Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 14
14 Menning Sunnudagstónleikar Norræna húsiö virðist vera tilvalinn staöur til tónleika- halds fyrir orgeltríó eins og B3. Á tónleikum þeirra á sunnu- daginn var hljómaði tríóið eins og best verður á kosið. Allir dökku tónar orgelsins, sem oft virðast týnast í stærri sam- komusölum, svo sem bassa- gangurinn, skiluðu sér prýði- lega. Þeir félagar hafa er Nú er því miður svo komið í djasslífi höfuðborgarinnar að hinn ágæti djassklúbbur Múl- inn liggur í dvala (eftir að hinn mæti forkólfur klúbbsins, Jón Kaldal, féll frá) og djasstónleik- ar virðast því takmarkast við svokallaða „útgáfutónleika" sem margir hvérjir rígbinda efnisskrá sína við efni nýút- kominna geisladiska. Tónleikar orgeltríósins B3 voru haldnir í tilefni útgáfu fyrsta disks þeirra félaga. Diskurinn ber nafnið Fals en það er heiti fyrsta lagsins á diski þeirra sem kom út fyrir skömmu. Lagið er eftir Ásgeir Ásgeirsson, gtr., sem ásamt Agnari Má Magnússyni, org., og sænska trommuleikaranum Erik Qvik, skipa tríóið. Tríóiö hefur leikið saman af og til undanfar- in tvö ár. Þeir félagar hafa náð vel saman og leika létta og áferðarfallega djasstónlist, sem er mestmegnis samin af þeim Agnari Má og Ásgeiri. Agnar Már Magnússon er fyrst og fremst píanóleikari. Hann hefur náö prýðilegri Orgeltríóiö B3 náö vel saman og leika létta og áferöarfallega djasstónlist sem mestmegnis samin af þeim Agnari Má og Ásgeiri. tækni, sem felst í tveimur hlutverkum, þ.e.a.s. hljómum og laglínum með hægri hendi en þá vinstri notar hann á neðra hljóm- borðinu til að leika bassalínur. Þriðja hlut- verkið, sem felst í fótspili bassalínunnar, nýt- ir hann ekki. Agnar sýndi ágæt tilþrif á tón- leikunum, sem skiluðu sér ekki síst í samleik þeirra félaga. En við hlustun á sömu lög á diskinum kemur í ljós enn meiri færni í ein- leik en við heyrðum á tónleikunum. Ég hef lengi vel verið þeirrar skoðunar aö djasspíanistar eigi ekki að vera að fikta við orgel en nú hef ég skipt um skoöun. Agnar Már hefur náð góðum tökum á þessu erfiða hljóðfæri, sem von- andi kemur til meö að skila okk- ur djassáhugamönnum mörgum ánægjustundum í höndum þessa ágæta píanista. Erik Qvick, trm., er mikilvæg- ur hluti tríósins. Hin netta tækni hans, ekki síst burstatæknin, hef- ur afgerandi áhrif á heildina. Leikur hans í „fjórum" á móti fé- lögum sínum var einstaklega smekklegur. Eins virtist hann gefa leik félaga sinna mikinn og góðan gaum, sem ekki er öllum trommuleikurum gefið. Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirs- son nam við tónlistarskóla FÍH og síðan við Conservatorium van Amsterdam. Ásgeir hefur mjög áferðarfallegan leikstO, sem kem- ur ekki síst fram í leik hans í eig- in tónsmíðum. Lög hans á diskin- um eru flögur talsins, m.a. titil- lagið, öll mjög áheyrileg. Eina lagið sem ekki virtist ná flugi hjá tríóinu var hið góðkunna Have You Met Miss Jones eftir Richard Rogers. Þar virtist útsetning Ásgeirs vera þess eðlis að gegnumgangandi bassalína náði ekki að halda verkinu saman - og spilamennskan því sundurlaus. Þökk fyrir góðan disk og ánægjulega tón- leika. Ólafur Stephénsen Tríóiö B3: Tónleikar í Norræna húsinu sunnudaginn 25.5. 