Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 8
MIÐVDCUDAGUR 28. MAÍ 2003 ÖV ættannót - garðveislur - afmxli - brúðlcaupsveislur - útisamkomur - skemmtanir - tónleikar - sýningar - kynningar o.fl. o.fl. o.fl. ...og ýmsir fylgihlutir • Ekki treysta á veðrið þegar sldpuleggja á eftirminnilegan viðburð. Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. • Tjöld af öllum stærðum frá 50-400 m2. • Leigjum einnig borð og stóla f tjöldin. yaldalelga skðta ...með skátum á heimavelli WWW.skatar.is j§&SS0 9800 - fax 550 980l - bis@skatar.is, SUAAARDJAMM? I hliðarsal Þröstur 3000 Heidar Austmann Kiddi Bigfobtjt*??’ DJ Ding Dong BONUSVIDEO Leigðu fjórar vídeóspólur og keyptu fjórar Coke fiöskur f Bónusvídeó og þð fœrðu miða ð Sumardjamm Coca Cola. Bónusvídeó og FM957 Fréttir — DV-MYND HANNA INGÓLFSDÓTTIR Þrír bandarískir kajakræðarar, mennskir farfugiar, á Breiðdalsvík: Ætla að róa á kajökum umhverfis landið í sumar Farfuglarnir á þessu vori koma víða að og eru af mörgum tegund- um. Þeirra á meðal eru þrír kajakræðarar frá Bandaríkjunum, ein kona og tveir karlar. Þau komu með fyrstu ferð Nor- rænu til Seyðisfjarðar og ætla að róa umhverfis landið í sumar og fara aftur með ferjunni í september, Ef tími vinnst til verða þau með námskeið áður en þau yfirgefa landið. Þau reru frá Seyðisfirði til Neskaupstaðar þar sem þau voru með námskeið í sjókajakaróðri fyrir landann. Síðan lögðu þau sjó undir kjöl, ásamt einum Norðfirð- ingi, suður með Austfjörðum og lentu í fjörunni á Breiðdalsvík á fimmtudaginn þar sem þau dvöldu í boði kajakamanna á staðnum til næsta dags og fengu fylgd eins þeirra áleiðis. Þetta er þaulvant fólk, hefur far- ið fjölda ferða, m.a. hefur eitt þeirra farið kringum Bret- landseyjar og suðureyju Nýja-Sjá- lands. Þau eru mjög vel útbúin með tjöld, matvæli og annan búnaö sem er smeygt í öll skúmaskot kajakanna. Þau eiga eftir að mæta mörgum farartálmum á leiðinni t.d. strand- lengjunni á suðurströndinni og hin- um ýmsu röstum út frá Reykjanesi, Snæfellsnesi og víðar og vindum úr öllum áttmn. Þremenningarnir eru mikið útivi- starfólk, til dæmis býr eitt þeirra í húsi uppi í tré (tréhúsi) á sumrin og vaknar á hverjum morgni undir berum himni. -HI Meðal efnis: FerSir fyrir fjölslcylduna • Tjaldvagnar - fellihýsi - hjólhýsi - húsbílar • Afþreying og skemmtun • Hópunkfar • HvaS er aS gerast í sumar? • Utivist • Gönguferðir • Leiðsögn • HestaferSir - bótsferSir - fjalla- og jeppaferSir og margt annaS fróðlegt og skemmtilegt. Skilafrestur auglýsinga er 2. júní Við erum tilbúin að aðstoða ykkur: Inga, b. s. 550-5734, inga@dv.is ata, b. s. 550-5733, kata@dv.is Margrét, b. s. 550-5730, margret@dv.is Ransý, b. s. 550-5725, ransy@dv.is Sigrún, b. s. 550-5722, sigruns@dv.is Auglýsendur athugið Sérblað um ferðir innanlands fylgir Magasíni fimmtu- daginn 5. júní - 82 þús. eintök. Auglýsingadeild 550 5720 Fjöldi ferðamanna til og frá landinu eykst á milli ára Bráðalungnabólgufaraldurinn, HABL, sem hefur geisaö einkum í Kína og Kanada, virðist ekki hafa haft teljanleg áhrif á fjölda ferða- manna sem komu hingað til lands í mars og apríl. Að sögn Ársæls Harö- arsonar, forstöðumaður markaðs- sviðs Ferðamálaráðs, stóð þó til að 60 manna hópur frá Asíu kæmi hingað til lands í maí en hins vegar hefur þeirri ferð verið frestað um ár vegna faraldursins. Samkvæmt nýjum töl- um Ferðamálaráðs hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um 7 1/2% í apríl miðað við apríl í fyrra og ef mars- og apríhnánuðir í ár eru skoð- aðir saman og bomir saman við mán- uðina í fyrra hefur fjöldi erlendra ferðamanna hingað til lands aukist um 9,3% á miili ára. Ársæll sagði að mest væri fjölgun ferðamanna frá Bretlandi en einnig hefði ferðamönn- um frá Noregi, Danmörku og Frakk- landi fjölgað hér á landi frá því í fyrra. Hins vegar hefði bandarískum ferðamönnum fækkað þónokkuð og mætti það eflaust rekja til stríðsins í írak. Ekki er heldur að sjá að íslending- ar láti lungnabólgufaraldurinn á sig fá en í mars og apríl í ár fóru 45.130 íslendingar til útlanda, samanborið við 33.300 manns í mars og apríl 2002, og er það yfir 30% aukning á milli ára. Spurður sagðist Ársæll ekki vita hvert íslendingamir væm aðallega að fara en taldi þó ólíklegt að þeir legðu leið sína til Asíu um þessar mundir. Hann sagði að ástæða þess- arar aukningar á ferðum íslendinga gæti ef til vill legið í komu nýja flug- félagsins, Iceland Express, á markað- inn þar sem það þyði yfirleitt við- skiptavinum sínum lægra verð á ferðunum. Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðing- ur Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði að menn væm famir að sjá einhvem samdrátt í bókunum hjá hótelum í Reykjavík í júní en hins vegar væri ekki hægt að segja til um hvort ástæða þess væri lungnaþólgufarald- urinn eða ef til vill gengismálin á ís- landi og hátt verðlag hér. Þorleifur sagði að þetta væri einn af þeim þátt- um sem væri að gera mönnum lífið leitt í ferðaþjónustu um ailan heim en hins vegar benti hann á að áhrif faraldursins væm óveruleg hér á landi. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.