Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 PV__________________________________________________________________________________________________Menning Safarík sagnalist - Kantaraborgarsögur komnar út á íslensku Þegar þýöar skúrirnar í apríl hafa smogiö mars- þurrkana inn aö rótum og baöaö hverja œö í kröftug- um safa svo blómin springa út, og mildur and- vari Zefýruss hefur blásið lífi í meyra sprotana á hverju holti og i hverjum mó; þegar ung sólin hefur runniö sitt hálfa skeið í merki Hrútsins, og smáfuglarnir sem sofa um nœtur meö aug- ún opin syngja sinn söng (þannig kitlar Náttúran þá í hjartaö) - þá fer fólk aö langa i pílagrímsferö... Of lengi hefur dregist að benda áhuga- mönnum um mergjaða sagnalist á að nú eru sjálfar Kantaraborgarsögur eftir Geoffrey Chaucer komnar út hjá Máli og menningu í íslenskri þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Kantaraborgarsögur eru eitt af höfuö- ritum heimsbókmenntanna og langfraeg- asta verk Chaucers, þjóðskálds Englend- inga sem uppi var á 14. öld. í þessu mikla riti lætur hann hóp fólks af öllum stigum ensks þjóðfélags hittast af tilviljun í Tabard-kránni í Southwark (sem nú er í suðaustur London). Fólkið er allt á leið í pílagrímsferð að gröf dýrlingsins Tómas- ar frá Beckett í Kantaraborg. Þótt hópur- inn sé stór nær hann svo vel saman á kránni og dillar gestgjafanum svo ræki- lega, að áður en menn ganga til hvílu um kvöldið stingur hann upp á leik sem ekki kostar pening, eins og hann segir, en gæti haft ofan af fyrir þeim á leiðinni löngu til Kantaraborgar. Leikurinn felst í því að þau segi öll sögur á leiðinni og þeim sem spinnur upp skemmtilegustu söguna er lof- að ókeypis kvöldmat á kránni þegar þau koma til baka. Gest- gjafinn býðst svo sjálfur til að ríða með þeim á eigin kostnað og verða dómari um sagnalist- ina. Þarf ekki að orðlengja að sögurnar eru hver annarri safaríkari og hafa glatt fólk all- ar aldir síðan. í hópnum eru bæði karlar og konur og eins og nærri má geta eru samskipti kynjanna eitt helsta söguefnið. Konan frá Bath seg- ir til dæmis lærdómsríka dæmisögu af ungum riddara sem nauðgar ungmey og tekur út merkilega refsingu, en kaupmað- urinn segir bráðfyndna sögu af gömlum riddara sem tekur sér unga konu og verð- ur að athlægi. Ekki er neinn pempíuhátt- ur á lýsingum náinna kynna í þessum sögum, þar er skóflan kölluð skófla, svo gripið sé til vinsæls ensks málsháttar. Sá stíll rímar vel við þann síðmiðaldaheim sem opnast okkur í þessum sögum. Þar ægir saman dyggðum og klúrheitum, hetjuskap og lágum hvötum. Svona rétt til skemmtunar má grípa niður í lýsingar kaupmannsins á brúðkaupsnótt Janúars riddara og Maí konu hans. Gestimir eru á förum: Síöasta kveöjuskálin var kneyfuð, tjöld- in dreginfyrir, brúöurinfœrö í rúmiö þög- ul sem steinn. Þegar presturinn haföi gert krossmark yfir rúmiö og allir gengnir út, tók Janúar sína indœlu Maí þétt i faöm- inn, paradísina sína, maka sinn! Hann gœldi viö hana og kyssti aftur og aftur, og neri broddunum á stríöu skegginu (sem voru eins og skrápur á háffiski, og hvassir eins og rósaþyrnar, því aö venju var hann nýrakaöur) viö mjúka ásjónu hennar. Og hann sagöi: „Æi, kona góö, ég verö aö fara dálítið frjálslega að og koma þér á óvart áöur en ég leggst út af! En minnstu þess aö enginn verkamaöur hespar vinnu sína af í hvelli. Við skulum gefa okkurgóð- an tíma og gera þaö sómasamlega. Litlu