2003. Agnar Már Magnússon, Ásgeir Ásgeirs- son, Erik Qvick. MYND HENRIK STENBERG Stjörnur Konunglega danska ballettsins dansa Appollon eftlr George Balanchine. Nýtt og klassískt Konunglegi danski ballettinn heimsækir Þjóðleikhúsiö Næstkomandi þriðjudags- og miðvikudagskvöld, 3. og 4. júní, verður Konunglegi danski ballett- inn með tvær gestasýningar í Þjóð- leikhúsinu. Þar sýna tólf dansarar fimm balletta, tvo klassíska og þrjá nútímaballetta. Nokkrir af fremstu sólódönsurum Konunglega leik- hússins eru í hópnum, Silja Schandorff, Christina Olsson, Claire Still og Kenneth Greve sem einnig hafa dansað með frægum ballettflokkum annars staðar í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Á efnisskrá eru verk eftir klass- ísku dansmeistarana Balanchine og Boumonville sem Konunglegi danski ballettinn er þekktur fyrir víða um heim. Eftir Balanchine er dansinn Appollon en 3. þáttur úr verkinu Napoli eftir Bournonville, Sá dans var á efnisskrá flokksins í Kaupmannahöfn þar til um síðustu helgi. Einnig verða verk eftir tvo af fremstu danshöfundum nútíma- balletts; eftir John Neumeier dans- ar flokkurinn Adagietto, en eftir Tim Rushton verkin Nomade og Triplex. Tónlist við verkin er eftir Arvo Párt, Gustav Mahler, Johan Sebastian Bach, Igor Stravinsky og fleiri. Listrænn stjórnandi sýningar- innar er Peter Bo Bendixen sem til skamms tíma var einn helsti sóló- dansari Konunglega danska ball- ettsins. Aöeins verða þessar tvær sýningar og hetjast þær kl. 20 bæði kvöldin. Víðförult óperuþykkni Hugleikur sýnir Bíbí og Blakan í Borgarleikhúsinu Bíbí og Blakan á sviði í Gatchina í Rússlandi haustiö 2002 Þorgeir Tryggvason, Aöalheiöur Þorsteinsdóttir píanóleikari sýningarinnar, lögreglukórinn (Ylfa Mist Helgadóttir, Hulda B. Hákonardóttir og Þórunn Guömundsdóttir) og Silja Björk Huldudóttir sem Bíbí. Reykvíska áhugaleikfélagið Hug- leikur sýnir gamanóperuna Bíbí og Blakan á Nýja sviði Borgarleik- hússins annað kvöld kl. 20 í tilefni af nýafstaðinni leikferð með verkiö á þýska leiklistarhátíð. Bíbí hefur sjaldan sést á íslandi en hún hefur áður verið sýnd á hátíðum í Lit- háen og Rússlandi við mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda. Aðeins verður þessi eina sýning hér á landi nú. Óperan, bæði tónlist og „libretto", var skrifuð af þeim Ár- manni Guðmundssyni, Sævari Sig- urgeirssyni og Þorgeiri Tryggva- syni í höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur vorið 1996, Höfund- arnir kusu að kalla verkið „óperu- þykkni“, enda er þetta stutt og snörp ópera sem inniheldur öll helstu einkenni góðrar óperu, í hugleikskum stíl þó. Bíbí og Blakan segir frá hinni einmana Bíbí (Silja Björk Huldu- dóttir) sem þráir ást, en finnst samt nóg um þegar tveir vonbiðlar birtast sömu nóttina, dularfullur rúmenskur innflytjandi (Einar Þór Einarsson) og alvörugefinn emb- ættismaður (Þorgeir Tryggvason) með lögreglukór í eftirdragi sem ber þann rúmenska þungum sök- um. Engin ástæða er til að rekja söguþráðinn nánar, enda meö viö- eigandi ólíkindum. Höfundar leita víða fanga í tónlistarsögunni og bregður fyrir öllum stílbrigðum og blygðunarlausum lagastuldi á stundum. Þorgeir Tryggvason sagði að er- lendir gagnrýnendur hefðu meðal annars hrósað samþættingu leiks og söngs í sýningunni, fjölbreyti- legum tilvísunum í tónlistinni og hve auðveldlega hefði gengið að skipta úr einni stíltegund yfir í aðra. „Það er mikið hlegið á sýningum á Bíbí í útlöndum,“ sagði Þorgeir, „og því meira undrandi verður fólk þegar við segjum frá því að mest af gríninu liggi í textanum!" Um framhaldslíf Bíbíar segir Þorgeir að allt sé á huldu eins og stendur þannig að aðdáendur Hug- leiks ættu til öryggis að drífa sig í Borgarleikhúsið strax annað kvöld. