Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 15
14 + Presturinn og ver&andi umhverfisráðherra sótt heim á slóðir silfurs Egils: Einlæg trú og einbeittur vilji í raun og veru eiga störf prestsins og stjórmálamannsins býsna margt sameig- inlegt. Fólk í þessum störfum er alltaf á vaktinni og verður að hafa einlæga trú og einbeittan vilja til þess að gera samfélag- ið betra. Svo þannig megi verða talar fólk út frá ákveðnum málstað og sannfæringu. í heildina tekið eru þessi störf þó fyrst og síðast þjónusta við fólk, segja hjónin Sig- ríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður og verðandi umhverfisráðherra, og sr. Jón Þorsteinsson eiginmaður hennar. DV-Magasín heimsótti þau í vikunni þar sem þau sitja á Mosfelli í Mosfellsdal, því fræga pestsetri og sögustað. Sveitasæla við borgina Náttúran angar og fuglamir syngja þegar við rennum í hlað i Mosfelli. Hátt og snjallt hneggjar hrossagaukur svo und- ir tekur og lóan syngur dirrindí. Úti í garði er Sigríður Anna að huga að blóm- um og runnum en býður okkur svo að ganga í bæinn. Mér finnst alveg yndislegt að búa héma. Það hefur 1 mínum huga marga kosti að vera hér í sveitinni en samt við bæjardyr Reykjavíkur. Hér er algjör sveitasæla. Og enda þótt við tölum um Mosfellsbæ finnst mér samt réttnefni að tala um Mosfellssveit, segir Sigríður Anna. Þrettán ár em liðin síðan sr. Jón og Sigríður Anna settust að á Mosfelli eftir að hann var valinn sóknarprestur Mos- fellinga. Þá höfðu þau áður í sextán ár bú- ið vestur í Grundarfirði, þar sem hann var prestur en hún kennari og sveitar- stjómarmaður. Nærandi umhverfi Það vom mikil umskipti að koma hing- að að vestan. Hér em um 6.700 sóknar- böm og starf prestsins umfangsmikið. Eins og gefur að skilja fer Mosfellsbær ekki varhluta af ýmsum menningarsjúk- dómum þéttbýlisins. Engu að síöur era innviðir þessa samfélags mjög sterkir. Hér era til dæmis sjö kórar, lúðrasveit, öflugt leikfélag og fleira mætti telja. Mað- ur þekkir fólkið sem maður mætir úti á götuhomi eða úti í búð. Það er hægt að láta sér líða ákaflega vel hér, segir Jón. Sveitasæluna nefnir hún einnig. Mér finnst stundum endumærandi að vera í þessu umhverfi hér. Við Jón gerum okk- ur það stundum til hressingar og sálubót- ar að fara í gönguferð hér um nágrennið. Höfum komið okkur hér upp góðum klukkustundarlöngum göngutúr um ná- grennið. Getum þá lika spjallað um þau viðfangsefni sem við erum að fást við sitt í hvora lagi. Átt þannig saman skemmti- legar samverustund og ég neita ekki að stundum mættu þær vera fleiri. Að geta rætt svona við maka sinn um störf sín er afar dýrmætt, því enga stuðningsmenn á stjómmálamaður mikilvægari en einmitt fjölskyldu sína. Beindi sjónum til bestu gilda Á Siglufirði er Sigríður'Anna fædd og uppalin. Séra Jón er hins vegar fæddur og uppalinn norður á Ströndum til sex ára aldurs en átti síðan heima á höfuð- borgarsvæðinu og norður á Blönduósi. Hann er skírður Jón frá Ljárskógum eftir móðurbróður sínum, skáldinu og söngv- aranum úr Dölunum sem var einn fjór- menninganna í hinum fræga MA-kvar- tett. Einhvem veginn hefur móður minni tekist að sannfæra prestinn um að nefna þetta nafh við skfrn mína. Ég nota þó ekki þetta viðumefhi. í mínum huga er aðeins einn Jón frá Ljárskógum, frændi minn sem lést komungur maður úr berklum, fáum mánuðum áður en ég fæddist. Eftir stúdentspróf fóra þau sr. Jón og Sigríður Anna bæði f háskólanám. Hún las íslensku, sögu og grísku en hann fór í guðfræðina sem hann segir að hafi lík- lega verið vegna áhrifa úr æsku. Föðurafi sinn, Matthías Helgason hafi verið kirkjubóndi í Kaldrananesi á Ströndum og faðir hans, Þorsteinn Matthíasson, organisti þar vestra. Einnig hafði móðir min, Jófríður Jónsdóttir mikil áhrif á mig. Hún beindi sjónum til bestu gilda, var mannvinur og sálusorgari margra bæði ungra og aldinna. Allt þetta varð til þess