Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2003, Blaðsíða 15
15 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 PV____________________________________________________________________________________________________Menning Verst að vera ekki þunglynd DV-MYND PJETUR Sigurbjörg Þrastardóttir skáld Þroskuð, ögrandi og töff í Ijóðum sínum. „Mér finnst eigin- lega glatað / að hafa aldrei þjáðst af þung- lyndi / ég meina svona alvöru / svart- nætti ..." (22) Á þess- um orðum hefst ljóðið „Úlnliðirnir mínir“ í nýrri ljóðabók Sigur- bjargar Þrastardóttur, Túlípanafallhlífar. Hér er fjallað á írónískan máta um það hve fá yrkis- efni séu eftir þegar þunglyndið' vantar, engir myrkvaðir bikarar og makt myrkranna víös fjarri (22). En Sigur- björg sýnir að skáld þurfa ekki að vera djúpt sokkin í sorg og sút til að geta ort og það hin fínustu ljóð. Bókmenntir í ljóðum Sigurbjargar örlar að vísu á trega, sorg og eftirsjá og eru þessar til- finningar meira að segja gegnumgang- andi þemu í bókinni. En treginn er málaður mjúkum litiun eða kaffærður í kaldri íróníu svo þunglyndið á engan sjéns! Líkt og í fyrri ljóðabókunum, Blálogalandi (1999) og Hnattflugi (2000), er ljóðmælandi að gegnumlýsa sjálfan sig og aðra í gegnum náttúruna og heiminn og þó vel hafi verið að verki staðið í fyrri bókunum er ekki ofsagt að hér takist höf- undi best upp. í Blálogalandi eru mörg afskaplega falleg ljóð en myndmálið er mun meitlaðra í Túlípanafallhlífum og ljóðmælandinn þroskaðri og meira ögrandi og töff í lýsingum sínum. Fyndni og frumlegt myndmál Sigurbjörg skiptir bókinni í fjóra hluta sem all- ir hafa snertiflötinn ást og einsemd. Sums staðar er verið að trega horfna ást, til dæmis í ljóðinu „Sakna“ þar sem ljóðmælandi kýs að beina hug- anum að tekkborði og fræbbblunum í útvarpinu fremur en leggjast í píslarvætti. Og þannig eru fleiri ljóð. Til þess að forða sér frá væmni og vælugangi sem gjarnan fylgir horfinni ást er grip- ið til kaldhæðninnar sem svínvirkar, því þrátt fyrir hana skynjar lesandinn brothætt ástand ljóðmælandans. Ljóðmælandi er einn á ferð í flestum ljóðanna eins og glöggt má sjá í ljóðunum fjórum „Ein á grískri eyju“ þar sem einsemd og framandieiki manneskjunnar er afhjúpaöur í einræðum og einkapælingum. Persónan er ein á grískri eyju og hún er ein uppi í rúmi og hún er ein úti á götu og ein með brauðristinni - „Braun-brauðristar / eru fallbyssur / í mínu stríði / þá sjaldan ég lyfti mér upp“ eins og segir í ljóðinu „Þeir sem hata eldhússtörfin" (58). Ljóðmælandi er líka einn í ljóðinu „Pipra“ sem er að mínu mati eitt snjallasta ljóð bókar- innar enda óvænt og frumlegt myndmál notað þar í tengslum við einveru. í ljóðinu „Sérsveitin: Áðgerð 0402“ er tekið á ann- áluðum kjaftagangi landans á afar fynd- inn hátt en þar veltir ljóðmælandi því upp hvort hann eigi ekki að láta negla sig und- ir stofuborð, hlusta á blaðriö og illkvittn- ina og leka því síðan öllu! (68). Höfundur baunar víðar á íbúa velferðarríkisins ís- lands, t.d. I ljóðinu „Þetta man ég um trúna“ en þar er vís- að bæði í Sjáifstætt fólk og Biblíuna. Um leið er afhjúpuð hræsni samfélags sem treður sig út af mat og drykk en lokar á fá- tækt og umkomuleysi annarra.. Túlípanafallhlífar Sigurbjargar Þrastardóttur er tvímælalaust ljóðabók fyrir ljóðaunnendur og alla þá sem njóta þess að pæla í lífinu og tilver- unni. Höfundur