Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 DV Fréttir DV-MYNDIR HEB Heil á húfi Keith og Joanna Ginnaw ásamt dætrum sínum, Georginu og Charlotte. Húsbi'II þeirra valt í Skriödalnum og Charlotte kastaöist út skyldu sleppa ómeidd úr slysinu. úr bílnum. Fjögurra manna ensk fjölskylda lenti í bílveltu í Skriðdal: Erum heppin að vera á lífi Hjónin Keith og Joanna Ginnaw telja þaö mikið lán aö þau eru á heil á húfi en .húsbíll þeirra valt í Skriðdal síðastlið- inn þriðjudag. Þau voru á ferð ásamt dætrum sínum Georginu, 5 ára, og Charlotte, 4 ára. Fjöl- skyldan er frá Essex á Englandi. „Við vorum búin að ferðast frá Reykjavík og ætlunin var að fara hinn „gullna hringveg." Við vor- um búin að skoða jöklana og Austfirðina og vorum á leið til Mývatns þegar óhappið varð. Á veginum í Skriðdal missti ég bíl- inn í lausamöl sem varð til þess að hann valt. Ég hef verið á um 50 kílómetra hraða,“ segir Keith. Það má telja mikla mildi að ekki fór verr en húsbíllinn er mjög illa farinn eftir veltuna. Önnur dætranna kastaðist út úr bílnum þegar bíllinn tók að velta. „Þegar bíllinn stöðvaðist byrj- aði ég að kanna hvort Joanna væri meidd. Sjálfur var ég blóðug- ur í framan, vörin sprungin auk þess sem það blæddi úr nefi. Ég marðist töluvert undan öryggis- beltinu. Joanna var ómeidd en í Stuttar fréttir Varað við 90% lánum Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður hag- fræðistofnunar HÍ, varar við hættu á verðbólgu verði lánshlutfall al- mennra íbúðalána hækkað upp í allt að 90%. Til viðbótar sé einnig hætta á hærra á fasteignaverði. RÚV sagði frá. Sementið hækkar Verð á sementi gæti hækkað um 3-4% um mánaðamótin vegna þess að flutningsgjald hækkar um 240 krónur á tonnið; meðal annars vegna uppbyggingar á Austurlandi. miklu sjokki. Ég dreif mig aftur í bílinn þar sem Georgina og Charlotte sváfu. Þar fann ég Ge- Riða í sauðté Riða hefur greinst í sauðfé á Breiðabólstað í Ölfusi. Þetta mun fyrsta riðutilfellið í 19 ár í land- námi Ingólfs. RÚV sagði frá. Þrefaldur fjöldi um göng Fjöldi þeirra sem leggja leið sína til Vestmannaeyja gæti þre- faldast ef gerð verða jarðgöng milli lands og Eyja ef marka má nýja skoðanakönnun Gallups. orginu grátandi undir borði innan um brotið leirtau og spýtnabrak. Charlotte fann ég hins vegar ekki. Við Joanna leituðum í bílnum en sáum dóttur okkar hvergi," segir Keith þegar hann rifjar upp fyrstu mínúturnar eftir slysið. Skyndilega heyrðu þau rödd Charlotte að utan. „Við gerum okkur ekki grein fyrir hvar hún kastaðist út úr bílnum en við fundum hana hálfsofandi og vank- aða skammt frá bílnum." Báðar stúlkurnar sluppu ómeiddar úr óhappinu. „Við erum heppin að vera á lífi,“ segir Keith. Fjölskyldan hefur að undan- fórnu dvalið í góðu yfirlæti á gisti- heimili fyrir austan. Þau eru smám saman að jafna sig og hyggj- ast halda ferð sinni áfram í dag. „Við ætlum okkur að skoða Mý- vatn eins og til stóð í upphafi. ís- land er afar fallegt land en vegirn- ir þyrftu að vera öruggari. Það er ekki víst að næsta fjölskylda verði jafnheppin og við,“ segir Keith Ginnaw. -HEB Þungarokkari í flugínu Söngvari