að vekja með mér áhuga á trú og guðfræði. Við vorum strax ákveðin í að fara út á land til starfa eftir að háskólann. Eftir á að hyggja er ég afar þakklát fyrir þá reynslu sem ég fekk af því að búa í ís- lensku sjávarplássi þar sem er gott mann- lff. Hvergi er til dæmis betra að ala upp böm en úti á landi, segir Sigríður Anna þegar talið berst að árum þeirra sr. Jóns í Grundarfirði. Þangað fóra þau árið 1974, en Jón vígðist þá til prestþjónustu þar, 28 ára að aldri. Við ætluðum að sjá til hvemig okkur líkaöi og vera kannski í tvö til þrjú ár. En fyrr en varði vora árin orðin sextán, seg- ir sr. Jón sem kveðst með hik í huga hafa gengið til starfa á vettvangi kirkjunnar. Spurt sig spuminga hvort hann dygði í starfi prestsins og hvort sér tækist að mæta kröfum sóknarbamanna. En ailt þetta hafi blessast vel með Guðs hjálp og góðra manna. Viðfangsefnin í Grundarfirði voru mörg. Sigríður Anna fór fljótt að kenna við grunnskólann sem hún segir hafa ver- ið afar ánægjulegan tíma. Ég kenndi ís- lensku í elstu bekkjum grunnskólans og fannst einkar gefandi að vera þar innan um unga fólkið. Unglingar era alltaf mót- tækilegir fyrir viðfangsefiium og fólki. Finn í dag þegar ég hitti gamla nemend- ur hve þau vinabönd við nemendur sem' maður myndaði era sterk. Ofrísk í sveitarstjórn Eftir fjögur ár í Grundarfirði gaf Sig- Þingmaðurinn og presturinn. „Það þóttu mikil nýmæli á Snæfellsnesi að kona væri í forystu í sveitarstjórn. Úti í Ólafsvík sögðu menn víst í gamni að presturinn værí farinn að sofa hjá oddvitanum.“ segir Sigríður Anna. ríður Anna kost á sér í pólítíkina á staðn- um. Fór út í kosningabaráttu, þá ófrísk að yngstu dóttur sinni. Á þessum tíma var byggðarlagið í mikilli mótun og verkefh- in vora óþrjótandi. Mig langaði að taka þátt i þessu uppbyggingarstarfi; láta muna um mig, segir Sigríður sem var kjörin í sveitarstjóm fyrir hönd Sjálfstæð- isflokksins. Strax var hún kjörin oddviti og gengdi þvi starfi lengst af á þeim tólf árum sem hún var sat í sijóminni. Það þóttu mikil nýmæh á Snæfellsnesi að kona væri í forystu í sveitarsfjóm. Úti í Ólafsvík sögðu menn víst í gamni að presturinn væri farinn að sofa hjá oddvit- anum, segir Sigríður Anna og hlær. Hún segir verkefnin í sveitarstjóm hafa verið einkar fjölbreytt og gefandi að sinna þeim. Þannig hafi þurft að leggja slitlag á götur, byggja íþróttahús, vinna að uppbyggingu heilsugæslu á staðnum, reisa dvalarheimili fyrir aldraða og margt fleira. Flestum þessara viðfangs- efiia náðum við í höfn. Náðum að tryggja stöðu Grundarfjarðar til framtíðar, á þann veg að þar hefur íbúm fjölgað mik- ið undanfarin ár og unga fólkið vill vera þar áfram, segir Sigríður Anna og viður- kennir að þau hjónin hafi bundist þessu fallega byggðarlagi undir KirkjufeUi sterkum böndum á sextán árum sínum þar. Að hika er sama og tapa Vorið 1990 snera Sigríður Anna og sr. Jón suður þegar hann hafði verið valinn sóknarprestur á Mosfelh. Hún segist fyrst eftir það hafa velt fyrir sér hvort hún ætti, komin á nýjar slóðir, að láta leik lok- ið á vettvangi stjómmála. Ég tók mér sumarið í að hugsa þetta. Síðan kom að því að um haustið héldu sjálfstæðismenn hér í Reykjaneskjör- dæmi prófkjör. Þá sagði ég við sjálfa mig sem svo að að hika væri sama og tapa. HeUti mér í slaginn og náði 5. sætinu. Var kjörin á þing vorið 1991 og hef átt þar sæti síðan. Á þeim tólf árum sem Sigríður Anna hefur setið á Alþingi hefur hún átt sæti í fjölmörgum nefndum og víða látið að sér kveða. Var lengi formaður menntamála- nefndar eða fram á síðasta vetur þegar hún tók við utanríkismálanefnd. Þegar þing kom saman nú í vikunni var henni svo falin formennska í umhverfisnefnd. Má ef til viU segja að það sé forsmekkur- inn að ráðherradómi. Áformað er að Sig- ríður taki við umhverfisráðuneytinu 15. september á næsta ári, en aUlangt er síð- an hún var fyrst nefnd sem