skiptir hve lengi viö teygjum lopann; við tvö erum bundin heilögu hjónabandi - blessaö sé þaö ok, því ekkert sem viö gerum er synd! Maður getur ekki syndgaö meö konu sinni - þaö vœri því líkt sem hann skæri meö eigin hnífi - lögmáliö heimilar okkur aö bregöa á leik!" Erlingur E. Halldórsson hefur áður meðal annars þýtt klassísk verk eftir Frangois Rabelais, Petróníus og Boccaccio og hlotið verðlaun fyrir. Er skemmst frá því að segja að þýðing hans á Chaucer er á einstaklega lffandi og lit- ríku tungumáli sem sameinar að vera í anda frumtextans og munntamt nútíma- lesanda. Sannkallaður veislukostur. Er- lingur ritar einnig athugasemdir og eftir- mála um Chaucer. -SA Tónn í tómiö Á morgun kl. 16 halda djasspíanist- amir Agnar Már Magnússon og Ást- valdur Traustason útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi undir heitinu „Tónn í tómið“. Hugmyndin um flygladúett haföi gerj- ast nokkuð lengi áður en hún varö að veruleika, segja þeir félagar og eins og margar góðar hugmyndir fór hún í gegnum frekar hefðbundna meðgöngu, hríðir og fæðingu. „Tækffærið gafst þegar við fengum styrk frá menningar- sjóði FÍH í tilefni 70 ára afmælis félags- ins. Þessi gríðarstóru og lítt hreyfan- legu hljóðfæri hafa sjaldan verið leidd saman af skiljanlegum ástæðum því í flestum tiffellum er erfitt að koma því við nema með mikilli fyrirhöfn og ærn- um tilkostnaði." Þrír spunakaflar tengja saman tón- leikana og er innblástur sóttur í hina fomu hefð Zen-iðkunar þar sem áhersla er lögð á innsæja íhugun fremur en formlega hugsun og rök. „Okkur lang- aði til þess að skapa tónlist og and- rúmsloft sem tengir hlustandann sínum innsta kjama og fær hann til að íhuga tilvist sína. Til að skapa þennan hljóð- héim notum við syngjandi bjöllur frá Tíbet og gong úr Zen-hefðinni, sem og þau hljóð sem flygillinn býður upp á. Við vonum að tónlistin ylji þér um hjartarætur." BORGARLEIKHUSIÐ S a I u r i n n Leikfélag Reykjavfkur STÓRA SVIÐ NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Dansleikhúskcppni LR ogÍD Lau. 7/6 kl. 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ Derek BenfuIJ Su. 1/6 kl. 20 Fö. 6/6 kl. 20 Fö. 13/6 kl. 20 SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI efiir Sálina og Karl Jgúsl Úlfsson í kvöld kl. 20 Lau. 31/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR NÝJASVIÐ MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftirPeterBrook ogMarie-Hél'ene Estienne í kvöld kl. 20 ATH. SÍÐASTA SÝNING GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Sunnudaginn 1/6 kl. 20 - ALLRA SÍÐASTA SINN 15:15 TÓNLEIKAR - POULENC HÓPURINN Lau. 31/5 kl. 15:15 Ferðalög: Bergmál Finnlands BÍBÍ OG BLAKAN - ÓPERUÞYKKNI eftirÁrmann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í samvinnu við HUGLEIK Lau. 31/5 kl. 20.00 • Lokasýning ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR efiir Eve Ensler Lau. 31/5 kl. 20 ALLRA SÍÐASTA SÝNING LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfl við VESTURPORT Mi. 4/6 kl. 20 Fi. 5/5 kl. 20 Fö. 6/6 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR ALLIR í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhusið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið i fylgd með forráðamönnum. (Gildir á ÖFUGU MEGIN, PÚNTILA, SUMARÆVINTÝRI, MAÐURINN SEM). Laugardagur 31. maí ki. 16 Tónn í tómið - flygtadúett Útgáfutónlelkar Astvaldur Traustason og Agnar Már Magnússon. Tveir flyglar, jazzspuni, þjóðlög, sálmar o.fl. Verð kr. 1.500/1.200 nnudagur 1. júnf kl. 20.00 Trúarlegir Ijóðasöngvar með Andreas Schmidt og Helmut Deutsch Tónleikarnir eru liður í Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju og haldnir í samvinnu við Salinn. Verð kr. 2.500/2.000 Mánudagur 2. júní kt. 20.00 "Til gamans gert" - Söngtónlelkar Kristján Þ. Halldórsson, barítón, og Aladár Rácz, píanó, flytja íslensk sönglög, erlend söngljóð og óperuaríur. Verð kr. 1.000/800 I : -l .