Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 12
12 _____________FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 Tilvera JO'V" Auglýsingadeild 550 5720 Sýning í Kornhúsi Árbæjarsafns: Dagup í lífi Reykvíkinga AUsérstæð sýning verður opnuð í Kornhúsinu í Árbæjarsafni nú á sunnudaginn, um leið og sumar- starfsemi safnsins hefst. Hún heit- ir Daglegt líf í Reykjavík - sjötti áratugurinn og er gerð af nemend- um í sagnfræði við Háskólann undir stjórn Eggerts Þórs Bem- harðssonar sagnfræðings í sam- vinnu við Árbæjarsafn. Eggert er í anddyri Kornhúss- ins þegar DV ber að garði. Þar blasir líka við svart handlakkað reiðhjól og trébíU með sturtupaUi. Áður en Eggert leiðir okkur til vinstri handar, inn í sérútbúna íbúð sex manna fjölskyldu, bendir hann á vegginn í forstofunni sem sýnir að húsið er í byggingu þótt fjölskyldan sé flutt inn. „Það er góður andi í þessari íbúð, það höf- um við fundið,“ segir Eggert en tekur fram að þótt myndir og aðr- ir persónulegir munir tilheyri fjöl- skyldu sem bjó á Fornhaga 19 sé ekki verið að endurskapa hennar heimili fullkomlega. Dagurinn er 2. september 1958 eins og dagatalið yfir matarborð- Gamla útvarpiö Landhelgi Islendinga var færö út í 12 mílur daginn áöur. Stefán Jónsson fréttamaöur er einmitt aö iýsa því. Auglýsendur athugið Sérblað um ferðir innanlands fylgir Magasíni fimmtu- daginn 5. júní - 82 þús. eintök. Við eldhúsvaskinn Hekluð borötuska ber vott um hagleik og Nammi namm Hver fær ekki vatn í munninn? I stofunni Eggert Þór situr í öörum hæginda- stólnum í stofunni. „Þetta er sögu- sýning en ekki safnsýning, “ segir hann. inu í eldhúsinu sýnir. Rafha-elda- vélin er frístandandi uppi við vegg og fjaUkonukökuboxið er til prýð- is á ísskápnum. Tónlist frá þess- úm tíma hljómar í stofunni og drengjaherberginu deila þrír bræður. „Engir skýring- artextar, bara tU- finning“ eins og Eggert bendir á. Við göngum gegnum geymslu og þvotta- hús og yfir í hinn hluta sýn- ingarinn- ar. Þar eru spjöld með upplýsing- um og fylgst með degi í lífi sex ein- staklinga á mismunandi aldri. Uppi á lofti er myndbandssýning þar sem rætt er við þetta sama fólk. Ingólfur Guðmundsson, flugvélstjóri Flugfélags íslands, er einn þeirra sem gefur mynd af sér. Skyggnst er inn í líf Þuríðar Jóns dóttur, heimavinnandi húsmóður sem hefur yndi af hannyrðum Birgir Scheving er ungur maður upptekinn af rokkinu og fleiri þáttum skemmtanalífsins, og tán- ingurinn, Sigríður Jóhannesdótt ir, er full áhuga á kvikmyndum sjoppumenningu og félagslífi skóla. Fyrsti dagur Guðfinnu Steinunnar Svavarsdóttur í skól- anum er henni eftirminnilegur og það er líka sumardagurinn fyrsti í lífi Ólafs Sigurðssonar. Að sögn Eggerts höfðu nemend- ur hans frjálsar hendur um nálg- un efnisins innan þess ramma sem þeim var sniðinn og allir sem leitað var til voru viljugir að leggja sýningunni lið og lána muni. -Gun. Svartur og þungur Síminn er barn síns tíma og þótt símaskráin sé frá 1957 gildir hún líka fyrir áriö 1958 því hún kom út annað hvert ár. Meðal efnis: Feröir fyrir fjölskylduna • Tjaldvagnar - fellihýsi - hjólhýsi - húsbílar • Afþreying og skemmtun • Hápunktar • Hvaö er að gerast í sumar? • Utivist • GönguferSir • Leiösögn • Hestaferðir - bátsferöir - fjalla- og jeppaferðir og margt annað fróölegt og skemmtilegt. Skilafrestur auglýsinga er 2. júní w:a-----*:,búin að aðstoða ykkur: . s. 550-5734, inga@dv.is 3, b. s. 550-5733, kata@dv.is Aargrét, b. s. 550-5730, margret@dv.is Ransý, b. s. 550-5725, ransy@dv.is Sigrún, b. s. 550-5722, sigruns@dv.is Sýning á 120 stórum loftmynd- um, sem allar sýna fegurð og margbreytileika jarðarinnar, verð- ur opnuð á Austurvelli á morgun kl. 15. Myndirnar eru eftir hinn heimsþekkta ljósmyndara Yann Arthus-Bertrand er verður við- staddur opnunina ásamt Þórólfi Árnasyni borgarstjóra og Louis Bardollet sendiherra Frakklands. Maður 09 haf Málverkasýningin Maður og haf verður opnuð i Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum á morgun. Þar má sjá túlkun þekktra listamanna á sjó og sjó- sókn íslendinga. Sýningin er til- einkuð sjómönnum á Suðurnesj- um í tilefni sjómannadagsins og mun Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra opna hana. Lokaslagurinn Sýningin Þorskastríðið - loka- slagurinn verður opnuð í Lista- safni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á morgun, 31. maí kl. 13.30. Þar eru ljósmyndir sem voru teknar á ógnvænlegum augnablikum í ís- lenskri landhelgi. Björn Bjama- son dóms- og kirkjumálaráðherra opnar sýninguna og karlakórinn Stefnir syngur sjómannalög. Fyrr- verandi skipherrar úr Landhelg- isgæslunni verða með leiðsögn um sýninguna um helgina. Útskriftarverk Nemendur Ljós- myndaskóla Sissu hafa opnað sýningu á útskriftarverkum sínum í Stúdíói Sissu að Laugavegi 25, 3. hæð. Hún stendur til 9. júní. Opið er virka daga frá kl. 14-19 og 14-18 um helgar. Lítadýrðin á landinu Myndlistarmaðurinn Alain Garrabé opnar sina fyrstu einka- sýningu á íslandi í Gallerí Smíð- ar og Skart, Skólavörðustíg, á morgun, 31. maí kl. 14. Verkin eru unnin með olíu á striga. Ala- in kom fyrst til íslands árið 1995 og fimm heimsóknum seinna, árið 2000, ákvað hann að flytja hingað. Litadýrðin á landinu og andstæður ljóss og myrkurs gefa honum innblástur til listsköpun- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.