hugsanlegt ráðherraefni Sjálfstæðisflokks. Umhverfið er viðkvæmt Sigríður Anna segist fuU tilhlökkunar að taka við umhverfisráðuneytinu á næsta ári. Gefist sér nú gott ráðrúm tU þess að setja sig inn i þennan málaflokk ... sem er hvarvetna mjög vaxandi áhersla á og ég trúi að umhverfismálin eigi kannski eftir að vera ein mikUvægustu mál framtíðarinnar, segir hún. Margir hafa freistast tU þess að Uta svo á að ísland hafi algjöra sérstöðu í um- hverfismálum sem eyja norður í höfum. Það sem gerist annars staðar í heiminum snerti okkur ekki. Það er hins vegar ai- rangt; náttúrufar og aUt umhverfi á norð- urslóðum er mjög viðkvæmt og við verðum að fara varlega. Umræðum um þetta hef ég meðal annars kynnst í þing- mannasamstarfi um norðurskautsmál þar sem við höfum meðal annars mikið verið að fjalla um sjáUbæra þróun og mengunarmál: Ma&urinn yfir sköpuninni En umhverfismálin lúta að fleiri þátt- um, svo sem ýmsum guðfræðUegum spumingum og siðferðislegum áUtaefii- um. Spumingar á þeim nótum hljóta óhjákvæmUega. Maðurinn er settur tU ráðsmennsku yfir aUa sköpun, í því felst auðvitað mesta ábyrgðin, segir sr. Jón þegar spummgum að umhverfismálum vikið tU hans. Þannig hafa prestar reifað umhverfismálin ... en þó kveðið misjafn- lega fast að orði, eins og Jón kemst að orði. Kjami málsins er þó að ekki verður bæði sleppt og haldið hvað varðar nýt- ingu landsins. Það er að segja ef viö ætl- um að halda áfram að byggja þetta land. Það er okkur lífsspursmál að nýta nátt- úra okkar. Þess vegna fagna ég því mjög að fólk fer varlegar í umhverfismálum í dag en áður var gert og metur nú af ná- kvæmni umhverfisáhrif aUra meiri hátt- ar framkvæmda þannig að hlutimir snú- ist ekki í höndunum á okkur ef Ula fer. Þá er efrmig áhugavert að fmna þá viðhorfs- breytingu hefur orðið á heimUunum í öUu því sem snýr að umhverfismálunum. Stundum hef ég tekið þessi mál tU um- fjöUunar í fermingaríreeðslunni og spyr þá bömin hvort rusl sé flokkað á heimU- um þeirra. Spumingunni er svarað með því að flestir lyfta upp hendi. Fleiri svona atriði úr okkar nánast umhverfi mætti nefna sem augljóslega stefiia í rétta átt. Mosfellið glóir Dætur þeirra Sigríðar Önnur Þórðar- dóttur era þijár og era á aldrinum 24 tU 35 ára. Elst er Jófríður Anna. Hún er ís- lenskufræðingur að mennt, býr í Noregi og gift þarlendum manni. Þau eiga þrjú böm. Önnur í röðinni er Þorgerður Sól- veig sem les viðskiptafræði og japönsku. Hún býr í Þýskalandi og er gUt Þjóðveija. Yngst er svo Margrét Amheiður sem er laganemi. Unnusti hennar er frá Vest- mannaeyjum Prestsetrið á MosfeUi er fagurlega búið af ýmiss konar listmunum, svo sem mál- verkum og teikningum. Sumar þeirra era meðal annars gerðar af sr. Jóni sem nam í Myndlistar- og handföaskólanum áður en hann sneri sér að guðfræði. Og þá höf- um við ekki nefiit að sögur herma að Eg- U1 SkaUagrímsson hafi fýrir öldum grafiö sUfúr sitt í túnfætinum á MosfeUi ... og era þar margar gátur á hvar EgiU hafi fólgið fé sitt, eins og í Eglu segir. Er þar þó nefnt að austan við bæinn þar sem gU gengur ofan úr fjalh megi stundum finna enska peninga. Geta sumir menn þess að EgiU muni þar féið hafa fólgið, segir enn- fremur í fomsögunni góðu. MosfeUið glóir aUt, segir sr. Jón og brosir þegar þau hjónin era að síðustu spurð hvort þau leggi trúnað á sflfursög- una eða hvort þau hafi fyrir fótum sér fundið enska peninga. Svarið er tvírætt og gefur tflefni tU þess að láta hér staðar numið. -sbs FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 M agasm DV i! I ii I 15 •v Með kirkjuna i baksyn. Ekki verður bæði sleppt og haldið hvað varðar nýtingu landsins. Það er að segja ef við ætlum að haída áfram að byggja þetta land. Það er okkur lífsspursmái að nýta náttúru okkar, segir sr. Jón m.a. hér í viðtaiinu. Magasín myndir GVA « i i t t • i 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.