Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 6
Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Daewoo Lanos SX bsk. Skr. 10/98, ek. 78 þús. Verð kr. 590 þús. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 990 þús. Suzuki Swift GLX, 5 d., bsk. Skr. 11/96, ek. 67 þús. Verð kr. 450 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 6/00, ek. 74 þús Verð kr. 1290 þús. Suzuki Sidekick JX, 5 d., bsk. Skr. 9/96, ek. 88 þús. Verð kr. 780 þús. Hyundai Accent GLS, bsk. Skr. 7/98, ek. 45 þús. Verð kr. 550 þús. Hyundai Accent 1,5, bsk. Skr. 12/99, ek. 27 þús. Verð kr. 690 þús. Hyundai Accent 1,5, bsk. Skr. 9/98, ek. 67 þús. Verð kr. 490 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓///■■■. SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 Fréttir jy\r Enginn veriö handtekinn enn vegna innherjaviðskipta meö hlutabréf í JP Nordiska: Fimm hinna grunuðu eru islendingar Efnahagsbrotadeild sænsku lög- reglunnar geröi í gærmorgun hús- leit í fimm löndum, í Svíþjóö, Englandi, Lúxemborg, Þýskalandi og á íslandi. Sex einstaklingar eru grunaðir um að hafa notfært sér trúnaðarupplýsingar sem þeir eru taldir hafa búið yfir um kaup Kaupþings banka hf. á hlutabréf- um í J.P. Nordiska í Svíþjóð á síð- astliðnu ári til þess að kaupa hlutabréf sjálfir eða í nafni félaga sem þeir tengjast. Fimm af sexmenningunum ís- lenskir Erindi barst Ríkislögreglustjóra um aðstoð á grundvelli laga og al- þjóðlegra samninga um gagn- kvæma réttaraðstoð í desember 2002 til gagnaöflunar sem fer nú fram samtímis í löndunum fimm. Ekkert brot er þó til rannsóknar á íslandi og þeir sem til rannsóknar eru búa hvorki né starfa á íslandi. Rannsókn málsins beinist ekki að Kaupþingi banka hf. eða að við- skiptum með hlutabréf í Kaup- þingi. Samkvæmt Alf Johansson, saksóknara hjá sænsku efnahags- brotadeildinni, er einn hinna grunuðu sænskur en hinir munu allir vera íslendingar. Johansson segir jafnframt að hagnaður ein- staklinganna hafi numið um fimm milljónum sænskra króna, um 45 milljónir íslenskra króna. Húsleit hjá Bakkavör Gropu í London Húsleit var svo gerð í gær í höf- uðstöðvum Bakkavarar Group í London og á heimUi forstjóra fyr- irtækisins, Lýðs Guðmundssonar. Bakkavör Group er stór hluthafi í Meiði sem er jafnframt stærsti hluthafinn í Kaupþingi Búnaðar- banka en Bakkavör Group hefur þó aldrei verslað með hlutabréf í JP Nordiska. Það hefur félagið Bakkabræður hins vegar gert en það er sameignarfélag þeirra Engin innherjaviðskipti Ágúst Guðmundsson sagði I gær- kvöld að viðskiptin gætu á engan hátt flokkast undir innherjaviöskipti. Hann sagði gengishagnað af þess- um hlutabréfakaupum vera nærri einni miljón sænskra króna. bræðra Lýðs og Ágústs Guð- mundssonar, stjómarformanns Bakkavarar. Ágúst lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum í gærkvöld að umrædd kaup hafi hins vegar verið gerð eftir að fyrir lá að Kaupþing myndi eignast 40% hlut í JP Nordiska en þeim sem eignast yfir 40% í sænskum fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði ber skylda til að gera yfirtökutUboð í öll hluta- bréf. Viðskiptin geti því á engan hátt flokkast undir innherjavið- skipti. Einnig kom fram í máli hans að gengishagnaður af þess- um hlutabréfakaupum sé nærri einni miljón sænskra króna eða rúmlega 9 miljónum íslenskra. Kaupþing mun sýna fullan samstarfsvilja Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, sagði í samtali við DV i gær að lögreglan hefði komið á starfsstöð Kaupþings á ís- landi um áttaleytið í