Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2003, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 24. MAÍ2003 Reynsluakstur Geir A. Guðsteinsson Reynsluakstur nr. 763 Kostir: Sœti, hirsiur, öryggiskröfur Gallar: Aðgengi að farangursrými, Opel Zafira, sem Bílheimar kynna um þessar mund- ir, er ailrar athygli verður. Nokkrar útlitsbreytingar hafa átt sér staö á bílnum, s.s. nýtt krómað framgrill sem gefur bílnum sérstæðan svip, breytt afturljós og samlitir hurðahúnar. Bíllinn er einn af þessum svokölluðu flölnota bílum, þó ekki í sama stærðar- flokki og flestir þeirra heldur í næsta stærðarflokki fyrir neðan. Hann tekur sjö manns í sæti, búinn svokölluðu Flex-7 sætakerfi, en auðvelt er að breyta sætaskipan á augabragði með því að fækka þeim nið- ur í aðeins tvö til að leysa ýmis verkefni sem eigend- ur bíla af þessari gerð gera kröfur til. Þannig er hægt að renna sætunum í öftustu röð ofan í gólfið, leggja miðröðina upp að framsætunum og þar með hefur eig- andi bílsins stórt, flatt gólf fyrir það sem flytja þarf. Sætin eru mjög þægileg fyrir bílstjóra og farþega, m.a. með stfllanlegum mjóbaksstuðningi, og allrúmt er um fullorðna í aftursæti. Farangursrýmið opnst þokka- lega vel að aftan, þrengist þó aðeins aftast, en ekki til mikilla lýta. Þannig eru öll sjö sæti bílsins til taks í bílnum hvenær og hvar sem er. Allgott rými er fyrir fætur þess sem situr í miðröðinni en ívið þrengra fyr- ir fuflorðna ef setið er í öftustu röð. Ég hafði það nokkuð á tflfinningunni að innanrýmið væri meira en mér datt fýrst í hug þegar ég horfði á bílinn. Hann er jafnframt búinn ýmsum öryggisatriðum eins og ABS-hemlavörn, tölvustýrðri spólvöm, höfuðpúðum á öllum sjö sætunum, vökva-, velti- og aðdráttarstýri, hæðarstiflingu á bílstjórasæti, rafstýrðum og upphit- uðum útispeglum auk upphækkunar sem gerir bfl- stjóra kleift að takast á við það óvænta. Hljóðlát fjölventlavél Hanskahólf er vel rúmt, auk þess sem bíflinn er vel búinn alls konar hillum, s.s. í hurðum, grind aftan á sætum og undir framsæti er grind sem rennt er fram. Gæti verið hentug fyrir kort o.fl. Dósahöldum er hag- anlega komið fyrir framan á púða sem hægt er að leggja fram á milli sæta, aldeilis frábær hugmynd. Mælaborð er án alls íburðar og ævinlega er vel sjáan- legt á mæla þar sem bíllinn er búinn veltistýri. Út- varpi o.fl. er hægt að stýra og stilla frá stýri með þum- alputta, fjarlægð takka ekki utan þreifmgar svo ekki þarf að færa hendur til á stýri ef haldið er utan um það á hefðbundinn hátt, þ.e. „tíu mínútur í tvö“. Sjálf- Q Gríðarmikið geymslurými sem hægt er að auka til muna með því að fella sæti í gólf eða fram að framsætum. Q Mælaborð án alls íburðar, en mjög aðgengilegt fyrir bílstjóra. Q Gott hanskahólf, auk þess sem ýmis önnur hólf eru í bílnum, m.a. skúffa undir framsæti. Qj Allgott pláss í aftursæti fyrir fullorðna. Geymslugrind á framsæti. Q Hljóðlát vél en nægilega kraftmikil fyrir bíl af þessari stærð. OPEL ZAFIRA Vél: 1,8 lítra bensínvél Rúmtak: 1796 rúmsentímetrar Ventlar 16 Þjöppun: 10,5:1 Gírkassi: Sjálfskiptur, fjöqurra þrepa UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Fjöðrun aftan: MacPherson qasdemparar Heill öxull, snúningsöxull. Gas- demparar, qormar Bremsur: Diskar/diskar, ABS/EBD Dekkjastaerð: 195/65 R15 YTRI TOLUR: Lengd/breidd/haeð: 4317/1742/1684 mm Hjólahaf/veghæð: 2694/165 mm Beygjuradíus: 11,2 metrar INNRI TOLUR: Farþeqar m. ökumanni: Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: Farangursrými: 150 til 1700 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 8,6 lítrar Eldsneytisgeymir: 58 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 12 ár Grunnverð: 2.390.000 kr. Verð reynsluakstursbíls: 2.490.000 kr. Umboð: Bilheimar Staðalbúnaður: Fjarstýrð samlæsing; þriggja punkta bílbelti í öllum sætum; ABS-hemlalæsivörn með EBD-hemlajöfnun; tölvustýrð spólvörn; 2 ör- yggispúðar; velti- og aðdráttarstýri; geymsluvasar aftan á sætum; hæðarstillanlegt bílstjórasæti; lit- að qler; rafstýrðir oq upphitaðir útispeqlar. SAMANBURÐARTOLUR: Hestöfl/sn.: 125/5600 Snúningsvægi/sn.: 150 NM/3800 Hröðun 0-100 km: 13,0 sek. Hámarkshraði: 180 km/klst. Eigin þyngd: 1318 kq Heildarþynqd: 1950 kq

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.