Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 DV Fréttir Tilraunir til aö gera Keikó „villtan“ hafa kostaö 1,5 milljarða króna: Ferðamenn herja á Keikó Keikó Kostnaðarsamar tilraunir við að gera hann „ villtan “ að nýju hafa mistekist. Hvalurinn Keikó hefur nú þegar kostaö Free Willy-samtökin í það minnsta 1,4 milljarða íslenskra króna. Tilraunir til að gera hval- inn „villtan" að nýju hafa ekki tekist og munu ekki takast að mati vísindamanna. Og nú sækja ferðamenn hvaðanæva úr heimin- um stíft að Keikó þar sem hann svamlar í Halsaflóa á Norður- Mæri í Noregi. Þeir eru hins veg- ar hreint ekki boðnir velkomnir á staðinn og þrátt fyrir að ferða- skrifstofur reyni að selja ferðir til Halsa út á Keikó er ekkert víst að hvalurinn verði sýnilegur nema rétt endrum og eins. Bátsferðum frá Kristianssund til Halsa til að sjá hvalinn verður hætt. Feröamenn ekki boðnir vel- komnir Per Ame Westavik hjá ferða- þjónustunni Reisemál Nordmöre sendi á dögunum út fréttatilkynn- ingu þar sem hann tekur af öll tví- mæli um að ferðafólk getur ekki búist viö mjög nánum kynnum af Hollywoodstjörnunni úr Free Wiily. „Við erum að benda á að það er ekki mögulegt að heimsækja Keikó sjóleiðina - það er hugsan- legt að sjá hann frá landi, en við munum ekkert gera til að auð- velda fólki það,“ segir Westavik í viðtali við Tidens Krav. Hann seg- ist vera undir miklu álagi frá ferðaskrifstofum sem vilja gera út á hvalinn. Hann segir það ekki til siðs í héraðinu að halda sýningu á skepnum til að hagnast. Hundruð rútubíla með ferðafólk gera daglega lykkju á leið sína og eiga viðkomu í Halsa eftir að Keikó settist þar að. Colin Baird, sem annast um Keikó ásamt Þorbjörgu Kristjáns- dóttur, er nokkuð ánægður með tilraunir yfirvalda í héraðinu til að vernda Keikó. „Keikó á ekki að vera aðdráttarafl fyrir ferðamenn, við þörfnumst ekki heimsókna þeirra. Fólk sem öskrar og blístr- ar hefur vond áhrif á Keikó og auðveldar honum ekki vistina hér,“ sagði Baird. Á mörkum þess aö vera brot á lögum um dýravernd Norskir vísindamenn eru viss- ari en nokkru sinni um að tilraun- ir Bandaríkjamanna til að gera hvalinn „villtan" að nýju séu bor- in von. „Það sem lagt er á Keikó er á mörkum þess að vera níðings- verk gagnvart dýrinu eins og við túlkum dýraverndarlögin. í mín- um augum er það óskiljanlegt að nokkur skuli trúa því að dýr sem hefur verið svo mikið innan um mannfólkið geti orðiö villt að nýju,“ segir vísindamaðurinn Finn Berntsen hjá Norsku nátt- úrufræðistofnuninni í viðtali við Adresseavisen. „Það er hreint undur að Keikó skuli vera lifandi. Hann hefur ekki lært á náttúrleg- an hátt að afla sér fæðu og hefur ekki þróast í samfélagi með öðr- um háhyrningum. Hann er því einstæðingur," segir Berntsen. Professor Eivind Röyskaft í Þrándheimi er sammála og bendir á sem hliðstæðu að tamdir úlfar hafi aldrei átt afturkvæmt til villtra úlfahjarða. Slíkur úlfur yrði drepinn af sínum líkum, og á sama hátt yrði Keiko auðveld bráð fyrir önnur karldýr í háhyminga- hjörðinni. -JBP DV-MYNÐ GVA A vit andanna Þessir hressu krakkar röltu Tjarnargötuna ásamt kennurum sínum í sólskininu á dögunum og biðu spenntir eftir að fá að hitta endurnar á Tjörninni. Nú styttist í að júní gangi í garð og þá fer að veröa hægt að ieggja húfurnar á hilluna þangaö til í haust. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna stokkar upp: VHhjálmur Þ. Wlhjálmsson nýr oddviti sjátlstæöismaima Á fundi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudag, var ákveðið að Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- fulltrúi tæki við hlutverki odd- vita af Bimi Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra og borg- arfulltrúa. Bjöm Bjarnason mun áfram sitja í borg- arstjórn en segir sig úr borgarráði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Hanna Bima Kristjánsdóttir tek- ur sæti Björns í borgarráði. Á fundinum var einnig samþykkt að leggja til við borgarstjórn að breytingar yrðu gerðar á setu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefhdum, ráðum og stjórnum. -EKÁ 9 REYKLAUS REIKNINGUR HVATNINGAR- ÁTAK UMFÍ Geisladiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er einnig hægt aö fá í Þjónustumiöstöö UMFf, Fellsmúla 26,108 Reykjavík, s. 568 2929. Diskurinn koatar 1.000 kr. Heildarverðmætl vinninga í hvatningarátaki UMFÍ er kr. 760.000. Nöfn vinningshafa veröa birt í DV á reyklausum degi 31. maí. nsémm Ihættum AÐREYKJA HVATNINGAR ÁTAK UMFÍ Taktu þátt í I' samkeppuium rö gegn Slag'orðasamkeppnin er opin öllum landsmönnum á hvaða aldri sem er. VegTeg- verðlaun tengd íþróttum, útivist og ferðalög- um verða veitt. Sendið slagorðin til: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Fellsmúla 26, 108 Reykjavík merkt: SLAGORÐASAMKEPPNI fyrir 25. maí. Leggöu kr. 1000 inn á Reyklausan reikning í banka eöa sparisjóði og þú færö eintak sent um hæl: SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047 SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428 íslandsbanki (aöalbanki) nr. 160379 Landsbanki (aðalbanki) nr. 283408 Búnaðarbanki (aðalbanki) nr. 120552 Mundu aö láta nafn þitt og heimilisfang koma skýrt fram þegar þú leggur inn á Reyklausan reikning. Útslit verða kynnt á reyklausum degi 31. maí. Leggðu inn á Reyklausan reikning* til að fá geisla- plötuna HÆTTUM AÐ REYKJA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.