Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 12
12 ______________________MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 Tilvera dv Lauk BS-gráöu meö glans innan viö tvítugt: Á hraðferð í bandaríska skólakerfinu Tæplega tvítugur íslendingur, Eyþór Örn Ernstson Berndsen, vann þaö afrek nýverið að útskrif- ast með BS (Bachelor of Science) gráðu í stærðfræði og tölvunar- fræði frá háskóla í Alabama með 3928 stig af 4000 mögulegum. Það var næsthæsta einkunn yfir skól- ann sem 3000 nemendur stunda nám við og flestir þeirra sem út- skrifuðust með honum voru fimm eða sex árum eldri. Mastersgráða í ár Eyþór er frá Skagaströnd og lauk þar sínu skyldunámi með góðum einkunnum en fór strax að því loknu til Bandaríkjanna og hóf nám við University of Alabama í Huntsville. Þar byrjaði hann á að ljúka AS-prófi á þremur mánuð- um sem jafngildir stúdentsprófi hér heima. Þá tók BS námið við sem venjulega er tekið á fimm árum en hann lauk því á þremur með Honors. Þessa stundina er Eyþór að skemmta sér í Karíbahafinu með nokkrum vinum sínum og félög- um en þegar því gamni sleppir ætlar hann að setjast við lærdóm- inn aftur og útskrifast með MA gráðu (Master of Science) frá sama háskóla í haust. Það er venjulega tekið á tveimur til þremur árum en Eyþór ætlar að hespa því af á sjö mánuðum. Hann er ekki óvanur því að nota sumr- in til náms því hann hefur stund- að skólann allt árið frá því hann kom út. Næsta skrefið verður svo doktorsnám í tölvunarfræðum og stærðfræði sem hann áætlar að ljúka á þremur árum. Lék sér aö forritun Faðir Eyþórs er Ernst Bernd- sen, vélstjóri á Arnari frá Skaga- strönd. Hann ól drenginn upp, ásamt konu sinni, Þórunni Rögnu Óladóttur, en eftir grunnskólann flutti Eyþór sig vestur um haf til móður sinnar, Hjördísar Eyþórs- dóttur, sem er bridsspilari að at- vinnu og hefur verið í bandaríska landsliðinu í þeirri grein. Ernst segir Eyþór hafa verið skipulagð- an í námi alla tíð og stærðfræðin hafl legið sérstaklega vel fyrir honum, reyndar tungumálin líka. „Það var sama hvað hann lærði, hann þurfti rétt að kíkja á það og þá var það komið,“ segir hann. Emst segir Eyþór líka hafa sýnt tölvunum mikinn áhuga, allt frá sjö ára aldri. Hann hafi þó aldrei verið mjög upptekinn af tölvu- leikjum heldur hafi hann haft meira gaman af að nýta sér mögu- leika ýmiss konar teikniforrita og svo að búa til forrit sjálfur. Emst og Þórunn Ragna fóru út til Ala- bama til að vera við útskrift Ey- þórs sem fram fór í 30 þúsund Laugavegi 176 Sími 588 5403 HAMBOnSAEAB, SAML0KCB, KJCKUH0CB, KACTASTEIK, SintJABIf OFL 0FL, m oniiiCM k sébstöku smm SEM SEFim ÞETTA SÉBSTAKA BBASB .„er enou !f(ct! DV-MYND ÞORUNN Dugnaðarstrákur og stoltur faðlr Eyþór lýkur væntanlega mastersgráöu á þessu ári aöeins tvítugur aö aldri. Faöir hans, Ernst Berndsen vélstjóri, var viöstaddur er hann hlaut BS-gráöuna nú fyrir skemmstu. manna iþróttahöll. Eins og nærri má geta var það hátíðleg stund og voru þau virkilega stolt af drengn- um. Þau vonast til að sjá Eyþór af og til hér á landi næstu árin, þrátt fyrir annríki við lærdóminn, þar sem hann hafl nú nýlega fengið græna kortið í hendur sem geri honum auðveldara að ferðast milli heimsálfanna. Vildi ekki skera sig úr Ólafur Bernódusson, kennari við grunnskólann á Skagaströnd, var umsjónarkennari Eyþórs í tvö ár og segir hann einstakan og eft- irminnilegan nemanda. Hann hafi ekki látið mata sig gagnrýnislaust á upplýsingum heldur spurt út í hlutina og verið rökfastur í and- mælum þegar við átti. „Eyþór var alla tíð mikill námsmaður og náði hlutunum strax og hann lagði sig eftir þeim. Súperkarl í því. Hann var samt ekkert að stressa sig. Á tímabili var hann frekar fráhverf- ur dönskunni en þegar honum var bent á að hún gæti opnað honum einhverjar leiðir í framtíðinni þá gekk hann í það að læra hana og hafði lítið fyrir því. Samt hafði ég alltaf á tilhnningunni