* í ' :■! !' KTA’ín Miðasala 5 700 400 Föstudagurinn 30. maí 13.30-15.30: Meistaranámskeið fyrir organista (fyrri hluti) Jon Laukvik, sérfræðingur á sviði orgeltónlistar barokktímabilsins, veitir íslenskum orgelleikurum tilsögn í barokktúlkun. Samstarfsaðilar: Tónskób Þjóðkirkjunnar og Félag íslenskra organleikara Staður: Langholtskirkja Öllum heimill aðgangur. 16.00: Barokkfyrirlestur: Frá Frescobaldi til Bachs - tokkatan í orgeltónbst Jon Laukvik heldur fyrirlestur með tóndæmum við barokkorgel Langholtskirkju. Miðaverð: 500 kr. 20.00: Óratórían Elía, op. 70, eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy Eitt af stórverkiun kirkjutónbókmenntanna flutt á 20 ára afmælistónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju. Einsöngvarar: Elín ósk Óskarsdóttir sópran, Alina Dubik alt, Anthony Rolfe Johnson tenór og Andreas Schmidt bassi Afmæliskór Mótettukórs Hallgrímskirkju Sinfóníuhljómsveit íslands Stjómandi: Hörður Áskelsson Miðaverð: 3000 kr. Kirkjulistahátíð 2003 vEg ætla að gefa regn á jörð" 29. mai - 9. jum Allir dagskrárliðir fara fram í Hallgrímskirkju nema annað sé tekið fram. Laugardagurinn 31. maf 12.00. Barokkorgeltónleikar: Jon Laukvik Heimsþekktur túlkandi barokktónlistar flytur verk eftir Froberger, Buxtehude, J.S. Bach, CTJE. Bach o.fL á barokkorgel Langholtskirkju. Miðaverð: 1500 kr. 13.30-15.30: Meistaranámskeið fyrir organista (seinni hluti) 18.00-23.00: Listavaka unga fólksins Sköpunargleði ungra listamanna í tónlist, leiklist, dansi og spuna fyllir kirkjuna. Umsjón: Guðjón Davíð Karlsson, Guðmundur Vignir Karlsson, Margrét Rós Harðardóttir. 23.00: Virðulegu forsetar eftir Jóhann Jóhannsson (frumflutningur) Flytjendun Caput hópurinn, Skúli Sverrisson, Matthías M.D. Hemstock, Guðmundur Sigurðsson, Hörður Bragason og Jóhann Jóhannsson. Stjómandi: Guðni Franzson Sunnudagurinn 1. júní: 11.00: Hátíðarmessa Sérstök áhersla er lögð á trú, list og böm í messunni. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari.' Bama- og unglingakórar Hallgrímskirkju, Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju syngja. Stjómendur: Bjamey L Gunnlaugsdóttir, Oddný Þórhallsdóttir og Helga Loftsdóttir. Rðlusveit Allegro Suzukitónlistarskólans leikur undir stjóm Lilju Hjaltadóttur. Leikbrúðuland sýnir Fjöðrina sem varð að fimm hænum og Ævintýrið um Stein Bollason í leikstjóm Amar Ámasonar. Á eftir messu verður útíhátíð á Hallgrímstorgi. 20.00: Ljóðatónleikar: Trúarlegir ljóðasöngvar með Andreas Schmidt Heimssöngvarinn Andreas Schmidt og píanóleikarinn Helmut Deutsch flytja Gellert- Ijóð eftir Beethoven, Vier emste Gesánge eftir Brahms, Biblíuljóð eftir Dvorák og Michelangelo-ljóð eftir Wolf. Staður: Salurinn í Kópavogi Miðaverð: 2500 kr. Mánudagurinn 2. júní 12.00: Tónlistarandakt Prestur: Sr. Kristján Valur Ingólfsson Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson spinna á saxófón og orgel. 