gærmorgun til aö afla gagna. Hún hefði haft heimild fyrir húsleit en aldrei hefði til þess komið að lögreglan þyrfti að nýta sér hana þar sem Kaupþing hefði sýnt fullan sam- starfsvilja. Hann sagði lögregluna hafa aflað þeirra gagna sem Kaup- þing væri með um J.P. Nordiska en sagðist ekki hafa heimild til að upplýsa neitt um hina grunuðu menn né heldur um hversu háar fjárhæðir um væri að ræða. Spurður um framhaldið sagði Hreiðar að niðurstöðu rannsókn- arinnar yrði beðið og sagði hann að Kaupþing myndi vera Ríkislög- reglustjóra innan handar af fremsta megni vegna gagnaöflun- ar embættisins í þágu sænskra yf- irvalda. -EKÁ/-áb Tvær forsíður í gær Prentun á þriðjudagsblaði DV var stöðvuð í gærmorgun svo koma mætti frétt afrannsókn á meintum innherjaviðskiptum til lesenda. Hluti upplagsins er því með annarri forsíðu en lagt var upp með þegar vinnslu blaösins lauk á hefðbundnum tíma um hálftíuleytiö. Innherjamálið vakti snör viðbrögð á ritstjórn DV: Tvær forsíður Snör handtök voru höfð á rit- stjóm DV þegar fréttir bárust um það á ellefta tímanum í gærmorg- un að efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefði efnt til húsleit- ar í fimm löndum vegna gruns um ólögmæt innherjaviðskipti í tengslum við yfirtöku Kaupþings á sænska bankanum JP Nordiska. Akveðið var að skipta um forsíðu þrátt fyrir að prentun þriðjudags- blaðsins væri hafin. Hringt var í prentsmiðju Morgunblaðsins þar sem prentun blaðsins var stöðvuð. Frétt um málið var skrifuð í snatri og ný forsíða send til prent- smiðjunnar sem hélt áfram að prenta DV - en með nýrri forsíðu. Símamálið: Fjórði maður- inn í varðhald Héraösdómur Reykjavíkur úrskurð- aði í gærmorgun fjórða manninn sem tengist umfangsmiklum fjársvikum hjá Landssímanum í gæsluvarðhald til 2. júní. Maðurinn, Ragnar Orri Bene- diktsson, er 25 ára gamall og frændi bræðranna Sveinbjöms og Kristjáns Ra Kristjánssonar sem vora ásamt Áma Þór Vigfússyni settir í gæslu- varðhald á fóstudag vegna sama máls, Sveinbjöm í tvær vikur en Ámi Þór og Kristján í 10 daga hvor. Þremenn- ingamir era granaðir um stórfelldan íjárdrátt hjá Landssímanum og er upp- hæðin taiín nema um 150 milljónum króna á tímabilinu 1999 til 2000. Ekki er vitað hvemig Ragnar tengist mál- inu en samkvæmt heimildum blaðsins var langur og ítarlegur rökstuðningur fyrir kröfú efnahagsbrotadeildar Ríkis- lögreglusfjóra um gæsluvarðhald byggður á nokkuð öðrum forsendum en þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir hinum mönnunum þremur. Ragnar er rekstrarstjóri kaffihúss- ins Priksins og eigandi þess ásamt frænda sínum Sveinbimi. Þeir keyptu Prikið af fyrirtæki Áma Þórs og Krist- jáns, Lífstfl, fyrir skömmu. Áður starf- aði hann á sjónvarpsstöðinni SkjáEin- um, meðan Ámi Þór og Kristján vora viðriðnir rekstur hennar. -fin Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Davíð fóryfir nýsamþykktan stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar. í inngangi að ræðu sinni fjallaði hann stuttlega um nýliðna kosningabaráttu og sagði hana hafa verið harða. Hann sagði það von síha að menn drægu þann lærdóm af kosningabaráttunni að affarasælast væri að halda sig við málefnin og takast á um skoðanir og sannfæringu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfýlkingar, hlýðir á stefnuræöu forsætisráöherra. Henni til vinstri handar situr Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki, til hægri handar. Katrín er í hópi 18 nýliða sem nú setjast á þing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.