að hann gæti meira en hann gerði. Ég bauð honum sérverkefni í stærðfræð- inni en hann er svo ofurskynsam- ur að hann vildi ekki skera sig úr. Hann hafði sérstaklega gaman af stærfræðiþrautum en þar er ég wsm Smárabfó - Narc Löggun á Ekki veit ég hvort Detroit hefur einhvern tímann verið kosin ljótasta borg Bandaríkjanna, aUa vega kemur hún mjög illa út í þeim kvikmyndum sem ég minn- ist að hafa séð og gerast í stærstu bílaborg heimsins. Og ekki bætir Narc ímyndina. Myndin er tekin í öngstrætum og fátækrahverfum borgarinnar sem nóg virðist vera af. Og þar að auki að vetri til þeg- ar umhverfið er enn nöturlegra en ella. Svo er það annað mál að umhverfið hentar vel efni mynd- arinnar. Narc segir frá lögreglumönnum sem starfa í þessu umhverfi og eiga orðið erfitt með að skilja á milli hvað er þeirra eigið líf og líf þeirra á götunni. Training Day sýndi á eftirminnilegan hátt slæmar hliðar á lögreglumönn- um. Það gerir Narc einnig á jafneftirminnilegan hátt og enn skuggalegri. Aðalpersónurnar eru tveir lög- reglumenn sem starfa í eiturlyfja- deild lögreglunnar. Nick Tellis (Jason Patric) er leystur frá störf- um þegar hann í ákafa sínum að negla eiturlyfjasala skýtur ófríska konu með þeim afleiðing- um að hún missir fóstur og mun aldrei geta eignast annað barn. Tellis var sjálfur orðinn háður eiturlyfjum þegar atburöurinn gerist. Eiginkona hans bjargar honum í þetta skiptið. Ári síðar er hann fenginn aftur til starfa ystunöf Haröjaxlar Jason Patric og Ray Liotta í hlutverk- um lögreglumanna sem leita hefnda. við að upplýsa morð á samstarfs- manni. Félagi hans í morðrann- sókninni er Henry Oak (Ray Liotta), fyrrum samstarfsmaður hins myrta, sem hefur svarið að hefna hans. Oak er mikið hörku- tól sem hefur sett sér eigin reglur og er af yfirmönnum sínum tal- inn mjög hæfur en einnig á mörk- um þess að vera heill á geði. Tellis og Oak fara miklum ham- förum í rannsókninni og beita öll- um brögðum með tilheyrandi of- beldi sem þeir hafa kynnst í starfi ekkert sérlega sterkur á svellinu svo ég spurði hann stundum ráða sem hvern annan samstarfs- mann,“ segir hann. Ólafur kveðst ekki geta þakkað sér velgengni Eyþórs í æðri skólum erlendis. „Ég get þó fullyrt að honum hafi liðið vel í skólanum hér en sjálf- sagt hefði hann blómstrað alls staðar,“ segir hann og kveðst hafa fylgst aðeins með þessum fyrrver- andi nemanda sínum gegn um fólkið hans og stundum beðið fyr- ir kveðjur til hans yfir hafið.' „Ég er stoltur af honum eins og öllum mínum nemendum sem gengur vel. Svona karlar eru auðvitað ekki á hveiju strái,“ segir hann. -Gun ★ ★★ Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. sínu innan um glæpamenn. Eftir rannsókn þeirra er vettvangur- inn yfirleitt eins og blóðugur víg- völlur. Tellis kemst fijótt að þeirri niðurstöðu að Oak er ekki með allt á hreinu um samstarf hans og þess myrta. Vegna eigin starfa innan um glæpamenn kemst hann að því að Oak og sá myrti voru hættulegar tíma- sprengjur. Jason Patric og Ray Liotta eu geysiöflugir í hlutverkum sínum og fara létt með að hreyfa við áhorfendum, sérstaklega er leik- ur Liotta magnaður. Hann er ólíkur öllu sem við höfum séð til hans og staðfestir það sem hefur verið vitað eftir frammistöðu hans í Goodfellas að fái hann góð hlutverk þá skilar hann þeim með mikilli prýði. Galli myndar- innar er að annars góður leik- stjóri, Joe Carnahan, fer fram úr sjálfum sér í einstaka atriðum og verður leikstjórn hans stundum tilgerðarleg, til dæmis þegar hann í einu atriði notar „split screen“, sem hefur engan tilgang. Þessi græðgi hans I að vera „öðruvísi" veikir að hluta sterka og áhrifamikla kvikmynd. Lelkstjóri og handritshöfundur: Joe Carnahan. Kvlkmyndataka: Alex Nepomniaschy. Tönllst: Cliff Martinez. Aðalleikarar: Jason Patric, Ray Liotta, Krista Bridges, Chi McBride og Busta Rhymes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.