Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2003, Blaðsíða 12
ri^a BÍLAR 12 Laugardagur 24. maí 2003 Geir A. Guösteinsson blaöamaöur Bílaljós Lengd vegakerfis kjördæmaskip- anarinnar eins og hún var fyrir kosningamar 10. maí sl. og fjárveit- ingar af vegaáætlun 2002 haldast nokkuð í hendur, nema í Reykjavík og á Reykjanesi og kannski af skilj- anlegri ástæðu en þar eru fjárveit- ingar 3.985 miiijónir króna á hvem km. Af dreifbýliskjördæmunum ber Norðurland vestra skarðastan hlut frá borði, þar er vegakerfið 1.727 km, fjárveitingar 737 milljónir króna eða 426 þúsund krónur á hvem km. Næst kemur Suðurland en þar er vegakerf- ið 3.008 km og fjárveitingar til Suður- lands námu 1.725 milljónum króna, eða 573 þúsund krónur á hvem km. Vegakerfið á Vesturlandi er 1.888 km, fjárveitingar 1.348 milljónir króna eða 714 þúsund krónur á hvem km; á Norðurlandi eystra er vegakerfið 2.103 km og fjárveitingar 1.737 milljónir króna eða 826 þúsund krónur á hvem km; á Austurlandi er vegakerfið 2.122 km og og fjárveiting- ar 1.797 milljónir króna eða 847 þús- und krónur á hvem km og á Vest- fjörðum er vegakerfið 1.546 km og fjárveitingar 1.380 milljónir króna eða 893 þúsund krónur á hvem km. Alls er vegakerfið 12.978 km og heild- Kærur vegna ölvunar- og hraðaksturs 1999-2002 Lengd vegakerfis samanboriö við fjárveitingar: Minnst varið til Lengd vegakerfis kjördæmanna og fjárveitingar af vegaáætlun 2002 Lengd vegakerfis f kílómetrum 2 500 Norðurlands vestra - Fjárveitingar f milljónum króna arfjárveitingar af vegaáætlun á ár- inu 2002 rúmir 11 milljarðar króna eða 11.051 milljón króna. Það þýðir að til vegaframkvæmda hafi verið varið 851 þúsund krónum á hvem km af vegakerfi landsins. í þessum tölum er ekki tekin afstaða til um- ferðar um einstaka landsvæði eða kjördæmi. Þannig er umferð um Suð- Aukinn hraðakstur en minni ölvun Líklega eykst hraðakstur í takt við bætta vegi en á árinu 2002 voru 27.555 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á móti 23.586 árið 2001 eða um 17%. Alls vom 19.718 öku- menn kærðir árið 2000 fyrir hraðakstur og 18.748 árið 1999. Á hinn bóginn hefur heldur dregið úr ölvunarakstri. Á árinu 2002 vora 1.725 ökumenn kærðir fyrir ölvun- arakstur, þeir voru 1.886 árið 2001 en 2.190 árið 2000 og hafði þá fjölgað um 488 frá árinu 1999 eða um 28%, hvorki meira né minna. Bifreiðaeign landsmanna heldur áfram að aukast en á árinu 2002 var hún orðin nær 162 þúsund bílar og hefur aukist um 30% á síðustu 10 árum. Árið 1960 var bílaeign landsmanna nær 16.000 bíl- ar. Mettunarmagn bifreiðaeignar landsmanna er talin vera 600 bílar á hverja 1.000 íbúa, eða 174.000 bílar á árinu 2002, svo það markmið er ekki svo langt undan. Árið 1960 þegar bif- reiðaeignin var 16.000 bílar, var mettunarmark bifreiðaeignarinnar 106.000 bílar. 1.500 1.000 500 Su&urland Reykjavík og Vesturland Reykjanes Vestflr&lr Nor&urland vestra Nor&urland eystra Austurland urland mun meiri en um Norðurland vestra eða Vestfirði og því þörfin fyr- ir fjárveitingu til vegaframkvæmda þar i raun mun meiri en lengd vega- kerfis og fjárveitingar segja til um. Sunnlendingar ósáttir við sinn hlut Á það hafa sveitarfelög á Suður- landi bent. Á árunum 2003 til 2006 era heildarframlög til vegagerðar á landsbyggðinni 20,9Ýmiiljarðar króna samkvæmt samgönguáætlun. Hlutur Suðurlands er 1,308 milljarð- ur króna að meðtöldu nýlegu viðbót- arfjárframlagiÝríkisstjórnarinnar. Þetta gerir 6,6% af heildarfram- kvæmdafé þó umferðarþungi á Suð- urlandi sé margfalt meiri en 6,6% af heildarumferðarþunga landsbyggð- arinnar eins og umferðarmælingar myndu leiða í ljós, væru þær fyrir hendi.