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Hátíð hafsins Hátíð hafsins verður haldin á morgun og sunnudaginn við Reykjavíkurhöfn þeg- ar slegið verður saman hafnardeginum og sjómannadeginum eins og gert hefur ver- ið undanfarin ár. Hátíðin verður flautuð inn af skipslúðrum kl. 10 í fyrramálið og síðan tekur hvað við af öðru. Sýningin Þorskastríðið - lokaslagurinn verður opnuð í Hafnarhúsinu kl. 13.30. Þar eru ljósmyndir teknar á ógnvænleg- um augnablikum í íslenskri landhelgi á áttunda áratugnum þegar íslendingar börðust fyrst fyrir 50 mílna landhelgi og síðan 200 mílna. Á morgun og sunnudag verða fyrrverandi skipherrar úr Land-. helgisgæslunni með leiðsögn um sýning- una. Strax upp úr hádegi verður hægt að spila franska kúluspilið Mondial Billes á Miðbakkanum, það verður leikur, dans og söngur - meira að segja syngur sjálf Birgitta Haukdal ásamt írafári - og í tjaldborg verða á boðstólum gómsætir sjávarréttir frá fjarlægum löndum mat- reiddir af félögum í Fjölmenningarsam- tökum nýrra íslendinga. Á sjómannadaginn verður hátíðardag- skrá á Miðbakkanum kl. 14, síðan er hin sígilda róðrarkeppni og ráarslagur. Þá verður líka úrslitakeppnin í Mondial Billes, en hinum heppna vinningshafa er boðið til Frakklands til að keppa um heimsmeistaratitilinn. 15:15 15:15 tónleikasyrpan á Nýja sviði Borg- arleikhússins heldur áfram á morgun. Að þessu sinni eru Ferðalög á dagskránni, nánar tiltekið „Bergmál Finnlands". Á efhisskrá eru verk eftir Aulis Sallinen og Esa Pekka Salonen og sönglög eftir Jean Sibelius. Flytjendur eru Þórunn Guðmundsdóttir sópran, Hrefna Eggertsdóttir píanóleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Krist- inn Öm Kristinsson píanóleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðluleikari, Steef van Ooster- hout slagverksleikari og Snorri Sigfús Birgisson stjómandi. 150. Völuspáin í tilefni þriggja ára sýningarafmælis, 150 sýninga og nýlokinnar leikferðar til Noröur-Ameriku efhir Möguleikhúsið til sérstakrar hátíðarsýningar á Völuspá eft- ir Þórarin Eldjám á sunnudaginn kl. 20. Verkið er byggt á hinni fornu Völuspá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmynda- heim heiðinnar goðafræði. Leikstjóri er Peter Holst en á sviðinu eru Pétur Eggerz sem leikur öll hlutverk- in og Stefán Öm Arnarson sellóleikari. Árbæjarsafn opnaö Sumarstarfsemi Árbæjarsafns hefst á sunnudaginn. Þá verður safnið opið frá kl. 10-18 en kl. 14 verða opnaðar tvær nýj- ar sýningar. í Komhúsi er sýningin Dag- legt líf í Reykjavík. Sjötti áratugurinn. I Lækjargötu 4 verður opnuö sýningin Lár- us Sigurbjömsson og minjavarslan í Reykjavík. Auk þess verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá allan daginn. Hús- freyjan í Árbæ bakar lummur í tilefni dagsins og handverksfólk verður á bað- stofulofti við tóvinnu. Farið verður í bú- leik og fleiri gamla góða leiki og teymt veröur undir börnum við Árbæinn. Sýningin Daglegt líf í Reykjavík r sjötti áratugurinn er samvinnuverkefni Árbæj- arsafns og Háskóla íslands en sýningin er gerð af nemendum í sagnfræði við Há- skólann undir stjóm Eggerts Þórs Bem- harðssonar í samvinnu við Árbæjarsafh. Á sýningimni er fylgst með sex Reykvík- ingum á ólíkum aldri í amstri hversdags- ins á árunum 1950-1960. Dvalist er viö iðju þeirra einn tiltekinn dag og þeim fylgt eftir frá morgni til kvölds. Jafnframt er litið inn á heimili sex manna fjöl- skyldu í bænum 2. september 1958 og reynt aö endurskapa andrúmsloft á dæmi- gerðu Reykjavíkurheimili þess tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.