setur fram ýmsar tilvistarlegar spumingar sem gaman er að glíma við og snerta okkur flest. Það er gert á faglegan og glæsilegan hátt af höfundi sem „íhugar / allt annað / en upp- gjöff (30) Sigríður Albertsdóttir Sigurbjörg Þrastardóttir: Túlípanafallhlífar. JPV-útgáfa 2003. Kirkjulistahátíð Við minnum á Kirkju- listahátíð í Hallgríms- kirkju - aðallistahátíð ársins í ár - sem verður sett við guðsþjónustu í kirkjunni kl. 11 í fyrra- málið. Hátíðarmessan verður með listflutningi því frumflutt verður guð- spjallsmótetta eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Ólöf Ingólfsdóttir frumsýnir dansverk. Stóri viðburðurinn verður svo strax á fostu- dagskvöld þegar Sinfón- íuhljómsveit Islands og Mótettukórinn flytja óratóríuna Elía eftir Mendelssohn-Bartholdy ásamt einsöngvurunum Elínu Ósk, Alinu Dubik, Anthony Rolfe Johnson og Andreas Schmidt. Sá síðastnefndi heldur ein- söngstónleika við undir- leik Helmuts Deutch í Salnum á sunnudags- kvöld. Munið líka Listavöku imga fólksins í Hall- grímskirkju á laugardag- inn frá 18-24. Þið getið komið og farið að vild um kvöldið. Kirkjulistahátíðin heldur svo áfram til 9. júní. BORGARLEIKHUSIÐ Leikfólag ReykjaviVur STÓRA SVIÐ NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Damliikhúsktppm LR og ÍD Lau. 7/6 kl. 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e.DcrekBenfuld Su. 1/6 kl. 20 Fö. 6/6 kl. 20 Fö. 13/6 kl. 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi. 29/5 kl. 20 ATH. SÍÐASTA SÝNING SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNl eftir Sálina og KarlAgúst Úlfsson Fö. 30/5 kl. 20 Lau. 31/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR NÝJASVIÐ SUMARÆVINTYRI e. Skakespeare ogleikhópinn Fi. 29/5 kl. 20 ATH.: SfÐASTA SÝNING. MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆ RI HATTU R eftir Peter Brook og Maric-Hélénc Estienne Fö. 30/5 kl. 20 ATH. SÍÐASTA SÝNING GESTURINN e. Eric-Emmanue/Schmitt Sunnudaginn 1/6 kl. 20 - AUKASÝNING 15:15 TÓNLEIKAR - POULENC HÓPURINN j Lau. 31/5 kl. 15:15 Ferðalög: Bergmál Finnlands BÍBÍ OG BLAKAN - ÓPERUÞYKKNI eftirÁrmann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Porgeir Tryggvason ( samvinnu við HUGLEIK Lau. 31/5 kl. 20.00 - Lokasýning ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftirEveEnsler Su 25/5 kl. 20 _ 120. sýning Lau. 31/5 kl. 20 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR. LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakcspcare í samstarfi við VESTURPORT Mi. 4/6 kl. 20 Fi. 5/5 kl. 20 Fö. 6/6 kl. 20 ATH.: SfÐUSTU SÝNINGAR. ALLIR í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá fritt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir á ÖFUGU MEGIN, PÚNTILA, SUMARÆVINTÝRI, MAÐURINN SEM). Kirkjulistahátíð 2003 „Eg ætlo oð gefa regn á jörð" 29. maí - 9. juní Allir dagskrárliðir fara fram í Hallgrímskirkju nema annað sé tekið fram. Fimmtudagurinn 29. maí 11.00: Setningarathöfn Kirkjulistahátíðar 2003 Hátíðarmessa með listflutningi á uppstigningardag. Schola cantorum frumflytur guðspjallsmótettu fyrir uppstigningardag eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og nýtt sálmalag eftir Jón Hlöðver Áskelsson undir stjóm Harðar Áskelssonar. Ólöf Ingólfsdóttir frumsýnir frumsamið dansverk við Adagio (1996) eftir Tryggva M. Baldvinsson, sem Hildigunnur Halldórsdóttir leikur á fiðlu. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni, sr. Krist jáni Val Ingólfssyni og sr. Sigurði Áma Þórðarsyni. Orgelleikarar í messunni em Hörður Áskelsson og Guðmundur Sigurðsson. Sýning á myndverki Guðjóns Ketilssonar opnuð. Föstudagurinn 30. maí 13.30-15.30: Meistaranámskeið fyrir organista (fyrri hluti) Jon Laukvik, sérfræðingur á sviði orgeltónlistar barokktímabilsins, veitir íslenskum orgeheikimim tilsögn í barokktúlkun. Samstarfsaðilar: Tónskóh Þjóðkirkjunnar og Félag íslenskra organleikara Staður: Langholtskirkja ÖUum heimih aðgangur. 16.00: Barokkfyrirlestur: Frá Frescobaldi til Bachs - tokkatan í orgeltónhst Jon Laukvik heldur fyrirlestur með tóndæmum við barokkorgel Langholtskirkju. Miðaverð: 500 kr. 20.00: Óratórían EHa, op. 70, eftdr Felix Mendelssohn-Bartholdy Eitt af stórverkum kirkjutónbókmenntanna flutt á 20 ára afmælistónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkj u. Einsöngvarar: Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Alina Dubik alt, Anthony Rolfe Johnson tenór og Andreas Schmidt bassi Afmæliskór Mótettukórs Hallgrímskirkju Sinfómuhljómsveit íslands Stjómandi: Hörður Áskelsson Miðaverð: 3000 kr. Laugardagurinn 31. maí 12.00. Barokkorgeltónleikar: Jon Laukvik Heimsþekktur túlkandi barokktónlistar flytur verk eftir Froberger, Buxtehude, J.S. Bach, C.P.E. Bach o.fl. á barokkorgel Langholtskirkju. Miðaverð: 1500 kr. 13.30-15.30: Meistaranámskeið fyrir organista (seinni hluti) 18.00-23.00: Listavaka unga fólksins Sköpunargleði ungra hstamanna í tónhst, leikhst, dansi og spuna fyllir kirkjuna. Umsjón: Guðjón Davíð Karlsson, Guðmundur Vignir Karlsson, Margrét Rós Harðardóttir. 23.00: Virðulegu forsetar eftir Jóhann Jóhannsson (frumflutningur) Flytjendur: Caput hópurinn, Skúh Sverrisson, Matthías M.D. Hemstock, Guðmundur Sigurðsson, Hörður Bragason og Jóhann Jóhannsson. Stjómandi: Guðni Franzson Sunnudagurinn 1. júní: 11.00: Hátíðarmessa Sérstök áhersla er lögð á trú, list og böm í messunni. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari. Bama- og unglingakórar Hallgrímskirkju, Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju syngja. Stjómendur: Bjamey I. Gunnlaugsdóttir, Oddný Þórhahsdóttir og Helga Loftsdóttir. Fiðlusveit Ahegro Suzukitónlistarskólans leikur undir stjóm Lilju Hjaltadóttur. Leikbrúðuland sýnir Fjöðrina sem varð að fimm hænum og Ævintýrið um Stein Bollason í leikstjóm Amar Ámasonar. Á eftir messu verður útíhátíð á Hallgrímstorgi. 20.00: Ljóðatónleikar: TVúarlegir ljóðasöngvar með Andreas Schmidt Heimssöngvarinn Andreas Schmidt og píanóleikarinn Helmut Deutsch flytja Gehert- ljóð eftir Beethoven, Vier emste Gesange eftir Brahms, Biblíuljóð eftir Dvorák og Michelangelo-ljóð eftir Wolf. Staður: Salurinn í Kópavogi Miðaverð: 2500 kr. Mánudagurinn 2. júní 12.00: Tónhstarandakt Prestur: Sr. Kristján Valur Ingólfsson Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson spinna á saxófón og orgel. 