í heilt ár. Einnig var hægt aö taka þátt í þessu „bíla- happdrætti" með því að kaupa notaðan Evróbíl fyrir laugardag- inn hjá bílasölu Toyota við Ný- býlaveg og þá var viðkomandi kominn í sérstakan pott. Dregið veröur úr pottinum í dag á Rás 2 og fær sá heppni frí afnot af betri notuðum bíl í heilt ár. Auk þessa áttu aflir sem hringdu í Rás 2 eða keyptu notað- an Evróbíl kost á kost á fjölda frá- bærra aukavinninga, s.s. eró- visjónpartípökkum sem innihalda öll helstu Evróvisjónlögin, fullt af snakki ogÝöðrum veitingum. -GG Ræsir afhendir nýjar rútur Nýverið afhenti Ræsir hf. þrjá nýja Mercedes Benz hópferðabíla. Bílarnir eru af gerðinni Intouro RH og eru framleiddir í verk- smiðju Mercedes Benz i Tyrk- landi. Bílana fengu Guðmundur Jónasson ehf., Kynnisferöir og SBA-Norðuleið. Rúturnar eru bún- ir öllum helstu þægindum sem vænta má í nýjum rútum svo sem loftkælingu, vídeó og kæliskáp. Farþegafjöldi er 49 til 53 eftir vali kaupanda. Vélarnar eru 354 hest- öfl og snúningsvægi er 1.600 Nm. Mikil sala í nýjum bílum Alls 508 nýskráningar fyrstu tvær vikurnar í maí Sala nýrra bíla í maímánuði hefur verið mjög lífleg og fyrstu tvær vikurnar, þ.e. til 16. maí, höfðu selst 508 bílar. Eins og oft áður eru Toyota-bílar í mestu upp- áhaldi bflakaupenda, en síðustu tvær vikurnar höfðu 125 Toyota- bílar verið skráðir, eða 24,60% allrar bílasölu. Síðan koma Volkswagen með 46 bíla, eða 9,05% sölunnar, Skoda með 38 bíla, eða 7,48% sölunnar, Honda með 31 bíl og sami fjöldi af Nissan- bflum, Hyundai með 29, Ford með 21, Subaru og Opel báðir með 18 bíla, Renault með 17, Citroén og Suzuki með 16 bíla hvor, Peugeot með 14, Volvo með 13 og MMC 12 bUa, Aðrar tegundir seldust minna en alls voru þetta bUar frá 33 bílaframleiðendum. Frá áramótum, þ.e. fyrstu 20 vikur ársins, hafa verið seldir 3.240 nýir bílar og þar er hlutur Toyota enn hærri, eða 26,82% af heildinni, með 869 bíla, og síðan kemur Volkswagen með 9,07%, eða 294 bíla. í 3. sæti yfir sölu- hæstu bUana það sem af er árinu er Huyndai með 224 bíla, eða 6,91% heUdarsölunnar, síðan Niss- an með 208 bíla, eða 6,42%. Fyrstu fjóra og hálfan mánuðinn 2002 seldust 2.687 bUar. Gangi þessi bUasala hlutfafls- lega eftir allt árið mun sala nýrra bUa fara í 8.424 bUa, en á árinu 2002 seldust 6.938 bílar allt árið. Aukningin væri 21% milli áranna 2002 og 2003. Haldi söluhæsti sölu- aðilinn sínum hluta í þessari aukningu verða seldir 2.260 nýir Toyota-bílar á árinu 2003. Árið 2001 seldust 7.225 nýir bUar og þá var hlutfall Toyota-bUa 25,62%. Þess má tfl gamans geta að lang- mest er um afhendingar á nýjum bílum á fóstudögum en minnst á mánudögum, og það svo lítið á köflum að mánudagar nýtast oft fyrir starfsmenn umboðanna tU þess að undirbúa afhendingar og annað sem á sér síðan stað aðra daga vikunnar. íslendingar eru því verulega hjátrúarfullir þótt þeir séu ekki tilbúnir að viður- kenna það almennt. Allavega situr það í mörgum að mánudagur sé tfl mæðu en föstudagur til frægðar. Talsvert er um afhendingar á nýj- um bUum á fimmtudögum, enda er sá dagur til fjár. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.