20.00: Quattro Stagioni og Karlakórinn Fóstbræður Kvartettiim Quattro Stagioni frá Noregi og Karlakórinn Fóstbræður undir stjóm Áma Harðarsonar flytja verk eftir Perotinus,Tallis, Gesualdo, Poulenc, Snorra S. Birgisson og Stabat mater dolorosa fyrir karlakvartett og karlakór eftir norska tónskáldið Kjell Habbestad. Ennfremur verður Missa brevis eftir Wolfgang Plagge frumflutt á tónleikunum. Miðaverð: 2000 kr. Þriðjudagurinn 3. júní 12.00: Tónlistarandakt Prestur: Sr. Sigurður Ámi Þórðarson Elisabet Waage hörpuleikari leikur tónlist eftir Paul Hindemith o.fl. TVúlega Bergman (I) 20.00: Smultronstállet (Sælureiturinn) 22.30: Det sjunde inseglet (Sjöunda innsiglið) Tvær klassískar kvikmyndir eftir Ingmar Bergman. Stuttar innlýsingar fyrir sýningamar. Kvikmyndimar em með enskum texta. Staður: Bæjarbíó í Hafnarfirði Miðaverð: 1000 kr. (ein sýning), 1500 kr. (báðar sýningamar) Sýningamar em upphaf þrískiptrar dagskrár um trúarstef í kvikmyndum Bergmans. Málþing verður haldið tvö næstu kvöld í Hallgrímskirkju. Samstarfsaðilar: Deus ex dnema og Kvikmyndasafn íslands Miðvikudagurinn 4. júní 8.00: Morgunmessa Prestar: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Krístján Valur Ingólfsson 12.00: Tónlistarandakt Prestur: Sr. María Ágústsdóttir Unnur María Ingólf sdóttir fiðluleikari og Ámi Arinbjamarson organisti leika verk eftir Corelli og Bach. 20.00: Trúlega Bergman (II) Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (fyrri hluti). Fyrirlesarar: Ámi Svanur Daníelsson: Bílferð með Bergman ogAllen Halldór Hauksson: Bach og Bergman - um tónlist i kvikmyndum Ingmars Bergmans Pétur Pétursson: Þáttur kristinnar trúar í listsköpun Ingmars Bergmans Þorkell Ágúst Óttarsson: Sjöunda innsiglið sem dómsdagsmynd meðal dómsdagsmynda Miðaverð: 500 kr. 22.30: Completorium - Náttsöngur Umsjón: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Fimmtudagurinn 5. júní 12.00: Tónlistarandakt Prestur: Sr. Sigurður Pálsson Dagný Björgvinsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leika verk eftir Bach og Mendelssohn á Klais-orgel Hallgrímskirkju. 20.00: Trúlega Bergman (IH) . Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (seinni hluti). Maaret Koskinen, einn fremsti Bergmanfræðingur heims, flytur fyrirlesturinn In the Beginning Was the Word: From the Private Archive of Ingmar Bergman. Að loknum fyrirlestrinum verða almennar umræður. Miðaverð: 500 kr. Föstudagurinn 6. júní 12.00: Tónlistarandakt Prestur: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Magnea Tómasdóttir sópran og Guðmundur Sigurðsson orgel flytja íslensk þjóðlög við Passíusálma Hallgríms Péturssonar í útsetningum Smára ólasonar og orgelforleiki eftir Bach. 21.00: Passíusálmar 15 íslensk ljóðskáld flytja ljóð í anda Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Skáldin eru Andri Snær Magnason, Baldur óskarsson, Hjörtur Pálsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak Harðarson, Jón Bjarman, Kristján Þórður Hrafnsson, Kristján Valur Ingólfsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Matthías Johannessen, Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þóra Jónsdóttir og Þórarinn Eldjám. Tónlist: Matthías M.D. Hemstock Umsjón: Dr. Sigurður Ámi Þórðarson Miðaverð: 500 kr. Laugardagurinn 7. júní 18.00: Hátíð heilags anda hringd inn Leikið á klukkuspil Hallgrímskirkju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.