20.00: Quattro Stagioni og Karlakórinn Fóstbræður Kvartettinn Quattro Stagioni frá Noregi og Karlakórinn Fóstbræður undir stjóm Áma Harðarsonar flytja verk eftir Perotinus,Talhs, Gesualdo, Poulenc, Snorra S. Birgisson og Stabat mater dolorosa fyrir karlakvartett og karlakór eftir norska tónskáldið Kjeh Habbestad. Ennfremur verður Missa brevis eftir Wolfgang Plagge frumflutt á tónleikunum. Miðaverð: 2000 kr. Þriðjudagurinn 3. júní 12.00: Tónhstarandakt Prestur: Sr. Sigurður Ámi Þórðarson Elísabet Waage hörpuleikari leikur tónlist eftir Paul Hindemith o.fl. Trúlega Bergman (I) 20.00: Smultronstáhet (Sælureiturinn) 22.30: Det sjunde inseglet (Sjöunda innsighð) Tvær klassískar kvikmyndir eftir Ingmar Bergman. Stuttar innlýsingar fyrir sýningamar. Kvikmyndiraar eru með enskum texta. Staður: Bæjarbíó í Hafnarfirði Miðaverð: 1000 kr. (ein sýning), 1500 kr. (báðar sýningamar) Sýningamar em upphaf þrískiptrar dagskrár um trúarstef í kvikmyndum Bergmans. Málþing verður haldið tvö næstu kvöld í Hahgrímskirkju. Samstarfsaðilar: Deus ex cinema og Kvikmyndasafn íslands Miðvikudagurinn 4. júní 8.00: Morgunmessa Prestar: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson 12.00: Tónlistarandakt Prestur: Sr. María Ágústsdóttir Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari og Ámi Arinbj amarson organisti leika verk eftir Corelh og Bach. 20.00: Trúlega Bergman (II) Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (fyrri hluti). Fyrirlesarar: Ámi Svanur Daníelsson: Bílferð með Bergman og Allen Halldór Hauksson: Bach og Bergman - um tónhst i kvikmyndum Ingmars Bergmans Pétur Pétursson: Þáttur kristinnar trúar í hstsköpun Ingmars Bergmans Þorkell Ágúst Óttarsson: Sjöunda innsighð sem dómsdagsmynd meðal dómsdagsmynda Miðaverð: 500 kr. 22.30: Completorium - Náttsöngur Umsjón: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Fimmtudagurinn 5. júní 12.00: Tónhstarandakt Prestiu-: Sr. Sigurður Pálsson Dagný Björgvinsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leika verk eftir Bach og Mendelssohn á Klais-orgel Hahgrímskirkju. 20.00: Trúlega Bergman (III) Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (seinni hluti). Maaret Koskinen, einn fremsti Bergmanfræðingur heims, flytur fyrirlesturinn In the Beginning Was the Word: From the Private Archive of Ingmar Bergman. Að loknum fyrirlestrinum verða alraennar umræður. Miðaverð: 500 kr. Föstudagurinn 6. júní 12.00: Tónhstarandakt Prestur: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson MagneaTómasdóttir sópran og Guðmundur Sigurðsson orgelflytja íslensk þjóðlög við Passíusálma Hallgríms Péturssonar í útsetningum Smára ólasonar og orgelforleiki eftir Bach. 21.00: Passíusálmar 15 íslensk ljóðskáld flytja ljóð í anda Passíusálma Hahgríms Péturssonar. Skáldin em Andri Snær Magnason, Baldur Óskarsson, j Hjörtur Pálsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak j Harðarson, Jón Bjarman, Kristján Þórður Hrafnsson, KristjánValur Ingólfsson, Margrét i Lóa Jónsdóttir, Matthías Johannessen, Sigurður | Pálsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þóra Jónsdóttir og Þórarinn Eldjám. Tónhst: Matthías M.D. Hemstock Umsjón: Dr. Sigurður Ámi Þórðarson Miðaverð: 500 kr. Laugardagurinn 7. júní 18.00: Hátíð heilags anda hringd inn Leikið á klukkuspil Hahgrímskirkju. 18.15: Barokktónleikar Antonio Vivaldi: Gloria f. einsöngvara, kór og hljómsveit Johann Sebastian Bach: Hvítasunnukantatan Erschallet, ihr Láeder, BWV172, f. einsöngvara, kór og hljómsveit Einsöngvarar: Rannveig Sif Sigurðardóttir sópran, Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt, Þorbjöm Rúnarsson tenór og Davíð ólafsson bassi Kammerkórinn Schola cantorum Barokkhljómsveitin Das Neue Orchester frá Köln Stjómandi: Hörður Áskelsson Miðaverð: 2000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.