Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2003, Blaðsíða 9
\ ESMbílar Laucardacur 24. MAÍ2003 Laucardacur 24. MAÍ2003 i •±+áBÍLAR 8 9 Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson m MITSUBISHI OUTLANDER 2,0 Vél: 2ia lítra bensínvél Rúmtak: 1997 rúmsentímetrar Ventlar: 16 Þjöppun: 10,5:1 Gírkassi: 5 qíra beinskiptur I UNDIRVAGN: 1 Fjöðrun framan: MacPherson Fjöðrun aftan: Fiölliða qormafiöðrun I Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS 1 Dekkjastærð: 215/60 R16 1 YTRITÖLUR: 1 Lenqd/breidd/hæð: 4545/1750/1670 mm Hjólahaf/veqhæð: 2625/195 mm Bevqiuradíus: 11,4 metrar I INNRITÖLUR: 1 Farþegar m. ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 5/2 Farangursrými: 402-1049 lítrar ! ______ I HAGKVÆMNI: 1 Eyðsla á 100 km: 9,4 lítrar Eldsneytisqeymir: 59 lítrar Ábyrqð/ryðvörn: 3/6 ár Grunnverð: 2.490.000 kr. Umboð: Hekla Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður, útispeglar upphitaðir og rafstýrðir, 2 öryggispúðar, upphit- uð framsæti, samlæsingar, þjófavörn, armpúði með hólfi, útvarp oq qeislaspilari, þokuliós. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 136/6000 Snúninqsvæqi/sn.: 176 Nm/4500 Hröðun 0-100 km: 11,4 sek. Hámarkshraði: 192 km/klst. Eiqin bvnqd: 1535 kq Heildarþynqd: 2070 kq I Jepplingur með aksturseiginleika fólksbíls Kostir: Aksturseiginleikar, aögengi fyrir farþega Gallar: Farangursrými Hekla hefur kynnt meö látum til sögunnar nýj- an jeppling frá Mitsubishi er kallast Outlander. Ekki er seinna vænna fyrir Heklu að koma með frambærilegan jeppling í samkeppnina hérlendis, en hingað til hafa menn þar einungis getað boðið upp á Pajero Pinin sem er orðinn nokkuð gömul hönnun og stenst ekki samanburðinn við keppi- nautana. Outlander minnir meira í tölum á bíla eins og Subaru Forester sem brúa bilið á milli íjórhjóladriíinna skutbíla og jepplinga. Hann kom fyrst á markað undir nafninu Airtek í Bandaríkj- unum en fljótlega varð ljóst að sölumenn Mitsu- bishi í Evrópu vildu líka fá þennan fallega jepp- ling í sýningarsali sína. Gott aögengi til þæginda Þótt bíllinn sé aðeins lægri en flestir aðrir jepp- lingar á markaði er hann mjög svipaður í tölum og helstu keppinautarnir að öðru leyti. Það er mjög þægilegt að stíga inn og út úr Outlander vegna þess að sætin eru einmitt í réttri hæð. Samt er bíllinn ekkert lægri undir lægsta punkt en gengur og gerist. Þegar inn er komið tekur gott pláss við farþegunum, bæði í fram- og aftur- sætum. Fótarými er mjög gott í aftursæti og má þar nefna að þegar framsæti er í fremstu stöðu má fella bakið þannig niður að það brúar bilið á milli sætaraðanna. Mælaborð virkar frekar snautt en bíllinn er þó þokkalega búinn í grunn- inn. Má þar nefna geislaspilara, þokuljós, upphit- uð framsæti og reyndar aðeins tvo öryggispúða. Útsýni er ágætt yfir óvenjulanga vélarhlífina og hliðarspeglar eru stórir og þægilegir. Efnisval er nokkuð gott og lagið á mælaborði er nokkuð óvenjulegt, með bogadreginni mjórri rönd sem nær hliða á milli, Stór armpúði milli framsæta er þægilegur í notkun og sætin gefa góðan stuðning í akstri. Farangursrými er í meðallagi rúmgott en stór afturstuðari flækist aðeins fyrir. Á móti kem- ur að gólfið í farangursrýminu er í nákvæmlega réttri hleðsluhæð. Liggur vel á möl Helstu kostir Outlander koma þó fyrst í ljós þegar farið er að aka honum. Þar minnir hann meira á fólksbíl í akstri, án þess að missa neina af kostum jepplingsins. Hann liggur mjög vel í akstri og fer ekki út í undirstýringu fyrr en reynt er vel á hann í beygjum. Gott fjór- hjóladrifið gerir hann mjög rásfastan á möl- inni þar sem hann er í essinu sínu. Fjórhjóla- drifið er hefðbundið aldrif sem tengt er með seigjutengsli í mismunadrifi á bæði fram- og afturás. Þegar framhjól missir grip færist átakið að hluta yfir á afturhjólin. Þessi búnaður er þaulreyndur í rall- bílum Mitsubishi og óhætt að treysta því að bún- aöurinn virki, sem hann og gerir. Bíllinn er líka ágætur í torfærum og hærra undir hann en ætla mætti. Hið eina sem háir honum aðeins í torfær- um er frekar stutt fjöðrun. Þótt fjöðrunin sé frek- ar stutt er hún ekki of stíf eða óþægileg. Bíllinn er líka hljóðlátur í akstri og þá einnig á mölinni. Tveggja lítra vélin skilar ágætu afli og þá sérstak- lega þegar henni er snúið hressilega. Því má ætla að með 2,4 lítra 163 hestafla vélinni, sem verður í boði frá og með haustinu, verði bíllinn jafnvel enn skemmtilegri aksturbíll. Með þeirri vél verð- ur hann boðinn sjálfskiptur. Kemur sterkur inn Hvað verðið áhrærir er óhætt að segja að Outlander hristir aðeins upp í markaðinum og kemur sterkur inn. í Comfort-útfærslunni, eins og DV-bílar reyndu hann, kostar hann aðeins 2.490.000 kr. með beinskiptingunni sem er vel samkeppnishæft. Helstu keppinautar hans eru bílar eins og Toyota RAV4 sem kostar nánast sömu krónutölu með tveggja lítra vélinni, 2.489.000 kr. Einnig má telja upp Hyundai Santa Fe á 2.390.000 kr. með 2,4 lítra vélinni, Nissan X- trail á 2.760.000 kr. og Subaru Forester fyrir 2.559.000 kr. og loks Honda CR-V á 2.849.000 kr. Á mölinni nýtur fjórhjóladrifið sín í botn og heldur bílnum við jörðina. J Handfangið fvrir afturhlera er lítið og klúðurslegt. |3 Framendinn er hvass og setur óneitanlega mikinn svip á bílinn. j Ágætt afl er frá tveggja lítra vélinni sem nýtur sín best við snúning. Q Pláss í farangursrými mætti vera betra en afturljósin setja svip á bílinn að aftan. I Þakbogarnir eru óvenjulega verklegir. Mælaborðið er cinfalt og auðvelt aflestrar en um leið nokkuð sportlegt, með hvítbotna mælum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.