þungarokksveitarinnar Iron Maiden hefur flogið með farþega Iceland Express. Dickinson starfar sem flugmaður hjá flugfélaginu Astreus hálft árið en félagið flýgur sem kunnugt er fyrir Iceland Ex- press. mbl. sagði frá. -aþ í kjallaragrein Gunnlaugs Jóns- sonar fjármálaráðgjafa í DV á þriðjudag brenglaðist síðasta setn- ing greinarinnar. Rétt er setningin þannig: Minni flokkar gætu sam- einast til að sameina umframat- kvæði sín í einn pott og ná þá jafn- vel auka þingmanni eða þingmönn- um. - Eru lesendur, svo og greinar- höfundur, beðnir velvirðingar. Eins og sjá má á þessari skýjahuluspá, sem evrópska veðurstofan ECWMFgerir og fengin er af vef Veöurstofunnar, er iík- iegt aö skýjaö veröi á öllu landinu klukk- an sex á laugardagsmorgun, tveimur tímum eftir sólmyrkvann. Sólmyrkvinn: Sennilega skýjað um allt land Líklegt er að áhugamenn um sól- myrkva verði að bíta í það súra epli að ský muni skemma fyrir þeim hringmyrkvann á sólu sem mun verða um fjögurleytið í nótt. Veður- spáin hefur verið óhagstæð alla vik- una og þeir sem vonuðu að hún myndi batna hafa ekki fengið ósk sína uppfyllta. Veðurfræðingar á Veðurstofu íslands voru ekki von- góðir þegar DV hafði samband í morgun og sögðu að það væru svo til engar líkur á að það mundi sjást til sólu á Norðausturlandi þar sem erlendir ferðamenn hafa pantað upp allt gistipláss fyrir löngu. „Einhverjar líkur eru á að það rofi hins vegar til á Norðvesturlandi í nótt en erfitt er að segja til um hvort það muni gerast eða ekki. Bestu líkurnar á að skýin brotni eitthvað upp eru vestur af Trölla- skaga,“ sagði vakthafandi veður- fræðingur á Veðurstofunni nú í morgun. Hægt er að fá nánari upp- lýsingar um veðurspá fyrir sól- myrkvann með því að fara á vef Veðurstofunnar, www.vedur.is. -KJA Leit að 12 ára dreng: Fannst í geymslu í Képavogi Lögreglan í Reykjavík leitaði í nótt að 12 ára gömlum dreng sem hafði sinnast við foreldra sína í gærkvöld og rokið út úr húsi í Breiðholtinu þar sem þau voru gestkomandi. Foreldrar drengsins tilkynntu lögreglunni að drengur- inn væri týndur um ellefuleytið og fannst hann um klukkan fjög- ur í nótt. Hann hafði haldið til í geymslu við hús í Kópavogi og var við ágæta heilsu þegar hann fannst. -EKÁ Bingo 0Þetta er fyrsta talan í DV-Bingó. Nú er spiluð B- röðin. Einnig er allt spjaldið spilað. nningur fyrir bingó á B-röðina er ferðavinning- ur fyrir tvo með Iceland Express. Vinningur fyrir bingó á allt spjaldið er vikuferð til Portúgal með TerraNova Sól. Hmhelgarblað Líkaminn er umbúðir í Helgarblaði DV á morgun er viðtal við fegurðardrottningu ís- lands, RagnhOdi Stein- unni Jónsdóttur. Margt af því sem þar kemur fram er ekki í samræmi við viðteknar hugmyndir manna eða fordóma um stúlkur sem taka þátt í slíkum keppnum. Einnig er viðtal við Sigurlaugu Ó. Guð- mannsdóttur á Sauðárkróki sem hef- ur fengið þyngri byrðar að bera en margir aörir. Hún á flölfatlaðan son en annar sonur hennar lamaðist þeg- ar hann féll úr ljósastaur í vetur. í blaðinu er einnig rætt við nýkjörinn formann Blaðamannafélags íslands, Róbert Marshall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.