Ý Sveitarstjóm Bláskóga- byggðar fullyrðir að umferðarþungi í Bláskógabyggð sé einna mestur á Suðurlandi og sé nauðsynlegt að mæla umferðina, svo ákvarðanir um framkvæmdir verði teknar af fag- mennsku. í könnun Ferðamálaráðs, sem gerð var í september 2001 fram í maí 2002, kemur fram að undanfama vetur hefur umferð aukist í Blá- skógabyggð svo um munar. Þennan tima komu um 65% erlendra ferða- manna að Þingvöllum og 89% að Geysi. Ferðamálaráð áætlar að ferða- 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 ° 1999 2000 2001 menn hafi komið í um 700 til 950 þús- und heimsóknir í uppsveitir Ámes- sýslu árið 2001.Ý Þetta segir sína sögu um umferð í frístundabyggðir og á ferðamannastaði í Bláskóga- byggð. Fjallaferðamennska á vetrum og sumrum er vaxandi og mörgum sinnum á dag ekur floti fjallabifreiða um Biskupstungur og Laugardal á Kjalveg með fjölda ferðamanna, allan ársins hring. Sunnlendingar telja að ákvörðun um flýtife til framkvæmda í SuðurstrandarvegiÝmegi ekki verða til þess að breyta forgangsröð vegaáætlunar í uppsveitinn Ámes- sýslu. Hafa beri í huga að milljarða lö-óna tekjur eru af ferðalögum fólks sem fer á Þingvelli, að Skálholti, að Gulifossi og Geysi og um Laugar- dal.ÝHluta teknanna fái þeir sem selja ferðimar, koma fólkinu á stað- ina, og það hlýtur aö vera krafa þeirra að vegimir séu öraggir og beri þá umferð sem um þá fer. Heildarakstur 2.523 milljónir km Það er mjög athyglisvert að fjöldi ökutækja á hvem km vegar var á ís- landi á árinu 2000 um 12 bílar. Að- eins Eistland meö 9 bíla hefur lægra hlutfall í Evrópu. í Svíþjóð er bíla- fjöldinn 19, í Noregi 20, i Danmörku 27 og sami fjöldi í Finnlandi. Bret- land er á toppnum með 61 bíl á hvem km vegar, síðan Holland með 52 bíla og Búlgaría með 51 bíl. Það er sérkenni- legt að sjá Búlgaríu í þessmn hópi, enda læðist að manni grunur um að vega- kerfið þar í landi sé svo fábrotið og hlut- fallið hækki óeðlilega miðað við önnur Evr- ópulönd, ekki að bif- reiðaeign Búlgara sé svona almenn. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar er áætlaður heildarakst- ur á landinu öllu á árinu 2002 um 2.523 milljónir km og hefur aldrei verið meiri síðustu 13 árin, eða frá árinu 1989. Stöðug stígandi er í akstri um landið á þessu tímabili, þó mest miili áranna 1991 og 1992 en þá jókst innflutningur á nýjum bílum alveg gríðarlega. Grand Vitara 3ja dyra verð frá 2,115.000 Grand Vitara 5 dyra verð frá 2.435.000 Grand Vitara XL-7 verð frá 3.090.000 EJJ/jJ.lJ.lJJjJJÍjJjJJjJJjjJ j fí) M»f II tmtomfö- * SUZUKI /j*- SUKIKI BÍLÁR HF ‘ ikeifoiim <7. Simi %S 00. www.su2Ukibilar.is wprecisfon Ásþétti I Hjöruliðir ÍIGLO Kúluliðir Hjólalegusett Kúlu- og rúllulegur RAICAM Hemlahlutir TofrKohi Viftu- og timareimar Bón og hreinsivörur S/ TIMKEN Keilulegur « s#úfflln# og höggdeyfar • • ?/: St f f , \ RtN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.